Pólitískt plott mun fella innanríkisráðherra

Hanna.Birna_.4.jpg
Auglýsing

Leka­málið svo­kall­aða nálg­ast nú enda­stöð. Strax frá upp­hafi sótti að sú til­finn­ing að í því hafi átt sér stað póli­tískur óleikur sem skað­aði þá ein­stak­linga sem hið fræga minn­is­blað fjall­aði um. Und­an­farna mán­uði hafa púslin týnst til eitt af öðru og loks blasir við nokkuð skýr heild­ar­mynd. Til­finn­ingin um póli­tíska plottið hefur verið stað­fest. Eina púslið sem vantar er hver það var sem ýtti á send þegar minn­is­blaðið var sent á mbl.is og á Frétta­blað­ið. Það fæst ekki upp­lýst nema að inn­an­rík­is­ráð­herra eða aðstoð­ar­menn hennar segi frá því. Sem verður að telj­ast ólík­legt.

Það skiptir reyndar engu máli hver það var. Ábyrgðin er skýr. Hún er Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra.

Stór­merki­legar upp­lýs­ingar



Dómur Hæsta­réttar í anga þessa máls, sem birtur var á fimmtu­dag, er stór­merki­leg­ur. Þar kemur fram að minn­is­blaðið um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos og tvær konur sem honum tengj­ast hafi verið gert 19. nóv­em­ber 2013 og vistað inn á opið drif inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um klukkan 17 þann dag. Lög­fræð­ingur í ráðu­neyt­inu tók minn­is­blaðið saman að beiðni skrif­stofu­stjóra í ráðu­neyt­inu, tveir aðrir lög­fræð­ingar lásu það yfir.

almennt_01_05_2014

Auglýsing

Klukkan 17 mín­útur yfir 17 sendi skrif­stofu­stjór­inn minn­is­blaðið á Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, aðstoð­ar­menn henn­ar, þau Gísla Frey Val­dórs­son og Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ir, og Ragn­hildi Hjalta­dóttur ráðu­neyt­is­stjóra. Í Frétta­blað­inu dag­inn eft­ir, þann 20. nóv­em­ber, birt­ist for­síðu­frétt í Frétta­blað­inu um að ónafn­greindur hæl­is­leit­andi, sem aug­ljós­lega var Tony Omos, væri grun­aður um aðild að mann­sali. Fréttin var byggð á þeim upp­lýs­ingum sem koma fram í umræddu minn­is­blaði sem gert var í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu dag­inn áður. Klukkan 10:55 sama dag birt­ist frétt byggð á minn­is­blað­inu síðan á mbl.­is.

Frétta­blaðið er vana­lega klárað uppúr klukkan 22 á kvöld­in. Það þekki ég vel eftir að hana unnið þar. Blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði umrædda frétt hefur að öllum lík­indum þurft hálf­tíma hið allra minnsta til að skrifa frétt­ina upp úr minn­is­blað­inu eftir að það barst. Því verður að telj­ast lík­legt að ein­hver sem var með það undir höndum hafi sent það til ein­hvers innan Frétta­blaðs­ins á milli klukkan rúm­lega fimm síð­degis og hálf tíu um kvöld. Skrif­stofur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins eru opnar til klukkan 16 alla virka daga. Það eru því allar líkur á að stór hluti starfs­manna hafi verið far­inn heim þegar minn­is­blaðið var vistað á opnu drifi í ráðu­neyt­inu klukkan rúm­lega 17.

Í dómi hér­aðs­dóms frá því snemma í apr­íl, sem var und­an­fari Hæsta­rétt­ar­dóms­ins á fimmtu­dag,  segir enda „Í skýrslum sem lög­reglan hefur tekið af þessum starfs­mönnum ráðu­neyt­is­ins [sem komu að gerð minn­is­blaðs­ins] hefur ekk­ert komið fram um að aðrir en þeir sem að framan greinir [sömu starfs­menn, ráð­herra, aðstoð­ar­menn hans og ráðu­neyt­is­stjóri]  hafi búið yfir vit­neskju um minn­is­blað­ið“.

