Ríkisstjórnin dembir öllu aðhaldinu á almenning

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi fallið á báðum þeim prófum sem gerð fjárlaga lagði fyrir hana. Henni tókst ekki kæla hagkerfið með aðhaldi né að verja tekjulægri heimili fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtabreytinga.

Auglýsing

Á tímum mik­illar verð­bólgu og vaxta­hækk­ana skiptir miklu að rík­is­fjár­mál­unum sé beitt með ábyrgum hætti í þágu alls almenn­ings. Ann­ars vegar þarf að kæla hag­kerfið með aðhaldi og hins vegar að verja tekju­lægri heim­ili fyrir áhrifum verð­bólgu og snarpra vaxta­breyt­inga gegnum vel­ferð­ar­kerf­ið. Rík­is­stjórn Íslands féll á báðum próf­unum þegar hún kynnti frum­varp til fjár­laga og fjár­laga­band­orm sinn í haust.

Greiðslu­byrði íbúða­lána hjá nýjum lán­tak­endum hefur auk­ist að með­al­tali um 13–14 þús. kr. á mán­uði frá árs­byrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúm­lega 160 þús. kr. á ári. Dreif­ingin er mis­jöfn og hjá fjölda heim­ila hleypur aukin greiðslu­byrði á mörgum tugum þús­unda á mán­uði. Þetta er kostn­aður sem bæt­ist ofan á almennar verð­lags­hækk­anir en verð­lags­eft­ir­lit ASÍ hefur áætlað að mán­að­ar­leg útgjöld fjöl­skyldu, með tvö börn sem býr í eigin hús­næði og er með 50 milljón kr. lán, hafi hækkað um 128.607 kr. á síð­ast­liðnu ári.

Kaup­máttur hefur rýrnað umtals­vert á und­an­förnum mán­uð­um, greiðslu­byrði vegna hús­næð­is­lána hefur þyngst og hlut­fall þeirra sem búa við íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað fer hækk­andi. Þá fer ójöfn­uður sam­kvæmt gin­i-­stuðl­inum vax­andi um þessar mund­ir. Ráð­stöf­un­ar­tekjur juk­ust þrisvar sinnum meira hjá tekju­hæstu 10% lands­manna í fyrra heldur en hjá öðrum tekju­hóp­um. Fjár­magnstekjur hafa auk­ist um 120% að raun­virði á sl. 10 árum en atvinnu­tekjur um 53%. Um leið rennur æ stærri hlut­deild fjár­magnstekna til allra tekju­hæsta fólks­ins á Íslandi en 81% þeirra runnu til tekju­hæstu tíund­ar­innar í fyrra.

Auglýsing
Það er við þessar kring­um­stæður sem rík­is­stjórnin kýs að ráð­ast í stór­felldar gjalda­hækk­anir sem koma harð­ast niður á tekju­lægstu heim­ilum lands­ins. Þá er ráð­ist í stór­fellda útgjalda­aukn­ingu milli umræðna um fjár­lög án þess að vegið sé á móti þenslu­á­hrifum þess­ara auknu útgjalda með sann­gjarnri tekju­öfl­un. Þetta er ekki til marks um að á Íslandi sé rekin efna­hags­stefna og skatta­stefna í þágu alls almenn­ings.

Ofsa­hækkun krónu­tölu­gjalda bitnar á tekju­lægstu heim­ilum

Í fjár­laga­band­ormi rík­is­stjórn­ar­innar er lagt til að kolefn­is­gjald, olíu­gjald, almennt og sér­stakt kíló­metra­gjald, almennt og sér­stakt bens­ín­gjald, bif­reiða­gjald og gjald af áfengi og tóbaki hækki um 7,7% til sam­ræmis við þá hækkun verð­lags­vísi­tölu sem gert var ráð fyrir við fram­lagn­ingu frum­varps­ins frekar en 2,5% verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans eins og algeng­ast er. Hið sama gildir um gjald í Fram­kvæmda­sjóð aldr­aðra, útvarps­gjald og gjöld sem falla undir lög um auka­tekjur rík­is­sjóðs.

Þessar hækk­anir eru kynntar í grein­ar­gerð frum­varps­ins sem sér­stök við­leitni til að „draga úr þenslu og verð­bólg­u“. Gall­inn við þessa nálgun í glímu við verð­bólgu er sá að í fyrstu leka gjalda­hækk­an­irnar beint út í verð­lagið og hækka vísi­tölu neyslu­verðs. Þetta við­ur­kennir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem segir að þessar hækk­anir muni „óhjá­kvæmi­lega hafa áhrif til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs og eru þau áhrif áætluð 0,2%“. Auk þess kemur ráð­stöf­unin til hækk­unar á verð­tryggðum lánum heim­ila.

Við umfjöllun efna­hags- og við­skipta­nefndar um fjár­laga­band­orm­inn var það nær sam­dóma álit umsagn­ar­að­ila að 7,7% hækkun krónu­tölu­gjalda væri afar óskil­virk aðgerð til að beita skatt­kerf­inu gegn verð­bólgu og þenslu. Verra er þó hitt, að gjalda­hækk­anir sem þessar koma harð­ast niður á tekju­lægri heim­ilum sem verja hæstu hlut­falli tekna sinna til neyslu. Þannig eru sömu hóp­arnir og finna sár­ast fyrir verð­bólg­unni líka látnir bera her­kostn­að­inn af bar­átt­unni gegn henni.

Ástæða er til að vekja athygli á eft­ir­far­andi sjón­ar­miðum sem eru sett fram af hags­muna­að­ilum úr ólíkum átt­um, verka­lýðs­sam­tök­um, atvinnu­rek­enda­sam­tökum og neyt­enda­sam­tökum sem öllum ber saman um að 7,7% hækkun krónu­tölu­gjald­anna sé óráð:

Í ljósi þess að verð­bólga á milli ára var 9,3% í sept­em­ber sl. er óheppi­legt að rík­is­stjórnin boði hækkun gjalda á almenn­ing. (…) Sú ákvörðun að láta gjöld fylgja verð­lags­þróun í 9,3% verð­bólgu er í litlu sam­ræmi við þróun und­an­far­inna ára. Um er að ræða aðgerð sem mun koma verst niður á tekju­lægstu heim­il­un­um. Ítrekað er til­tekið að þetta sé aðgerð til að sporna við þenslu, þó hún sé í sjálfu sér verð­bólgu­hvetj­andi. Hér er því um að ræða mót­sögn. (…) BSRB hefur frá árinu 2019 bent á að rekstur rík­is­sjóðs er ósjálf­bær vegna veik­leika á tekju­hlið sem tengj­ast ófjár­mögn­uðum skatta­lækk­unum á sl. kjör­tíma­bili. Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við þess­ari stöðu eru hækkun gjalda á allan almenn­ing. Líkur eru á að sveit­ar­fé­lögin muni fylgja í kjöl­farið með hækk­unum á grunn­þjón­ustu. – BSRB

Í ljósi þess að yfir­lýst mark­mið fjár­laga­frum­varps­ins, sem frum­varp þetta fylgir, er að stuðla að lækkun verð­bólgu, þykir FA skjóta einkar skökku við að lagt skuli til að krónu­tölu­skattar og -gjöld sem hafa bæði bein og óbein verð­lags­á­hrif hækki um 7,7%. (…) FA bendir á að fyr­ir­tæki á neyt­enda­mark­aði hafa þurft að takast á við miklar hækk­anir launa og gíf­ur­legar hækk­anir á öllum aðfanga­kostn­aði und­an­farin miss­eri. Í sumum til­vikum valda hækk­anir krónu­tölu­skatta beinum verð­hækk­unum og í öðrum til­vikum má ætla að fyr­ir­tæki neyð­ist til að velta hækk­andi kostn­aði af þeirra völdum út í verð­lag. Þar má nefna sem dæmi hækk­andi bif­reiða- og elds­neyt­is­gjöld, sem munu valda hækkun á kostn­aði við vöru­dreif­ingu. – Félag atvinnu­rek­enda

