Auglýsing

Að und­an­förnu hafa Reykja­vík­ur­borg, Kópa­vogs­bær og Hafn­ar­fjörð­ur, þrjú stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins sem öll eru á því sem kallað er höf­uð­borg­ar­svæð­ið, kynnt rekstr­ar­nið­ur­stöður sem eru mikið áhyggju­efni. Ekki endi­lega rekstr­ar­töl­urnar sem slík­ar, sem sýna tap í grunn­rekstri, heldur miklu frekar mik­ill kostn­aður sem mun fyr­ir­sjá­an­lega gera stöðu sveit­ar­fé­lag­anna erf­iða eftir því sem tím­inn líð­ur.

Erf­ið­leikar

Hækkun á launum og launa­tengdum gjöld­um, vegna nýgerðra kjara­samn­inga, blasir þar við, og vegur launa­hækkun kenn­ara þar þungt. Ég er hlynntur því að kenn­arar fái hærri laun en þeir fá nú, og séu metnir að verð­leik­um, svo því sé til haga hald­ið. En til þess að það sé hægt að hækka launin jafn hratt og nú er að stefnt þá þarf að tryggja það að sveit­ar­fé­lögin geti greitt laun­in, t.d. með breyt­ingu á tekju­stofn­um. Það að sveit­ar­fé­lög fá hlut­deild í veltiskatti, VSK, virð­ist vera ein leið í þeim efn­um, ekki síst í ljósi þess hversu mikil áhrif ferða­þjón­ustan er að hafa á rekstur sveit­ar­fé­laga.

Ótt­ast bak­reikn­inga

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, gerði stöð­una að umtals­efni í til­kynn­ingu þegar árs­hluta­reikn­ingur Kópa­vogs var birtur á dög­un­um, en þá var 128 millj­óna króna tap á rekstr­in­um. „Miðað við árferði þá erum við nokkuð sátt. Launa­á­ætlun gengur eftir í stórum dráttum og þá höfum við nú rétt eins og und­an­farin ár lagt áherslu á aðhald í rekstri. Hins vegar þá ótt­ast ég bak­reikn­inga vegna nýrra kjara­samn­inga, breyt­inga á starfs­mati og end­ur­reikn­aðra líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem munu hafa áhrif á nið­ur­stöðu árs­reikn­ings Kópa­vogs­bæj­ar,“ segir Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar.

Auglýsing

Þjappa í bekki í skól­um?

Þetta er eitt dæmi af mörgum sem má taka til, þegar kemur að rekstr­ar­vanda sveit­ar­fé­laga í augna­blik­inu. Á Reykja­vík­ur­borg er staðan mikið áhyggju­efni, og ljóst að rót­tækar breyt­ingar þarf að gera á rekstr­inum til þess að ná endum saman og styrkja grunn­rekst­ur­inn. Miðað við óbreytta stöðu, og hækk­anir á launa­kostn­aði, þá munu fjöl­skyldur lík­lega finna fyrir þessu beint þegar kemur til upp­sagna hjá kenn­urum og fjölg­unar í bekkj­um. Sú staða virð­ist blasa við að óbreyttu, án þess að nokkur sé að gefa því sér­stakan gaum.

Í þessum sveit­ar­fé­lögum býr ríf­lega helm­ingur lands­manna, tæp­lega 180 þús­und manns, og hefur hvert sveit­ar­fé­lag sína opin­beru stjórn­sýslu og sjálf­stæðan fjár­hag. Sé Sel­tjarn­ar­nesbæ og Garðabæ bætt við, er íbúa­fjöld­inn um 201 þús­und manns.

Þvert á bæj­ar­mörk

Höf­uð­borg­ar­svæðið er einn vinnu­mark­að­ur. Fólk býr í einu sveit­ar­fé­lagi en vinnur í öðru. Upp­spretta tekna og gjalda - rekst­ur­inn að grunni til - er þvert á bæj­ar­mörk.

Hag­ræða má stór­kost­lega í rekstri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með því að sam­eina rekst­ur­inn og opin­bera stjórn­sýslu þess­ara sveit­ar­fé­laga í eitt sam­ræmdan stað. Það hefði líka þau áhrif að yfir­sýnin yrði betri og skýr­ari, enda ekki margir að horfa á stöð­una og mynda sér skoðun á því hvernig hlut­irnir eiga að þró­ast. Skað­semi þess hefur sést glögg­lega þegar er verið að reyna þétta byggð á einum stað, þá er nágranna­sveit­ar­fé­lagið að gera eitt­hvað allt annað hjá sér. Fögur fyr­ir­heit um sam­starf er ekki nóg. Það þarf að skera niður í yfir­lag­inu, frekar en í þjón­ust­unni við fólk­ið, og þar eru stjórn­mála­menn­irnir aug­ljós­lega einn fyrsti kost­ur­inn. Þeir munu lík­lega aldrei vilja leggja niður sín störf, en fátt virð­ist benda til þess að þörf sé fyrir sexfalt lag af yfir­lagi og þjón­ustu­stýr­ingu fyrir íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er hags­muna­mál fyrir landið allt, og ætti að geta styrkt hag­kerfið mik­ið. Nauð­syn­legt er að þróa byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í hag­kvæm­ari átt en verið hef­ur, meðal ann­ars með þétt­ingu byggð­ar, mun minni áherslu á bíla­um­ferð og góðri þjón­ustu við fólk. Sá sem getur rök­stutt það vel, að nauð­syn­legt sé að hafa sexfalt yfir­lag opin­berrar þjón­ustu á 201 þús­und íbúa sam­eig­in­legum vinnu­mark­aði, ætti að stofna fyr­ir­tæki og selja þjón­ustu sína til borg­ar­sam­fé­laga um allan heim. Ef það er lausn­in, þá er það milljón doll­ara hug­mynd, að minnsta kosti.

Ein­földun og sam­keppni um fag­legt starf

Ein rök sem stundum heyr­ast er að „sam­keppni“ sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þegar kemur að þjón­ustu þurfi að vera virk, svo að fólki hafi val um ýmis­legt sem henni fylgir, og sveit­ar­fé­lögin séu á tán­um.

Þetta er ein­föld­un, vegna þess að í þessu sjón­ar­miði er það gefið í upp­hafi, að aðeins sé hægt að hafa stefnu­mörkun og áhersl­ur, til dæmis í skóla­starfi, á til­teknum svæð­um, með því að hafa sér­stök sveit­ar­fé­lög sem byggja á þeim hug­mynd­um. Þetta er ekki rétt.

Sam­keppni (Sem er ekki endi­lega besta hug­takið í þess­ari umræðu en er stuðst við hér) innan sveit­ar­fé­laga og hverfa, er lyk­ill­inn að góðri þróun í mörgum borg­ar­sam­fé­lög­um, þar sem hin póli­tíska leið­sögn, til dæmis aðal­námskrar og reglu­verk um félags­lega þjón­ustu, gera ein­stökum svæðum og hverfum kleift að nýta sína styrk­leika og ein­blína á að bæta veik­leika. Sam­keppnin er um fag­lega þætti, sér­tækar áherslur innan hvers svæð­is. Við­bót­ar­lag í opin­berri stjórn­sýslu, með fjölda kjör­inna full­trúa og bæj­ar­stjóra, er engin nauð­syn til að styrkja þjón­ust­una, heldur miklu frekar að yfir­sýnin sé skýr og áherslan sé á sam­keppni um fag­legt starf. Það er hið rétta aðhald sem á að vera inn í hverri þjón­ustu­ein­ingu, einkum og sér í lagi í skóla­starfi.

Víkja til hliðar til­finn­ingum og róm­an­tík

En hvernig er hægt að nálg­ast umræðu um þessi mál, án þess að til­finn­ingar og róm­an­tík í sögu hvers sveit­ar­fé­lags á höf­uð­borg­ar­svæð­inu steli rök­ræð­unni? Ég held að lík­lega sé besta leið­in, og skoða höf­uð­borg­ar­svæðið út frá þeirri stað­reynd, að þetta er eitt og sama þjón­ustu­svæð­ið. Vinnu­mark­að­ur, skóla­svæði, sam­göngu­svæði, þjón­ustu­svæð­i. ­Með því að brjóta upp efsta lagið í opin­beru stjórn­sýsl­unni, en við­halda fag­legri þekk­ingu á hverju svæði, þá má styrkja sam­fé­lögin bæði hvað rekstur varðar og fag­legt starf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None