Auglýsing

Hinn 9. febr­úar 2007 flutti Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, ræðu á mál­þingi í Dan­mörku sem var skipu­lagt af Dansk Industri. Til­efnið var, eins og svo oft á þessum tíma, að útskýra og lofa íslenska efna­hagsund­rið og útrás íslenskra yfir­burða­manna á sviði við­skipta. Á meðal ann­arra frum­mæl­anda voru Hannes Smára­son, þá for­stjóri FL Group, og Sig­urður Ein­ars­son, þá stjórn­ar­­for­maður Kaup­þings banka. Þeir hafa síðan báðir verið ákærðir fyrir stór­felld efna­hags­brot og fyr­ir­tækin sem þeir stýrðu farið kon­ung­lega á hlið­ina. Hér­aðs­dómur hefur raunar dæmt Sig­urð í margra ára fang­elsi en þeirri nið­ur­stöðu hefur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Í end­ur­sögn á ræðu for­set­ans sem hægt er að finna á heima­síðu emb­ætt­is­ins seg­ir: „For­set­inn rakti einnig ýmis sér­kenni íslensks við­skipta­lífs sem gert hefðu íslenskum athafna­mönnum kleift að vinna marga sigra í sam­keppni við stærri fyr­ir­tæki á heims­mark­aði. Þar kæmi einkum til vinnu­semi þjóð­ar­inn­ar, áhersla á skjót við­brögð, stuttar boð­leið­ir, trún­aður í sam­skiptum ein­stak­linga og sú stað­reynd að þjóðin hefði verið bless­un­ar­lega laus við þau svifa­seinu skrifræð­is­bákn sem höml­uðu fram­för í öðrum lönd­um.“

Hér verður ekki fjallað meira um þjóð­ern­is­dramb for­set­ans um að Íslend­ingar séu yfir­burða­menn. Hér verður ekki fjallað um þá firru að eitt­hvað annað en ódýrt fjár­magn sem streymdi til Íslands vegna hárra vaxta hér hafi gert íslenskum athafna­mönnum kleift að vinna marga sigra í sam­keppni við stærri fyr­ir­tæki á heims­mark­aði. Hér verður meira að segja ekki fjallað um andúð for­set­ans á skrifræð­is­bákni (regl­u­m?) né þá stað­reynd að Íslend­ingum virð­ist skít­sama um aðal­hlut­verk for­set­ans í þessum útrás­ar­brand­ara. Honum hefur enda verið fyr­ir­gefið af Ices­a­ve-skelk­aðri þjóð. Hér verður ein­ungis fjallað um tvennt sem for­set­inn nefndi og er lík­lega meira ein­kenn­andi en nokkuð annað fyrir okkar litlu og sam­ofnu þjóð. Stuttar boð­leiðir og trúnað í sam­skiptum ein­stak­linga.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/4[/em­bed]

Spill­ing og frænd­hygli



Það sem for­set­inn og ýmsir við­skipta­­for­kólfar kalla stuttar boð­leiðir og trúnað í sam­skiptum ein­stak­linga upp­lifa margir aðrir landar þeirra nefni­lega sem spill­ingu og frænd­hygli. Þeir sem hafa aðgang að upp­lýs­ing­unum og pen­ing­unum strjúka þeim sem standa nærri með því að leyfa þeim að græða líka.

Það er stundum sagt að ef Íslend­ingur þekki ekki ein­hvern annan Íslend­ing þekkir hann pott­þétt ein­hvern sem þekkir hann. Við erum svo skyld og tengd að það hefur verið stofnað fyr­ir­tæki utan um að rann­saka þann skyld­leika. Það var raun­veru­lega mark­aður fyrir app sem kemur í veg fyrir að við stundum óvart kyn­ferð­is­mök með ein­hverjum landa okkar sem er of skyldur til þess að slík athöfn þyki boð­leg.

Smæðin og nálægðin skapar því mýmörg vanda­mál fyrir okk­ur, ekki bara í við­skipta­líf­inu. Það sést ágæt­lega á ýmsum málum sem upp hafa komið á und­an­förnum miss­er­um. Þegar mál Bald­urs Guð­laugs­sonar var tekið fyrir í Hæsta­rétti í upp­hafi árs 2012 lýstu sex dóm­arar af tólf við rétt­inn sig van­hæfa til að dæma í mál­inu vegna kunn­ings­skapar við Bald­ur. Þetta þótti óvenju­legt en var þó ekki eins­dæmi sam­kvæmt skrif­stofu­­stjóra rétt­ar­ins.

Á Alþingi verða þessir hags­muna­á­rekstrar oft sýni­leg­ir. Jón Gunn­ars­son, for­maður atvinnu­vega­nefndar þings­ins, er til að mynda einn helsti bar­áttu­maður þing­heima fyrir hval­veið­um. Sonur Jóns á fyr­ir­tæki sem veiðir hvali og selur kjöt þeirra.

Leka­málið svo­kall­aða sýnir síðan betur en nokkuð annað van­getu okkur til að taka fag­mann­lega á mál­um. Þar rann­sakar und­ir­stofnun inn­an­rík­is­ráð­herra yfir­mann sinn og póli­tíska aðstoð­ar­menn hans og á að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi ein­hvern í mál­inu. Á meðan situr ráð­herr­ann sem fast­ast sem æðsti yfir­maður lög­gæslu í land­inu.

Nýr leik­völlur



Heim­ur­inn er ekki lengur leik­völlur íslenskra athafna­skálda líkt og hann var í skamman tíma fyrr á þess­ari öld. Nú er leik­völlur þeirra Ísland varið höft­um. Í stað þess að vinna sigra á stórum fyr­ir­tækjum á heims­mark­aði með þýskt lánsfé úr bönk­unum vinna þeir nú stóra sigra á íslenskum almenn­ingi með því fé sem þeir komust undan með.

Það flytja þeir í bíl­förmum aftur inn fyrir höft með afslátt­ar­­leið Seðla­bank­ans og kaupa hluta­bréf, skulda­bréf, fast­eignir og annað til­fallandi á spott­prís. Oft eru þessar eignir keyptar af sjóðum sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækja og raun­veru­legu eig­end­urnir faldir frá sjónum almenn­ings, enda upp­lýs­ingar um hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa ekki opin­ber­ar.

Stórar ákvarð­anir teknar af litlum hópi



Enn gilda sömu reglur og for­set­inn lof­aði í Dan­mörku um árið. Stuttar boð­leiðir og trún­aður á milli manna skilar bestum árangri. Það er sér­stak­lega hættu­legt í sam­fé­lagi þar sem höft hafa hindrað öll eðli­leg­heit í á sjötta ár. Þeir sem hafa upp­lýs­ingar um það sem máli skiptir eru í lyk­il­að­stöðu til að hagn­ast mjög. Þeir sem hafa þær ekki tapa.

Það er því nauð­syn­legra en nokkru sinni fyrr að vanda vel til verka við slíkar aðstæð­ur. Það er því miður ekki hægt að segja að við séum að gera það.

Hér eru þess í stað mynd­aðir alls kyns litlir hópar sem hafa það hlut­verk að móta risa­stórar ákvarð­anir sem hafa mikil áhrif á dag­legt líf okkar allra. Í þessa hópa velj­ast meðal ann­ars starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja og tekið er af þeim dreng­skap­ar­lof­orð um að mis­nota ekki upp­lýs­ingar sjálfum sér eða fyr­ir­tækjum sínum til fram­drátt­ar. Þeir taka ákvarð­anir um fram­tíð hús­næð­is­mála og þá skulda­bréfa­­út­gáfu sem henni fylgir, skulda­­nið­ur­fell­ing­ar, afnám verð­trygg­ing­ar, fram­tíð­ar­skipan Seðla­banka og auð­vitað mögu­legt afnám gjald­eyr­is­hafta. Allt er unnið í lok­uðum bak­her­bergjum og meira að segja þing­menn fá ekk­ert að vita.

Nú er gróða­par­tíið að byrja aft­ur. Þótt leik­völl­ur­inn sé annar en áður, og við búin að fara í gegnum hruns­rús­sí­bana, hefur okkur ekki tek­ist að losna við þau sér­kenni íslensks við­skipta­lífs sem for­set­inn sagði forðum að „gert hefðu íslenskum athafna­mönnum kleift að vinna marga sigr­a“. Þvert á móti virð­ast þau lifa betra lífi en nokkru sinni áður á litla Íslandi.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None