Í frum­varp­inu er þó ósagt látið að verð­bólgu­teng­ing þessi leiðir til hækk­unar verð­tryggðra lána heim­il­anna (sem nema rúmum 1.000 ma.kr.) um það sem nemur rúm­lega 2 ma.kr. eða um þriðj­ung ávinn­ings rík­is­sjóðs. Þannig er kostn­aður neyt­enda ekki ein­vörð­ungu þær umfra­málögur sem verð­trygg­ing gjald­anna leggur á herðar þeirra, heldur einnig kostn­aður vegna hækk­unar lána heim­il­anna sem og annar kostn­aður sem hlýst af minnk­andi verð­gildi krón­unn­ar. – Neyt­enda­sam­tökin

Í frum­varp­inu er lagt til að dregið verði úr afslætti í toll­frjálsum versl­unum þannig að áfeng­is­gjald fari þar úr 10% í 25% og tóbaks­gjald úr 40% í 50% af því sem almennt gild­ir. Full­yrt er að þetta skili rík­is­sjóði 700 millj­ónum en engin grein­ing virð­ist hafa farið fram af hálfu ráðu­neyt­is­ins á áhrifum þess­ara hækk­ana á eft­ir­spurn og kaup­hegðun með til­liti til sam­keppn­is­stöðu Frí­hafn­ar­innar gagn­vart erlendum frí­höfnum og flug­fé­lög­um. Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifum þess­ara hækk­ana á inn­lenda smá­fram­leið­endur sem eiga mikið undir frí­hafn­ar­sölu. Það eru von­brigði að meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar vilji halda öllum þessum hækk­unum til streitu frekar en að afla tekna með öðrum og sann­gjarn­ari hætti.

Rík­is­stjórnin grefur undan orku­skiptum í vega­sam­göngum

Þetta eru ekki einu ómark­vissu skatta- og gjalda­hækk­an­irnar sem boð­aðar eru í fjár­laga­band­ormi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í frum­varp­inu eru einnig lagðar til umfangs­miklar breyt­ingar á skatt­lagn­ingu öku­tækja. Þar ber hæst álagn­ingu lág­marks­vöru­gjalds á alla fólks­bíla og tvö­földun á lág­marks­fjár­hæð bif­reiða­gjalds. Með þessu er dregið ræki­lega úr verð­mun á öku­tækjum og mun á rekstr­ar­kostn­aði eftir því hvort öku­tæki eru spar­neytin eða eyðslu­frek. Þannig eru inn­byggðir orku­skipta­hvatar í gjalda­kerf­inu veiktir umtals­vert og ljóst að fýsi­legra verður fyrir neyt­endur en áður að kaupa og reka eyðslu­frekar bif­reið­ar.

Auglýsing
Hlutdeild hrein­orku­bif­reiða í heild­ar­flota fólks­bif­reiða er enn mjög lítil og langt til lands í orku­skiptum í vega­sam­göng­um. Þetta er stað­reynd sem verður að horfast í augu við. Ef eitt­hvað er að marka yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar um að ná fram 55% sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 getur stjórn­ar­meiri­hlut­inn ekki leyft sér þá skamm­sýni að byggja breyt­ingar á skatt­lagn­ingu öku­tækja ein­vörð­ungu á sjón­ar­miðum um að draga úr þenslu og auka tekjur heldur verða breyt­ing­arnar að sam­rým­ast lofts­lags­sjón­ar­miðum og styðja við útfösun jarð­efna­elds­neyt­is.

Græna orkan, sam­starfs­vett­vangur um orku­skipti sem m.a. ráðu­neyti og Orku­stofnun eiga aðild að, hefur varað ein­dregið við þeim breyt­ingum á kerfi skatt­lagn­ingar öku­tækja sem boð­aðar eru í frum­varp­inu og telur að þær muni „valda skaða á ferli orku­skipta í sam­göng­um“. Það er áhyggju­efni að ekki sé meiri alvara á bak við hátimbraðar yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar um lofts­lags­mál en raun ber vitni.

Til að draga úr losun frá vega­sam­göngum skiptir þó einna mestu að liðka fyrir fjöl­breyttum ferða­venj­um, draga úr bíla­um­ferð almennt, þétta byggð og efla almenn­ings­sam­göng­ur. Ríkið verður að virða og efna samn­ing­inn um efl­ingu almenn­ings­sam­gangna sem gerður var við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2012 en upp­safn­aðar van­efndir rík­is­ins á þeim samn­ingi nema um 1,5 millj­örðum kr. Í stað þess­arar van­fjár­mögn­unar gagn­vart almenn­ings­sam­göngum ætti rík­is­stjórn Íslands að taka sér rík­is­stjórn jafn­að­ar­manna, frjáls­lyndra og græn­ingja í Þýska­landi til fyr­ir­myndar sem brást við hækk­andi elds­neytis­kostn­aði vegna Úkra­ínu­stríðs­ins með því að nið­ur­greiða almenn­ings­sam­göngur og veita stór­felldan afslátt af far­gjöldum í lestir og stræt­is­vagna. Eigi mark­mið um breyttar ferða­venjur og sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum að ná fram að ganga verður ríkið að styðja betur við Strætó bs. og koma með auknum krafti að rekstri almenn­ings­sam­gangna.

Brýnt að hækka skerð­ing­ar­mörk vaxta­bóta

Á tímum mik­illar verð­bólgu og hárra vaxta skiptir máli að standa vörð um tekju­til­færslu­kerf­in. Vaxta­bóta­kerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heim­ilum þegar greiðslu­byrði af hús­næð­is­lánum fer vax­andi. Vand­inn er að þetta kerfi hefur verið veikt mark­visst á síð­ast­liðnum tíu árum og nú gjalda skuld­sett heim­ili fyrir að eigna­skerð­ing­ar­mörk vaxta­bóta­kerf­is­ins hafa staðið í stað síðan 2018 meðan fast­eigna­verð hefur rokið upp úr öllu valdi. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með fjár­laga­band­ormi rík­is­stjórn­ar­innar er gert ráð fyrir að áfram­hald verði á þess­ari þróun og vaxta­bóta­kerfið haldi áfram að drabb­ast nið­ur: „Mikil hækkun fast­eigna­mats ásamt hærri tekjum mun leiða til auk­inna skerð­inga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa tak­mörkuð áhrif vegna mik­illa skerð­inga.“

Með hækkun heild­ar­mats fast­eigna sam­kvæmt fast­eigna­mati Þjóð­skrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxta­bætur skerð­ist um sam­tals 400 millj. kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxta­bætur verði fyrir auknum skerð­ing­um, fram­telj­endum sem fá óskertar vaxta­bætur fækki um 170 og fram­telj­endum sem verða fyrir fullum skerð­ingum fjölgi um tæp­lega 2.800.

Ég hafði for­göngu um það á vett­vangi efna­hags- og við­skipta­nefndar þann 20. maí síð­ast­lið­inn að kallað var eftir grein­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu á áhrifum þess að hækka eigna­skerð­ing­ar­mörk í vaxta­bóta­kerf­inu og ráð­ast strax í slíka hækkun til að verja skuld­sett heim­ili. Ráðu­neytið lagð­ist þá mjög ein­dregið gegn því að þetta yrði gert. „Ekki verður séð að þörf sé á slíkum stuðn­ing­i,“ segir í minn­is­blaði frá ráðu­neyt­inu þar sem full­yrt er að slík hækkun á eigna­skerð­ing­ar­mörkum vaxta­bóta stang­ist á við stefnu stjórn­valda.  

Þann 29. sept­em­ber síð­ast­lið­inn tók ég eigna­skerð­ing­ar­mörk vaxta­bóta aftur upp á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar með full­trúum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neyt­inu var falið að reikna út kostn­að­inn af hækkun eign­ar­skerð­ing­ar­marka um 50% og greina hver áhrifin yrðu hjá mis­mun­andi tekju­hóp­um. Nið­ur­staðan var sú að aðgerðin kostar 700-800 millj­ónir og rennur helst til fjórðu, fimmtu og sjöttu tekju­tí­unda en sam­kvæmt upp­færðu mati nemur kostn­að­ur­inn 600 millj­ón­um.

Við jafn­að­ar­menn höfum beitt okkur fast fyrir þess­ari hækkun til að styðja við heim­ilin sem bera hit­ann og þung­ann af hækk­andi vöxt­um. Við lögðum til 50% hækkun eigna­skerð­ing­ar­markanna í kjara­pakka sem við kynntum í síð­ustu viku og það er fagn­að­ar­efni að nú hafi rík­is­stjórnin loks­ins fall­ist á að hrinda til­lög­unni í fram­kvæmd.

