Auglýsing

Í dag eru 100 ár frá því að konur yfir ákveðnu ald­urs­marki fengu kosn­inga­rétt á Íslandi. Frá þeim tíma hefur margt eðli­lega áunn­ist í bar­átt­unni fyrir jafn­ari stöðu kynj­anna. Eðli­lega, vegna þess að í sögu­legu sam­hengi hefur sam­fé­lag manna að mörgu leyti verið kvenn­fjand­sam­legt og, nán­ast án und­an­tekn­inga, undir stjórn karla.

Það geta flestir verið sam­mála um að sá ban­væni kok­teill áhættu­sækni, mik­il­mennsku­brjál­æð­is, van­þekk­ingar og sinnu­leysis ráð­andi afla í íslensku stjórn­mála-, fjár­mála- og við­skipta­lífi sem ýtti Íslandi nán­ast út af hengi­brún­inni haustið 2008 – og leiddi af sér for­dæma­lausar björg­un­ar­að­gerðir til að bjarga því sem bjargað varð – hafi ekki verið til eft­ir­breytni.

Á þeim tíma voru allir banka­stjórar karl­ar, allir stjórn­ar­for­menn banka voru karl­ar, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins var karl, seðla­banka­stjór­arnir þrír voru karl­ar, for­sæt­is­ráð­herra var karl, fjár­mála­ráð­herra var karl, banka­mála­ráð­herr­ann var karl, stærstu lán­tak­endur banka­kerf­is­ins sem tóku stærstu áhætt­urnar í fjár­fest­ingum voru allt karl­ar. Samt er ein­hvern veg­inn aldrei rætt um að þessi breyta, að karlar hafi stjórnað öllu hér á landi, hafi mögu­lega haft ráð­andi áhrif á að allt fór í steik.

Auglýsing

Þótt jafn­rétti kynj­anna þok­ist alltaf í rétta átt með hverju árinu þá gengur það óverj­an­lega hægt að koma hlut­unum í boð­legt horf. Og fyr­ir­staðan er fyrst og fremst karlar með ákvörð­un­ar­töku­vald.

Karlar stýra pen­ing­unum



Kjarn­inn gerði úttekt á fjölda kvenna í æðstu stöðum íslensks fjár­mála­lífs í mars síð­ast­liðn­um. Nið­ur­staðan var sú að þar situr ein kona fyrir hverja níu karla. Af 87 æðstu stjórn­endum sem starfa í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru ein­ungis sjö konur við stjórn en 80 karl­ar. Til að þetta síist enn betur inn þá eru níu pró­sent þeirra stjórn­enda sem stýra pen­ing­unum í íslensku sam­fé­lagi konur en 91 pró­sent karl­ar.

Um var að ræða æðstu stjórn­endur við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja, rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða, inn­láns­deilda, verð­bréfa­miðl­ara og Fram­taks­sjóðs Íslands.

Ein kona stýrir við­skipta­banka á Íslandi. Þeir eru fjór­ir. Ein kona stýrir skráðu fyr­ir­tæki á Íslandi. Þau eru fimmt­án. Engin kona stýrir rekstr­ar­fé­lagi verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóðs á Íslandi. Þau eru alls tíu. Engin kona stýrir eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­fyr­ir­tæki. Þau eru níu. Tvær konur stýra líf­eyr­is­sjóð­um. Þeir eru alls 23. Engin kona stýrir hins vegar tíu stærstu sjóðunum

Ein kona stýrir við­skipta­banka á Íslandi. Þeir eru fjór­ir. Ein kona stýrir skráðu fyr­ir­tæki á Íslandi. Þau eru fimmt­án. Engin kona stýrir rekstr­ar­fé­lagi verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóðs á Íslandi. Þau eru alls tíu. Engin kona stýrir eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­fyr­ir­tæki. Þau eru níu. Tvær konur stýra líf­eyr­is­sjóð­um. Þeir eru alls 23. Engin kona stýrir hins vegar tíu stærstu sjóð­un­um, sem sýsla með þorra þeirra 2.700 millj­arða króna sem íslenska líf­eyr­is­kerfið á. Og svo fram­veg­is.

Karlar stjórna fyr­ir­tækj­unum



Hag­stofan heldur utan um hlut­fall kynj­anna í ýmsum stjórn­enda­stöðum innan íslenskra fyr­ir­tækja. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, sem sýna stöð­una í lok árs 2014, eru karlar 78,4 pró­sent allra fram­kvæmda­stjóra í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Tvær konur stýra fyr­ir­tæki fyrir hverja átta karla sem gera það.

Þegar kynja­hlut­föll í stjórnum fyr­ir­tækj­anna eru skoðuð er staðan ekk­ert mikið skárri. Rúm­lega 76 pró­sent stjórn­ar­formana íslenskra fyr­ir­tækja eru karlar og tæp­lega 75 pró­sent allra stjórn­ar­manna. Það þýðir aftur að fyrir hverja tæpa átta karla sem annað hvort stýra eða sitja í stjórn íslensks fyr­ir­tæki eru rúm­lega tvær kon­ur.

Íslend­ingar hafa reynt að mæta þess­ari fárán­legu stöðu með laga­setn­ingu. Árið 2010 voru sam­þykkt lög um hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja. Um er að ræða mjög fram­sækin lög enda var Ísland annað landið í heim­inum til að inn­leiða þau á eftir Nor­egi. Lögin tóku að fullu gildi í sept­em­ber 2013. Lögin ná til þeirra fyr­ir­tækja þar sem starfs­menn eru 50 eða fleiri og skikka þau til að láta hlut­fall hvors kyns vera yfir 40 pró­sent í stjórnum þeirra. Laga­setn­ingin hefur gert það að verkum að konur eru nú þriðj­ungur stjórn­ar­manna í slíkum fyr­ir­tækj­um. Þær voru 12,7 pró­sent þeirra árið 2007. Hún hefur líka gert það að verkum að stórir fjár­festar á borð við suma líf­eyr­is­sjóði hafa til að mynda tekið upp hlut­hafa­stefnur sem hafa það mark­mið að bæta stjórnun þeirra félaga sem þeir fjár­festa í, öllu sam­fé­lag­inu til heilla.

Karlar taka stóru ákvarð­an­irnar



Í póli­tík­inni og stjórn­sýsl­unni er sagan sú sama. Kon­urnar fá vissu­lega að vera meira með en áður en í lang­flestum til­fellum eru það karl­arnir sem taka ákvarð­an­irnar sem skipta máli. For­sæt­is­ráð­herra er karl. Það er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra líka. Þeir leiða saman sitj­andi rík­is­stjórn og ráða lang­mestu innan henn­ar. Rík­is­stjórn sem í sitja sex karlar og fjórar kon­ur. Á Alþingi er líka kynja­ó­jöfn­uð­ur. Af 63 þing­mönnum eru 37 karlar en 26 kon­ur.

Innan stjórn­sýsl­unnar er staðan lítið betri. Seðla­banka­stjóri er karl, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri líka og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans sömu­leið­is. Í banka­ráði Seðla­bank­ans sitja fjórir karlar en þrjár kon­ur. Í pen­inga­stefnu­nefnd ein kona en fjórir karl­ar.

Nýverið var til­kynnt um sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bank­anna sem leitt getur til losun fjár­magns­hafta. Um var að ræða lausn á einu stærsta efna­hags­lega vanda­máli sem Ísland hefur staðið frammi fyr­ir. Í stýrinefnd um losun hafta situr ein kona en fjórir karl­ar. Í fram­kvæmda­hópi sem vann undir nefnd­inni sat ein kona en fimm karl­ar.

For­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er líka karl. Umboðs­maður Alþingis er karl. For­stjórar rík­is­fyr­ir­tækj­anna ÁTVR, Íslands­pósts, Lands­virkj­un­ar. Raunar er ein­ungis fjórð­ungur yfir­manna stofn­ana kon­ur. Sú sem hefur mest völd þar er lík­ast til for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Karlar fá meira borgað



Þar sem karlar ráða enn þá öllu þá fá þeir ennþá betur borgað en kon­ur. Sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni voru reglu­leg með­al­laun karla 17,4 pró­sent hærri en kvenna á árinu 2014. Þegar heild­ar­launin voru skoðuð var mun­ur­inn enn meiri, eða 21,5 pró­sent.

Ástæður þessa kyn­bundna launa­munar eru marg­ar. Til dæmis hefur verið tekin ákvörðun um að störf hjá hinu opin­bera séu ekki jafn verð­mæt og önnur störf. Um 45 pró­sent allra kvenna starfa hjá hinu opin­bera og fjórir af hverjum fimm starfs­mönnum í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu eru kon­ur.

Það skiptir líka máli að barn­eignir hindra konur í því að ná sama árangri og karlar í atvinnu­líf­inu. Ákvarð­anir teknar af stjórn­mála­mönnum á borð við að lækka fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur gerðu það til dæmis að verkum að mun færri karlar taka nú slíkt en áður

Það skiptir líka máli að barn­eignir hindra konur í því að ná sama árangri og karlar í atvinnu­líf­inu. Ákvarð­anir teknar af stjórn­mála­mönnum á borð við að lækka fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur gerðu það til dæmis að verkum að mun færri karlar taka nú slíkt en áður, sem leiðir aftur til þess að konur eru lengur fjar­ver­andi af vinnu­mark­aðnum en áður.

Sá geiri sem hefur verið á mestu launa­skriði eftir hrun er hins vegar hinn karllægi fjár­mála­geiri. Þar hafa launa­leið­rétt­ingar átt sér stað í umvörpum und­an­farin ár. Þeir sem skópu ves­enið sem við höfum verið að takast á við und­an­farin ár hækk­uðu fyrst aftur í laun­um, og voru með hærri laun en flestir fyr­ir.

Konur gera ákvarð­anir betri



Á Íslandi búa 165.186 karlar og 163.914 kon­ur. Karl­arnir eru 50,1 pró­sent lands­manna og kon­urnar 49,9 pró­sent. Samt stjórna karlar nán­ast öllu á Íslandi. Ofan­greind upp­taln­ing sýnir að konur eru í minni­hluta í nán­ast öllum áhrifa­stöðum í íslensku sam­fé­lagi.

Fyrir rúmum 100 árum þótti eðli­legt að konur myndu ekki fá að kjósa. Þær voru ann­ars flokks borg­arar sem þótti ekki treystandi fyrir að hafa áhrif á það sam­fé­lag sem þær búa í. Þá var tekin ákvörðun um að breyta þeirri firru. Með auk­inni þátt­töku kvenna í ákvarð­ana­töku hefur sam­fé­lag manna upp­lifað sitt mesta fram­fara­skeið í sög­unni. Og því fleiri fletir ákvarð­ana sem konur koma að, því betri verður ákvarð­ana­tak­an.

Samt ráða karlar ennþá flestu. Samt er jafn langt í land og raun ber vitni. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst tregða í ráð­andi körlum til að breyta hug­ar­fari sínu gagn­vart hlut­verkum kvenna. Skoðun er hins vegar ekki eðl­is­lög­mál. Hún er ekki óbreyt­an­legur fast­i. Eina sem þarf til að breyta þessu ástandi er ákvörð­unin um að gera það.

Og vilj­ann til að fylgja henni eft­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None