Nýir tímar í orkumálum – ný tækifæri

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar um hvernig hægt er að ná fram orkuskiptum þannig að hagsmuna almennings, allrar þjóðarinnar og komandi kynslóða verði gætt.

Auglýsing

Það hefur varla farið fram­hjá neinum að gríð­ar­leg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda síð­ustu 150 ár hefur haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér. Heims­byggðin verður að láta af sókn sinni í ofur­kraft­ana sem jarð­efna­elds­neyti (ol­ía, kol og jarð­gas) hafa veitt mann­kyn­inu og finna nýjar leiðir til að starfa, ferðast, skapa verð­mæti og blómstra.

Land­vernd lagði til árið 2019 að Ísland yrði fyrsta landið í heim­inum til að verða laust við jarð­efna­elds­neyti og gaf út skýrslu sl. sumar um hvernig best sé að ná mark­inu. Við erum vel í stakk búin, með lang­mestu raf­orku­fram­leiðslu heims á íbúa, þjóðin vel menntuð og upp­lýst og inn­viðir sterk­ir. Til­lagan hefur ratað inn í mörg opin­ber skjöl eins og orku­stefnu fyrir Ísland, nýja elds­neyt­is­spá og nú síð­ast sjálfan stjórn­ar­sátt­mál­ann og er það mikið fagn­að­ar­efni. Hins vegar er ekki sama hvernig mark­mið­inu um jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland verður náð. Þrátt fyrir að um sé að ræða mikla áskorun fylgir henni líka tæki­færi til þess að gera vel í mjög stórum mála­flokk­um.

Nýtum raf­magnið beint

Á árs­fundi Sam­orku 2020 kom fram að fyrir orku­skiptin á Íslandi þurfi 1200 MW, án milli­landa­flugs og alþjóða­sigl­inga. Í for­sendum er gert ráð fyrir því að hér verði 3,5% hag­vöxt­ur, áfram­hald­andi fólks­fjölgun og að ekki verði ráð­ist í aðgerðir til að draga úr orku­notkun í sam­göng­um, fisk­veið­um, bygg­ing­ar­iðn­aði eða inn­an­lands­flugi. Þegar kemur að raf­elds­neyti er gert ráð fyrir því að farin verði svokölluð „blönduð leið“, í henni felst að fram­leiddar verði á Íslandi nokkrar mis­mun­andi teg­undir raf­elds­neyt­is. Fyrir svo lítið sam­fé­lag er það auð­vitað mjög óhag­kvæmt. Út frá orku­notkun og innviðum yrði hag­stæð­ast að sem mest af orku­skipt­unum byggði á því að nýta raf­magn beint en fari ekki í gegnum raf­elds­neyti þar sem orku­nýtnin dettur niður í allt að 18%. Fyrir 2040 gæti bein notkun raf­orkunnar orðið fýsi­leg í öllum geirum sem undir eru í grein­ing­unni, nema fiskiskipum.

Auglýsing

Með því að nýta raf­magnið beint en treysta ekki á raf­elds­neyti nema fyrir fiski­skipa­flot­ann og mjög stór tæki mætti ná þessum 1200 MW niður í 600 MW. Það myndi þýða miklar breyt­ingar í atvinnu­greinum sem treysta nú á jarð­efna­elds­neyti eins og ferða­þjón­ust­una, land­flutn­inga, land­búnað og bygg­ing­ar­iðn­að­inn. Til að ná því þyrfti hið opin­bera fljót­lega að setja kröfur á þessar greinar um umskiptin því fjár­fest­ingar í tækjum eru gerðar til langs tíma svo huga þarf að þeim strax.

Raf­magn­aður bygg­ing­ar­iðn­aður og sam­göng­ur, bæði á landi og í lofti (inn­an­lands­flug), eru vel mögu­leg og fýsi­leg 2040. Með áherslu á að nýta raf­magnið beint í stað þess að taka bland­aða leið (sbr. kynn­ingu Sam­orku) má strax lækka þörf­ina á raf­orku­fram­leiðslu vegna orku­skipta um helm­ing.

Orku­sparn­aður er hag­kvæm­asta aðgerðin

Aðgerðir sem miða að því að spara orku í sam­göngum lækka orku­þörf vegna orku­skipta veru­lega. Þar má t.d. nefna fjöl­breytta ferða­máta eins og göng­ur, hjól­reiðar og almenn­ings­sam­göng­ur. Til þess að draga úr orku­notkun í sam­göngum þarf við­snún­ing í því hvernig Íslend­ingar og þeir ferða­menn sem hingað koma flytja sig á milli staða. Bæta þarf inn­viði fyrir gang­andi, hjólandi og almenn­ings­sam­göngur en setja á aðgerðir sem letja orku­frekar sam­göng­ur. Auð­velda þarf ferða­mönnum að nýta aðra sam­göngu­máta en bíla­leigu­bíla, til dæmis með bættum almenn­ings­sam­göngum um landið og álögum á bíla­leig­ur. Mikið fram­boð er á rútum sem ganga fyrir raf­magni eða met­ani en metan frá rusla­haugum er orku­upp­spretta sem mik­il­vægt er að nýta til fulls.

Votlendi á Mýrum í Borgarfirði. Mynd: Auður Önnu Magnúsdóttir.

Hversu mikla orku má spara með fjöl­breyttum ferða­máta fer eftir því hversu kröft­ugar aðgerð­irnar til að ýta undir hann verða.

Strand­flutn­ingar eru orku­lega mjög hag­kvæmur kostur til að flytja vörur milli lands­hluta en með því yrði einnig dregið veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sliti á vegum með til­heyr­andi sam­drætti í svifryks­mengun og við­halds­kostn­aði vega. Þá eru þegar á mark­aði vöru­bílar sem ganga fyrir raf­magni og nýt­ast í styttri vega­lengdir.

Mikil tæki­færi eru í betri orku­nýtni bygg­inga og upp­setn­ingu varma­dæla á köldum svæð­um. Þá verður mikið varmatap í stór­iðju­verum en setja má upp varma­skipta við þau, til dæmis á Reyð­ar­firði þar sem engin hita­veita er. Með þessu má spara mikla orku við hús­hitun en hún er mjög orku­frek. Til þess að svo megi verða fyrir 2040, þarf að fara í að breyta laga- og reglu­gerð­aum­hverfi strax.

Í stuttu máli eru mikil tæki­færi í því að spara orku og bæta orku­nýtni. Það er og verður hag­kvæm­asta aðgerðin til að afla orku til langs tíma.

For­gangs­röðun orku­sölu og flutn­ings­kerfis þarf að breyt­ast

Meng­andi stór­iðja notar 80% raf­orkunnar sem seld er á Íslandi og losar jafn­framt 39% af þeim gróð­ur­húsa­loft­teg­undum sem Ísland losar fyrir utan losun frá landi. Mark­miðið með jarð­efna­elds­neyt­is­lausu Íslandi er að sjálf­sögðu að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og því ætti að for­gangs­raða orku­söl­unni til starf­semi sem er kolefn­is­hlut­laus.

Jarðaför Jarðefnaeldsneytis þar sem loftslagshópur Landverndar jarðaði síðustu olíutunnuna árið 2019 og setti fram tímasett markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis. Mynd: Auður Önnu Magnúsdóttir

Orku­notkun stór­iðj­unnar er mjög stöðug yfir allt árið en fram­leiðslu­geta íslensku raf­orku­ver­anna sveifl­ast mjög. Lang­mest er raf­orku­fram­leiðslan á sumrin þegar mikið rennsli er í ánum – en minnst í svartasta skamm­deg­inu. Ef Lands­virkjun og Orku­veita Reykja­vík­ur, sem eru í eigu almenn­ings á Íslandi, gætu selt orku til fram­leiðslu raf­efna­elds­neytis fyrir fiski­skip og mjög stór tæki þegar raf­orku­fram­leiðslan er mun meiri en önnur eft­ir­spurn má draga úr orku­þörf fyrir raf­efna­elds­neyt­is­fram­leiðslu veru­lega.

Upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku hefur verið for­gangs­raðað í þágu stórnot­enda en minni byggð­ar­lög og almennir not­endur setið á hak­an­um. Draga verður úr töpum í flutn­ings­kerf­inu sem eru nú um 5% og for­gangs­raða fram­kvæmdum í þágu almenn­ings.

Rétt­lát umskipti – skiljum enga eftir

Í öllum þeim breyt­ingum sem þarf að gera á íslensku sam­fé­lagi til þess að Ísland geti orðið laust við jarð­efna­elds­neyti mega byrðar við­kvæmra hópa ekki þyngj­ast. Meg­in­mark­miðið er ekki að skapa nýjar leiðir fyrir fjár­magn að vaxa, þó það sé vissu­lega einn af drif­kröftum breyt­ing­anna. Breyt­ing­arnar verður að hvetja áfram með hag­rænum hvöt­um, eins og nið­ur­fell­ingu á virð­is­auka og hag­rænum lötum eins og kolefn­is­gjaldi.

OECD og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafa gefið út að kolefn­is­gjaldið verði að hækka til þess að ná Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Í þeim löndum sem kolefn­is­gjald hefur verið notað hefur það ekki haft nei­kvæð áhrif á efna­hag­inn eins og reynslan frá Sví­þjóð og Brit­ish Colombia sýn­ir. Nauð­syn­legt er að ekki sé um var­an­legan tekju­stofn fyrir ríkið að ræða, heldur verði fjár­magn­inu beint aftur út í sam­fé­lag­ið, til dæmis með hækkun per­sónu­af­sláttar eða árlegri ávísun á alla íbúa lands­ins. Þannig má tryggja að þau efna­minni sem treysta nú á jarð­efna­elds­neyti verði ekki fyrir lífs­gæða­skerð­ingu þegar kolefn­is­gjald verður sett á. Atvinnu­vegir mega ekki vera und­an­þegnir kolefn­is­gjaldi.

Nátt­úra Íslands er óend­an­lega dýr­mæt

Síð­ast en ekki síst verður að gæta að íslenskri nátt­úru við umskiptin yfir í jarð­efna­eldnseyt­is­laust Ísland.

Kyngi­mögnuð víð­erni, ein­stakar jarð­mynd­an­ir, fagrir fossar og kröftug jarð­hita­svæði eru verð­mæti sem Íslend­ingum hefur verið falið að gæta. Íslensk nátt­úra á engan sinn líka í heim­inum enda segja lang­flestir ferða­menn sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meg­in­á­stæða heim­sókn­ar­inn­ar. Þessi verð­mæti eru líka efna­hags­leg. Á Íslandi eru 43% af þeim óbyggðu víð­ernum sem óspillt­ust eru í Evr­ópu. Gæðin sem í nátt­úr­unni fel­ast gera sam­fé­lag okkar og til­veru rík­ari, betri og inni­halds­rík­ari.

Kýlingar á hálendi Íslands. Mynd: Snorri Baldursson.

Áskor­anir heims­byggð­ar­innar tengj­ast ekki síður nátt­úru­vernd en lofts­lags­vernd. Þannig hefur aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, António Guterres, ítrekað rætt um að hrun nátt­úr­unnar og vist­kerfa sé yfir­vof­andi með hræði­legum afleið­ingum fyrir sam­fé­lag manna. Skýrsla ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey sýnir að verndun land- og haf­svæða er áhrifa­rík lofts­lags­að­gerð, bætir lýð­heilsu og skapar fjölda starfa.

Ný orku­ver spilla íslenskri nátt­úru og í til­raunum okkar til þess að losna við jarð­efna­elds­neytið verðum við að beita öllum ráðum til þess að vernda hana eins og fram­ast er unnt. Það má gera með bættri orku­nýtni, orku­sparn­aði, stækkun núver­andi virkj­ana og skyn­sam­legri for­gangs­röðun orku­sölu og -dreif­ing­ar. Þá er nauð­syn­legt að hafa skýra yfir­sýn yfir þetta risa­verk­efni og að mark­mið með jarð­efna­elds­neyt­is­lausu Íslandi sé alltaf haft að leið­ar­ljósi. Ein­göngu þegar við­un­andi árangri hefur verið náð í öllu ofan­töldu er ástæða til að skoða ný orku­ver.

Risa­verk­efni sem hefur alla burði til að heppn­ast vel

Með vand­legu skipu­lagi og með því að hafa mark­miðið með orku­skipt­unum alltaf í huga getur jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland orðið til þess að bæta íslenskt sam­fé­lag. Mark­miðið er ekki að reisa fleiri orku­ver til að skapa gróða heldur að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda án þess að þyngja byrgðar við­kvæm­ustu hópanna eða valda óaft­ur­kræfum skaða á nátt­úru Íslands. Orku­sparn­að­ur, orku­nýtni og full­nýt­ing raf­magns sem aðal­orku­gjafa ásamt stækk­unum á núver­andi virkj­unum eru allt for­sendur fyrir því að vel tak­ist til. Fyrst þegar góður árangur hefur náðst í þessum atriðum er ástæða til að skoða bygg­ingu nýrra orku­vera eins og vind­orku­vera. Það verður að gera á fag­legan og gagn­sæjan hátt með sjálf­bærni til langs tíma að leið­ar­ljósi. Þannig verður hags­muna almenn­ings, allrar þjóð­ar­inn­ar, og kom­andi kyn­slóða best gætt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar