Pólitíska miðjan hennar Merkel

Jón Ormur Halldórsson skrifar um þingkosningarnar í Þýskalandi sem fara fram sunnudaginn 26. september.

Auglýsing

Flestir flokkar heims­ins lofa kjós­endum nýjum og betri tímum í stað rang­lætis eða stöðn­un­ar. Nær allir leggja þeir líka áherslu á hvað þeir séu ólíkir öðrum flokk­um. Þetta á hins vegar ekki alltaf við í Þýska­landi þar sem þrá kjós­enda eftir breyt­ingum er oft minni en ótti þeirra við óviss­una sem þeim fylg­ir. Jafn­að­ar­menn, helstu and­stæð­ingar flokks Ang­elu Merkel, byggja kosn­inga­bar­áttu sína á því að leið­togi þeirra, Olaf Scholz, sé nauða­líkur kansl­ar­anum og lík­legur til að stjórna land­inu af svip­aðri hóf­semd og sátt­fýsi og hún. Sem er að nokkru leyti rétt. Þrátt fyrir allar vin­sældir sínar skilur Merkel hins vegar eftir sig óleyst mál sem jafn­vel hún ætti erfitt með að skapa sam­stöðu um.

Endir gull­aldar

Það er fleira en rót­gró­inn ótti Þjóð­verja við stórar breyt­ingar sem þarna kemur til. Síð­ustu ár hafa verið land­inu hag­felld um svo marga hluti að meira en helm­ingur þjóð­ar­innar telur að síð­ustu ár hafi verið gullöld í Þýska­land. Það hafa svo sem verið nokkrar gull­aldir hjá þess­ari miklu þjóð en þær end­uðu oft ekki vel og stundum herfi­lega. Hvergi þekkir fólk raun­veru­leik­ann í sögu þjóðar sinnar betur en í Þýska­landi þar sem goðsagnir af því tagi sem fólk yljar sér við víð­ast um heim­inn hafa þokað fyrir gagn­rýnni athug­un. Slíkri athugun á sög­unni fylgir oft nokkur svart­sýni. Nú eiga ein­ungis tíu pró­sent Þjóð­verja von á því að gullöld bíði þeirra í fram­tíð­inni. Það virð­ist líka sem svo að ytri aðstæður í efna­hags og stjórn­mála­kerfi heims­ins séu Þýska­landi ekki lengur eins hag­felldar og þær voru lengst af síð­ustu ára­tugi.

Ekki einka­mál Þýska­lands

Stjórn­mál Þýska­lands koma fleirum við en Þjóð­verj­um. Að auki eru flest stærri vanda­mál lands­ins bein­línis tengd ástandi umheims­ins. Landið er í lyk­il­stöðu í öllum mál­efnum Evr­ópu og mörgum af mál­efnum heims­ins. Sem dæmi um fyr­ir­ferð alþjóða­mála hjá Merkel má nefna að árið sem hún heim­sótti Ísland fór hún í 40 ferðir til ann­arra landa og annað eins var um heim­sóknir til hennar í Berlín. Þetta var ekki óvana­legt ár í þessum efn­um. Merkel var sögð tala oftar við nokkra heims­leið­toga í síma en suma af sínum eigin ráð­herr­um.

Orð en ekki afl

Með þessu er hins vegar ekki sagt að Merkel hafi beitt afli sínu í alþjóða­mál­um. Hún lægði öld­ur, náði fram mála­miðl­unum og forð­aði stundum stórum slysum en litlar athafnir fylgdu þó oft orðum henn­ar. Að und­an­förnu hafa nokkrir ráða­menn Þjóð­verja hvatt til þess að Þýska­land axli meiri ábyrgð í heim­in­um. Þótt slíkar hug­myndir séu alltaf settar fram af mik­illi hóf­semi er stemm­ingin fyrir auknum áhrifum Þýska­lands á heims­málin mjög lítil á meðal þýskra kjós­enda. Það eru eig­in­lega fáir kjós­endur í Evr­ópu eins frá­hverfir auknum þýskum áhrifum og þeir þýsku. Sem er ein af meg­in­á­stæðum þess að land­inu er treyst.

Sjálf­stæð stefna ESB gagn­vart Rúss­landi og Kína

Helstu flokkar Þýska­lands segj­ast nú allir vilja að ESB byggi upp afl og getu til að móta  ut­an­rík­i­s­tefnu sem snú­ist um hags­muni og gildi Evr­ópu frekar en um hent­ug­leika Banda­ríkj­anna. Hvað þeir meina með því er ekki alveg aug­ljóst en á það mun reyna. Næstu rík­is­stjórnar Þýska­lands bíða stór úrlausn­ar­efni á vett­vangi Evr­ópu­mála og alþjóða­mála. Afleit staða í sam­skiptum Vest­ur­landa við Rúss­land er brýnt, stórt og flókið við­fangs­efni. Þar er Þýska­land af mörgum ástæðum í lyk­il­stöðu.

Auglýsing
Ekki er síður knýj­andi að end­ur­skoða í heild stefnu ESB og Þýska­lands gagn­vart Kína. Útflutn­ingur Þýska­lands til Kína er lítið minni en útflutn­ingur Banda­ríkj­anna til lands­ins og hátt í sex sinnum meiri en útflutn­ingur Bret­lands til Kína. Þýska­land er þó á hlið­ar­lín­unni í vax­andi átökum um við­skipti, öryggi og póli­tík gagn­vart Kína.  

Nýir straumur flótta­manna?

Eftir hrunið í Afghanistan mun reyna á sam­starfið sem Merkel kom á við Tyrk­land sem hýsir nær fjórar millj­ónir flótta­manna og býr sig undir nýja strauma af fólki á flótta. Tyrkir segj­ast ekki lengur vilja vera geymslu­staður fyrir flótta­menn sem vildu helst kom­ast til Evr­ópu. Flóknir erf­ið­leikar á Balkanskaga snúa líka beint að ESB og Berlín. Vax­andi upp­lausn og hryðju­verk á risa­stóru belti í Afr­íku hefur þegar verið mætt með pen­ingum og hern­að­ar­að­stoð frá ESB, Frakk­landi og Þýska­landi en ástandið fer versn­andi og ótti við þunga strauma flótta­manna frá Afr­íku til Evr­ópu fer vax­andi.

Miðju­sækni Merkel

Eitt af því furðu­lega sem blasir við eftir 16 ára valda­ferli Merkel er að hún fylgdi aldrei eftir neinu stóru hug­sjóna­máli frá hægra væng stjórn­mál­anna. Stóru og umdeildu ákvarð­an­irnar sem hún tók voru frekar á stefnu­mál ann­arra flokka en hennar eig­in. Þar má nefna lokun þýskra kjarn­orku­vera sem ein­ungis græn­ingjar höfðu barist fyrir og ákvörðun hennar um að hleypa milljón flótta­mönnum inn í Þýska­land á fáeinum mán­uð­um. Eng­inn hefð­bundnu flokk­ana hafði eins miklar efa­semdir um þetta og hennar eig­inn flokk­ur. Þetta ýtti mjög undir þá þróun að í fyrsta sinn frá stríðslokum náði flokkur til hægri við kristi­lega demókrata flugi. Margt fleira á valda­ferli Merkel ber sterk­ari ein­kenni af stefnu ann­arra flokka en hennar eig­in.  

Gald­ur­inn

Gald­ur­inn við árangur Merkel í stjórn­málum fólst í því að stefna hennar var frekar aðferða­fræði en póli­tísk hug­mynda­fræði. Hún tók sér alltaf góðan tíma til að greina ástandið og nálg­að­ist síðan málin af vís­inda­legri nákvæmni frekar en útfrá fyr­ir­fram gefnum for­send­um. Ef kostur sýnd­ist mjög erf­iður reyndi hún frekar eitt­hvað annað sem hafði bæði þyngd­ar­aflið og rök­fræð­ina í liði með sér. Með þessu breikk­aði hún miðj­una í þýskum stjórn­málum en um leið færð­ist miðjan til og í átt til stefnu­mála þeirra flokka sem flokkur hennar keppir helst við og þá ekki síst til græn­ingja. Tím­inn hefur unnið með flokkum sem byggja á kröfum um sjálf­bærni og skyn­sem­is­lausn­ir.

Flokkur í vanda  

Það er því ekki nema von að flokkur hennar virki dálítið óskýr. Helsta tromp hans átti að vera leið­togi sem seg­ist vera alveg eins og Merkel. Kjós­endur sjá hins vegar ekki lík­indin á milli Merkel og Armin Lachet. Þeir sem grúska í stefnu­málum kristi­legra demókrata segj­ast finna fátt af nýjum eða skýrum hug­mynd­um. Árangur Merkel kann því að reyn­ast flokki hennar dýr­keypt­ur. Þrátt fyrir mik­inn ósigur er þó ekki úti­lokað að flokk­ur­inn rati í eða jafn­vel leiði næstu rík­is­stjórn vegna erf­ið­leika á milli ann­arra flokka.

Kristi­legir demókratar

Það sem gerði Merkel mögu­legt að stjórna að eigin hyggju­viti er að flokkur henn­ar, CDU, er frekar valda­stofnun en hug­mynda­fræði­lega sam­stæð fylk­ing. Þrír kansl­arar flokks­ins stjórn­uðu land­inu í sam­tals tæp­lega hálfa öld og tveir aðrir í fáein ár til við­bót­ar. Flokk­ur­inn telst til hægri í efna­hags­legum skiln­ingi og er íhalds­samur í menn­ing­ar­legu eða þjóð­fé­lags­legu sam­hengi. Merkel teygði flokk­inn lengra inná miðj­una en áður hafði gerst. og afl­aði þar fylg­is. Um leið varð til flokkur til hægri við CDU en það var lengi kenni­setn­ing innan flokks­ins að aldrei mætti skap­ast svig­rúm til hægri við kristi­lega demókrata. Á valda­tíð Merkels mátti greinar þunga en þó ekki háværa óánægju innan flokks­ins með stefnu kanslar­ans. Henni var fyr­ir­gefið af þeirri ein­földu ástæðu að hún vann allar kosn­ing­ar. Hægri mönnum mistókst fremur naum­lega að fá mann úr sínum röðum val­inn sem leið­toga CDU í stað kanslar­ans. Flokkurinn situr uppi með lélega eft­ir­lík­ing af Merkel og óskýra stefnu.

Jafn­að­ar­menn

Flokkur jafn­að­ar­manna, SPD, er heldur ekki mjög sam­stæð­ur.  Þótt vinstri sinnar hafi eflst innan flokks­ins að und­an­förnu er kansl­ara­efni hans þó leið­togi hægri arms flokks­ins. Utan þings hefur flokk­ur­inn lagt áherslur á auk­inn jöfn­uð, öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi, há lág­marks­laun, öfl­uga umhverf­is­vernd og harða vörn fyrir minni­hluta­hópa. Innan þings hefur hann hins vegar lotið stjórn Schulz sem er fjár­mála­ráð­herra lands­ins og best þekktur af áherslum sínum á ábyrga fjár­mála­stjórn. Líkt og hægri menn í CDU urðu vinstri menn í SPD undir í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Áherslur Scholz hafa þó verið nokkuð til vinstri í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann nefnir til að mynda oft að Covid hafi sýnt vel á herðum hverra þjóð­fé­lagið hvílir og krefst hærri launa fyrir lág­launa­hópa sem sýndu mik­il­vægi sitt í far­aldr­in­um.  

Á valda­tíma Merkel minnk­aði fylgi SPD um helm­ing, úr tæpum 40% í 20% enda var Merkel dug­leg við að hnupla málum jafn­að­ar­manna og kynna þau sem skyn­semi frekar en sós­í­al­isma. Nú myndu 25% kall­ast stór­sigur fyrir jafn­að­ar­menn.

Græn­ingjar

Fylgi græn­ingja hefur dalað síð­ustu vikur en þó er útlit fyrir að það tvö­fald­ist frá síð­ustu kosn­ingum í 15% eða ríf­lega það. Sú nið­ur­staða væri mik­ill sigur og að lík­indum nóg til að kom­ast í rík­is­stjórn. Flokk­ur­inn, sem á sér rætur í rót­tækum mót­mæla­hreyf­ing­um, hefur að und­an­förnu lagt mikla áherslu á sam­ræður við þýskt atvinnu­líf um umhverf­is­vernd og lofts­lags­mál og þá ekki síst stóru þýsku bíla­fyr­ir­tækin en einnig iðn­að­ar­sam­steypur á borð við Siem­ens. Kann­anir innan atvinnu­lífs­ins sýna að flokknum er núorðið treyst til að finna skyn­sam­legar en þó rót­tækar lausnir í lofts­lags­mál­um. Flokk­ur­inn er við stjórn í sam­bands­lýð­veld­inu Baden Wuer­tem­berg, einu iðn­væddasta hérað Evr­ópu. Græn­ingjar reyna yfir­leitt að nálg­ast hlut­ina án póli­tískrar hug­mynda­fræði, nema hvað varðar kröf­una um sjálf­bærni, en áherslur í efna­hags og skatta­málum eru þó greini­lega frekar til vinstri en hægri. Í því sam­hengi er athygl­is­vert að athafna­menn í Þýska­landi hafa gefið flokknum pen­inga í svo ríkum mæli að eng­inn flokkur fær meiri stuðn­ing frá auð­mönn­um.

Frjáls­lyndir

Flokkur frjáls­lyndra, FDP, hefur vaxið á kostnað CDU ef marka má skoð­ana­kann­an­ir, og er lík­legur til að ná meira en tíunda hluta atkvæða. Flokk­ur­inn var lengi á miðj­unni og vann á víxl til vinstri og hægri. Á síð­ari árum hefur FDP verið gagn­rýndur fyrir að vera nán­ast eins máls flokkur því lækkun skatta hefur orðið að langstærsta bar­áttu­máli flokks­ins. Með því hefur hann laðað til sín fylgi frá hægra armi kristi­legra demókrata en um leið gert sér erfitt  fyrir um þát­töku í stjórn­ar­sam­starfi. Flokk­ur­inn kemur þó sterk­lega til greina sem aðili að næstu rík­is­stjórn Þýska­lands.    

AfD

Poppúlista­flokk­ur­inn AfD hefur notið veru­legs fylgis í aust­ur­hér­uðum Þýska­lands en tæp­ast utan þeirra. Fylgi hans hefur staðnað síð­ustu miss­eri en lík­legt er að hann fái um tíunda hluta atkvæða í þing­kosn­ing­un­um. Flokk­ur­inn byrj­aði sem andóf gegn evr­unni og því að Þjóð­verjar taki ábyrgð á skuldum ann­arra ríkja í ESB en hann færði sig fljótt yfir í bar­áttu gegn inn­flytj­endum og þá einkum múslim­um. Eins og flokkar af þessu tagi hefur hann laðað að sér öfl og ein­stak­linga sem fáir vilja eiga sam­leið með. Allir flokkar Þýska­lands hafa úti­lokað að eiga nokkra sam­vinnu við flokk­inn. Ein­örð þjóð­ern­is­stefna flokks­ins snýst yfir­leitt ekki um aukin þýsk áhrif heldur þvert á móti um að Þjóð­verjar fái að vera í friði.

Óska­stjórnir

Óska­stjórn krist­legra demókrata væri stjórn með FDP og það sama gildir um frjáls­lynda, þeir vilja helst vinna með CDU. Afar ólík­legt er hins vegar að flokk­arnir nái meiri­hluta á þingi. Næsti kostur fyrir CDU væri að bæta græn­ingjum við. Þess konar stjórn verður að telj­ast önnur af tveimur lík­leg­ustu kost­unum við myndun rík­is­stjórn­ar, jafn­vel þótt CDU tapi stórt.

Óska­stjórn jafn­að­ar­manna væri sam­steypu­stjórn með græn­ingjum en sem stendur virð­ist ólík­legt að flokk­arnir tveir nái í sam­ein­ingu meiri­hluta á þingi. Næsti kostur fyrir SDP væri stjórn með græn­ingjum og frjáls­lyndum en hún yrði erfið vegna kröfu frjáls­lyndra um lækkun skatta en græn­ingjar og jafn­að­ar­menn vilja miklar fjár­fest­ingar í innvið­um, vel­ferð­ar­kerfi og umhverf­is­vænni tækni.

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit