Ómissandi konur: stöndum saman!

Sólveig Anna Jónsdóttir og Olga Leonsdóttir hafa komist að því að róttæk stéttabarátta skili árangri. Þær hafi séð það með eigin augum og upplifað á eigin skinni. Þær hvetja allar ómissandi verkakonur að standa saman og styðja þær í baráttunni.

Sólveig Anna og Olga
Auglýsing

Hvaða fólk er algjör­lega ómissandi í íslensku sam­fé­lagi? Fyrir und­ir­rit­aðar liggur svarið í augum uppi. Það er sá hópur fólks sem starfar við umönnun ann­arra, til dæmis á leik­skólum og í þjón­ustu við aldrað fólk. Þessi hópur inni­heldur mest­megnis kon­ur. Þær eru á öllum aldri og koma alls staðar að úr heim­inum en þær eiga það sam­eig­in­legt að halda umönnnar­kerfum sam­fé­lags­ins upp með vinnu sinni. Þær eiga það líka sam­eig­in­legt að fá mjög lág laun, þrátt fyrir óum­deil­an­legt mik­il­vægi vinnu­fram­lags síns. Á „jafn­rétt­is­eyj­unni“ Íslandi eru ófag­lærðar konur í hefð­bundnum kvenna­störfum ekki mik­ils virði á hinum stétt­skipta vinnu­mark­aði.

Við höfum báðar mikla reynslu af því að starfa við hefð­bundin kvenna­störf. Við vitum að slík vinna er bæði gef­andi og lær­dóms­rík. Að lið­sinna þeim sem þurfa aðstoð, hvort sem það eru börn eða gam­alt fólk, kennir okkur mikið um mann­lega til­veru, um sam­hyggð og um sam­hjálp. En við vitum líka að þessi vinna er slít­andi og getur haft mikil áhrif á heils­una, bæði and­lega og lík­am­lega. Og ekki aðeins eru launin lág heldur bíður þeirra kvenna sem hafa helgað sig umönnun ann­ars fólks skammar­legur líf­eyrir á efri árum. Það er síð­asta „gjöf“ þjóð­fé­lags­ins til þeirra sem axlað hafa ábyrgð á mik­il­væg­ustu innviðum okk­ar, umönn­un­ar­kerfum „vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins“.

Auglýsing

Þrátt fyrir að valda­stéttin hafi ekki séð neina ástæðu til að koma fram við lág­launa­konur í umönn­un­ar­störfum af virð­ingu og sann­girni höfum við ekki látið það stöðva okk­ur. Ómissandi konur í Efl­ingu ákváðu að bíða ekki lengur og tóku málin í eigin hendur með eft­ir­tekt­ar­verðum árangri. Verk­falls­að­gerðir Efl­ing­ar­fé­laga hjá Reykja­vík­ur­borg og hjá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga skil­uðu raun­veru­legum árangri, og sýndu og sönn­uðu fyrir sam­fé­lag­inu hversu mikil alvara lá að baki kröfu­gerð samn­inga­nefnd­anna. Þessi stað­festa skil­aði einnig árangri þegar að því kom að ganga frá samn­ingi við Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu (hjúkr­un­ar­heim­il­in) – þau sem mættu Efl­ing­ar­konum við samn­inga­borðið vissu að ekk­ert var fjær þeim en upp­gjöf og und­ir­gefni. Efl­ing­ar­konur upp­skáru því í sam­ræmi við eigin stað­festu.

Við höfum sjálfar kom­ist að því að rót­tæk stétta­bar­átta skilar árangri. Við höfum séð það með eigin augum og upp­lifað á eigin skinni. En við erum rétt að byrja. Og þess vegna bjóðum við okkur fram með félögum okkar á Bar­áttu­list­anum til stjórnar Efl­ing­ar, félags­ins okk­ar. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og tryggja að Efl­ing verði áfram helstu bar­áttu­sam­tök verka- og lág­launa­fólks á Íslandi. Við hvetjum allar ómissandi verka­konur í umönn­un­ar­störfum að standa saman og styðja okk­ur. Sam­ein­aðar erum við sterkar – og sterkar ætlum við að leiða bar­átt­una fyrir betra lífi.

Höf­undar eru á Bar­áttu­list­anum sem býður sig fram til stjórnar Efl­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar