Reynir á innanríkisráðherra - Hvað gerir Ólöf?

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Kast­ljós RÚV greindi frá því í gær að dóm­nefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækj­enda teldi Karl Axels­son hrl. hæf­astan til að gegna emb­ætt­inu. Aðrir umsækj­endur voru Ing­veldur Eiríks­dótt­ir, settur hæsta­rétt­ar­dóm­ari, og Davíð Þór Björg­vins­son, dóm­ari við Mann­rétt­inda­stól Evr­ópu. Dóm­nefndin sem mat Karl hæf­astan er skipuð fimm körl­um. Ing­veldur og Davíð Þór hafa bæði meiri reynslu af dóm­ara­störfum en Karl, og eru með meiri mennt­un, en nefndin taldi mikla reynslu af stjórn­sýslu- og lög­manns­störfum hafa mikið um það segja að Karl væri hæf­ari.

Eins og greint var frá í dag telja Hæsti­rétt­ur, dóm­stóla­ráð og Lög­manna­fé­lag Íslands sig ekki bundin af jafn­rétt­islögum þegar kemur að því að skipa full­trúa í nefnd sem fjallar um hæfi umsækj­enda um emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara og hér­aðs­dóm­ara. Þau telja að ákvæði um nefnd­ina í lögum um dóm­stóla ­gangi framar jafn­rétt­islög­unum og eftir bréfa­skriftir ákvað dóms­mála­ráðu­neytið árið 2010 að láta undan og skipa þá karla í nefnd­ina sem höfðu verið til­nefndir til að byrja með.

Nýr dóm­ari við Hæsta­rétt verður skip­aður frá 1. októ­ber. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra mun skipa dóm­ar­ann. Ljóst er að hennar bíður nokkuð vanda­samt verk, þrátt fyrir ein­hug karl­anna í dóm­nefnd­inni. Allir þrír umsækj­endur hafa margt til brunns að bera og ekki aug­ljóst hver verði skip­aður dóm­ari.

Auglýsing

Ólafar bíður vandasamt verk. Mynd: Skjáskot/Althingi. Ólafar bíður vanda­samt verk. Mynd: Skjá­skot/Alt­hing­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None