Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er umdeildur mað­ur. Hann talar mikið um hvað margar skoð­anir ann­arra séu furðu­leg­ar, telur sig ákaf­lega oft vera mis­skil­inn í opin­berri umræðu og að fjöl­miðlar séu honum sér­lega and­snún­ir. Sig­mundur Davíð virð­ist eig­in­lega ekki geta komið fram opin­ber­lega, og látið hafa eitt­hvað eftir sér, án þess að sam­fé­lagið fari á hlið­ina og sam­fé­lags­miðlar logi. Nú um helg­ina tókst honum að gera allt vit­laust tvisvar sinn­um, ann­ars vegar með ummælum sínum um að þjóðin yrði að læra af leka­mál­inu, og hins vegar vegna orða sinna um umræð­una á Íslandi.

Í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fram fór á Höfn í Horn­ar­firði í gær, tók Sig­mundur Davíð þetta fyrir og sagði að „Ill­­mælgi, sleggju­­dóm­ar og nið­ur­rifs­tal hef­ur aldrei átt jafn­­greiða leið að al­­mennri umræðu og nú. Að mestu leyti verður þetta til hjá fá­­menn­um hópi fólks sem er alls ekki er lýs­andi fyr­ir sam­­fé­lagið en tíð­ar­and­inn er þó slík­­ur að þessi brenglaða sýn nær at­hygl­inni og gef­ur tón­inn fyr­ir umræð­una. Það get­ur haft raun­veru­­leg og mjög nei­­kvæð áhrif fyr­ir sam­­fé­lag­ið.“

­Fjöl­margir kjósa að skilja þessa nálgun for­sæt­is­ráð­herr­ans þannig að vanda­málið liggi ekki hjá hon­um, heldur hinum sem láta hann fara svona ævin­týra­lega í taug­arnar á sér.

Auglýsing

Fjöl­margir kjósa að skilja þessa nálgun for­sæt­is­ráð­herr­ans þannig að vanda­málið liggi ekki hjá hon­um, heldur hinum sem láta hann fara svona ævin­týra­lega í taug­arnar á sér. Margir finna hjá sér mikla þörf til að mála Sig­mund Davíð sem ein­hvers­konar alls­herj­ar­flón. Þeim finnst hann skorta alla auð­mýkt og því for­herð­ist umræðan í hvert sinn sem for­sæt­is­ráð­herr­ann kvartar yfir henni.

Þetta er ekki jafn lít­ill hópur og for­sæt­is­ráð­herr­ann vill láta í veðri vaka. Sig­mundur Davíð er sá for­ystu­maður í íslenskum stjórn­málum sem nýtur minnst trausts sam­kvæmt skoð­anna­könn­un­um. Í könnun MMR í sumar sögð­ust 58,2 pró­sent bera til hans lítið traust en ein­ungis 23,2 pró­sent treystu honum vel. Ein­ungis þriðj­ungur þjóð­ar­innar styður rík­is­stjórn hans og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist vel rúm­lega helm­ingi minna en það sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum fyrir rúmu einu og hálfu ári.

Hefur fært flokk­inn í sína átt



En fólk er að van­meta Sig­mund Dav­íð.

Hann var kosin for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins 19. jan­úar 2009. Áður hafði Sig­mundur Davíð aldrei starfað í flokkn­um, sem hann skráði sig raunar í mán­uði áður en hann sett­ist í for­mann­stól­inn.

Hann var alveg að verða 34 ára gam­all á þessum tíma. Innan við tveimur vikum síðar var hann búinn að fram­kvæma ein­stæðan póli­tískan við­burð með því að verja minni­hluta­stjórn VG og Sam­fylk­ingar falli. Hann vildi ekki að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn yrði hluti að þeirri rík­is­stjórn vegna þess að honum þótti efna­hags­að­gerð­irnar sem boð­aðar voru í stjórn­ar­sátt­mála hennar ekki raun­hæf­ar. Án Sig­mundar Dav­íðs hefði hins vegar ekki verið hægt að mynda þá rík­is­stjórn, sem sat síðan áfram í krafti nýfengis meiri­hluta eftir kosn­ing­arnar vorið 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einungis 33 ára þegar hann tók við formennsku í Framsóknarflokknum og var nýorðinn 38 ára þegar hann varð forsætisráðherra. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var ein­ungis 33 ára þegar hann tók við for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum og var nýorð­inn 38 ára þegar hann varð for­sæt­is­ráð­herra.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem Sig­mundur Davíð tók við virt­ist ætla að verða ákaf­lega frjáls­lynd­ur.  Hann hafði nýverið sam­þykkt stefnu sem í fólst að Ísland ætti að hefja við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið um aðild, að koma ætti rekstri íslensku bank­anna í eðli­legt horf og að semja ætti um aðkomu kröfu­hafa þeirra að því. Í kosn­inga­stefnu­skrá flokks­ins frá 2009  kemur meira að segja fram að Fram­sókn hafi viljað „að ný og nútíma­leg stjórn­ar­skrá verði sam­in“.

Þessi kosn­inga­stefnu­skrá hefur nú verið fjar­lægð af vefn­um. Með tím­anum hefur Sig­mundur Davíð leitt flokk­inn í allt aðra átt en hann virt­ist ætla í vorið 2009. Ekki verður annað séð en að það hafi alltaf verið stefna Sig­mundar Dav­íðs.

Mót­að­ist af Ices­ave



Lík­lega gagn­rýndi eng­inn síð­ustu rík­is­stjórn harð­ar, og með meira sleggju­tali og nið­ur­rifs­dóm­um, en Sig­mundur Dav­íð. Sú rík­is­stjórn end­aði sitt kjör­tíma­bil haltr­andi særð, hlaðin óvin­sældum og ekki með meiri­hluta á Alþingi. Ljóst var að barn­ingur stjórn­ar­and­stöð­unnar hafði þar mikið að segja. Hann skil­aði árangri.

­Segja má að Ices­a­ve-­málið hafi hins veg­ar ­mótað Sig­mund Davíð meira sem stjórn­mála­mann en nokkuð annað mál.

Segja má að Ices­a­ve-­málið hafi hins veg­ar ­mótað Sig­mund Davíð meira sem stjórn­mála­mann en nokkuð annað mál. Átaka­stjórn­mála­mann. Hörð and­staða hans þar gerði það að verkum að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gat að mörgu leyti eignað sér „sig­ur­inn“ þegar málið vannst á end­anum fyrir EFTA-­dóm­stóln­um. Enda fór fylgi flokks­ins á fleygi­ferð strax í kjöl­far­ið.

En á síð­ustu árum hefur önnur póli­tík Sig­mundar Dav­íðs lika opin­ber­ast mjög skýrt. Hann, með aðstoð harð­asta kjarna valda­manna flokks­ins, hefur snúið Fram­sókn­ar­flokknum í allt aðra átt en hann var árið 2009 þegar for­mað­ur­inn ungi tók við taumun­um. Nýi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er ekki sér­stak­lega alþjóð­lega sinn­að­ur, hann er á móti Evr­ópu­sam­band­inu, fylgj­andi afnámi verð­trygg­ing­ar, vill skulda­nið­ur­fell­ingar fyrir þá sem voru með verð­tryggð lán og vill, síð­ast en ekki síst, strauja kröfu­hafa bank­anna með þeim hætti að stór­kost­legar fjár­hæðir sitji eftir í rík­is­sjóði.

Unnið nán­ast alla póli­tíska bar­daga sína



Þegar farið er yfir þessi mál sem Sig­mundur Davíð hefur lagt áherslu á er ljóst að hann hefur unnið nán­ast alla póli­tíska slagi sem hann hefur háð.

Hann lagði sitt á voga­skál­arnar að koma vinstri stjórn­inni, sem hann bjó að mörgu leyti upp­haf­lega til, frá. Nálgun hans á Ices­a­ve-­málið varð ofaná, búið er útfæra for­dæma­lausar skulda­nið­ur­fell­ing­ar, verið er að vinna að afnámi verð­trygg­ing­ar, umsókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu er dauð og verður nán­ast pott­þétt dregin form­lega til baka á allra næstu miss­er­um. Og síð­ast en ekki síst þá er framundan að hrinda í gang aðgerð­ar­á­ætlun sem gæti skilað 300 til 500 millj­örðum krónum af pen­ingum erlendra kröfu­hafa fall­ina banka í rík­is­sjóð.

