Hvað á Ísland að verða þegar það er orðið stórt?

Auglýsing

Það fel­ast mýmörg tæki­færi í því þegar heilt ríki skellur á botn­in­um. Þaðan er besta við­spyrnan og mögu­legt verður að end­ur­hugsa allt planið upp á nýtt. Því miður hefur okkur Íslend­ingum ekki tek­ist nægj­an­lega vel að nýta þetta tæki­færi. Í stað þess að leggja upp með lang­tíma­á­ætlun um hvernig við getum orðið besti stað­ur­inn til að búa á fyrir sem flesta þegna höfum við hlaðið skamm­tíma­plástrum á hel­særðan efna­hags­lík­amann sem verja sér­hags­muni lít­illa en valda­mik­illa anga hans. Þegar svöðusárin eru jafn stór og þau sem við berum dugar slíkt hins vegar skammt. Og á end­anum mun okkur blæða út.

Hvað ætlar þú að gera þegar þú ert orð­inn stór?



Ný­verið var greint frá því að 2.200 manns hefðu sótt um vinnu hjá upp­lýs­inga­fyr­ir­tæk­inu Advania það sem af er árinu 2014. Fyr­ir­tækið gat ráðið 50. Þessi ásókn er yfir­fær­an­leg á önnur tækni- og upp­lýs­inga­fyr­ir­tæki líka. Um 500 manns sóttu til dæmis um sum­ar­starf hjá Nýherja.

Við­skipta­fræð­ingar og þeir sem nema félags­vís­indi eða ein­beita sér að tungu­mála­námi eiga líka í miklum erf­ið­leikum með að finna starf við hæfi. Í raun er nán­ast alltaf stór­kost­legt offram­boð umsókna þegar aug­lýst er eftir sér­fræð­ingum hvers kon­ar. Það sást ágæt­lega þegar Rík­is­skatt­stjóri aug­lýsti að hann þyrfti að ráða í tólf stöður vegna fram­kvæmda á skulda­leið­rétt­ingum Fram­sókn­ar­flokks­ins. 370 manns sóttu um þær tólf stöð­ur.

Hvernig verður þú þjón­u­stað­ur?



Í dag eru um 55 þús­und Íslend­ingar yfir 60 ára. Eftir tíu ár er því spáð að þeir verði 84 þús­und. Allar rann­sókn­ir, og almenn skyn­semi, segir okkur að þörfin fyrir aukna heil­brigð­is­­þjón­ustu eykst mjög eftir að þeim aldri er náð. Þeir sem starfa í heil­brigð­is­geir­anum mega því búast við auknu álagi.

Það verður hins vegar raun­veru­legt vanda­mál að manna þær við­bót­ar­stöður sem þörf verður fyrir að manna. Það nægir ekki bara að byggja nýtt sjúkra­hús og von­ast til þess að það dugi til að soga að sér hæft fólk í miklu magni.

Auglýsing

Þegar staða sér­fræði­lækna á Land­spít­al­anum eru aug­lýstar sækja oft engir um. Við­loð­andi skortur er á hjúkr­un­ar­fræð­ingum á hjúkr­un­ar­heim­ilum og fjöl­margir slíkir sem unnið hafa á spít­al­anum hafa látið lokk­ast til Nor­egs þar sem gnógt vinnu er að hafa fyrir miklu hærri laun og minni við­veru. Sömu sögu er í raun að segja af flestum lækn­um. Það blasa því við vand­ræði í heil­brigð­is­geir­an­um.

Og það eru ekki minni vand­ræði í mennta­kerf­inu. Íslend­ingum í heild mun fjölga um 13 pró­sent á næstu ell­efu árum. Fæð­ingum fjölg­aði reyndar tölu­vert strax í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Á árunum 2008-2010 fædd­ust um 5.000 nýir Íslend­ingar ár hvert. Og við eigum eig­in­lega ekk­ert fólk til þess að taka við þeim í mennta­kerf­inu.

Það vantar nefni­lega um 1.300 leik­skóla­kenn­ara eins og er. Og um 200 grunn­skóla­kenn­ara. Ein­ungis 30 grunn­skóla­­kenn­arar og tíu leik­skóla­kenn­arar munu útskrif­ast úr Háskóla Íslands í sum­ar. Fækkun þeirra sem sækja sér slíkt nám eftir að lengd þess fór úr þremur í fimm ár er gríð­ar­leg.

Hvar ætlar þú að búa?



Það hefur vænt­an­lega ekki farið fram­hjá neinum að nú stendur yfir stærsta milli­færsla Íslands­sög­unn­ar. Rík­is­stjórnin ætlar að gefa sumum 80 millj­arða króna af skattfé undir for­merkjum þess að verið sé að leið­rétta for­sendu­brest. For­sendu­brest­ur­inn er reyndar ekki meiri en svo að það verður hlut­verk fjár­mála­ráð­herra að ákveða hver hann var út frá því hversu margar umsóknir ber­ast um rík­islottó­vinn­ing­inn. Verði þær fleiri en reiknað var með mun for­sendu­brest­ur­inn verða lægri. Verði þær færri mun hann hækka.

Í tölum frá Rík­is­skatt­stjóra má sjá að 90 pró­sent þess­arar pen­inga­gjafar fara til fólks sem fædd­ist fyrir 1980. Íslend­ingar milli 18 og 34 ára fá átta millj­arða króna á meðan 35 til 108 ára (ef við gefum okkur að sá elsti fái eitt­hvað) fá 72 millj­arða króna.

Þessi aðgerð mun því skerða lífs­gæði ungra Íslend­inga tölu­vert. Pen­ingum sem gæti hafa verið varið í upp­bygg­ingu á þjón­ustu eða nið­ur­greiðslu skulda hins opin­bera er hent í mið­aldra milli­stétt. Tekjur ríkis og sveit­ar­fé­laga skerð­ast umtals­vert á næstu árum vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­að­gerð­anna, sem fylgja með í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­­pakk­an­um. Þær munu auk þess ganga mjög nærri sér­eign­ar­líf­eyr­is­kerf­inu og þar með auka kostnað rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna í fram­tíð­inni gríð­ar­lega. Sá skellur lendir líka á þeim sem eru ungir í dag því rík­ið, það erum við.

Auk þess virð­ist morg­un­ljóst að aðgerð­irnar og aukin einka­neysla þeirra sem munu fá mun auka verð­bólgu, valda enn óhag­stæð­ari við­skipta­jöfn­uði en við erum nú þegar að glíma við og vænt­an­lega veikja krón­una líka.

Af hverju á ungt fólk að vera á Íslandi?



Í síð­ustu viku kynnti rík­is­stjórnin nýja stefnu um vís­inda­­rann­sóknir og nýsköp­un. Við­leitnin er ágæt en sú full­yrð­ing Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra að við­bót­ar­fram­lög í sam­keppn­is­sjóði upp á 2,8 millj­arða króna á nokkrum árum (3,5 pró­sent af skulda­nið­ur­fell­ing­ar­gjöf­inni) ýti Íslandi í fremsta flokk á meðal allra landa heims hvað varðar áherslu á vís­indi, rann­sóknir og nýsköpun er í besta falli fjar­stæðu­kennd. Við verðum enn langt á eftir hinum Norð­ur­lönd­unum og óra­fjar­lægð frá til dæmis Banda­­ríkj­un­um. Við erum ein­fald­lega ekki þjóð sem leggur áherslu á að fjölga eggj­unum í körf­unni.

Efna­hagur okkar hvílir aðal­lega á þremur stoð­um: útflutn­ingi á fiski og áli og inn­flutn­ingi á ferða­mönn­um. Tvær fyrstu stoð­irn­ar, fisk­ur­inn og álið, eru að mestu auð­linda­drifnar frum­at­vinnu­stoð­ir. Ferða­þjón­ustan er atvinnu­grein sem byggir að mestu á lág­launa­þjón­ustu. Aðgerðir sitj­andi stjórn­valda hafa fyrst og fremst snú­ist um að standa vörð um þessar stoð­ir. Og að láta sig dreyma um olíu.

Hvað ætlar Ísland að verða þegar það er orðið stórt?

Þegar ofan­greint er dregið saman er hægt að draga þá ályktun að á Íslandi sé ekki verið að nýta auð­lind­irnar til að byggja upp það sam­fé­lag sem fólkið vill búa í heldur reynt að láta fólkið aðlaga sig að auð­linda­drifnu frum­vinnslu­kerf­inu sem hentar valda­öfl­unum best. Á Íslandi bjóð­ast því ekki þau atvinnu­tæki­færi sem ungt fólk sæk­ist fyrst og fremst eftir á grund­velli mennt­unar sinn­ar.

Á Íslandi er vel­ferð­ar­kerfið að drag­ast aftur úr að gæð­um. Vöntun er á fólki sem vill vinna í því og stjórn­mála­menn neita að takast á við þau risa­vöxnu upp­bygg­ing­ar­verk­efni sem nauð­syn­legt er að takast á við svo við getum menntað hina ungu, hjúkrað öllum og séð fyrir hinum öldnu.

Á Íslandi er nán­ast ómögu­legt fyrir ungt fólk að eign­ast hús­næði vegna þess að aðstæður í hag­kerf­inu gera því ekki kleift að nurla saman fyrir útborg­un. Það er líka að verða ómögu­legt fyrir það að leigja hús­næði vegna þess að sturluð umfram­eft­ir­spurn eftir leigu­hús­næði hefur hækkað verð á slíku upp í him­in­hæð­ir. Þetta ástand á því miður bara eftir að versna á næstu árum. Vel­komin í fast­eigna­bóluna.

Á Íslandi ákveða mið­aldra stjórn­mála­menn að afhenda sinni kyn­slóð nokkra tugi millj­arða króna á sama tíma og þeir ákveða að takast ekki á við risa­vaxin lang­tíma­vanda­mál. Kostn­aði gjaf­ar­innar og afleið­ingar aðgerða­leysis þeirra lendir af fullum þunga á unga fólk­inu í fram­tíð­inni. Það kemur nefni­lega alltaf, ein­hvern tím­ann, að skulda­dög­um.

Vilt þú búa á Íslandi?



Ég held að ungir Íslend­ingar vilji upp til hópa búa á Íslandi. Hér er fjöl­skyldan þeirra, vinir og annað nán­asta tengsla­net. Hér eru heitu pott­arn­ir, ódýra raf­magn­ið, örygg­ið, nátt­úran og allt hitt sem er svo dásam­legt. En ungir Íslend­ingar vilja vinna við það sem þeir hafa áhuga á og kunna. Þeir vilja geta búið í sóma­sam­legu hús­næði án þess að greiða þorra ráð­stöf­un­ar­­tekna sinna fyrir það. Þeir vilja fá þjón­ustu í sam­ræmi við það hlut­fall launa sinna sem þeir greiða í skatta og þeir vilja geta horft fram á áhyggju­laust ævi­kvöld.

Sú stefna sem Ísland hefur valið að feta, stefna sér­hags­muna­­gæslu, skamm­tíma­hags­muna, íslenskrar krónu, gjald­eyr­is­hafta og ein­angr­un­ar­hyggju mun ekki skapa þær aðstæð­ur. Þvert á móti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None