Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi

Hagfræðingar heildarsamtaka á vinnumarkaði skrifa um mikilvægi öflugs samkeppniseftirlits.

Róbert, Sigríður og Vilhjálmur.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum vikum hefur mikið verið deilt um virði sam­keppn­is­eft­ir­lits fyrir íslenskt sam­fé­lag og hag­sæld í land­inu. Gagn­rýnendur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafa gengið svo langt að tala fyrir var­an­legri veik­ingu stofn­un­ar­innar með til­heyr­andi aft­ur­för, ójöfn­uði og kjara­skerð­ingu fyrir íslenskan almenn­ing. Í ljósi þessa viljum við, hag­fræð­ingar þriggja heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði með sam­an­lagt um 175.000 félags­menn, árétta mik­il­vægi sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og virkrar sam­keppni fyrir hag­sæld íslensks launa­fólks og vel­ferð á Íslandi.

Veik­ing Sam­keppn­is­eft­ir­lits vinnur gegn mark­miðum kjara­samn­inga

Eitt af mark­miðum kjara­samn­inga er að stuðla að auknum kaup­mætti launa í land­inu. Veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits vinnur gegn því mark­miði. Aukin fákeppni á mark­aði mun gera atvinnu­rek­endum kleift að auka álagn­ingu í verði vöru- og þjón­ustu á Íslandi og velta kostn­að­ar­hækk­unum m.a. launa­hækk­unum í rík­ari mæli út í verð­lagið en ella. Við aðstæður fákeppni eykst jafn­framt hætta á sam­hæf­ingu keppi­nauta sem birt­ist í hærra verði og auknum hagn­aði á kostnað launa­fólks. Stærri fyr­ir­tæki í fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­stöðu geta jafn­vel staðið í vegi fyrir inn­komu nýrra aðila á markað og þar með unnið gegn fram­þró­un, nýsköpun og auk­inni fram­leiðni á Íslandi. Þetta eru hætt­urnar af veik­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og um þetta eru til fjöl­mörg dæmi í hag­sög­unni.

Auglýsing

Fákeppnin leyn­ist víða á Íslandi

Fákeppni á mark­aði á Íslandi skýrir að hluta af hverju Ísland hefur verið eitt dýrasta land heims um ára­bil. Til dæmis má nefna að árið 2019 voru matur og drykkj­ar­vörur og föt og skór 40% dýr­ari hér á landi en í löndum Evr­ópu og póstur og sími 112% dýr­ari. Íslend­ingar verja þá mun stærri hluta lands­fram­leiðsl­unnar í smá­greiðslu­miðlun og þjón­ustu­gjöld til banka en Danir svo dæmi séu tek­in. For­svars­menn hags­muna­sam­taka á vett­vangi atvinnu­lífs hafa einatt skýrt verð­mun­inn með háu launa­stigi á Íslandi, geng­is­sveiflum og smæð inn­an­lands­mark­aðar ein­göngu. Fákeppni skýrir hins vegar mik­inn hluta af verð­mun­inum og sést það m.a. í því að margar atvinnu­greinar á Íslandi hafa búið við arð­semi eigna upp á tugi pró­senta á árs­grund­velli á síð­ustu árum. Í nýlegri könnun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2020 á þekk­ingu og við­horfum íslenskra fyr­ir­tækja til sam­keppn­is­mála kemur þá fram að 35% stjórn­enda töldu sig verða vara við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu á mark­aði, að nokkru, frekar miklu eða mjög miklu leyti. Þá töldu 28% sig verða vara við ólög­mætt sam­ráð.

Heimild: Hagstofa Íslands

Við verðum að varð­veita þann árangur sem hefur náðst

Mark­aðs­styrkur stór­fyr­ir­tækja á Vest­ur­löndum hefur auk­ist mikið á þess­ari öld með til­heyr­andi ójöfn­uði. Ástæð­urnar eru marg­slungnar en lítil stétt­ar­fé­lags­þátt­taka, kerf­is­bundin veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits og stór­aukin sér­hags­muna­gæsla stórra fyr­ir­tækja leikur þar stórt hlut­verk. Þetta er ein skýr­ing þess að kaup­máttur launa í Banda­ríkj­unum hefur ekki auk­ist í ára­tugi þver­öf­ugt við þróun í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Sterk sam­keppn­is­lög­gjöf hefur leikið lyk­il­hlut­verk í að við­halda kaup­mætti launa í Evr­ópu.

Það eru aðeins rúm 40 ár síðan sett voru lög á Íslandi um verð­lag, sam­keppn­is­hömlur og órétt­mæta við­skipta­hætti og tæp 30 ár frá setn­ingu heild­stæðra sam­keppn­islaga á Íslandi. Fram að þeim tíma höfðu atvinnu­rek­endur á Íslandi barist gegn setn­ingu sam­keppn­is­reglna með kjafti og klóm og stóð sú bar­átta nær alla 20. öld­ina.

Veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits þjónar helst hags­munum þeirra fyr­ir­tækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Sam­keppn­is­eft­ir­litið á Íslandi sé ekki hafið yfir gagn­rýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnu­rek­endur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um sam­fé­lags­lega hags­muni.

Kaup­máttur launa­fólks á Íslandi hefur tvö­fald­ast á síð­ustu 30 árum. Sá árangur hefði ekki náðst að fullu ef fyr­ir­tæki hefðu haft meiri getu til að stýra verð­lagi á Íslandi í krafti fákeppn­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar