Hentugleikablinda gagnvart hinu augljósa

Auglýsing

For­maður og vara­for­maður fjár­laga­nefndar Alþingis kvört­uðu sár­lega undan því í vik­unni að það gangi ekk­ert að skera nið­ur. Hags­muna­öfl sem haldi utan um ein­staka hags­muni stofn­ana verji þær með kjafti og klóm og noti vilj­uga fjöl­miðla til þess. Vara­for­mað­ur­inn, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, kall­aði eftir banda­mönnum til að taka almenni­lega á málum svo hægt verði að ná niður vaxta­greiðslum rík­is­sjóðs, taka á hinu gríð­ar­lega vanda­máli sem ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar eru og for­gangs­raða vegna þess að Íslend­ingar séu að eld­ast hratt og munu þurfa mjög aukna þjón­ustu sam­hliða því.

For­mað­ur­inn, Vig­dís Hauks­dótt­ir, bætti um betur í dag og segir við Morg­un­blaðið að „Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er kannski nær­sam­fé­lagið á Íslandi orðið þannig að það reyna allir að ota sínum tota. Ég vil meina að þetta verði ekki í lagi hjá okkur fyrr en Ísland verður að einu kjör­dæmi og kjör­dæma­pot heyri sög­unni til“.

Hafa rétt fyrir sér, en...Bæði Guð­laugur Þór og Vig­dís hafa rétt fyrir sér að nokkru leyti. Það er hár­rétt hjá Guð­laugi Þór að huga þarf að fram­tíð­inni og vinna á vaxta­kostn­aði, sem er 80 millj­arðar króna á næsta ári. Við þurfum að taka á hall­anum á opin­bera líf­eyr­is­kerf­inu, sem verður yfir 700 millj­arðar króna á næsta ári. Og það þarf að ráð­ast í fjár­fest­ingar í heil­brigð­is­kerf­inu og þjón­ustu við aldr­aða, enda mun eft­ir­launa­þegum fjölga hraðar en vinn­andi fólki á Íslandi frá og með árinu 2023. Fólk á eft­ir­launa­aldri verður fjórð­ungur þjóð­ar­innar árið 2065 en er í dag um ell­efu pró­sent.

Það er rétt hjá Vig­dísi að það er nauð­syn­legt að landið verði eitt kjör­dæmi. Bæði er það ákaf­lega ólýð­ræð­is­legt að atkvæði eins Íslend­ings telji marg­falt á við atkvæði ann­ars ein­ungis vegna þess að þeir búa á sitt­hvorum staðn­um.

Auglýsing

Það er rétt hjá Vig­dísi að það er nauð­syn­legt að landið verði eitt kjör­dæmi. Bæði er það ákaf­lega ólýð­ræð­is­legt að atkvæði eins Íslend­ings telji marg­falt á við atkvæði ann­ars ein­ungis vegna þess að þeir búa á sitt­hvorum staðn­um. Þetta fyr­ir­komu­lag ýtir líka, eins og Vig­dís bendir á, undir stór­fellt kjör­dæma­pot. Ráða­menn hvers tíma, sama hvaða flokki þeir til­heyra, hafa nær und­an­tekn­inga­laust verið dug­legir að fóðra sín heima­kjör­dæmi.

Það sem er hins vegar skrýtið við gagn­rýni fjár­laga­nefnd­ar­for­mann­anna er þegar hún er mátuð við stefnu rík­is­stjórn­ar­innar sem þau til­heyra.

Varð­staða um kirkju og land­bún­að­ar­kerfiNið­ur­skurður snýst alltaf um for­gangs­röð­un. Hvað sé mik­il­vægt og hvað megi missa sín í rík­is­rekstr­in­um. Áherslur sitj­andi rík­is­stjórnar hafa snú­ist um að lækka tekjur Rík­is­út­varps­ins, spara í mennta­kerf­inu með því að hætta að borga fyrir fram­halds­skóla­nám þeirra sem eru eldri en 25 ára, stytta atvinnu­leys­is­bóta­tím­ann og neita að borga í starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóð­inn VIRK þrátt fyrir að ríkið sé skuld­bundið til að gera það sam­kvæmt lög­um.

Á sama tíma hefur hún lækkað álögur á stór­eigna­fólk, útgerðir og á dýrum raf­tækj­um. En ef horft er ein­ungis á nið­ur­skurð­ar­mögu­leika þá eru þeir sann­ar­lega fyrir hendi.

Á sama tíma hefur hún lækkað álögur á stór­eigna­fólk, útgerðir og á dýrum raf­tækj­um. En ef horft er ein­ungis á nið­ur­skurð­ar­mögu­leika þá eru þeir sann­ar­lega fyrir hendi. Það væri til dæmis hægt að skera niður í fram­lögum til Þjóð­kirkj­unn­ar, sem námu um 4,2 millj­örðum króna á þessu ári. Það væri hægt að skera niður í nið­ur­greiðslu til land­bún­að­ar­ins. Til dæmis í nið­ur­greiðslum á mjólk­ur­fram­leiðslu (6,6 millj­arðar króna á árinu 2015), á sauð­fjár­fram­leiðslu (4,9 millj­arðar króna á árinu 2015), á græn­met­is­fram­leiðslu (581 milljón króna á árinu 2015), í fram­lagi til bún­að­ar­sam­lags­samn­ings (501 milljón króna á árinu 2015) eða í fram­lagi í fram­leiðni­sjóð land­bún­að­ar­ins (126 millj­ónir króna).

Það hefði verið hægt að spara 209 millj­ónir króna (sem er reyndar talin van­á­ætl­aður kostn­að­ur) með því að sleppa að flytja Fiski­stofu, í and­stöðu við alla og án skilj­an­legs rök­stuðn­ings, til Akur­eyrar með handafli.

Skúffu­fé, aðstoð­ar­menn og Skaga­fjörðurFor­sæt­is­ráð­herra hefði líka getað sleppt því að úthluta upp­söfn­uðu skúffufé upp á 200 millj­ónir króna til gælu­verk­efna, sem óvart voru að mestu í hans eigin kjör­dæmi. Rík­is­stjórnin hefði líka getað sleppt því að fjölga aðstoð­ar­mönnum og ráð­gjöfum sínum af slíkum ofsa með þeim afleið­ingum að kostn­aður við rekstur Rík­is­stjórnar Íslands hefur farið úr því að vera 242,5 millj­ónir króna á árinu 2013, þegar sitj­andi stjórn tók við, í 339,6 millj­ónir króna á næsta ári.

Og það hefði verið hægt að sleppa því að gera 500 millj­óna króna þjón­ustu­samn­ing um rekstur með­ferð­ar­heim­ilis í Skaga­firði (í and­stöðu við vilja allra sér­fræð­inga), viðra hug­myndir um flutn­ing hluta starf­semi Land­helg­is­gæsl­unnar til Skaga­fjarðar eða að flytja RARIK til Skaga­fjarð­ar. Raunar virð­ast vera gríð­ar­leg sparn­að­ar­tæki­færi í því fyrir íslenska ríkið ef ráða­menn myndu hætta að líta á Skaga­fjörð sem nafla alheims­ins, því kjör­dæma­pot núver­andi rík­is­stjórnar virð­ist að mestu snú­ast um færslu á öllu sem mögu­lega er hægt að rífa upp með rótum þang­að.

Þeir sem geta farið fram úrEn fyrst og síð­ast er óskilj­an­legt að heyra for­mann og vara­for­mann fjár­laga­nefnd­ar, sem bæði studdu þá aðgerð að taka 80 millj­arða króna úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna til að lækka með handa­hófs­kenndum hætti verð­tryggð lán hluta þjóð­ar­inn­ar, þar sem mestur hluti þiggj­enda hefur litla þörf fyrir pen­ing­ana sem allir hinir eru að gefa þeim, kjósi að minn­ast ekk­ert á þann for­dæma­lausa gjörn­ing þegar rætt er um jafn­vægi í rík­is­bú­skapn­um. Vig­dís sagði meira að segja í við­tali nokkrum dögum áður en hún kvart­aði undan erf­ið­leikum við nið­ur­skurð að hún skildi ekki „hvernig fólk getur farið fram úr á morgn­ana þegar það er búið að gagn­rýna það að tæp­lega 100 þús­und Íslend­ingar fengu skulda­nið­ur­fell­ing­u“.

Ef millj­arð­arnir 80 hefðu verið not­aðir til að lækka skuldir rík­is­ins hefðu vaxta­gjöld rík­is­ins minnkað um nokkra millj­arða króna á ári til fram­búð­ar.

Ef millj­arð­arnir 80 hefðu verið not­aðir til að lækka skuldir rík­is­ins hefðu vaxta­gjöld rík­is­ins minnkað um nokkra millj­arða króna á ári til fram­búð­ar. Ef þeir hefðu verið not­aðir til að borga inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ingar opin­beru sjóð­anna hefði verið stigið stórt skref í átt að því að leysa það risa­vaxna vanda­mál. Hefðu þeir verið not­aðir í heil­brigð­is­kerfið hefði verið hægt að byggja eitt stykki nýjan Lands­spít­ala.

Afstaða Guð­laugs Þórs og Vig­dísar gagn­vart rík­is­rekstr­inum verður því að ein­hvers­konar afbrigði af hent­ug­leika­blindu gagn­vart hinu aug­ljósa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari
None