Engin leigu­bremsa og barna­bóta­bar­ba­brella

Tekju­lægstu tíund­irnar eru í rík­ara mæli á leigu­mark­aði og verða best studdar með hærri hús­næð­is­bótum og hömlum á hækkun leigu­verðs. Við í Sam­fylk­ingu höfum mælt fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að lög­fest verði leigu­bremsa líkt og gert var í Skotlandi og Dan­mörku fyrr í haust. Þetta þarf að ger­ast sem allra fyrst til að tryggja að sú hækkun hús­næð­is­bóta sem boðuð er í tengslum við kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði skili sér raun­veru­lega til leigj­enda en verði ekki fyrst og fremst til þess að ýta enn frekar upp leigu­verði og fita efna­hags­reikn­ing­inn hjá okur­fé­lögum á stjórn­lausum leigu­mark­aði. Laga­setn­ing um leigu­bremsu sam­hliða efl­ingu hús­næð­is­bóta­kerf­is­ins og auk­inni upp­bygg­ingu hag­kvæms íbúð­ar­hús­næðis á félags­legum for­sendum myndi skipta sköpum fyrir tekju­lægstu hópana á Íslandi og stuðla að auknu jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði.

Auglýsing
Að sama skapi verður að standa með barna­fólki í land­inu með kraft­miklum stuðn­ingi gegnum barna­bóta­kerf­ið, bæði með því að auka stuðn­ing sem er veittur með hverju barni og með því að hækka við­mið­un­ar­mörk þannig að barna­bætur nái til fleiri fjöl­skyldna. Rík­is­stjórnin boð­aði 5 millj­arða inn­spýt­ingu í barna­bóta­kerfið þegar gengið var frá kjara­samn­ingum þann 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Nú liggur hins vegar fyrir að barna­bætur munu aðeins hækka um 600 millj­ónir á samn­ings­tíma­bil­inu og verða um 2 millj­örðum hærri frá og með 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sem sam­þykkt hefur verið á Alþingi. 5 millj­arða talan byggir á sam­an­burði við fjar­stæðu­kennda sviðs­mynd þar sem fjár­heim­ildir sem þegar er gert ráð fyrir í þegar sam­þykktri fjár­mála­á­ætlun eru ekki full­nýttar og barna­bóta­kerfið látið drabb­ast nið­ur, með raun­rýrnun fjár­hæða og við­mið­un­ar­marka rétt eins og gert hefur verið við vaxta­bóta­kerf­ið. Þetta er leikur að tölum og virð­ist gert til að kasta ryki í augu fólks.

Verð­bólga kallar á ábyrga efna­hags­stjórn og aukið aðhald

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands hafa hækkað um 3,75 pró­sentur í ár og eru nú 5 pró­sentum hærri en þeir voru þegar heims­far­aldur kór­ónu­veiru stóð hæst. Skamm­tíma­mark­aðsvextir hafa þró­ast í takt við meg­in­vexti bank­ans og heim­ili lands­ins ekki farið var­hluta af þessu herta aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar.

Í umsögn Seðla­banka Íslands um frum­varp til fjár­laga árs­ins 2023 frá 7. októ­ber sl. kemur fram að í ljósi nýlegrar þró­unar verð­bólgu telji Seðla­bank­inn „brýnt að ekki verði vikið frá því að aðhaldi í rík­is­fjár­málum verði beitt á næstu miss­erum“. Hinn 23. nóv­em­ber ákvað pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sentur og eru þannig meg­in­vextir orðnir 6 pró­sent. Vaxta­hækk­unum Seðla­bank­ans er, að sögn seðla­banka­stjóra, ætlað að sporna gegn við­skipta­halla og koma í veg fyrir ójafn­vægi, geng­is­veik­ingu og enn frek­ari verð­bólgu þegar fram í sæk­ir. Ákvarð­anir um rík­is­fjár­mál og aðhalds­stig opin­berra fjár­mála eru á meðal atriða sem gætu ráðið miklu um þróun vaxta á næstu miss­er­um.

Stjórn­mála­menn geta ekki látið Seðla­bank­ann einan um að sporna gegn verð­bólgu. Ef rík­is­fjár­málin róa ekki í sömu átt og pen­inga­stefnan munu vextir hald­ast háir. Það er umhugs­un­ar­vert að fjár­laga­frum­varpið hafi gert ráð fyrir 89 millj­arða halla­rekstri rík­is­sjóðs þrátt fyrir þenslu, kraft­mik­inn hag­vöxt og hátt atvinnustig. Þrátt fyrir að verð­bólgu­spá næsta árs sé nú dekkri en þegar frum­varpið var lagt fram og stýri­vextir hafi verið hækk­aðir enn frekar lagði meiri hluti fjár­laga­nefndar til breyt­ingar á fjár­laga­frum­varp­inu sem fela í sér útgjalda­aukn­ingu upp á tugi millj­arða til við­bótar án þess að aflað sé nýrra tekna til að vega á móti þenslu­á­hrifum útgjald­anna. Um leið hefur meiri­hlut­inn í efna­hags- og við­skipta­nefnd  lagt til að fallið verði frá hækkun gjalda á sjó­kvía­eldi. Þannig er aukið enn á mis­ræmi tekna og gjalda og engu lík­ara en að stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Alþingi sé bein­línis að biðja um að verð­bólga verði áfram mikil og vextir hald­ist háir. Þetta er fádæma glanna­skapur í rík­is­fjár­mál­um. Eftir að breyt­ing­ar­til­lögur meiri hluta fjár­laga­nefndar voru kynntar hefur seðla­banka­stjóri stigið fram og lýst áhyggjum af stöðu mála – og skyldi engan undra. „Þetta mun mögu­lega hægja á því að við náum verð­bólgu nið­ur,“ er haft eftir seðla­banka­stjóra á mbl.­is.

Fjár­mála­ráð hefur ítrekað bent á veik­leika í und­ir­liggj­andi afkomu rík­is­sjóðs sem má einkum rekja til ósjálf­bærra skatta­lækk­ana á síð­ast­liðnum ára­tug. Slík stefna grefur undan getu rík­is­ins til að halda uppi sterku vel­ferð­ar­kerfi og kraft­mik­illi almanna­þjón­ustu. Ljóst er að styrkja þarf tekju­grunn hins opin­bera og nú er rétti tím­inn til að stíga fast til jarð­ar, bæði til að herða á aðhalds­stigi rík­is­fjár­mál­anna til skamms tíma og til að tryggja sjálf­bæran rekstur rík­is­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing
Við slíka tekju­öflun verður að líta til þess gríð­ar­lega ójafn­vægis sem hefur skap­ast milli atvinnu­greina á und­an­förnum árum. Sumir geirar efna­hags­lífs­ins báru þungar byrðar í heims­far­aldr­inum meðan afkoma fyr­ir­tækja var sögu­lega há í öðrum grein­um. BHM hefur vakið athygli á því að sam­an­lagður rekstr­ar­af­gangur í sjáv­ar­út­vegi, bygg­ing­ar­starf­semi, fjár­mála­starf­semi, fast­eigna­við­skiptum og heild- og smá­sölu­verslun var rúm­lega 900 millj­arðar kr. á árunum 2020–2021 á verð­lagi árs­ins 2021 sem er um 120 millj­arða kr. aukn­ing frá árunum 2018 og 2019. Rekstr­ar­af­gangur í heild- og smá­sölu­versl­un, fast­eigna­við­skipt­um, bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð var sá mesti á öld­inni mælt í millj­örðum króna á föstu verð­lagi, og rekstr­ar­af­gangur í fast­eigna­við­skiptum 392 millj­arðar kr. á verð­lagi árs­ins 2021 eða 6,2% af vergri lands­fram­leiðslu sem er það lang­hæsta á öld­inni.

Skilum fákeppn­is­rentu í banka­kerf­inu til rík­is­sjóðs

Við­skipta­bank­arnir þrír, Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, skil­uðu rúm­lega 80 millj­arða kr. hagn­aði í fyrra. Þar skipti sköpum sá tug­millj­arða stuðn­ingur sem veittur var úr rík­is­sjóði til að forða fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og fleiri greinum frá gjald­þroti á far­sótt­ar­tím­um, en án þessa stuðn­ings skatt­greið­enda við atvinnu­lífið hefðu bank­arnir orðið fyrir gríð­ar­legu útlánatapi. Sam­an­lagður hagn­aður bank­anna var 50,2 millj­arðar á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022 en Arion banki hagn­að­ist um 20,4 millj­arða, Íslands­banki um 18,5 millj­arða og Lands­bank­inn um 11,3 millj­arða. Ef rekstur bank­anna gengur jafn vel á síð­asta árs­fjórð­ungi og á fyrstu þremur árs­fjórð­ung­unum verður sam­eig­in­legur hagn­aður þeirra um 67 millj­arðar árið 2022.

Sér­stakur skattur á fjár­mála­stofn­anir (banka­skatt­ur­inn) var lækk­aður úr 0,376% niður í 0,145% árið 2020. Áhöld eru um hvort þetta hafi skilað við­skipta­vinum bank­anna ein­hverjum ábata eða haft telj­andi áhrif á vaxta­mun, enda leggst skatt­ur­inn að veru­legu leyti á fákeppn­is­rentu. Hitt er ljóst er að lækkun skatts­ins hefur rýrt beinar tekjur rík­is­sjóðs umtals­vert. Lítið hefur verið gert af hálfu stjórn­valda til að auka sam­keppni á banka­mark­aði á und­an­förnum miss­erum sem er alla jafna for­senda þess að lækkun skatta af þessu tagi skili sér til neyt­enda.

Sam­kvæmt minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til efna­hags- og við­skipta­nefndar frá 17. októ­ber síð­ast­liðnum má ætla að tekjur rík­is­sjóðs af skatt­inum yrðu allt að 9,4 millj­örðum meiri á næsta ári ef skatt­hlut­fallið væri hið sama og það var fyrir lækk­un­ina 2020. Sterk rök hníga að því að aft­ur­kalla að hluta þá miklu lækkun banka­skatts sem ráð­ist var í árið 2020.

Stór­út­gerðin er aflögu­fær

Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki högn­uð­ust sam­an­lagt um 65 millj­arða kr. í fyrra sam­kvæmt grein­ingu Deloitte. Þar af voru 18,5 millj­arðar kr. greiddir út í arð til eig­enda fyr­ir­tækj­anna en bók­fært eigið fé sjáv­ar­út­vegs­fé­laga nam 353 millj­örðum í lok árs­ins 2021. Heild­ararð­greiðslur út úr sjáv­ar­út­vegi á árunum 2016–2021 nema um 89 millj­örðum kr. en á sama tíma hafa útgerð­ar­fyr­ir­tæki greitt sam­tals um helm­ingi lægri fjár­hæð í veiði­gjöld eða 43,8 millj­arða kr. Þetta er til marks um að sú gríð­ar­lega auð­lind­arenta sem verður til í sjáv­ar­út­vegi skilar sér aðeins að litlu leyti til almenn­ings á Íslandi. Þær rann­sóknir sem liggja fyrir á umfangi þess­arar auð­lind­arentu benda til þess að hún hafi verið að með­al­tali um 47 millj­arðar á ári á tíma­bil­inu 2010–2020.

Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hefur vænkast mjög að und­an­förnu og met­hagn­aður var í grein­inni í fyrra. Síðan hefur verð á íslenskum sjáv­ar­af­urðum hækkað enn frekar sem má einkum rekja til stríðs­ins í Úkra­ínu og við­skipta­þving­ana Vest­ur­landa gegn Rúss­landi. Útflutn­ings­verð á íslenskum sjáv­ar­af­urðum í erlendum gjald­miðlum hækk­aði um tæp­lega fjórð­ung milli ára á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs og var þá um fimmt­ungi hærra en að með­al­tali árið 2019 og hækk­aði svo áfram á þriðja árs­fjórð­ungi. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans mun útflutn­ings­verðið hækka um tæp­lega 20% á árinu í heild.

Það er rétt­lát krafa að stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem standa vel og skila miklum hagn­aði skili stærri hlut­deild í arð­inum af fisk­veiði­auð­lind­inni til þjóð­ar­inn­ar. Með ein­földum laga­breyt­ingum mætti til að mynda leggja sér­stakt stærð­ar­á­lag á veiði­gjöld þeirra útgerða sem halda á mestum fisk­veiði­kvóta og auka þannig tekjur rík­is­sjóðs af veiði­gjaldi um millj­arða á ári.

Sann­gjarn­ari skatt­lagn­ing fjár­magns

Útgreiðslur skráðra félaga í Kaup­höll í formi arð­greiðslna og end­ur­kaupa á bréfum árið 2021 voru meira en 80 millj­arðar kr. og stefnir í að útgreiðsl­urnar verði vel á þriðja hund­rað millj­arða í ár. Hlutur tekju­hæsta 0,1 pró­sents lands­manna í heild­ar­tekjum jókst gríð­ar­lega í fyrra, fór úr því að vera 2,6 pró­sent árið 2020 í 4,2 pró­sent árið 2021 og hefur ekki verið hærra síðan á hápunkti fjár­mála­bólunnar 2007. Á sama tíma jókst hlut­fall rík­asta eina pró­sents lands­manna af heild­ar­tekjum úr 7,9 pró­sentum í 10 pró­sent. Fjár­magnstekjur juk­ust um 65 millj­arða kr. milli 2020 og 2021 og voru 181 millj­arður kr. en alls fóru 81 pró­sent tekn­anna til tekju­hæstu 10 pró­senta skatt­greið­enda.

Ég kall­aði eftir því á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar í haust að fjár­mála­ráðu­neytið legði mat á auknar tekjur af hækkun fjár­magnstekju­skatts um þrjú pró­sentu­stig, úr 22 pró­sentum í 25 pró­sent. Ljóst er að slík hækkun myndi skila á bil­inu 4 til 5 millj­örðum í rík­is­sjóð. Ekki er greiddur fjár­magnstekju­skattur af heild­ar­vaxta­tekjum að fjár­hæð 300.000 kr. sam­tals á ári hjá hverjum ein­stak­lingi, og tekur þetta frí­tekju­mark einnig til tekna af hluta­bréfa­eign í formi arðs og sölu­hagn­aðar í félögum skráðum á skipu­legum verð­bréfa­mark­aði eða mark­aðs­torgi fjár­mála­gern­inga. Vegna þess­ara frí­tekju­marka myndi hækkun fjár­magnstekju­skatts nær ein­vörð­ungu lenda á tekju­hæstu 10 pró­sentum lands­manna. Þetta er ábyrg og skyn­sam­leg ráð­stöfun og betur til þess fallin að slá á verð­bólgu heldur en ofsa­hækkun rík­is­stjórn­ar­innar á krónu­tölu­gjöldum sem leggj­ast þyngst á tekju­lægstu heim­il­in.

Til við­bótar við hækkun skatt­hlut­falls­ins er brýnt að gripið verði til aðgerða til að girða fyrir að atvinnu­tekjur séu rang­lega taldar fram sem fjár­magnstekj­ur. Hér verður að líta til aðferða sem beitt er á hinum Norð­ur­lönd­unum við skatt­lagn­ingu félaga þar sem fjár­magnstekjur eru áætl­aðar út frá eignum og við­bú­inni ávöxtun og það sem eftir stendur er skatt­lagt sem laun. Sam­kvæmt gögnum sem hag­deild ASÍ hefur tekið saman má ætla að aðgerðir til að girða fyrir tekju­til­flutn­ing geti skilað að minnsta kosti 3 millj­örðum í auknar tekjur og að sú aukna skatt­byrði muni ein­göngu leggj­ast á tekju­hæstu 10 pró­sent skatt­greið­enda.

Heild­ar­á­hrifin af þeim til­lögum sem hér hafa verið reif­aðar yrðu afkomu­bæt­andi fyrir rík­is­sjóð og fælu í sér meira aðhald en birt­ist í fjár­lögum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Með þess­ari fjár­mála­stefnu jafn­að­ar­manna sláum við tvær flugur í einu höggi: vinnum hraðar á verð­bólg­unni og skýlum tekju­lægri heim­ilum fyrir áhrif­unum af henni. Það er góð vel­ferð­ar­póli­tík og góð hag­stjórn.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar