Hver er hugmyndin?

Andri Snær Magnason segir að það væri áhuga­vert að æfa sig í lang­tíma­hugsun og horfa 50 ár fram í tím­ann og hugsa hvernig sam­göngur og byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gæti þró­ast eða yrði að þró­ast í ljósi lofts­lags­breyt­inga.

Auglýsing

Ég er alinn upp í Árbæj­ar­hverfi og frá því ég var ungur þá gerði ég mér ein­hvern veg­inn grein fyrir að hverfið væri vel skipu­lagt. Ég bjó í Rofa­bæ, hluta af Hraun­bæj­ar­blokk­unum sem hlykkj­ast upp Árbæ­inn þar sem eitt pró­sent Íslend­inga bjó um tíma skömmu eftir að þær voru byggð­ar.

Hvert port eða hvert U var eins og lít­ill heimur og þar gat barn fundið sér vina­hóp nán­ast innan lóð­ar­markanna. Bílar voru eig­in­lega utan hverf­is­ins, ég vissi ekki alltaf hvernig bíl vinir mínir áttu vegna þess að þeir voru geymdir norð­an­megin og komu okkur börn­unum í sjálfu sér ekki við. Skól­inn var hinum megin Rofa­bæjar og það var eina gatan sem þurfti að fara yfir. Blokk­irnar voru vissu­lega eins­leit­ar, fjöl­breytnin fólst í því að taka eftir smá­at­rið­um, ein blokkin var kannski með bláan fern­ing eða gulan á svöl­unum eða and­dyr­inu.

Aðsend mynd

Pabbi og mamma byggðu sér síðan hús í Sel­ás­hverf­inu og þá voru húsin fyrir neðan götu öll með sama lag­inu, með slétta fram­hlið og L laga en húsin fyrir ofan götu reisu­leg með hefð­bundnu þaklagi. Amma og afi bjuggu neðst í Hlaðbæ þar sem amma býr ennþá en allar þær götur enda í botn­langa ofan við Elliða­ár. Ég gat farið á fót­bolta­æf­ingu og í skól­ann án þess að fara yfir hefð­bundna umferð­ar­götu og ég gat leikið mér í Elliða­ánum án þess að fara yfir götu. Stíflu­hring­ur­inn er þriggja kíló­metra göngu- og hjóla­leið sem nán­ast allir í hverf­inu nýta sér með því að fara í mesta lagi yfir eina götu.

Ég vann síðar hjá Raf­magns­veitu Reykja­víkur þar sem ég starf­aði við hellu­lagn­ingar og kynnt­ist Reyni Vil­hjálms­syni lands­lags­ar­kítekt sem hann­aði hverf­ið. Mér fannst nokkuð magnað að ég hafði kynnst mann­inum sem hafði verið falið hið guð­lega vald að leggja grunn­planið fyrir æsku mína og mitt dag­lega líf og umhverfi. Nokkur öðru­vísi penna­strik, ein eða tvær van­hugs­aðar hug­myndir hefðu verið eilífur krókur á leið í æsku minni. Af hans kyn­slóð voru skipu­lags­fræð­ingar sem hefðu auð­veld­lega sett hrað­braut með­fram Elliða­ánum og nyrðri kvísl­ina í stokk og skorið þannig nátt­úr­una ræki­lega frá öllum íbúum með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á stíflu­hring­inn og þar með lýð­heilsu.

Í Árbænum voru kjarn­ar, bak­arí, litlar versl­anir og bóka­búð og fyrir þá sem bjuggu í hverf­inu þá fann maður fyrir ákveðnum aga í þessu skipu­lagi, pabbi og mamma höfðu ekki frelsi til að byggja hvernig sem er heldur hús með ákveðnu sniði – í seinni tíð var þessi agi í hverf­inu kall­aður „aust­an­tjalds“ – en lík­lega meira sænskt – eða bara Cor­busi­er.

Auglýsing

Á seinni árum hefur þessi strangi agi frá 1960 og 1970 gufað upp og það sést á hverf­inu. Versl­un­ar­kjarni var settur út fyrir hverfið svo að minni kjarnar innan hverfis dóu og dröbb­uð­ust niður og urðu eins og slömm. Borg­ar­bóka­safnið var sett í kjarn­ann við jaðar hverfis þannig að það varð auð­veld­ara að sækja sér bók með bíl og ný hús sem hafa risið í móanum bak við Hraun­bæ­inn hafa verið hipsum­haps, alls­konar hús, alls­konar í lag­inu og íbúð­ar­húsin stundum verri að gæðum en gömlu blokk­irn­ar. Þannig verða ný hús ekki eins og upp­færsla fyrir hverfið heldur þvert á móti. Maður spurði sig af hverju voru hús reist árið 2000, síðri hvað varðar gæði en hús reist árið 1970. Uta­n­áliggj­andi stiga­gang­ar, þver­liggj­andi báru­járns­klæðn­ing­ar, maður spurði sig um fram­farir og hafði á til­finn­ingu að ákvarð­anir væru byggðar á skorti á heild­ar­hugs­un, skamm­tíma­þörf fyrir hús­næði, þrýst­ingi um að„hefja framkvæmd­ir“ á nið­ur­sveiflu­árum en almennt eins og ekk­ert stórt lang­tímaplan væri í gangi.

Nýlega var reist stór­hýsi í hverf­inu fyrir 60 ára og eldri og mér tókst að særa tvær eldri vin­konur mínar sem búa í hús­inu með face­book pósti um hús­ið. Þetta er nýtt svart hús sem gnæfir yfir gatna­mótum Höfða­bakka og Bæj­ar­háls. Það mun vera gott að búa í þessu húsi, íbúð­irnar eru góð­ar, útsýnið er frá­bært og fólkið gott. En þetta er horn­steinn hverf­is­ins og kom í stað­inn fyrir Blá­fjöllin og ég velti fyrir mér af hverju mér fannst það ekki fal­legt. Hvað gerir hús fal­legt?

Aðsend mynd

Á maður ekki að vera stoltur af sínum sam­tíma og þeim húsum sem rísa núna? Æsu­fellið gnæfir yfir Breið­holt­inu, vold­ugt og mikið og mér hefur alltaf þótt það mynd­rænt, eins og kast­ali. Í ljós­mynda­bók­inni Reykja­vík frá 1969 eftir Björn Th. Björns­son eru nokkrar myndir úr miðbæ Reykja­víkur en flestar úr Laug­ar­daln­um, Laug­ar­dals­laug­in, Lista­safn Ásgríms og him­in­háu Sól­heima­blokk­irn­ar, honum fannst sam­tím­inn aug­ljós­lega fal­leg­ur. Nýtt hverfi ætti að vera stolt hverrar kyn­slóð­ar. Tákn um hug­myndir hennar og metn­að. En af hverju byggja menn svona mikið svart og grátt í dag? Af hverju svona mikið þver­liggj­andi báru­járn? Nið­ur­staðan af gráu verk­taka­hús­unum sem rísa um alla borg er hreyf­ing fólks sem telur að nútíma arkítektúr sé almennt mis­heppn­aður og eina mót­vægið við sam­tím­ann sé aft­ur­hvarf til mið­bæjar Sel­foss.

Aðsend mynd

En hvernig á að stýra fag­ur­fræði bygg­inga? Er það hægt með vald­boði að ofan og nefnd? Það er eins og eitt­hvað skorti í grunn­in­um, skortur á sam­tali, lítil fag­leg umfjöllun um bygg­ing­ar­list og stóru mynd­ina fyrir utan inn­lit í „glæsi­leg heim­il­i“. Þeir sem stýra fjár­magni hjá bönk­unum virð­ast ekki hafa haft metn­að, þeir sem byggja virð­ast fyrst og fremst vilja inn­leysa eins mik­inn hagnað af hverju húsi og mögu­legt er og þeir sem kaupa og koma til með að búa í hús­unum koma ekki nálægt ferl­inu. Þeir ná varla að skoða húsið vegna þess að skortur er á mark­aðnum og „allt sel­st“.

Núna er litið svo á að úthverfa­væð­ingin og þar með Árbær­inn hafi í heild verið ákveðin skipu­lags­mi­s­tök. Þótt hverfið sjálft sé vel hannað þá hafi áherslan á einka­bíla og hrað­brautir með veikar almenn­ings­sam­göng­ur, til­heyr­andi Miklu­braut og aðreina­flækju við Elliða­ár­ósa gert borg­ina dreifða og dýra í rekstri. Árbær og Breið­holt voru byggð sam­kvæmt hug­mynda­fræði og hug­sjón sem voru síðan klapp­aðar í steypu og form. Á tíma­bili datt úr tísku að byggja svona stórt í einum stíl, menn sögðu að þetta væru eins­leitar Aust­an­tjalds­blokk­ir. En spurn­ingin er, hver er hug­mynda­fræðin núna? Hver er okkar tími?

Aðsend mynd

Ég hef heim­sótt vini og ætt­ingja í nýjum hverfum sem hafa verið byggð á síð­ustu árum, en þegar ég leit í kringum mig þá vissi ég ekki hvaða hugsun eða heim­speki lá á bak við hverf­ið. Stór hverfi eru byggð, hvert hús með sínu verk­taka­sniði, og helsti mun­ur­inn er að venju­leg íbúð er alltaf kölluð lúxus­í­búð. Maður hefur ekki á til­finn­ing­unni að nið­ur­staðan sé mann­eskju­legri en í gömlu Árbæj­ar­blokk­un­um, jafn­vel þvert á móti. Þétt­ing er hug­tak sem er mikið notað og í góðu skipu­lagi getur þétt byggð rúmað aukin gæði, en und­an­farið hefur manni þótt sem hug­takið hafi verið her­tek­ið, fyrst og fremst til að hámarka hagnað fyr­ir­tækja, troða eins miklu bygg­ing­ar­magni og mögu­legt er á reiti án þess að á móti komi fjár­fest­ingar í nærum­hverfi sem skapa mann­líf og öfl­ugt sam­fé­lag.

Aðsend mynd

Maður leitar að hug­mynd­um, teng­ingum við nátt­úru eða gæði og sér að fólk býr í stak­stæðum blokk­um, hent­ugum verk­taka­ein­ingum með þver­liggj­andi báru­járni, uta­n­áliggj­andi stiga­göngum með­fram götum sem virð­ast liggja hingað og þang­að. Bíla­stæði beint fyrir framan jarð­hæð­irn­ar, naumur garður fyrir aftan hús og svo aftur bíla­stæði og oft er húsið umkringt umferð á alla kanta. Oftar en ekki ein­hvers­konar stofn­brautir sem umlykja síðan hverfið og skera nátt­úr­una frá fólk­inu og stór þjón­ustu­kjarni við hrað­braut utan við hverfið líka helst með þver­liggj­andi báru­járni. Húsin virð­ast ekki alltaf hönnuð miðað við átt­ina sem þau snúa. Stundum ætti að vera dýrð­legt útsýni til Esj­unnar en húsið snýr glugga­lausum endagafli í þá átt, enda búið að byggja eftir sömu teikn­ingu hér og þar um borg­ina svo að þau snúa ýmist út og suður eða austur vest­ur. Þá er nið­ur­staðan hverfi án þeirra gæða sem reynt var að ná í Árbæn­um, með öllum göllum bíla­borg­ar­inn­ar.

Aðsend mynd

Við stöndum núna á við­miða­skiptum hvað varðar lofts­lags­breyt­ing­ar. Ef við skoðum loft­mynd af höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá sjáum við að best hann­aða og nútíma­leg­asta borgin var borgin sem var hönnuð upp úr 1920. Svæðið kringum Elli­heim­ilið Grund og verka­manna­bú­stað­ina við Hring­braut. Maður veltir aftur fyrir sér fram­förum, af hverju hönnum við ekki miklu betri borg en fátækt fólk í lítt mennt­uðu sam­fé­lagi fyrir hund­rað árum? Að skoða leið gang­andi mann­eskju frá Akra­lind í Kópa­vogi inn í Smára­lind eða akst­urs­vega­lengd frá Hæð­ar­seli í Breið­holti í Jór­sali í Kópa­vogi þar sem hús í 100 metra fjar­lægð hvort frá öðru eru í 6 km akst­urs­fjar­lægð ef litið er á vega- og almenn­ings­sam­göngu­kerfi.

Aðsend mynd

Við eigum að lifa upp­lýsta tíma en höf­uð­borg­ar­svæð­ið, borgin okk­ar, verður ekki skilið á rök­legan hátt nema útskýrð séu stirð sam­skipti smá­kónga í bæj­ar­stjórnum árið 1990 eða 2000. Álíka dæmi um órök­leg og óhag­kvæm landa­mæri er helst að finna í skipu­lagi þar sem forn fjand­ríki liggja hlið við hlið. En svona er per­sónu­legur metn­aður klapp­aður í mal­bik og form sem markar dag­legt líf þús­unda í hund­rað ár.

Aðsend mynd

Ef við skoðum arf­leifð okkar tíma, höf­uð­borg­ar­svæðið sem við höfum skapað síð­ustu 30 árin, horfum á bílarað­irnar sem teygja sig frá Grens­ás­vegi lang­leið­ina í Mos­fellsbæ ann­ars vegar og frá Kringlu­mýr­ar­braut inn í Hafn­ar­fjörð hins veg­ar, þá veltir maður fyrir sér hvað hafi eig­in­lega gerst. Af hverju er þetta staðan þegar við höfum alla þessa tækni og vís­indi, alla þessa þekk­ingu, tölvur og fjár­magn? Svarið er örugg­lega mis­skilin ein­stak­lings­hyggja, til­vilj­ana­kennd mörk sveit­ar­fé­laga og mis­skilin hug­mynd um frelsi á kostnað ann­arra, skatt­borg­ara sem byggja veg­ina, kom­andi kyn­slóða sem gjalda fyrir meng­un­ina. Borg er sam­fé­lag en það verður ekki heil­brigt ef það er hugsað út frá ein­stak­ling­um, verk­tökum eða þröngum hags­munum sveit­ar­fé­laga með metnað um vöxt, óháð áhrifum á nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög og umferð í gegnum þau, vegna þess að verk­tak­inn græð­ir, sveit­ar­fé­lagið fær sitt en óhag­kvæmn­inni er velt á sam­fé­lag­ið. Vega­gerð rík­is­ins er síðan annar hand­legg­ur, þar virð­ast menn hafa litið á hrað­brautir og slaufur sem æðsta tján­ing­ar­form sam­tíma okk­ar.

Aðsend mynd

Nú er rætt um borg­ar­línu, stokka, raf­bíla­væð­ingu, sjálf­keyr­andi bíla og lík­lega erum við stödd á ein­hverjum skilum hvað varðar ferða­máta og þar með borg­ar­inn­viði. Það væri áhuga­vert að æfa sig í lang­tíma­hugsun og horfa 50 ár fram í tím­ann og hugsa hvernig sam­göngur og byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gæti þró­ast eða verður að þró­ast í ljósi lofts­lags­breyt­inga, krafna um að koma losun niður í núll á 30 árum. Þótt hver ein­asti bíll verði raf­bíll þá er skipu­lags­vand­inn samt sá sami, það er ekki pláss fyrir of mörg far­ar­tæki í 300.000 manna borg. Er hægt að vinda ofan af bíla­borg­inni? Þarf Mikla­brautin að skera borg­ina í tvennt og þarf hún 50 m helg­un­ar­svæði? Þarf Reykja­nes­brautin sömu­leiðis að skera Reykja­vík frá Kópa­vogi og Kópa­vog sjálfan eins og Berlín­ar­múr? Á slaufan við Elliða­ár­ósa að vera þar til allrar eilífð­ar? Ef við horfum á fram­farir síð­ustu ára í örflæð­inu, hlaupa­hjól­um, raf­hjólum og skyldum far­ar­tækjum – hvert leiðir þessi þróun okkur næstu 20 ár?

Við höfum normalíserað dýr mis­læg gatna­mót og aðra inn­viði fyrir þunga­um­ferð en hvernig myndu drauma­inn­viðir líta út ef almenna far­ar­tækið væri ekki mikið stærra en raf­hjól, ásamt spor­vagni en bíll­inn væri í fjórða sæti á eftir gang­andi umferð? Ef hægt er að byggja stokka sem rúma fjóra vöru­bíla hlið við hlið væri áhuga­vert að sjá ein­hvern hanna inn­viði fyrir létt sam­göngu­tæki sem alvöru ferða­máta. Væri hægt að nýta jarð­var­mann og hafa upp­hit­aða stíga á stofn­leið­um? Ef umferð er raf­knú­in, létt og meng­un­ar­laus, væri hægt að hafa hluta hennar nán­ast inn­an­húss eða láta hana flæða gegnum bygg­ing­ar? Væri hægt að búa til ein­hvers konar skjól eða skýli á ákveðnum meg­in­ásum? Væri frá­leitt að byggja yfir flæði fólks á ákveðnum svæð­um? Hver ker­skáli í Straums­vík er kíló­metri að lengd en það eru fimm kíló­metrar frá Elliðaám niður í Háskóla. Væri ferða­lag að hluta til inn­an­húss vit­lausara en neð­an­jarð­ar­lest eða jarð­göng? Kannski er bara best að ferð­ast í fersku lofti? Mætti ímynda sér byggð þétt upp við Miklu­braut eins og á Man­hatt­an? Alla­vega, hver er hug­mynda­fræð­in? Af hverju erum við að byggja og á hvaða for­send­um, hvernig eigum við að þróast, byggt á hvaða draumum og hvert langar okkur að fara?

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Þessi pist­ill er hluti grein­­ar­aðar í til­­­efni af því að 100 ár eru liðin frá for­m­­­legu upp­­­hafi skipu­lags­­­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar