Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat

Margrét Gunnarsdóttir, ritstjóri vefsins opinnadgangur.is og verkefnastjóri á Landsbókasafni-Háskólabókasafni, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2022 24. - 28. október.

Auglýsing

Fyrir réttu ári síðan birt­ist í Kjarn­anum greinin Enn eitt stefnu­laust ár eftir Rósu Bjarna­dóttur, for­stöðu­mann bóka­safns og upp­lýs­inga­þjón­ustu Lista­há­skóla Íslands. Greinin var skrifuð í til­efni alþjóð­legrar viku opins aðgangs 2021 þar sem Rósa aug­lýsti eftir lang­þráðri stefnu íslenskra stjórn­valda um opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna. Á sama tíma birt­ist einnig greinin Rann­sókn­ar­gögn eru auð­lind eftir Piu Sig­ur­línu Viinikka, upp­lýs­inga­fræð­ing á Bóka­safni og upp­lýs­inga­þjón­ustu Háskól­ans á Akur­eyri sem einnig aug­lýsti eftir stefnu íslenskra stjórn­valda.

Nú er liðið enn eitt ár. Enn ein alþjóð­leg vika opins aðgangs er haf­in. Ennþá er beðið eftir stefnu stjórn­valda. Stefnu, sem von­andi heggur á þau tengsl sem alltof lengi hafa verið sam­tvinnuð fram­gangs­kerfum háskóla og hagn­að­ar­drifnum mark­miðum útgef­enda vís­inda­tíma­rita.

En þrátt fyrir tíð­inda­leysi hér­lendis eru hrær­ingar erlend­is.  Jákvæðar fréttir af alþjóða­vett­vangi sem tengj­ast opnum vís­indum og rann­sókn­um.

UNESCO til­mæli

Þar ber einna hæst til­mæli UNESCO, Menn­ing­ar­mála­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, til aðild­ar­ríkja UNESCO varð­andi opin vís­indi sem sam­þykkt voru á 41. aðal­ráð­stefnu UNESCO þann 23. nóv­em­ber sl.

Mark­mið til­mæl­anna er m.a. að skapa alþjóð­legan ramma fyrir opna vís­inda­stefnu og fram­kvæmd sem við­ur­kennir fræði­legan og svæð­is­bund­inn mun á sjón­ar­mið­um, tekur til­lit til akademísks frels­is, og sér­stakra áskor­ana vís­inda­manna og ann­arra aðila á sviði vís­inda í mis­mun­andi lönd­um, einkum í þró­un­ar­lönd­um, og stuðlar að því að auka/efla upp­lýs­inga­læsi og draga úr þeim staf­ræna, tækni­lega og þekk­ing­ar­lega mun sem finna má á milli landa og innan þeirra.

Áhuga­samir geta kynnt sér til­mælin hér.

Til­mælin eru merkur áfangi og í fram­hald­inu þarf hvert aðild­ar­ríki fyrir sig að skoða þau og ígrunda hvar það er statt í sinni veg­ferð í átt að opnum vís­indum og hvaða skref þarf að taka næst.

End­ur­bætur á mati rann­sókna

Þann 8. júlí sl. komu saman full­trúar frá rúm­lega 350 stofn­unum frá 40 löndum sem lýst höfðu áhuga á að taka þátt í ferli um end­ur­bætur á mati rann­sókna. Vinnan hófst í jan­úar 2022 og teymið sem vann að end­ur­bót­unum var skipað full­trúum frá European Uni­versity Associ­ation (EU­A), Sci­ence Europe, fram­kvæmda­stjórn ESB og Dr. Karen Stroobants sem er sér­fræð­ingur í rann­sóknum rann­sókna (e. res­each on res­e­arch). Háskóli Íslands átti full­trúa í þessum hópi. Nið­ur­staða þess­arar vinnu er samn­ingur um end­ur­bætur á rann­sókna­mati sem kynntur var 20. júlí sl. 

Auglýsing
Meðal þess sem fram kemur í samn­ingnum má nefna að hætta þarf ofnotkun á tíma­rits- og útgáfu­tengdum mæl­ingum í rann­sókna­mati. Einkum notkun á áhrifa­stuðli tíma­rita (e. Journal Impact fact­or) og h-index. - Þetta þýðir að rann­sak­endur verða ekki nán­ast neyddir til að birta greinar sínar ein­göngu í tíma­ritum með háan áhrifa­stuðul til þess að eiga kost á fram­gangi innan sinna stofn­ana. Sem aftur opnar leið til að birta í tíma­ritum í opnum aðgangi sem ekki eiga greiða leið að slíkum mæl­ing­um.

Meðal stofn­ana og sam­taka sem hyggj­ast taka þátt í þessum end­ur­bótum eru opin­berir aðil­ar, einka­að­il­ar, stofn­anir sem fjár­magna rann­sókn­ir, háskól­ar, sam­tök vís­inda­manna og margir fleiri. Samn­ing­ur­inn um end­ur­bætur á rann­sókn­ar­mati markar sam­eig­in­lega stefnu sem varða breyt­ingar á mats­að­ferðum fyrir rann­sókn­ir, rann­sak­endur og stofn­anir sem vinna að rann­sókn­um. Aðal­mark­miðið er að hámarka gæði og áhrif rann­sókna.

Þeir aðilar sem und­ir­rita skuld­binda sig til sam­eig­in­legrar fram­tíð­ar­sýn­ar, sem felst í því að mat á rann­sókn­um, rann­sak­endum og rann­sókna­stofn­unum við­ur­kennir marg­vís­legan árang­ur, starfs­hætti og starf­semi sem hámarkar gæði og áhrif rann­sókna. Von­andi bera háskólar gæfu til þess að breyta sínu fram­gangs­kerf­i. 

Listi yfir stofn­an­ir.

Loka­út­gáfa samn­ings­ins.

Hvíta húsið og nið­ur­stöður rann­sókna

Skrif­stofa Hvíta húss­ins í Was­hington sem kennd er við vís­indi og tækni hefur upp­fært stefnu sína varð­andi opinn aðgang að nið­ur­stöðum rann­sókna. Frá árinu 2013 hefur verið lögð áhersla á að gera rann­sóknir sem studdar eru af opin­beru fé séu opnar öllum en sá hængur verið á að tíma­rit gátu beðið með að opna aðgang­inn í allt að 12 mán­uði. Á meðan þurfti að borga fyrir aðgang ef hann fékkst ekki í gegnum bóka­söfn eða aðrar stofn­an­ir. Sam­kvæmt upp­færðri stefnu þarf nú að gera nið­ur­stöður rann­sókna sem studdar eru af almannafé aðgengi­legar banda­rískum almenn­ingi án birt­ingatafa (e. emb­ar­go) og kostn­að­ar. Allar stofn­anir hins opin­bera munu inn­leiða þessar upp­færðu leið­bein­ingar að fullu eigi síðar en 31. des­em­ber 2025 og þar með binda enda á 12 mán­aða birt­inga­töf. 

Allt eru þetta jákvæðar fréttir og mik­il­vægir áfangar á leið okkar til að tryggja opinn aðgang að upp­lýs­ing­um.  Þegar sam­fé­lög og hag­kerfi heims­ins verða fyrir slíkum skakka­föllum sem COVID-19 hefur vald­ið, opn­ast augu okkar enn frekar fyrir mik­il­vægi þess að hafa hindr­un­ar­lausan aðgang að upp­lýs­ingum og þekk­ingu sem gerir sér­fræð­ingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástand­inu. Síðan má líka spyrja: Ef hægt er að leiða saman hags­muna­að­ila frá öllum heims­álfum og úr öllum atvinnu­greinum og sam­ein­ast um opinn aðgang að rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum varð­andi COVID-19, hvers vegna er ekki hægt að gera það sama varð­andi rann­sóknir á krabba­meini, félags­legum ójöfn­uði, fæðu­ör­yggi og lofts­lags­breyt­ing­um? Öll þessi mik­il­vægu mál ásamt fleirum munu fela í sér miklar áskor­anir fyrir heilsu manna og fram­tíð okkar á þess­ari plánetu næstu ára­tugi. Þess má geta að lögð er sér­stök áhersla á loftslags­mál í alþjóð­legri viku opins aðgangs nú í ár

Miðað við tím­ann – árin - sem stefnu­smíði íslenskra stjórn­valda hefur tekið varð­andi opinn aðgang/opin vís­indi, hljótum við að eiga von á sér­deilis vönd­uðu og vel ígrund­uðu plaggi sem tekur til­lit til þeirra skrefa sem tekin hafa verið hjá nágranna­þjóðum okkar og víð­ar. Við bíðum spennt.

Póst­listi um opinn aðgang.

Twitt­er.

Höf­undur er verk­efna­stjóri á Lands­bóka­safn­i-Há­skóla­bóka­safni.

Heim­ildir

EUA European Uni­versity Assos­i­ation. Reform­ing res­e­arch assess­ment: The Agreem­ent is now final.

Sótt 25. júlí 2022.

Smits R. & Pells R. 2022. Plan S for Shock: Sci­ence. Shock. Solution. Speed.. London: Ubiquity Press. DOI.

UNESCO. UNESCO Recomm­enda­tion on Open Sci­ence.

Sótt 25. nóv­em­ber 2021.

The White Hou­se. OSTP Issues Gui­dance to Make Feder­ally Funded Res­e­arch Freely Availa­ble Wit­hout Delay. Sótt 29. ágúst 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar