Rauð viðvörun og hvað svo?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar um loftslagsbreytingar og nýja skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um þær. Hún gagnrýnir sitjandi ríkisstjórn fyrir að lýsa ekki yfir neyðarástandi í loftlagsmálum.

Auglýsing

Nýjasta skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) inni­heldur óhugn­an­leg­ustu fregnir nefnd­ar­innar hingað til en þær hafa verið gefnar út á 7 ára fresti. Helstu tíð­indi skýrsl­unnar stað­festa það sem vís­inda – og fræði­fólk hefur varað við um ára­bil; að athafnir mann­anna eru meg­in­á­stæða fyrir marg­vís­legum og afdrifa­ríkum lofts­lags­breyt­ingum og nán­ast full­komin fylgni er á milli los­unar og hlýn­unar loft­lags.

Enn eitt sum­arið höfum við séð miklar öfgar í veð­ur­fari. Erlendis hafa hita­bylgjur geisað í Evr­ópu, Amer­íku, Afr­íku og Ástr­alíu með ofsa­legum hit­um, þurrkum og ofan­komu sem slá öll met. Afleið­ing­arnar er mikið tjón á hús­um, veg­um, brúm og öðrum innviðum en skóg­ar­eld­arnir hafa líka ver­ið  mann­skæðir bæði Vest­an­hafs og í Evr­ópu og mann­skæð flóð í Evr­ópu og Asíu. Enda hafa und­an­farin sex ár verið þau hlýj­ustu frá upp­hafi mæl­inga.

En sam­kvæmt skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar­innar er þetta bara for­smekk­ur­inn af því sem koma skal. Öfgar í veð­ur­fari á borð við hita­bylgj­ur, þurrkar og ofsa­regn með til­heyr­andi ham­förum hafa auk­ist og munu halda áfram að aukast ef ekki tekst að halda hlýnun jarðar undir settu marki um 1,5 gráður umfram með­al­hita fyrir iðn­bylt­ingu. Hlýn­unin er nú 1,25 gráður og mun ef ekki er tekið í hand­brems­una fara yfir 1,5 gráður á næstu tveimur ára­tug­um. Það brýtur yfir­lýst mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og verður lík­lega yfir 2 gráður fyrir lok ald­ar­inn­ar. Það mun hafa í för með sér enn frek­ari öfgar í veðri með til­heyr­andi eyði­legg­ingu og mann­skaða. 

Ísland er ekki eyland

Hér á landi förum við ekki var­hluta af lofts­lags­breyt­ingum þó sumir vilji halda því fram. Bráðnum jökla er á áður óþekktum hraða, enda kemur fram í skýrslu IPCC að með­al­rýrnun jökla síð­ustu 30 ára sam­svari því að bæði Hofs­jök­ull og Lang­jök­ull hverfi á hverju ári í heim­in­um. Á hverju ári.  Á Íslandi eru hita­met slegin hvað eftir ann­að, breyt­ingar á líf­ríki sjávar og lands eru vel merkj­an­legar og jarð­sig verða sem eiga rætur að rekja til gríð­ar­legrar mik­illar ofan­komu á stuttum tíma eins og urðu á Seyð­is­firði í vor. 

Við­brögð á Íslandi ekki í sam­ræmi við við­brögð erlendis

Ef ástandið er ekki neyð­ar­á­stand, þá veit ég ekki hvað getur talist til þess.  Þó hefur for­svars­fólks rík­is­stjórnar VG, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sóknar neitað að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Þó leið­togar heims, umhverf­is­vernd­ar­sam­tök og ótal sér­fræð­ingar í lofts­lags­málum krefj­ist mun rót­tæk­ari og kraft­meiri aðgerða til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um, hefur alls ekki verið stemmn­ing fyrir því hjá núver­andi rík­is­stjórn.  Við­brögð æðstu ráða­manna Þýska­lands við mann­skæðum flóðum voru öll á eina lund; lofts­lags­breyt­ingar væru greini­lega ein af aðal­á­stæð­unum fyrir mann­skaða­flóð­un­um.

Auglýsing
Þetta sögðu Þýska­lands­for­seti, inn­an­rík­is­ráð­herra Þýska­lands og Ang­ela Merkel, Þýska­landskansl­ari, sem hefur lagt mikla áherslu á að í við­brögðum við flóð­unum þar, þurfi að bregð­ast miklu hraðar og sterkar við lofts­lags­breyt­ingum en áður. Í sama streng taka ráða­menn í Kali­forníu og í Kanada vegna ógn­ar­hita þar í sum­ar. Ef við beinum sjónum okkar til Íslands hefur lítið sem ekk­ert farið fyrir lofts­lags­mál­unum í sumar í máli for­ystu­fólks rík­is­stjórn­ar­innar sem virð­ist vera að þrotum komin eftir eft­ir­gjöf í Mið­há­lend­is­þjóð­garðs­mál­inu og borin von er að þessi rík­is­stjórn sam­ein­ist í því að boða rót­tækari, skýr­ari og afdrátt­ar­laus­ari aðgerðir í loft­lags­mál­um. Enda ekki hægt að ætl­ast til að rík­is­stjórn sem nær ekki saman um 2 metra í sótt­vörnum nái saman um loft­lags­mál. Þar skortir póli­tíska fram­sýni og sam­heldn­i. 

Hvað þarf að ger­a? 

Það er alveg ljóst að við þurfum að bregð­ast við þessum upp­lýs­ingum í IPCC skýrsl­unni með mun rót­tæk­ari og afger­andi hætti en hefur verið gert. Sam­fylk­ingin vill gera það. Og hefur gert það sem leið­andi stjórn­mála­afl í Reykja­vík­ur­borg og víðar um land þar sem hún situr við stjórn­völ­inn. Græna planið í Reykja­vík er afar metn­að­ar­fullt merki um þennan vilja og aðgerð­ir. Ham­fara­hlýnun af manna­völdum kallar nefni­lega á stór­tæk­ari aðgerðir strax og nýja hugsun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.

Mark­mið Sam­fylk­ing­ar­innar um efna­hags­lega end­ur­reisn eftir COVID-19 far­ald­ur­inn helst þétt í hendur við stefnu okkar um græna umbylt­ingu í íslensku atvinnu­lífi. Sam­fylk­ingin vill að stefnt verði að minnst 60 pró­senta sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030, svo áætl­anir okkar stand­ist sam­an­burð við lofts­lags­mark­mið ann­arra nor­rænna ríkja, og að Ísland stefni á að verða kolefn­is­laust frá og með árinu 2040. Þessi mark­mið verði fest í lög án tafar og lagðar fram tíma- og tölu­settar aðgerða­á­ætl­anir með áfanga­mark­miðum í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Við viljum að öll sveit­ar­fé­lög geri sér metn­að­ar­fulla áætlun um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er að minnsta kosti með sömu mark­mið og rík­ið. Brýnt er að við­haft verði fullt gagn­sæi í sam­vinnu stjórn­valda við ESB-­ríkin og staðið við fyr­ir­heit og tíma­setn­ingar því Sam­fylk­ingin vill að Íslend­ingar standi að fullu við tímasettar alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar í lofts­lags­mál­um. Ekki má ein­blína á þá losun sem er á beinni ábyrgð stjórn­valda sam­kvæmt þeim skuld­bind­ing­um, heldur verður einnig að greina raun­veru­lega heild­ar­los­un, þar sem land­notkun og stór­iðja eru tekin með í reikn­ing­inn, og setja metn­að­ar­full mark­mið um sam­drátt.

Styrkja þarf stjórn­sýslu lofts­lags­mála og Lofts­lags­ráð á að gegna sjálf­stæðu aðhalds- og eft­ir­lits­hlut­verki gagn­vart stjórn­völd­um. Við viljum banna bruna og flutn­ing á svartolíu á Norð­ur­slóðum og Ísland á ​að vinna að þessu mark­miði á vett­vangi IMO, Norð­ur­skauts­ráðs­ins, á vett­vangi nor­rænnar sam­vinnu og í sam­vinnu við önnur Evr­óp­uríki. Banna skal með lögum borun eftir jarð­efna­elds­neyti á ís­lensku yfir­ráða­svæð­i.  Við verðum að gera bylt­ingu í almenn­ings­sam­göngum því raf-, met­an- eða vetn­is­bíla­væð­ing dugar skammt ef ná á mark­miðum París­ar­sátt­mál­ans.

Auglýsing
Brýnt er að fram­kvæmdum vegna Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og upp­bygg­ingu stofn­leiða fyrir hjól­reiðar verði flýtt eins og kostur er.  Við viljum líka að það verði ein­falt og aðgengi­legt að ferð­ast um Ís­land án þess að eiga eða leigja einka­bíl. Koma þarf upp heild­stæðu og umhverf­is­vænu neti almenn­ings­sam­gangna sem er knúið vist­vænum inn­lendum orku­gjöf­um. Móta þarf metn­að­ar­fulla stefnu um raf­væð­ingu inn­an­lands­flugs og ann­arra styttri flug­ferða. Sam­fylk­ingin vill beita skatta­legum hvötum til að draga úr kolefn­is­spori sjávar­út­vegs­ins og tryggja að öll ný skip gangi fyrir end­ur­nýj­an­legri orku að fullu eða að hluta. Hættan sem sjávar­út­vegi okkar stafar af lofts­lags­breyt­ingum er mik­il, ekki síst vegna súrnun sjávar, og við viljum beita okkur fyrir stórauknum rannsóknum á því sviði

Sam­fylk­ingin vill styðja við þróun lofts­lags­lausna og græns há­tækni­iðn­aðar og auka vægi lofts­lagsvænnar atvinnu­upp­bygg­ingar á Ís­landi. Þetta verður meðal ann­ars gert með stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs í eigu hins opin­bera í sam­starfi við einka­fjár­festa og sveit­ar­félög og tekur mið af aðgerða­áætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum og af vís­inda- og tækni­stefnu Ís­lands í allri sinni starf­semi og ýtir undir góða stjórn­ar­hætti í félögum sem hann fjár­festir í. 

Til þess að ná árangri í lofts­lags­málum þarf að ráð­ast í mark­vissar aðgerðir til að hraða orku­skiptum í sam­göngum og iðn­aði, á sjó, landi og í inn­an­lands­flugi. Við viljum líka styðja við upp­bygg­ingu raf­hleðslu-, met­an- og vetn­is­stöðva um allt land svo raun­hæft verði að hætta nýskrán­ingu bensín- og dí­sil­fólks­bíla frá og með ár­inu 2025. Sam­hliða þessu þarf að styrkja flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­magns svo að orkan í kerf­inu sé betur nýtt og standi undir auknu álagi vegna orku­skipt­anna.

Bregð­umst við núna áður en of seint 

Allt þetta og miklu meira til í lofts­lags – og umhverf­is­málum viljum við gera ef Sam­fylk­ingin kemst til valda eftir næstu kosn­ing­ar. Það þarf bráð­nauð­syn­lega að grípa til rót­tækra aðgerða til að draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Góðu frétt­irnar eru þær, að það er ekki of seint að bregð­ast við þótt tím­inn sé að renna okkur úr greip­um. Með rót­tækum aðgerðum til að stöðva losun koldí­oxíðs og ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda má enn koma í veg fyrir að hlýn­unin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Það er hægt EF sam­fé­lags­legur og póli­tískur vilji er fyrir hendi. Athafnir okkar mann­anna eru meg­in­or­sök marg­vís­legra breyt­inga á lofts­lagi eins og segir í kynn­ingu Háskóla Íslands og Veð­ur­stof­unnar á IPCC skýrsl­unni. Það er því skylda okkar mann­anna og ábyrgð að bregð­ast við þessum ógn­væn­legu tíð­ind­um. Við  getum það ef við vilj­u­m. 

Höf­undur er þing­kona og fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar