Hugsað til framtíðar

Birna Gunnlaugsdóttir grunnskólakennari skrifar um sögu mannkynsins, minnis- og vinnslugetu mannsheilans og veltir fram spurningum um framtíð náms.

Auglýsing

Margt ein­kennir tutt­ug­ustu og fyrstu öld­ina í tíma­tali mann­kyns umfram síð­ustu öld. Hæst ber senni­lega öfl­ugar tækninýj­ung­ar, öra hnatt­væð­ingu efna­hags­kerfa, menn­ing­ar­heilda og hug­mynda­kerfa yfir­leitt, auk til­tölu­lega aug­ljósra breyt­inga á loft­hjúpi jarð­ar. Breyt­ing­arnar eru það hraðar að hugir manna og þau kerfi, sem þeir hafa skapað til að halda utan um þekk­ing­una, virð­ast ekki duga til að hafa yfir­sýn svo nokkru nemi.

Hlut­falls­lega örfáir ein­stak­ling­ar, vís­inda­menn af mis­mun­andi rann­sókn­ar­svið­um, gera sér þokka­lega grein fyrir umfangi og jafn­vel inn­taki þekk­ing­ar­inn­ar. Almenn­ingur fer gjarnan villu vegar s.s. í þekk­ingu á lýð­fræði og skyldum þáttum í heims­þorp­inu og reyndar á það líka við um fjöl­miðla­fólk og háskóla­borg­ara. Ola Ros­l­ing, sænskur læknir á alþjóð­lega vísu, hefur sýnt fram á það frammi fyrir fjöl­mörgum áheyr­end­um, með því að gera úttekt á þekk­ingu þeirra á ýmsum stað­reyndum um íbúa jarð­ar.

Sem líf­vera er mað­ur­inn ekki enn orð­inn mið­aldra. Frá myndun fyrstu örver­unnar til manns­ins í núver­andi mynd eru liðnar um 4,5 millj­arðar ára af líf­tíma jarð­ar, sam­kvæmt Sir Martin Rees, pró­fess­ors í heims- og stjarneðl­is­fræði. Enn eru 5,5 millj­arðar ára eft­ir, þ.e. þar til sólin okkar hefur leyst upp allan kjarna sinn, brennur út og líf jarðar hverf­ur. Ef við hefðum horft á þróun jarð­ar­innar utan frá, sem geim­verur á annarri plánetu, hefðum við lengst af ekki séð neinar breyt­ingar aðrar en að völdum nátt­úr­unn­ar. Séð ísbreiður stækka og minn­ka, lönd fær­ast til og yfir­borð jarðar breyt­ist vegna eld­gosa. Allra fyrstu mann­gerðu breyt­ing­arnar verða sýni­legar með til­komu akur­yrkju­sam­fé­laga fyrir aðeins um 11 þús­und árum síð­an.

Auglýsing

Nú á síð­ast­liðnu sek­úndu­brota­broti af ævi manns­ins og for­vera hans sem líf­vera, tekur mann­fólk­inu að fjölga sífellt örar, það þjappar sér saman í borgir og tekur til við iðn­að­arfam­leiðslu. Afleið­ingar þess eru á okkar tímum að koltví­sýr­ingur í and­rúms­lofti er í sögu­legu hámarki, en hann er nú sam­bæri­legur við magnið sem var fyrir millj­ónum ára. Ofræktun lands og óhóf­leg notkun kemískra efna á nátt­úr­una er alþjóð­leg. Dr. Bob Ward, fram­kvæmda­stjóri innan CCCEP bendir á að menn­irnir hafa nú sjálfir end­ur­skapað for­­sög­u­­legt veð­ur­far og snúið lofts­lags­klukk­unni við. Eins og hendi sé veifað þekja auk þess margss­konar raf- og örbylgjur jarð­kringl­una og menn­irnir hasla sér völl utan jarð­ar. Þeir setja mark sitt á eigin stjörnu­kerfi með geim­förum og gervi­hnöttum að lág­marki.

Hug­takið hraði nær vart yfir þann vöxt þekk­ingar og tækni sem er að verða til, en kannski veld­is­hraði. Spurn­ing er jafn­vel hvort „tím­inn“ sjálfur fái breytta merk­ingu?

Vís­inda­menn eru frekar en ekki á því að minnis- og vinnslu­geta manns­heil­ans sé allt að því full­nýtt. Mað­ur­inn geti ekki aflað sér þeirrar orku sem frek­ari heila­starf­semi þarfn­ist. Aðrir mót­mæla því s.s. „biohackers“ eða líf­hakk­ar­ar, og segja að breytt matar­æði, líf­ræn og ólíf­ræn lyf, hug­leiðsla og e.t.v. fleira geti virkjað heilan tölu­vert betur en nú er. Ef mann­kynið þró­ast áfram í 5-6 millj­arða ára, hvað ætli teg­undin heiti þá og hvers verður hún megn­ug?

Ég hef stiklað á veru­lega stóru, snert á tækni- og vís­inda­heim­inum og gengið út frá því að jarð­kringlan sé eitt heims­þorp í efna­hags-, nátt­úru­fars­legu og menn­ing­ar­legu til­liti. Hvar allur almenn­ingur stendur í þeirri ver­öld hef ég varla nefnt. Hvernig komum við börnum sam­tím­ans og kyn­slóðum fram­tíðar til manns? Hvaða hlut­verk hafa skólar og aðra mennta­stofn­anir í fram­tíð­inni? Eða er spurn­ingin kannski frem­ur; hvernig menntum við hvort ann­að?

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og for­manns­fram­bjóð­andi í Kenn­ara­fé­lagi Reykja­víkur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar