Auglýsing

Kjarn­inn á eins árs útgáfu­af­mæli á morg­un. Í heilt ár höfum við sem að þessu fyr­ir­tæki stöndum gefið út nýja teg­und af fjöl­miðli: ókeypis viku­legt staf­rænt frétta­tíma­rit sem er aðgengi­legt í gegnum app. Hug­myndin á bak við Kjarn­ann var sú að nýta sér gríð­ar­lega örar breyt­ingar á neyslu fólks á fréttum og afþr­ey­ingu, sem er að fær­ast yfir á snjall­tæki á ljós­hraða, til að gefa út nýstár­legan fjöl­mið­il. Það sem gerði hann nýstár­legan var ekki bara form­ið. Það var líka sú til­raun að reyndir blaða­menn tækju sig sam­an, sam­ein­uðu kosti texta, mynd­skeiða, útvarps og gagn­virkni og legðu áherslu á dýpt og gæði í gagn­rýnum og grein­andi umfjöll­unum sín­um, án þess þess að glíma við þann gríð­ar­lega kostnað sem fylgir prentun og dreif­ingu eða upp­setn­ingu sjón­varps­bún­að­ar.

Þetta var metn­að­ar­full, og að mörgu leyti gal­in, hug­mynd. Fimm menn með fimm millj­ónir króna að fara með frí­miðil í sam­keppni á einum mesta fákeppn­is­mark­aði sem fyr­ir­finnst á Íslandi, þar sem tvö fyr­ir­tæki – 365 og RÚV – liggja eins og strandreka og ofaldir hvalir í mjög lít­illi aug­lýs­inga­tekju­tjörn, með nýtt útgáfu­form og rit­stjórn­ar­stefnu sem var alltaf að fara að stuða ein­hver áhrifa­mikil öfl í hinu litla og tengda íslenska sam­fé­lagi.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/4[/em­bed]

Auglýsing

Les­endum fækkarFlestar þær breyt­ingar sem við sáum fyrir að væru að eiga sér stað á mark­aðnum hafa raun­gerst. Það hefur til dæmis komið vel í ljós á þessu eina ári að fjöl­miðla­notkun er að þró­ast í þá átt sem við töldum að hún væri að fara. Lestur Morg­un­blaðs­ins, stærsta áskrift­ar­blaðs lands­ins, hefur farið úr 42 pró­sentum í undir 30 pró­sent á rúmum fimm árum. Frétta­blað­ið, sem sett er óum­beðið í 90 þús­und póst­kassa á hverjum degi og urðað á kostnað skatt­greið­enda, hefur farið úr 77,5 pró­sentum í um 62-63 pró­sent í ald­urs­hópnum 18-49 ára frá því í apríl 2010.

Þetta er auð­vitað alþjóð­leg þró­un. Aug­lýs­inga­tekjur prent­miðla í Banda­ríkj­unum hafa til að mynda dreg­ist saman um yfir 65 pró­sent á ára­tug sam­hliða miklum sam­drætti í dreif­ingu þeirra. Þar hafa starfs­menn áskrift­ar­blaða lengi kallað minn­ing­ar­­grein­arnar áskrif­enda­nið­ur­taln­ingu (e. subscri­ber count­down).

Mun­ur­inn á Íslandi og alheim­inum er aðal­lega sá að þótt les­endum dag­blaða fækki á ljós­hraða halda prent­miðlar áfram yfir­burða­stöðu sinni á aug­lýs­inga­mark­aði. And­stætt mark­aðslög­mál­unum taka þeir enn til sín um helm­ing heild­ar­kök­unnar hér á meðan það hlut­fall er komið undir 20 pró­sent í Evr­ópu. Það þarf þó ekki að koma á óvart að þessi angi íslensks veru­leika sé beyglað­ur. Þeir eru það ansi marg­ir.

Áhorf­endum líkaÁskriftum að Stöð 2, langstærstu áskrift­ar­stöð lands­ins, hefur líka fækkað ört. Sam­kvæmt Neyslu- og lífs­stíl­skönnun Capacent var 45,1 pró­sent heim­ila á Íslandi með áskrift að henni árið 2007. Í fyrra­haust var það hlut­fall komið niður í 29,4 pró­sent.

Þró­unin sem hér sést er afleið­ing af nýrri neyslu­hegð­un. Þjóðin nær sér í fréttir og afþr­ey­ingu í gegnum tölvur og snjall­tæki í stað þess að fletta pappír eða láta fóðra sig af fyrir fram upp­rað­aðri dag­skrá.

Þetta hefur Kjarn­inn fundið mjög vel. Staf­ræna tíma­ritið sem við höfum gefið út viku­lega hefur verið lesið allt að 20 þús­und sinnum yfir vik­una þegar best hefur lát­ið. App­inu okkar hefur verið halað niður 26 þús­und sinn­um. Tugir þús­unda skoða heima­síð­una okkar í hverri viku. Yfir tíu þús­und manns hafa ákveðið að fylgja Kjarn­anum á Face­book, um 2.300 manns fylgja honum á Twitter og yfir þús­und manns eru á póst­list­anum okk­ar. Til allra þess­ara aðila höfum við náð nán­ast án þess að eyða krónu í mark­aðs­setn­ingu.

Traustið vant­aðiAllar mæl­ingar sem við skoð­uðum í aðdrag­anda útgáfu Kjarn­ans sýndu það að íslenskur almenn­ingur treysti ekki þeim sem fluttu frétt­ir, að RÚV und­an­skildu. Þar spil­aði margt inn í en lík­lega eru tvær helstu ástæð­urnar eig­enda­hópur stærstu miðl­anna og það sem stundum er kallað þög­ult sam­ráð um með­al­mennsku í fram­setn­ingu frétta, sem end­ur­spegl­ast í að þær snú­ist mun fremur um smellu­dólgað afþrey­ing­ar­gildi en blaða­mennsku, með sem minnstum til­kostn­aði fyrir eig­end­urna.

Þeir sem að Kjarn­anum standa töldu að þarna lægi tæki­færi til að búa til fjöl­miðil sem væri í eigu þeirra sem á honum starfa þar sem trún­að­ur­inn væri ein­vörð­ungu við les­endur og áhersla væri á gæði og dýpt með gagn­rýnum grein­ingum á þeim umfjöll­un­ar­efnum sem við fjöll­uðum um.

Allar mæl­ingar sýna að þarna hefur okkur tek­ist vel upp. Í könnun sem gerð var á meðal háskóla­manna, og sagt var frá í maí, kom fram að Kjarn­inn væri sá fjöl­mið­ill í einka­eigu sem nyti lang­mests trausts. Ein­ungis rík­is­mið­ill­inn mæld­ist með meira traust. Sama var uppi á ten­ingnum þegar kom að van­trausti, en ein­ungis 3,9 pró­sent aðspurðra van­treystu Kjarn­an­um. Ein­ungis hljóð­varp RÚV mæld­ist með minna van­traust. Til sam­an­burðar mæld­ist van­traust gagn­vart Morg­un­blað­inu 56,7 pró­sent, gegn DV 60,6 pró­sent og gegn Frétta­blað­inu 29,2 pró­sent.

Sögu­legir tímarÞetta ár sem er liðið frá því að Kjarn­inn hóf að koma út hefur hins vegar ekki verið án átaka. Við­fangs­efni íslensks sam­tíma eru enda for­dæma­laus. Hér er verið að rann­saka súpu meintra efna­hags­brota á heims­mæli­kvarða, móta hrunið hag­kerfi upp á nýtt með til­heyr­andi slag um feit­ustu bit­ana og takast hart á um þær póli­tísku leiðir sem við eigum að fara til að móta fram­tíð­ar­sam­fé­lag okk­ar.

Kjarn­inn hefur ekki farið var­hluta af þeirri hörku sem ein­kennir þann slag og þeirri valda­bar­áttu sem geisar vegna þessa. Eft­ir­lits­­stofn­anir hafa sakað okkur um að brjóta gegn almennum hegn­ing­ar­lögum fyrir að birta upp­lýs­ingar sem áttu klárt erindi við almenn­ing. Það hafa slita­stjórnir líka gert. Stjórn­mála­menn, álits­gjafar og alls kyns annað lið sem sér heim­inn ein­ungis í tveimur póli­tískum litum – og skiptir öllum í liðin „við“ og „hin­ir“ – hafa ítrekað sakað okkur um að ganga alls kyns erinda.

Við teljum okkur hafa staðið fast í fæt­urna í þessum aðstæðum og haldið tryggð við þau gildi sem við lögðum upp með í upp­hafi. Það er hins vegar alltaf ann­arra að dæma um hvort það er rétt mat hjá okk­ur.

Breyt­ingar fram undanÞótt við séum stolt af þeim árangri sem við höfum náð við­ur­kennum við líka fús­lega að við höfum gert alls konar mis­tök. Sum eru bein afleið­ing af því að við erum, og höfum alltaf ver­ið, veru­lega und­ir­fjár­magnað fyr­ir­tæki. Önnur eru ein­fald­lega vegna þess að við mátum hlut­ina vit­laust.

En mis­tök þurfa ekki alltaf að vera slæm. Ef rétt er brugð­ist við þeim geta þau verið besti lær­dómur sem hægt er að ganga í gegn­um. Það höfum við á Kjarn­anum reynt að gera. Að læra af mis­tök­unum þegar þau eiga sér stað og breyta því sem ekki er að virka með það fyrir aug­unum að láta það gera það.

Og fram undan eru lík­lega mestu breyt­ingar sem hafa orðið á starf­semi Kjarn­ans frá byrj­un. Þær verða kynntar betur innan skamms og leiða von­andi til þess að Kjarn­inn festi sig í sessi sem einn stærsti frjálsi og óháði fjöl­mið­ill Íslands.

Það er hins vegar ekki staða sem hægt er að panta sér. Fyrir henni þarf að vinna og þeir sem skipta mestu máli, les­end­urn­ir, þurfa að láta hana verða að veru­leika. Von­andi munu þeir taka þessum breyt­ingum opnum örmum og hjálpa okkur að vaxa hratt í rétta átt. Og gera afmæli Kjarn­ans að árlegum við­burði um ófyr­ir­séða fram­tíð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None