Ísland barnanna okkar

Daði Már Kristófersson fer yfir árið en hann segir að hörmuleg innrás Rússa í Úkraínu marki tímamót. „Hinn frjálslyndi heimur mun þjappa sér saman á komandi árum. Ísland þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri þróun. Frjálst meðal vina.“

Auglýsing

„Ég nenni ekki að fylgj­ast með íslenskum stjórn­mál­um. Þau eru svo leið­in­leg því þið eruð öll sam­mála um allt.“ Þegar hálf­ís­lensk/hálf­banda­rísk vin­kona mín sagði þetta við mig fyrir nokkrum árum horfði ég á hana í for­undr­an. Þessi full­yrð­ing hennar hefur hins vegar setið í mér. Ég skil hvað hún er að fara. Það er breið sam­staða um grunn­á­hersl­urnar í íslenskum stjórn­mál­um. Áherslur á vel­ferð, t.d. jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un. Áhersla á jöfnuð óháð kyni, atgervi, upp­runa og kyn­hneigð. Áhersla á heil­næmt umhverfi. Áhersla á jöfnun ráð­stöf­un­ar­tekna gegnum skatt­kerf­ið. Áhersla á mark­aðs­bú­skap á flestum sviðum utan opin­berrar þjón­ustu. Áhersla á opið hag­kerfi þar sem vinnu­afl, vörur og þjón­usta flæða nokkuð óhindr­að. Ég geri því ráð fyrir að líf mitt verði ágætt, hér eftir sem hingað til, þó svo fólk sé við stjórn­völ­inn sem ég er ósam­mála. Það er mikil blessun að búa í slíku landi.

Ég hef þó mínar áhyggj­ur. Þær snú­ast um tæki­færin sem Ísland skapar íbúum lands­ins og hvernig við stuðlum að því að öll fái tæki­færi. Tryggjum að Ísland sé stað­ur­inn þar sem kom­andi kyn­slóðir vilji búa – land tæki­færa.

Þegar slíkum spurn­ingum er varpað fram er gott að við erum nokkuð sam­mála um grunn­við­mið­in. Okkur dugar að ræða áherslur og leiðir að mark­miðum fremur en mark­miðin sjálf.

Auglýsing

Í grunn­inn er það fólkið sem skiptir öllu. Að hæfi­leikar þess nýt­ist því sjálfu til góða og þar með sam­fé­lag­inu öllu. Til þess þurfum við mennta­kerfi sem býður öllum tæki­færi óháð bak­grunni á for­sendum sem henta hverjum og ein­um. Mennta­kerfi sem er sveigj­an­legt og getur tek­ist á við áskor­anir í heimi þar sem sífellt hrað­ari tækni­breyt­ingar eru stöðugt að breyta eðli starfa – skapa störf og eyða.

Við þurfum stöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, þannig að fólk geti tekið ákvarð­anir til lengri tíma án þess að eiga það á hættu að for­sendur breyt­ist og rústi plön­um. Geti keypt sér hús­næði. Stofnað fyr­ir­tæki. Farið í nám. Hin Norð­ur­löndin gengu í gegnum breyt­ingar á tíunda ára­tug síð­ustu aldar þar sem stöð­ug­leiki var settur í for­gang. Sam­bæri­leg áhersla hefur ekki náð fram á Íslandi. Á Íslandi sveifl­ast vextir mun meira, gengi sveifl­ast meira og verð­lag er breyti­legra. Stöð­ug­leiki er flókið verk­efni sem krefst sam­vinnu aðila vinnu­mark­að­ar­ins og rík­is­ins. Fjöl­mörg ríki búa hins vegar við stöð­ug­leika svo verk­efnið er ekki óleys­an­legt. Nýgerðir kjara­samn­ingar sýna að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins á Íslandi skilja þetta vanda­mál og eru til­búnir að axla sína ábyrgð. Langvar­andi halli á rík­is­sjóði, sem hófst fyrir kór­ónu­veiru­far­aldur og stendur enn þó far­aldr­inum sé lok­ið, er mikið áhyggju­efni og bendir ekki til sama skiln­ings hjá núver­andi rík­is­stjórn.

Ísland er lítið sam­fé­lag. Stundum er það frá­bært. Hlutir redd­ast hér sem víða ann­ars staðar gætu ekki redd­ast. Stuttar boð­leiðir og hröð ákvarð­ana­taka gera hópum kleift að leggj­ast á eitt. Gall­inn á þessu fyr­ir­komu­lagi er að oft skortir á gegn­sæi. Stutt boð­leið er ekki endi­lega besta boð­leið­in. Alvar­leg­ast er þegar slíkum lausnum er beitt til að úthluta eða veita aðgang að auð­lindum – hvort sem um er að ræða fiski­stofna, aðstöðu fyrir fisk­eldi eða vind­orku­ver. Freist­andi er að ganga í og redda mál­um. Halda hjólum atvinnu­lífs­ins gang­andi. En við búum jafnan lengi að fyrstu gerð. Ákvarð­an­irnar verða við­var­andi kerfi sem eru hvorki sann­gjörn né skil­virk fyrir sam­fé­lag­ið. Huga þarf betur að lang­tíma­hags­munum almenn­ings. Það eru nefni­lega hags­munir sam­fé­lags­ins.

Lofts­lagsvá er stærsta áskorun sam­tím­ans. Hún krefst sárs­auka­fullra aðgerða strax sem bera óvissan ávöxt í fram­tíð­inni. Ísland er í ein­stakri stöðu til þess að ná árangri á þessu sviði. Ísland hefur áður farið í gegnum orku­skipti, þegar olíu og kolum var skipt út fyrir heitt vatn til hús­hit­unar á síð­ustu öld. Ísland er afar ríkt af end­ur­nýj­an­legri orku. Þær auð­lindir eru þó ekki óþrjót­andi né er nýt­ing þeirra án umhverf­is­á­hrifa. Ætlum við að auka fram­leiðslu eða breyta nýt­ingu á núver­andi orku­fram­leiðslu? Hér ættum við að hugsa um hvatana sem ráku áfram fyrstu orku­skiptin hér á landi. Það var ein­fald­lega hag­kvæmara að kynda með jarð­varma en olíu og kol­um. Gjöld á losun er leið til þess að skapa slíka hvata. Ísland beitir gjöldum á losun enn í mjög tak­mörk­uðum mæli þó þau séu án efa auð­veldasta leiðin til að hvetja til sam­dráttar í los­un. Enn eru þeir geirar sem standa fyrir mestri losun und­an­þegnir los­un­ar­gjöld­um. Því þarf að breyta.

Íslenska þjóðin er lang­líf og hún er að eld­ast. Fyr­ir­sjá­an­lega mun þörfin fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu aukast veru­lega á kom­andi ára­tug­um. Útgjöld til heil­brigð­is­mála hafa auk­ist mikið á und­an­förnum árum og munu halda áfram að aukast um ókomin ár. Heil­brigð­is­kerfið á nú þegar við mönn­un­ar­vanda að etja. Þessar áskor­anir krefj­ast skipu­lags til lengri tíma – skipu­leggja þarf fjár­mögn­un, ákveða rekstr­ar­form og und­ir­búa mönn­un. Þetta er lang­tíma­verk­efni sem nálg­ast þarf með breiðri aðkomu og í víð­tækri sátt. Sú hug­mynd að setja heil­brigð­is­stefnu til lengri tíma, eins og síð­asta rík­is­stjórn gerði, er því góð. Það sætir furðu að ekki skuli unnið eftir stefnu heldur hafi heil­brigð­is­mál­unum verið leyft að verða að bit­beini á sviði stjórn­mál­anna með til­heyr­andi stefnu­breyt­ingum og hringli.

Ísland hefur sögu­lega búið við afar lítið atvinnu­leysi. Raunar hefur Ísland jafnan skapað fleiri störf en þjóðin getur mann­að. Fátt bendir til þess að þetta muni breyt­ast. Sem betur fer hefur ekki skort vilj­ugar hendur til að sinna þessum störf­um. Mik­ill fjöldi fólks hefur tekið sig upp og flutt til Íslands. Tekið til starfa hér á landi og skapað verð­mæti fyrir sig og sam­fé­lag­ið. Við þurfum að tryggja að þessum ein­stak­lingum sem og afkom­endum þeirra standi til boða sömu tæki­færi og öðrum sem hér búa. Ann­ars er hætta á að hér skap­ist sam­fé­lag ójöfn­uðar sem gengur þvert gegn þeim grunn­gildum sem við sem þjóð erum sam­mála um.

Hörmu­leg inn­rás Rússa í Úkra­ínu markar tíma­mót. Vonir um að dagar land­vinn­inga­stríða væru taldir hafa verið gerðar að engu. Hörm­ungar og dauði eru kall­aðar yfir fólk sem ekk­ert annað hefur til saka unnið en að hafna stjórn­kerfi Rúss­lands. Þetta minnir okkur á hvar Ísland á heima í sam­fé­lagi þjóð­anna – meðal frjáls­lyndra lýð­ræð­is­ríkja. Saga Íslands sýnir svart á hvítu hve mik­il­vægt það hefur alltaf verið að hafa greið sam­skipti við okkar nágranna­þjóð­ir. Þegar þau hafa verið tak­mörk­uð, hvort sem er vegna ham­fara, stríðs eða vegna ákvarð­ana stjórn­valda, hafa afleið­ing­arnar alltaf verið þær sömu. Fátækara sam­fé­lag á Íslandi. Hinn frjáls­lyndi heimur mun þjappa sér saman á kom­andi árum. Ísland þarf að vera virkur þátt­tak­andi í þeirri þró­un. Frjálst meðal vina.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit