Óskir um femínískt nýtt ár

Meðlimir í félaginu Femínískum fjármálum fara yfir árið en þær segja m.a. að eitt sorglegasta ónýtta tækifærið til jafnréttis sem við virðumst í sífellu missa af sé það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggja börnum leikskólavist.

steinunnar.jpg
Auglýsing

Þegar við rifjum upp árið sem er að líða rámar kannski eitt­hvert okkar í að hafa verið í sótt­kví eða ein­angrun á sama tíma fyrir ári, jafn­vel hafa þurft að verja hátíð­unum aðskilin frá okkar nán­ustu. Von­andi ein­kenn­ast hátíð­irnar þetta árið af meiri sam­veru hjá sem flestum (sem það kjós­a). Þó far­ald­ur­inn hafi svo skotið upp koll­inum hér og þar á árinu þá erum við mörg hver vel í stakk búin til að takast á við veik­indin þökk sé víð­tækri bólu­setn­ingu hér á landi. Enn eru þó mörg sem glíma við lang­tíma­af­leið­ingar hans: Heilsu­fars­legar (t.d. „long-COVID“) og félags­leg­ar, m.a. áhrif far­ald­urs­ins á félags­færni heilla árganga barna og ung­menna og áhrifin á þau sem fest­ust í ofbeld­is­að­stæðum heima fyrir vegna ein­angr­unar far­ald­urs­ins, sem og álag og kulnun í stórum kvenna­stéttum í fram­línu­þjón­ustu vegna þess mikla álags sem þau störf­uðu und­ir. 

Bólu­setn­ing­ar­átakið hér á landi var þrek­virki. Víð­tækar bólu­setn­ingar voru auð­vitað kostn­að­ar­samar en stjórn­völd, heil­brigð­is­yf­ir­völd og sam­fé­lagið allt sam­mælt­ust um þessa ákvörðun um að verja fjár­munum til heilla heilsu fólks. Auð­vitað eru svo bólu­setn­ingar sparn­að­ar­að­gerð í sjálfu sér og ávinn­ing­ur­inn af því að koma í veg fyrir ótíma­bær and­lát eða óvinnu­færni verður ekki bara met­inn til fjár. Með þessa skyn­sam­legu nálgun til hlið­sjón­ar, er þeim mun óskilj­an­legra að ekki sé enn búið að fjár­magna löngu sam­þykkt lög um nið­ur­greiðslu sál­fræði­þjón­ustu. Árið 2022 getur því ekki annað en bæst í hóp fyrri ára sem hafa farið í súg­inn þegar kemur að því að greiða aðgengi fólks að sál­fræði­þjón­ustu, sem eins og við vitum getur komið í veg fyrir ótíma­bæran heilsu­brest, óvinnu­færni og and­lát. Öllum má vera ljóst að gott aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu er ein lyk­il­for­senda lýð­heilsu og þörfin hefur bara auk­ist á tímum mik­illar félags­legrar ein­angr­unar við­kvæmra hópa.  

En það er víðar í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem van­fjár­mögnun veldur áhyggj­um. Hér á landi er skortur á heil­brigð­is­starfs­fólki og er mönnun heil­brigð­is­þjón­ust­unnar for­senda þess að hægt sé að veita örugga og skil­virka heil­brigð­is­þjón­ustu. Nýr Land­spít­ali kemur ekki til með að leysa þann vanda sem til staðar er að fullu. Það er óskyn­sam­legt og ósjálf­bært að fjár­festa í menntun lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga og sjúkra­liða en hlúa svo illa að stétt­unum að fólkið sem þar starfar treystir sér ekki til að sinna störfum vegna starfs­að­stæðna, lík­am­legs og and­legs álags og streitu. Mönn­un­ar­vand­inn er stóra áskorun stjórn­valda, heil­brigð­is­yf­ir­valda og sam­fé­lags­ins alls, næstu árin. 

Auglýsing

Mönn­un­ar­vand­inn verður ekki slit­inn úr sam­hengi við skakkt verð­mæta­mat kvenna­starfa sem veldur því að erfitt er að manna krefj­andi störf sem eru ekki met­inn að verð­leikum til launa. Nú er að störfum aðgerða­hópur um launa­jafn­rétti og jafn­rétti á vinnu­mark­aði, sem starfar til árs­loka 2023. Næsta ár verður því spenn­andi að sjá til­lögur hóps­ins um hvernig á að standa að því að leið­rétta verð­mæta­mat starfa, en félagið Femínísk fjár­mál hefur þegar bent á að fjár­mögnun slíkrar leið­rétt­ingar hefði átt að vera hafin og sjást í fjár­lögum næsta árs með til­liti til tekju­öfl­un­ar. Mik­il­væg­ast er þó að losa sam­fé­lagið þann ósið sem tíðkast hefur árum sam­an, að atvinnu­rek­endur - opin­berir og einka­að­ilar - veiti sjálfum sér afslátt við launa­setn­ingu kvenna. Það væri gott ára­móta­heit fyrir okkur sem sam­fé­lag. 

Ónýtt tæki­færi til auk­ins jafn­réttis

Enn eitt árið bæt­ist nú í sarp­inn hjá þjóð sem eld­ist hratt. Stjórn­völd verða að bregð­ast við áskor­unum vegna öldr­unar þjóð­ar­innar og í því sam­hengi er veru­lega óskyn­sam­leg að fjár­festa ekki í aðgerðum sem geta hugs­an­lega komið í veg fyrir brott­hvarf kvenna langt fyrir aldur fram af vinnu­mark­aði. Álags­vald­andi aðstæður á vinnu­mark­aði, mikil umönn­unará­byrgð og afleið­ingar kyn­bund­ins ofbeld­is, eru meðal þeirra áhrifa­þátta sem hugs­an­lega skýra mikla fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega í hópi kvenna á aldr­inum 50-66 ára. Aukið jafn­rétti og leið­rétt verð­mæta­mat kvenna­starfa eru lyk­il­for­sendur þess að hægt verði að vinda ofan af þessu, sem leiðir ekki ein­ungis til jákvæðra breyt­inga fyrir stórar kvenna­stéttir heldur einnig til jákvæðra efna­hags­legra áhrif í formi auk­inna tekna rík­is­sjóðs vegna auk­innar atvinnu­þátt­töku og minni útgjalda vegna almanna­trygg­inga og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Líkt og stjórn­völd horfðu umfram kostnað við bólu­setn­ing­ar­átakið við COVID, og sáu ávinn­ing­inn marg­falt á öllum mögu­legum svið­um, þurfa stjórn­völd að opna augun fyrir ávinn­ingnum af auknu jafn­rétti og sterku vel­ferð­ar­kerfi, og bregð­ast við. Það dugar skammt að sam­þykkja nið­ur­greiðslu sál­fræði­þjón­ustu þegar ekki nægt fjár­magn liggur fyrir og það sem verra er, er að þetta er end­ur­tekið þema hjá rík­is­stjórn­inni: Að ætla að leysa stór vanda­mál með lág­mark­s­við­bragði. Fleiri dæmi um þetta eru t.d. hvernig löngu tíma­bær samn­ingur um aðgerðir við endó­metríósu var aðeins gerður til eins mán­að­ar, og hvernig við­brögð við stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði er að hækka húsa­leigu­bætur þegar ljóst er að það er einmitt við­bragð sem fitar efna­hags­reikn­ing leigu­fé­laga (svo notuð séu eigin orð for­sæt­is­ráð­herra), í stað þess að setja á leigu­þak. 

Eitt sorg­leg­asta ónýtta tæki­færið til jafn­réttis sem við virð­umst í sífellu missa af er það að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og tryggja börnum leik­skóla­vist. Þegar bilið er ekki brúað er hætt við að ein­hver detti þar á milli, og oft­ast eru það mæður sem kom­ast við illan leik yfir óbrúað bil­ið, með til­heyr­andi streitu, áhrifum á fjár­hags­legt sjálf­stæði og tæki­færi á vinnu­mark­að­i.  Eins og fréttir árs­ins sýna eru þessi mál víða í óboð­legum ólestri. For­eldrar þurftu að mæta trekk í trekk í ráð­hús Reykja­víkur með börn án leik­skóla­vistar til að þrýsta á borg­ar­full­trúa að gera eitt­hvað í mál­un­um. Að eiga barn á leik­skóla­aldri er eins og spila slöngu­spilið með börn­unum sín­um, á hverjum degi er ten­ingi kastað og for­eldrar lenda sífellt á slöngu og renna aftur um marga reiti í formi leik­skóla­lok­ana vegna myglu og mann­eklu. Við náum aldrei á stiga í spil­inu fyrr en laun leik­skóla­starfs­fólks verða það sem þau eiga að vera: Góð og vinnu­um­hverfi þeirra ásætt­an­leg­t. 

Til að ráð­ast í aðgerðir sem hafa mikið gildi fyrir jafn­rétti og sam­fé­lags­lega vel­ferð, verður fjár­mögnun að vera full­nægj­andi. Félagið Femínísk fjár­mál óskar þess á nýju ári að stjórn­völd nálg­ast vanda­málin heild­rænt og taki ákvarð­anir og ráð­ast í aðgerðir út frá femínísku sjón­ar­horni með það að mark­miði að engir hópar falli á milli. Ef þetta er ekki gert er hætt við að pen­ingar úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar endi á röngum stöð­um, með tapi fyrir sam­fé­lagið allt. 

Höf­undar eru félagar í Femínískum fjár­mál­um, félagi áhuga­fólks og sér­fræð­inga um kynjuð fjár­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit