Kjósið mig, ég skal gefa ykkur fullt af peningum

Auglýsing

Það er að mörgu leyti búið að vera hressandi að fylgj­ast með umræðum um skulda­nið­ur­fell­ing­una und­an­farna daga. Rök þeirra sem hana styðja snú­ast ekki lengur um leið­rétt­ingu á for­sendu­bresti. For­sendu­brest­ur­inn er nefni­lega aug­ljós­lega ekki til staðar gagn­vart lang­flestum þiggj­endum pen­inga­gjaf­ar­inn­ar.

Fast­eigna­verð á Íslandi hefur hækkað um 380 millj­arðar króna á tveimur árum og verð­bólga hefur verið undir verð­bólgu­mark­miði í níu mán­uði. Þess utan er for­sendu­brest­ur­inn svo þunn skýr­ing að það tókst ekki einu sinni að til­greina hann í lög­unum um nið­ur­fell­ing­arn­ar. Upp­haf­lega var for­sendu­brest­ur­inn skil­greindur þannig að hann hafi átt sér stað á tíma­bil­inu 2007-2010 og væri öll verð­bólga umfram með­al­verð­bólgu.

Í loka­út­færsl­unni er búið að þrengja tíma­bilið niður í 2008-2009 og hlut­falls­leg stærð for­sendu­brests­ins bundin við það að kosta ekki meira en 80 millj­arða króna. Með öðrum orðum fer for­sendu­brest­ur­inn eftir því hversu margir vilja fá hann leið­rétt­an, ekki eftir því sem raun­veru­lega gerð­ist.

Auglýsing

Lof­orð um að gefa bein­harða pen­inga



Og margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins eru hættir að hengja sig í for­sendu­brest­inn. Sig­rún Magn­ús­dóttir sagði til að mynda í Kast­ljósi á fimmtu­dag að Fram­sókn hefði verið kosin út á skulda­nið­ur­fell­ing­una. Núna væru þau ein­fald­lega að efna kosn­inga­lof­orðið sem tryggði þeim völd­in. Eygló Harð­ar­dóttir tók í svip­aðan streng dag­inn eftir í sjón­varps­við­tali.

þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosningaloforð

Þegar rök­semdin um for­sendu­brestin hefur verið hrakin með tölum úr raun­veru­leik­an­um, og aug­ljóst er að skulda­nið­ur­fell­ingin fer til 28 pró­sent þjóð­ar­innar og að allt of stóru leyti til fólks eins og for­manna stjórn­mála­flokka á Alþingi sem þurfa ekk­ert á henni að halda, eða fólks í svona stöðu, þá stendur eftir hið heið­ar­lega svar. Þau voru kosin til að gera þetta. Þau eru að efna það kosn­inga­lof­orð. Lof­orð um að gefa þeim sem settu x við B bein­harða pen­inga.

For­dæmið komið



Með stóra kosn­inga­lof­orði sínu um pen­inga­gjafir breytti Fram­sókn íslenskum stjórn­mál­um. Lof­orð hafa hingað til snú­ist um að lofa ein­hverjum opin­berum fram­kvæmd­um, skatta­lækk­unum eða útgjalda­aukn­ingum í ákveðna mála­flokka. Ekki um að það verði bara lagt inn á lán þeirra sem kjósa við­kom­andi flokk.

Önnur stjórn­mála­öfl hljóta að sjá popúl­ískt tæki­færi í þess­ari eðl­is­breyt­ingu. Fram­sókn tókst að ná í 24,4 pró­sent atkvæða og borg­aði út til 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti.

Eftir sitja rúm 70 pró­sent þjóð­ar­innar án pen­inga­gjaf­ar. Með sömu rökum og beitt var áður má alveg færa rök fyrir því að þessi hluti þjóð­ar­innar hafi orðið fyrir for­sendu­bresti. Leigj­end­ur, háskóla­nemar, ungt fólk, öryrkjar, skuld­laus­ir, óverð­tryggðir lán­takar og bara allir aðrir sem borga fyrir nið­ur­fell­ing­arnar hinna með skattfé sínu.

Gagna­grunn­ur­inn er til staðar



Það hljóta að vera tæki­færi í því að blása upp for­sendu­brest þessa hóps fyrir næstu kosn­ing­ar. Og lofa þessum hópi ca. 1,5 milljón krónum á haus í skaða­bætur vegna for­sendu­brests­ins gegn því að þeir kjósi við­kom­andi stjórn­mála­afl.

Það myndi kosta um 350 millj­arða króna, sem er ekki fjarri þeirri tölu sem heyrð­ist í aðdrag­anda kosn­ing­anna þegar verið var að ræða um verð­bólgu­bætur til hluta verð­tryggðra lán­tak­enda. Svo væri auð­vitað hægt að þynna þessa tölu aðeins niður þegar í ljós kemur að það er ekki alveg til svona mikið í rík­is­sjóði.

Og það væri ekk­ert mál að greina þennan hóp frá hin­um. Gagna­grunn­ur­inn er til staðar hjá rík­is­skatt­stjóra. Allir sem fengu ekki vinn­ing í rík­islottó­inu núna, fá hann næst.

Það sem við vorum kosin til að gera



Til að rök­styðja þessa veg­ferð er hægt að nota nákvæm­lega sömu rök og Fram­sókn hefur stuðst við und­an­farin ár. Hér varð for­sendu­brest­ur, hópur varð fyrir honum og við ætlum að bæta honum tjón­ið. Þegar for­sendu­brest­ur­inn er hrak­inn með raun­gögnum er síðan hægt að segja bara: „já, en við erum að efna það sem við vorum kosin til að ger­a“.

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í landinu

Það er hægt að höfða til alls þess rúm­lega 2/3 hluta þjóð­ar­innar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „al­menn­ing“ og býr í húsum sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skil­greinir ekki sem „heim­il­in“ í land­inu. Snjall stjórn­mála­maður gæti sagt við þennan hóp: „verið mín heim­ili. Leyfið mér að leið­rétta ykkar for­sendu­brest“.

Í kjöl­farið geta allar kosn­ingar snú­ist um hvað stjórn­mála­flokk­arnir geta lofað stórum hópum í bein­hörðum pen­ingum sem sóttir eru með skatt­beit­ing­ar­vald­inu í sam­eig­in­lega sjóði. For­dæmið er kom­ið.

Svona gæti þetta gengið á víxl nokkrar kosn­ingar í röð. Þangað til að rík­is­sjóður væri tóm­ur. Og sam­fé­lagið hrun­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None