Hinar „stórbrotnu“ sveiflur - Glöggt er gests augað

Auglýsing

Íslensk/Am­er­íska versl­un­ar­ráðið stóð fyrir fundi í gær, að loknum árlegum aðal­fundi ráðs­ins, þar sem Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­ur­ar, var end­ur­kjör­inn for­mað­ur. Það fer vel á því að Jón sé for­maður ráðs­ins, enda Össur með við­skipta­rætur sínar í Banda­ríkj­unum og fáir Íslend­ingar með jafn mikla reynslu af við­skiptum á þessu stærsta mark­aðs­svæði heims­ins og hann.

Bar­dag­inn við verð­bólgu­draug­inn

Eftir form­leg aðal­fund­ar­störf, á hinum virðu­lega 21 klúbbi á 52. stræti á Man­hatt­an, fór fram fundur með gestum þar sem Þor­steinn Víglunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, flutti erindi um stöðu efna­hags­mála á Íslandi og áskor­anir framund­an. Jón kynnti Þor­stein til leiks. „Við upp­lifðum stór­brotið hrun, og end­ur­reisnin hefur um margt verið stór­brotin líka, og að sumu leyti óvænt. Fyrir mína parta mættum við Íslend­ingar upp­lifa minna stór­brotn­ari hag­sveifl­ur,“ sagði Jón og upp­skar hlátur í saln­um.

Rauði þráð­ur­inn í erindi Þor­steins var að skýra fyrir fund­ar­gest­um, hvernig íslenska hagsagan væri í stórum drátt­um; bar­dag­inn við verð­bólg­una, háir vext­ir, miklar sveiflur og síend­ur­tekið geng­is­fall krón­unn­ar. Eins og staða mála er nú þá mælist verð­bólga 1,9 pró­sent og Banda­ríkja­dal­ur­inn kostar 124 krón­ur, og hefur gengi krón­unnar styrkst nokkuð á und­an­förnum mán­uðum en í byrjun júlí kost­aði hann 136 krón­ur. Þrátt fyrir þessar þekktu sveiflur þá væri íslenska hag­kerfið um margt sterkt, og útflutn­ings­hliðin hefði blómstrað á und­an­förnum árum, ólíkt mörgum öðrum tíma­bilum í hag­sög­unni. Það væri ekki síst ferða­þjón­usta sem hefði vaxið hratt og hún væri nú burð­ar­stólpi í atvinnu­líf­inu.

Auglýsing

Þor­steinn fór ítar­lega yfir þróun á vinnu­mark­aði, en áhyggjur hans af stöðu mála þar komu sterkt fram. Launa­hækk­anir upp á 20 til 30 pró­sent yfir allan vinnu­mark­að­inn væru ekki sjálf­bærar og óhjá­kvæmi­legt væri að þær skil­uðu sér í auk­inni verð­bólgu og hærri vöxt­um. Fyrir Íslend­inga í salnum voru þetta ekki ný tíð­indi, en það var skynjun mín að þessi þróun væri að koma þeim banda­rísku gestum sem sátu fund­inn nokkuð á óvart.

Vaxta­mun­ur og sjálf­stæð mynt

Vaxta­mun­ar­svið­skipi erlendra fjár­festa, sem áttu stóran þátt í því að styrkja gengi krón­unnar fyrir hrun­ið, eru aftur farin að sjást hér á landi, eins og greint hefur verið frá að und­an­förnu. Þor­steinn sagði þetta kannski koma ein­hverjum á óvart, í ljósi hruns­ins og haft­anna, en þetta væri engu að síður stað­reynd. Sama myndin væri farin að teikn­ast upp og áður, og nú reyndi á að læra af fyrri mis­tök­um. Hag­stjórnin þyrfti að markast af góðu sam­starfi aðila vinnu­mark­að­ar­ins og hins opin­bera. Mörg góð merki væru í hag­kerf­inu, en passa þyrfti að ganga ekki of hratt um gleð­innar dyr, í efna­hags­legu til­liti. Næstu árin þyrfti að sýna ábyrga hag­stjórn í verki, og forð­ast of mikla spennu í hag­kerf­inu. Ann­ars væri voð­inn vís.

Glöggt er gests aug­að, er stundum sagt. Einn þeirra sem spurði Þor­stein út í stöðu mála, þegar opnað var fyrir spurn­ingar að loknu erindi, var Andrea Fiano, rit­stjóri Global Fin­ance. Hann sat þög­ull og hlýddi á erindi Þor­steins, og punktaði hjá sér atriði sem honum þótti mark­verð­ust. Svo spurði hann: „Er umræðan um hvort sé skyn­sam­legt að vera með sjálf­stæða mynt, krón­una, lif­andi enn­þá, í ljósi þess­ara sveiflna sem þú ert að lýsa?“. Þor­steinn sagði þetta góða spurn­ingu.  Þetta væri vissu­lega mik­il­vægt atriði til þess að ræða um á póli­tískum vett­vangi. Það  þyrfti að gefa þessu gaum, og pen­inga­stefnan í land­inu, með sínum kostum og göll­um, hefði mikið verið rædd, án þess að nokkrar breyt­ingar hefðu verið gerðar eða væru fyr­ir­hug­að­ar. 

Þegar þessi spurn­ing kom upp, þá vakn­aði ég eig­in­lega upp við það, að rök­ræðan um hvort það sé skyn­sam­legt að vera með eigin mynt í hag­kerfi þar sem 170 þús­und manns eru á vinnu­mark­aði, virð­ist vera alveg dauð. Nú er mátu­lega langt um liðið frá „stór­brotnu“ hruni fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi og laga­setn­ingu fjár­magns­hafta til að tryggja stöðugt gengi krón­unn­ar, til þess að þetta mál virð­ist næstum gleymt.

Sagan að end­ur­taka sig?

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur alveg bakkað út úr hug­myndum sínum um upp­töku evru með hjálp Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem  hann aug­lýsti í dag­blöðum eftir hrunið sem leið út úr vanda pen­inga­stefn­unn­ar, og kjós­endur hafa í kosn­ingum algjör­lega hafnað þeim flokkum sem vilja setja inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið á odd­inn, með upp­töku evr­unn­ar. Hug­myndir úr gras­rót Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem meðal ann­ars var gælt við upp­töku Kana­da­dals, virð­ast líka alveg komnar ofan í skúffu. Krónan er vopnið sem á að nota áfram.

Eftir þennan ágæta fund á Man­hatt­an, nálægt hjart­anu í mið­stöð fjár­magns­hreyf­ing­anna, þá situr helst eft­ir, að sagan um miklar efna­hags­legar sveiflur á Íslandi, með reglu­legu geng­is­falli, ver­bólgu­skoti, vaxta­hækk­unum og stór­kost­legum milli­færslum á skuld­bind­ingum milli kyn­slóða, sé enda­laus. Og það sem meira er: íslenskum stjórn­mála­mönnum finnst hún skemmti­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None