Auglýsing

Í dag, 22. ágúst, eru tvö ár síðan að Kjarn­inn kom fyrst fyrir sjónir almenn­ings. Hug­mynda­vinna og und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir mán­uðum sam­an.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáv­ar. Og allt breyst.

Það var djörf hug­mynd hjá þeim litla, metn­að­ar­fulla og ofur­bjart­sýna hóp sem stóð að Kjarn­anum að stofna fjöl­miðil á Íslandi. Rekstr­ar­ár­angur slíkra er enda, í sögu­legu sam­hengi, væg­ast sagt ekki upp­lífg­andi. Þeir hafa til­hneig­ingu til að leggja annað hvort upp laupana eða að lenda í höndum aðila sem sjá hag sinn í að leyfa miðl­unum að tapa pen­ing­um. Af ein­hverjum ástæð­um.

Auglýsing

Við ákváðum að synda gegn straumnum á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að ein­blína á fáar djúpar og ítar­legar frétta­skýr­ingar um þjóð­fé­lags­mál í efn­is­tökum þegar stefnan víða í geir­anum var á aukna tíðni stuttra frétta, helst með miklu afþrey­ing­ar­gildi. Í öðru lagi birtum við efnið okkar í appi, sem staf­rænt frétta­tíma­rit.

Okkur fannst þessi útgáfa Kjarn­ans, Kjarn­inn 1.0, frá­bær. Frétta­tíma­rit­ið, ef það var lesið í spjald­tölvu, bauð les­endum upp á upp­lifun sem þeir gátu ekki fengið ann­ars stað­ar. Hægt var að blanda ólíkum miðlum saman í fram­setn­ingu. Vanda­málið var að neyt­endur voru ekki að nota spjald­tölv­urnar sínar með þessum hætti. Lang­flestir les­endur okkar voru að lesa Kjarn­ann á öðrum formum en því sem við eyddum lang­mestum tíma í að búa til og hanna í viku hverri.

Og við það þurftum við að sætta okk­ur.

Kjarn­inn 2.0



Mi­s­tök eru tvenns kon­ar. Annað hvort fella þau þig eða styrkja. Í okkar til­felli er nú ljóst að sú upp­haf­lega leið sem við fórum í birt­ingu á efni Kjarn­ans var mis­tök. En við lærðum gríð­ar­lega mikið af þeim mis­tökum og tókum margt með okkur frá þeim tíma sem gerir Kjarn­ann að því sem hann er í dag.

Á þessu fyrsta rúma ári náði Kjarn­inn líka að koma sér ræki­lega fyrir í íslensku fjöl­miðla­lands­lagi. Aðrir fjöl­miðlar vitn­uðu meira í okkur en nokkurn annan inn­lendan fjöl­miðil á þessu tíma­bili. Við vorum til­nefnd til ýmissa verð­launa. Traustsmælingar sýndu að les­endur okkar treystu Kjarn­anum betur en flestum öðrum einka­reknum fjöl­miðl­um. Og til varð vísir að Kjarna­sam­fé­lag­inu.

Í októ­ber 2014 til­kynntum við miklar breyt­ingar á Kjarn­anum sem höfðu verið í und­ir­bún­ingi mán­uðum sam­an. Þá var kynntur til leiks nýr frétta­vefur sem myndi sinna dag­legri frétta­þjón­ustu en halda áfram fast í þá hug­mynda­fræði um gæði og dýpt sem Kjarn­inn er byggður á. Sam­hliða var útgáfu staf­ræna frétta­tíma­rits­ins hætt. Þessar breyt­ingar voru alls ekki auð­veldar en þær voru ákaf­lega nauð­syn­leg­ar. Með þeim vorum við að bregð­ast við með auð­mýkt gagn­vart þeirri stöðu að það var klár og mikil eft­ir­spurn eftir efn­inu sem rit­stjórn Kjarn­ans fram­leið­ir, en að fram­setn­ing þess þyrfti að breyt­ast.

Í dag lítur Kjarn­inn fyrst og síð­ast á sig sem efn­is­fram­leið­anda sem leggur áherslu á að upp­lýsa les­endur sína. Að greina og skýra fyrir þeim það sem á sér stað í sam­fé­lagi manna. Þær leiðir sem við miðlum efn­inu til þeirra geta breyst eftir því sem tækn­inni fleygir fram og not­enda­hegðun breyt­ist. Við höfum sýnt það áður að við búum yfir aðlög­un­ar­hæfni til þess. Og á end­anum snýst fjöl­miðlun alltaf um sama hlut­inn, efn­ið. Það er hægt að klæða lélegt efni í glæsi­lega glit­galla, nota for­múu í að mark­aðs­setja það, en það er samt sem áður lélegt efni.

Og við höfum haldið mik­illi tryggð við þær grund­vall­ar­hug­sjónir sem Kjarn­inn var stofn­aður á. Í fyrsta leið­ar­anum sem ég skrif­aði fyrir Kjarn­ann, í ágúst 2013, stóð: „Í Kjarn­anum verður lögð áhersla á gæði og dýpt. Við ætlum að rann­saka og skýra málin fyrir les­endum okk­ar, hlust­endum og áhorf­end­um. Við ætlum að skilja kjarn­ann frá hism­in­u.“

Þetta erum við enn að gera. Frá því að við breyttum um stefnu fyrir ári síðan þá höfum við til að mynda birt yfir 400 frétta­skýr­ing­ar, eða rúm­lega eina á dag.

Kjarn­inn 3.0



Það liggja mikil tæki­færi í þeim sveigj­an­leika sem lítið en vax­andi fjöl­miðla­fyr­ir­tæki eins og Kjarn­inn býr yfir. Við getum brugð­ist við þeim miklu breyt­ingum sem við erum að upp­lifa mun hraðar en stóru fjöl­miðla­fyr­ir­tækin sem hafa verið smíðuð í kringum teg­undir miðla, á borð við dag­blöð og línu­legar sjón­varps­stöðv­ar, sem neyt­endur eru hægt en örugg­lega að yfir­gefa. Kjarn­inn, og margir aðrir smærri miðl­ar, eru að spila sókn á meðan að stóru gímöldin á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði eru í bull­andi vörn með sín rekstr­ar­mód­el.

Í dag er heima­höfn Kjarn­ans frétta­síða. Við höldum einnig úti dag­legu frétta­bréfi, hlað­varpi yfir vetr­ar­tím­ann, viku­legu ensku frétta­bréfi og höfum haldið við­burði um þjóð­þrifa­mál.

Í haust mun Kjarn­inn kynna til leiks nýja frétta­síðu. Hún hefur verið í und­ir­bún­ingi og hönnun mán­uðum saman og er að taka á sig mynd þessa dag­anna. Með til­komu hennar munum við skerpa enn meira á þeirri sér­stöðu sem vil teljum Kjarn­ann hafa í íslensku fjöl­miðla­lands­lagi. Áherslan á það sem við gerum best verður aukin og fram­setn­ing efnis aðlöguð meira að því. Auk þess eru fjöl­mörg við­bót­ar­verk­efni í þróun sem við munum greina betur frá í fyll­ingu tím­ans.

Við erum þátt­tak­endur í umræðu, ekki stjórn­endur hennar



Það átta sig ekki allir á því að við erum að lifa mestu bylt­ingu sem heim­ur­inn hefur orðið fyrir síðan að iðn­bylt­ingin gekk yfir. Sú upp­lýs­inga­bylt­ing sem til­koma inter­nets­ins og sú tækni­bylt­ing sem hefur valdið því að níu af hverjum tíu vest­ur­landa­búum er alltaf með gátt að inter­net­inu í vas­anum hefur breytt öllu. Ekki síst fjöl­miðl­un.

Aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ing­um, og tæki­færi hans til að láta skoð­anir sínar í ljós á opin­berum vett­vangi í gegnum net­ið, hefur gert það að verkum að bæði form og hlut­verk fjöl­miðla er orðið allt annað en það var. Í stað þess að fjöl­miðlar stýri umræð­unni með því að velja þær upp­lýs­ingar sem eru fólki aðgengi­leg­ar, líkt og var ára­tugum sam­an, þá eru þeir orðnir þátt­tak­endur í henni. Hlut­verk þeirra er að upp­lýsa almenn­ing, greina fyrir hann og skýra, svo hann geti tekið vel und­ir­byggða afstöðu til þeirra mála sem hafa áhrif á líf hans hverju sinni.

Í því þjón­ustu­hlut­verki er Kjarn­inn. Og ætlar sér að vera áfram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None