Millistéttin er upplýst og hún vill taka völdin aftur

Auglýsing

Það eru að verða breyt­ingar í stjórn­málum víðar en á Íslandi. Í Bret­landi er Jer­emy Cor­byn orð­inn leið­togi Verka­manna­flokks­ins. And­stæð­ingar hans, og margir sam­flokks­menn, hafa ásamt þorra bresku pressunnar eytt und­an­förnum vikum og mán­uðum í að vara þjóð­ina við Cor­byn. Hann sé stór­hættu­legur öfgasós­í­alisti sem sé svo rót­tækur að mál­flutn­ingur hans í efna­hags­málum muni eyði­leggja Bret­land, verði hann að aðgerð­um.

Meg­in­stefið í þeim mál­flutn­ingi hans er jöfn­uð­ur. Þ.e. að draga úr því mis­ræmi sem felst í því að hinir ríku verða sífellt rík­ari á meðan að erf­ið­ara verður fyrir launa­fólk að ná endum sam­an. Hann vill hækka skatta á þá sem mest hafa á milli hand­anna og leggja erfða­skatta á miklar eign­ir. En Cor­byn ætlar sér líka að reka riki­sjóð Bret­lands með afgangi kom­ist hann til valda. Það eru allar efna­hags­legu öfgarn­ar.

Í Banda­ríkj­unum hefur Bernie Sand­ers komið öllum á óvart og er allt í einu orð­inn raun­hæfur val­kostur sem for­seta­fram­bjóð­andi Demókrata. Hvað er það sem hefur gert þennan 73 ára gamla mann lík­legan til árang­urs? Það eru ekki pen­ing­ar, enda þiggur hann ekki fjár­fram­lög frá fjár­mála­eliít­unni. Það er ekki útlit­ið. Það er sann­ar­lega ekki ald­ur­inn. Nei, það sem er ferskt og áhuga­vert við Bernie Sand­ers er að það eru stefnu­málin sem eru að fleyta honum í hæstu hæðir í skoð­ana­könn­un­um.

Auglýsing

Kjarn­inn í mál­flutn­ingi Sand­ers er sá að Banda­ríkja­menn verði að taka ákvörð­un. Ætla þeir að halda 40 ára hnignun milli­stétt­ar­innar þar í landi áfram og auka enn hið gríð­ar­lega bil á milli hinna ofur­ríku og allra hina, eða ætlar þjóðin að berj­ast fyrir fram­sæknum efna­hagi sem býr til störf, hækkar laun, verndar umhverfið og sér almenn­ingi fyrir heilsu­gæslu?

Sand­ers vill takast á við hið sívax­andi vald örfárra millj­arða­mær­inga í fjár­mála­geir­anum og stjórn­mál­um. Hann vill að fólkið taki völdin aft­ur.

Trúir ekki lengur vald­inu

Meira að segja hefð­bundnir sam­herjar hafa gagn­rýnt Cor­byn og Sand­ers fyrir að vilja ganga allt of langt til þess að rugga bátn­um. Blairistar og aðrar útfærslur af þriðju­leið­ar­-­stjórn­mála­mönnum víða um heim laga rauð bind­in, dusta ímyndað kusk af aðsniðnu tísku­jakka­föt­unum og segja þessa sós­í­alista hættu­lega. Það sé miklu betra að halda sig við tíunda­ára­tugs-­jafn­að­ar­menn­ina sem sam­söm­uðu sig auð­vald­inu með hægri hend­inni en sögð­ust menn launa­fólks með vinstri og bjuggu með því til sína eigin útgáfu af brauð­mola­kenn­ingu nýfrjáls­hyggj­unn­ar. En milli­stéttin virð­ist vera búinn að fá nóg af þeim, vegna þess að athöfnum þeirra fylgir eng­inn jöfn­uð­ur.

Í Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Íslandi og víðar treystir fólk því ein­fald­lega ekki að hefð­bundnir stjórn­mála­menn og –flokkar þeirra ber hag þess fyrir brjósti. Það treystir því ekki að þeir taki ákvarð­an­irnar sem þarf að taka til að auka jöfn­uð, fjölga tæki­færum, bæta vel­ferð­ina, vernda umhverfið og passa upp á almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni hinna ríku. Þess vegna fá ein­stak­lingar og öfl sem lofa annað hvort að skera upp herör gegn ójafn­ræð­inu eða að færa almenn­ingi ákvörð­un­ar­rétt í lyk­il­málum svona mikið fylgi í dag.

Milli­stétt­in; mennt­aðasti, upp­lýstasti og hæfi­leik­a­rík­asti hluti sam­fé­lags­ins, er komin með nóg af því hvernig valdið hefur farið með hana.

Önnur birt­ing­ar­mynd á Íslandi

Á Íslandi er birt­ing­ar­mynd þess­arar óánægju með valdið öðru­vísi en víð­ast hvar ann­ars­stað­ar. Í stað þess að í henni felist auk­inn stuðn­ingur við ein­staka fram­bjóð­endur og flokka sem bjóða skýra stefnu sem er í and­stöðu við ríkj­andi skipu­lag auð­skipt­ingar þá hefur fylgið færst til flokks sem hefur það sem aðal­á­herslu­mál að færa ákvörð­un­ar­rétt í stærstu málum lands­ins til þjóð­ar­innar sjálfr­ar. Að hún fái að ákveða hvort Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið, hvernig arði vegna auð­linda er skipt, hvort að það sé í lagi að atkvæða­vægi sé ójafnt og hvort mál­skots­réttur eigi að liggja hjá einum duttl­unga­fullum og sjálf­hverfum manni eða þjóð­inni sjálfri. Svo fátt eitt sé nefnt. Píratar eru ekki að boða ákveðna sam­fé­lags­gerð, heldur að bjóð­ast til að end­ur­spegla þann vilja sem býr í sam­fé­lag­inu.

Það þarf ekki eld­flauga­sér­fræð­ing til að sjá hvernig milli- og lág­stéttin (hún er því miður til) hefur verið skilin eftir á Íslandi. Hún axl­aði byrðar stærstu koll­steypu íslenskrar efna­hags­sögu í kjöl­far hruns­ins þegar verð­bólgu­skot og risa­geng­is­fell­ing rýrði lífs­gæði hennar um hell­ing.

Í fyrra var 45 pró­sent þjóð­ar­innar með heild­ar­laun á bil­inu 300 til 500 þús­und krónur á mán­uði. Rúm­lega þriðji hver Íslend­ingur á minna en engar eignir og um helm­ingur þjóð­ar­innar á minna en 750 þús­und krónur í hreina eign. Rík­asta eitt pró­sent Íslend­inga átti hins vegar um fjórð­ung allra eigna á Íslandi í lok árs 2012, alls um 244 millj­arða króna í hreinni eign. Auður þeirra hafði vaxið um 40 pró­sent frá árinu 2002.

Það er lyk­il­at­riði að eiga heima ein­hvers­staðar

Hinn bók­halds­legi efna­hags­bati sem er að eiga sér stað hér­lendis er ekki að skipt­ast nægi­lega sann­gjarnt niður á hópa. Allt of margir eiga til dæmis í stök­ustu vand­ræðum með því að koma þaki yfir höf­uðið á sér. Skortur á hús­næði, og skortur á fjár­fest­inga­tæki­færum innan hafta, hefur ýtt upp íbúða­verði um 42 pró­sent á fimm árum og hertar lána­reglur hafa gert launa­mönnum erf­ið­ara fyrir að stand­ast greiðslu­mat. Því er sífellt erf­ið­ara að kaupa hús­næði og ef það tekst þá þarf vit­an­lega alltaf að greiða miklu hærri vexti en í nágranna­löndum okkar fyrir vegna þess að við erum með krónu sem gjald­mið­il.

Launa­mað­ur­inn er líka í stök­ustu vand­ræðum með að leigja vegna þess að íbúðir sem voru áður á almennum leigu­mark­aði eru annað hvort orðnar að fjár­fest­inga­tæki­færum í eigum sjóða eða ein­göngu leigðar ferða­mönnum (um fjögur þús­und íbúð­ir). Vegna þessa hefur leigu­verð hækkað um rúm­lega 40 pró­sent á fimm árum og ein­stæð­ingar með venju­legar íslenskar launa­tekjur geta verið að greiða allt að 40 til 70 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í húsa­leigu kom­ist þeir yfir höfuð að í leigu­kerf­inu. Margir þeirra gera það vit­an­lega ekki. Vegna þessa býr til að mynda fjórði hver Íslend­ingur á þrí­tugs­aldri enn heima hjá mömmu og pabba.

Útval­inn hópur borðar kök­una

Þannig að launa­fólk á Íslandi er með lág laun, stór hluti þess á enga hreina eign, vel­ferð­ar­kerfið sem það greiðir fyrir er að veikj­ast og það er margt hvert í bull­andi vand­ræðum með að finna sér hús­næði. Þetta eru brauð­mol­arnir sem detta af veislu­borð­inu.

Þeir sem borða kök­una eru þrengri hóp­ur. Eigna­fólk, þeir sem eru í einka­banka­þjón­ustu hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Hóp­ur­inn sem kann leik­inn og þekkir réttu aðil­anna, í atvinnu­líf­inu og stjórn­mál­um, til að láta hjólin snú­ast sér í hag. Á jafn­vel miklar eignir erlendis sem þeim tókst að koma í var áður en fjár­magns­höft voru sett.

Þeir sem fá að kaupa í fyr­ir­tækjum lands­ins, oft á afslætti og með lán­um, eftir að nýju bank­arn­ir, sem voru end­ur­reistir með handafli rík­is­sjóðs og pen­ingum og inn­stæðum almenn­ings eftir banka­hrun­ið, eru búnir að skuld­hreinsa þau og gera arð­væn­leg. Og þeim finnst það ekki koma neinum utan hóps­ins við hvernig þetta sé gert.

Ef stjórn­mála­menn taka ákvarð­anir sem eru þeim ekki að skapi þá senda þeir bara tölvu­póst og benda þeim á hversu skelfi­legt það yrði ef ein­hverjir pen­ing­ar­legir hags­munir fjár­festa myndu skað­ast. Því ættu stjórn­mála­menn­irnir að halda sig á mott­unni. Ekki rugga bátn­um.

Frelsi til að græða verður and­lýð­ræð­is­legt

Kapital­ismi er ráð­andi kerfi í heim­in­um. Og margt í fari mark­að­ar­ins er frá­bært. Við­skipti milli landa, aukin sér­hæf­ing og frelsi til athafna hefur aukið lífs­gæði og stuðlað að fram­gangi mann­kyns. En hann á sér líka skugga­hliðar og þær opin­ber­ast fyrst og fremst í því að litlir hópar nýta sér frelsið til að taka sér auð sem þeir eiga ekk­ert frekara til­kall til en aðr­ir. Þennan auð nota þeir síðan til að tryggja sér völd og geta þannig haft bein áhrif á þau lög og reglur sem um þá gilda. Því rík­ari sem þessi hópur verður því meiri verða völd hans, án þess að nokkur hafi kosið hóp­inn til valda. Frelsið til að græða meira verður and­lýð­ræð­is­legt.

Það þarf ekki að umbera þessa þróun til að geta sagst hafa trú á mark­aðn­um. Það má hafa þá skoðun að skipt­ing kök­unar eigi að vera jafn­ari og að hagur almenn­ings eigi að ráða frekar en hagur sér­hags­muna­að­ila þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Það má telja að eitt af hlut­verkum rík­is­valds sé að auka jafn­ræði og jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Og þótt lífs­gæði hafi almennt auk­ist í heim­inum þá er samt í lagi að tala gegn fjar­stæðu­kenndri mis­skipt­ingu. Annað úti­lokar ekki hitt, þó hrein­trú­aðir og inn­múr­aðir vilji telja fólk á að svo sé.

Ekki fleiri sápu­kúlur

Ástæðan fyrir auknum stuðn­ingi við Cor­byn, Sand­ers, íslenska Pírata og ýmsa fleiri víðs­vegar um heim­inn sem tala með svip­uðum hætti er að fólk er orðið þreytt á að stjórn­mála­menn seg­ist standa með þeim í orði þegar þeir vinna að mörgu leyti gegn hags­munum þess á borði. Með upp­lýs­inga- og tækni­bylt­ing­unni getur fólk aflað sér mun víð­tæk­ari upp­lýs­ingar um þessa stöðu og tekið ígrund­aða afstöðu. Inter­netið og snjall­tækin hafa minnkað valdið til að stjórna upp­lýs­inga­flæð­inu frá ráð­andi öflum til þegna stór­kost­lega.

Þess vegna vill fólk í auknum mæli kjósa stjórn­mála­menn sem tala skýrt og trúa því sjálfir sem þeir segja. Það er komið með nóg af því að láta blása óræðum sápu­kúlum upp í aft­ur­end­ann á sér á fjög­urra ára fresti sem stjórn­mála­menn­irnir toga síðan og teygja í það form sem þeim hentar þegar kemur að því að efna lof­orð­in.

Fólk vill menn (konur eru líka menn) sem segja satt og setur almenn­ing í fyrsta sæt­ið. Það hefur ekki upp­lifað hefð­bundna stjórn­mála­menn sem þessa menn.

Þess vegna vill það ekki kjósa þá leng­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None