Átta vissu af minn­is­blað­inu



Sam­kvæmt því vissu átta manns af minn­is­blað­inu. Það verður að telj­ast nán­ast öruggt að einn þess­arra átta hafi lekið því til fjöl­miðla. Aðrir starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki að það væri til og það er erfitt að leka ein­hverju sem þú veist ekki af. Fimm af þessum átta eru emb­ætt­is­menn. Það að leka minn­is­blað­inu var póli­tísk aðgerð til að grafa undan mót­mælum sem fyr­ir­huguð voru vegna með­ferðar á Tony Omos dag­inn eft­ir. Póli­tískar aðgerðir eru drifnar áfram af póli­tískum hags­mun­um. Og fram­kvæmdar af póli­tíkus­um. Einu póli­tíkusarnir í þessum hópi eru Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra og aðstoð­ar­menn­irnir hennar tveir, sem báðir eru póli­tískt ráðnir banda­menn henn­ar. Það verður að telj­ast miklu meiri líkur að ein­hver þess­arra þriggja hafi lekið minn­is­blað­inu en ein­hver emb­ætt­is­mann­anna fimm sem vissu af minn­is­blað­inu.

En í raun skiptir það ekki máli. Þröngur hópur fólks vann að gerð minn­is­blaðs­ins og fékk það afhent. Allt þetta var gert með vit­und og vilja inn­an­rík­is­ráð­herra sem var einn þeirra örfáu sem fengu minn­is­blaðið sent. Hún ber ábyrgð á gerð þess og að það hafi lekið út. Og á að segja af sér fyrir vik­ið. En lík­lega verða aðstoð­ar­menn­irnir látnir falla á sverð­ið. Að minnsta kosti ann­ar, ef ekki báð­ir.

Refsi­verð hátt­semi sem getur varðað tveggja ára fang­elsi



Ef rann­sókn lög­reglu leiðir til þeirrar nið­ur­stöðu að Hanna Birna hafi vitað af lek­anum og jafn­vel stutt hann er póli­tískur fer­ill hennar hins vegar búinn, því þá hefur hún orðið upp­vís af því að ljúga blákalt. Hún kom nefni­lega fram í sjón­varps­þætti ann­ars rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, sem á að vita upp á hár hvaðan minn­is­blaðið kom, og eftir að hafa verið spurð af þriðja aðila um hver hefði lekið minn­is­blað­inu, í ein­hverju súr­eal­ís­kasta frétta­leik­riti síð­ari tíma, þá sagð­ist hún ekki vita það.

Þetta mál er háal­var­legt. Það er alvar­legt að ein­hver þeirra átta sem vissu af minn­is­blað­inu hafi mis­notað aðstöðu sína til þess að leka því í fjöl­miðla í póli­tískum til­gangi. Aðstoð­ar­kona Hönnu Birnu ásak­aði DV, sem hefur leitt umfjöllun um málið og er fyrst og síð­ast ástæðan fyrir því að það er í lög­reglu­rann­sókn, um rógs­her­ferð gegn ráð­herr­anum á opin­berum vett­vangi. Með því var verið að ásaka fjöl­miðil og blaða­menn­ina sem frétt­irnar unnu um ann­ar­legar hvat­ir. Það er líka alvar­legt. En alvar­leiki máls­ins sést best í því að rann­sókn lög­reglu bein­ist að refsi­verðri hátt­semi. Feli leki minn­is­blaðs­ins í sér að sá sem lak hafi mis­notað stöðu sína getur það varðað hinn brot­lega allt að tveggja ára fang­elsi.

Órjúf­an­legur trún­aður blaða­manns við heim­ild­ar­mann



Fyrir utan þær upp­lýs­ingar sem dómur Hæsta­réttar veitir um máls­at­vik í leka­mál­inu þá er aðra stór­merki­lega frétt að finna í hon­um. Málið sem verið var að dæma í snýst nefni­lega um til­raun sak­sókn­ara til að knýja frétta­stjóra mbl.is til að brjóta trúnað við heim­ild­ar­mann og upp­lýsa um hver sendi frétta­stofu hennar minn­is­blað­ið. Ég veit reyndar að hún myndi aldrei upp­lýsa um slíkt, enda yfir­burð­ar­blaða­mað­ur. Það verður alltaf að ríkja trún­aður milli blaða­manna og heim­ild­ar­manna. Sá trún­aður er grund­völlur til­veru stétt­ar­inn­ar. Án hans myndum við flytja tíð­indi, ekki segja frétt­ir.

Hæsti­réttur hafn­aði bless­un­ar­lega því að beita laga­á­kvæði til að aflétta trún­aði milli blaða­manns og heim­ilda­manns. Ef úrskurð­ur­inn hefði verið á hinn veg­inn, þ.e. að dóm­ur­inn hefði skikkað frétta­stjór­ann til að aflétta trún­að­inum þá er það mín skoðun að hún ætti ekki að verða við þeirri nið­ur­stöðu. Það er mín skoðun að allir blaða­menn ættu að taka slíka afstöðu og sætta sig frekar við refs­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None