Í hruni verða hinir ríku alltaf miklu ríkari

Auglýsing

Þegar hrun verður er ein megn­in­regla sem sjaldan bregst: gömlu valda- og pen­inga­öflin í sam­fé­lag­inu styrkja stöðu sína. Þau eru ein­fald­lega í betri aðstöðu, vegna þekk­ingar sinnar á því hvernig kerfið virkar, sam­banda innan fjár­mála­geirans og tengsla við það sem er að ger­ast í stjórn­mál­un­um, til að bregð­ast hraðar við, passa sitt og græða á upp­sveifl­unni sem óhjá­kvæmi­lega mun fylgja.

Í aðdrag­anda þess að neyð­ar­lög og fjár­magns­höft voru sett á Íslandi haustið 2008, áður en krónan féll, fluttu til að mynda margir úr þessum hópi pen­inga sem þeir áttu hér­lendis til ann­arra og örugg­ari, og í sumum til­fellum afskekkt­ari, landa. Í árs­lok 2007 áttu Íslend­ingar til að mynda 8,2 millj­arða króna á Tortóla-eyju. Í dag hefur sú fjár­hæð fjór­fald­ast.

Með því að koma fjár­munum sínum í öruggt erlent skjól óx virði þeirra í íslenskum krónum einnig gríð­ar­lega sökum geng­is­falls­ins. Þeir sem voru í aðstæðum til að ráð­ast í svona fjár­magns­flutn­inga voru auk þess ekki bundnir þeim klyfjum fjár­magns­hafta sem aðrir lands­menn voru bundnir á eft­ir­hrunsár­un­um.

Auglýsing

Þetta fólk gat síðan nýtt sér fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands til að koma aftur „heim“ með pen­inga og fá afslátt af þeim eignum sem nýju við­skipta­bönk­unum hafði verið falið að end­ur­skipu­leggja og selja. Sú leið var snið­inn til að gagn­ast ríku fólki. Alls fengu fjár­festar sem komu með pen­inga inn í landið með þessum hætti um 50 millj­arða króna í afslátt af fjár­fest­ingum sín­um. Seðla­bank­inn hefur aldrei viljað opin­bera hverjir það voru sem nýttu sér þessa leið. Fjöl­miðlar hafa þó sýnt fram á að hluti hóps­ins eru aðilar sem léku stór hlut­verk í falli íslenska efna­hags­kerfis haustið 2008.

Þrátt fyrir að miklir fjár­munir hafi verið fluttir heim til að versla á á íslensku tombólunni er einnig ljóst að fjöl­margir íslenskir ein­stak­lingar eiga mikið fé erlend­is. Í nýlegum tölum frá Seðla­banka Íslands kom til að mynda fram að Íslend­ingar eigi 32 millj­arða króna á Bresku Jóm­frú­areyj­unum, nánar til­tekið á Tortóla-eyju klas­ans. Alls eiga íslensk fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar nokkur hund­ruð millj­arða króna í erlendum eign­um.

Bank­arnir valdir til að end­ur­skipu­leggja

Íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn nán­ast hvarf í hrun­inu, enda um 70 pró­sent af íslensku atvinnu­lífi í þörf fyrir fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu í kjöl­far þess. Ýmsar hug­myndir voru uppi um hvernig ætti að fara að þess­ari end­ur­skipu­lagn­ingu, sem í fólst aðal­lega skulda­hreinsun á kostnað erlendra kröfu­hafa föllnu bank­anna. Um tíma var und­ir­búin stofnun svo­kall­aðs eigna­um­sýslu­fé­lags rík­is­ins, sem átti að geta tekið við fyr­ir­tækjum í vanda.

Á end­anum var fallið frá þessum áformum og ákveðið að láta nýju bankana, sem höfðu verið búnir til með inn­stæðum almenn­ings og fjár­fram­lagi rík­is­sjóðs, sjá um þessa end­ur­skipu­lagn­ingu. Þeir fengu það hlut­verk að „þrí­fa“ atvinnu­lífið af skuldum og öðrum yfir­hengjum og selja rekstr­ar­hæf fyr­ir­tækin aftur þegar þeim „þvotti“ væri lok­ið. Kostn­að­ur­inn við þessi "þrif" lenti á erlendum kröfu­höf­um. Þetta voru að hluta skuldir óreiðu­mann­anna sem Ísland ætl­aði ekki að borga.

Eðli­legt var að álykta að sala þess­arra end­ur­skipu­lögðu fyr­ir­tækja þyrfti að fara fram með opn­um, gagn­sæjum og sann­gjörnum hætti þar sem fyllsta jafn­ræðis yrði gætt. Eðli­legt vegna þess sem hafði gerst á góð­æð­irsár­unum á Íslandi, vegna þeirrar tor­tryggni sem ríkti í garð fjár­mála­kerf­is­ins í kjöl­far þess og vegna þess að það var rík­ið, í umboði fólks­ins, sem færði bönk­unum þessar eignir til end­ur­skipu­lagn­ingar með handafli. Þeim var falið sam­fé­lags­legt hlut­verk.

Hand­velja fólk til að græða fullt af pen­ingum

Bank­arnir hafa staðið sig vel við að end­ur­skipu­leggja atvinnu­líf­ið. Fyr­ir­tækin eru flest líf­væn­leg og ein­ungis örfá hafa þurft á fleiri en einum umgangi af end­ur­skipu­lagn­ingu að halda.

Þegar kemur að því að end­ur­út­deilda þessum miklu gæðum hafa bank­arnir hins vegar að mörgu leyti brugð­ist illa. Dæmin um að valdir ein­stak­lingar hafi fengið tæki­færi til að eign­ast þessi gæði, oft á hlægi­lega lágu verði, eru allt of mörg. Hægt er að sjá nokkur þeirra hér, hér og hér. Og það virð­ist ekki ætla að verða neitt lát á þessum háttum.

Oft virkar ferlið þannig að ónafn­greindir fjár­fest­ar, eða aðilar sem þekkja vel til inn­viða fyr­ir­tækja og hafa þar með betra færi til að átta sig á raun­virði þeirra, setja sig í sam­band við fjár­fest­inga­banka­hluta Arion banka, Íslands­banka eða Lands­banka og biðja um að fá að kaupa. Í öðrum til­fellum ákveða bank­arnir að selja vild­ar­við­skipta­vinum sín­um, eign­ar­fólki sem er nægi­lega ríkt til að kom­ast í einka­banka­þjón­ustu hjá bönk­un­um, eignir sem ekki hafa verið form­lega aug­lýstar til sölu eða leyfa þeim að kaupa hluti á lægra verði í aðdrag­anda skrán­inga á mark­að.

Þeir sem sjá um þessa gern­inga segj­ast ekki sjá neitt athuga­vert við þessa aðferð­ar­fræði. Eignir séu seldar með hags­muni bank­ans að leið­ar­ljósi. En aug­ljóst er að aðr­ir, þeir sem fá að kaupa, hafa líka mikla hags­muni af þess­ari aðferð­ar­fræði. Og hafa mok­grætt á henni.

Skýr aðstöðu­munur

Það sem blasir við öllum sem vilja sjá er sá aðstöðu­munur sem er á milli hinna útvöldu sem fá að eiga og allra hinna þegar kemur að því að losa um eign­irnar sem bönk­unum var falið að koma í nýtt eign­ar­hald eftir hrun­ið. Sum­ir, án þess að það sé útskýrt af hverju, fá tæki­færi til að græða fullt á silf­ur­fati, jafn­vel með fjár­mögnun frá bönk­um, á sama hátt og þeir hafa alltaf feng­ið.

Starfs­maður í fjár­mála­geir­anum sagði nýverið við mig að þetta væri „allt sama gamla liðið sem er að gera alla díl­anna“. Þannig hafi það verið und­an­farin ár.

Þessi aukna auð­söfnun hinna ­ríku og valda­miklu er stað­fest í nýjum tölum Hag­stofu Íslands um eig­in­fjár­stöðu ein­stak­linga, sem birt var í síð­ustu viku. Sam­kvæmt þeim jókst auður þeirra tíu pró­sent lands­manna sem þéna mest um 88,2 millj­arða króna á árinu 2014. Tæp­lega þriðja hver króna sem varð til í nýjum auði á síð­asta ári fór til þessa hóps. Alls á þessi tíund 28 pró­sent af allri hreinni eign lands­manna, eða sam­tals 879 millj­arða króna.

Sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem þénar minnst jók hreina eign sína um 16 millj­arða króna á síð­asta ári. Auður þeirra rík­ustu óx rúm­lega fimm sinnum meira á tíma­bil­inu.

Þessar eignir eru þó nær örugg­lega van­á­ætl­aðar því inn í þær vantar bæði erlendar eignir sem eru ekki gefnar upp á Íslandi og þær sýna nafn­virði verð­bréfa­eignar þessa hóps. Mark­aðsvirði verð­bréfa hans (hluta­bréfa, skulda­bréfa og hlut­deild­ars­kirteina) er mun hærra en nafn­virð­ið.

Hinir ríku verða miklu rík­ari

Valdir hópar eigna­fólks, sem hið opin­bera hefur ekk­ert gert til að opin­bera hverjir eru, hefur því styrkt stöðu sína gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Með aðstoð banka, fjár­magns­hafta, glund­roða og að ein­hverju leyti hins opin­bera hafa þessir hópar fengið að eign­ast stóra hluti í end­ur­skipu­lögðum og nú arð­sömum rekstr­ar­fyr­ir­tækj­um, fast­eignum og fullt af öðrum inn­lendum eign­um. Rest­in, almenn­ing­ur­inn sem fær borgað í íslenskum krónum og skuldar verð­tryggt eða á okur­vöxt­um, fær brauð­mola af veislu­borð­inu.

Það er ódýrt að kenna bara sitj­andi rík­is­stjórn, sem póli­tískir and­stæð­ingar kalla rík­is­stjórn hinna ríku, um þessa stöðu. Margt sem orsak­aði hana var gert á vakt síð­ustu rík­is­stjórn­ar, sem kenndi sig við hreint vinstri.

Töl­urnar ljúga ekki. Hinir ríku hafa orðið rík­ari í kjöl­far hruns­ins og áhrif þeirra á dag­legt líf okkar hafa vax­ið. Það er stað­reynd.

Svo verður hver og einn að svara því hvort honum finn­ist þessi sívx­andi mis­skipt­ing gæð­anna í lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None