Víg­línur dregnar



Það er rétt hjá Sig­mundi Dav­íð, og fleirum sem á það hafa bent, að aðstæður á Íslandi eru um margt góðar í sam­an­burði við stöðu ann­arra landa, jafn­vel áður en við vinnum í kröfu­haf­alottó­inu. Hér er hag­vöxt­ur, lítið atvinnu­leysi og lág verð­bólga. Sitj­andi rík­is­stjórn hefur lagt sitt að mörkum til að skapa þessa stöðu, sér­stak­lega með sér­tækri skatt­lagn­ingu sem aukið hefur tekjur rík­is­sjóðs veru­lega. Það gerði síð­asta rík­is­stjórn auð­vitað líka. Og atvinnu­líf­ið, og Seðla­bank­inn og fyrst og síð­ast fólkið sem býr í þessu landi. Það á eng­inn einn þessa stöðu.

Hér er hins vegar enn margt að og óþreyja margra gagn­vart lífs­kjörum sínum er skilj­an­leg.

Hér er hins vegar enn margt að og óþreyja margra gagn­vart lífs­kjörum sínum er skilj­an­leg. Ryðið sem hefur fengið að breið­ast út um helstu vel­ferð­ar­inn­viði þjoð­ar­innar frá hruni hefur bein áhrif á þetta fólk. Það finnur ekki fyrir meiri kaup­mætti. Fyrir marga er ákaf­lega erfitt að láta enda ná sam­an. Þessi hópur upp­lifir að það séu aðrir sem njóti betri aðstæðna en hann.  Til dæmis eig­endur stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins sem eru orðnir ofurr­ríkir á evr­ópskan mæli­kvarða, starfs­menn fjár­mála­stofn­anna sem fá launa­hækk­anir langt umfram það sem tíðkast á almennum vinnu­mark­aði eða athafna­menn sem voru afar sýni­legir í góð­ær­is­brjál­æð­inu fyrir hrun en virð­ast vera algjör­lega búnir að ná vopnum sín­um.

Allt of mikið af fólki upp­lifir víg­línur í íslensku sam­fé­lagi. Að það séu „við“, sem vinnum vinn­una og skrimt­um, og „þeir“ sem njóta ávaxta alls erf­ið­is­ins.

Við búum í sam­fé­lagi Sig­mundar Dav­íðs



Tak­ist sú áætlun Sig­mundar Dav­íðs og rík­is­stjórnar hans að strauja kröfu­hafanna, og láta hund­ruði millj­arða króna sitja eftir í rík­is­sjóði, mun hann vera í þeirri stöðu að geta borgað sig út úr þessum ímynd­ar­vanda. Þá yrði hægt að fara á fullt í að fjár­festa í innviðum vel­ferð­ar­kerf­is­ins, byggja nýjan spít­ala, hækka laun, laga skulda­stöðu rík­is­sjóðs og allt hitt sem setið hefur á hak­anum hin sex mögru ár sem við höfum lif­að.

Framundan gætu því ver­ið, ef allt gengur upp, sex gjöful ár. Svona eins og voru á árunum 2002-2008, þegar við fengum nokkur þús­und millj­arða króna lán­aða hjá erlendum bönkum til að bæta lífs­kjörin hér­lendis á áður óþekktum hraða.

Verði það nið­ur­staðan er ljóst að Sig­mundur Davíð mun standa uppi sem ein­hvers konar sig­ur­veg­ari og sam­fé­lagið sem við búum í verður mjög mótað af hug­mynda­fræði hans

Verði það nið­ur­staðan er ljóst að Sig­mundur Davíð mun standa uppi sem ein­hvers konar sig­ur­veg­ari og sam­fé­lagið sem við búum í verður mjög mótað af hug­mynda­fræði hans. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Gangi áætl­unin ekki eft­ir, og erlendir vog­un­ar­sjóðir halda okkur þess í stað í argent­ínskri her­kví næsta ára­tug­inn hið minnsta, mun fólk fljótt missa þoli­m­æð­ina.

Póli­tísk arf­leið Sig­mundar Dav­íðs hvílir því á nið­ur­stöð­unni í mál­efnum slita­búa föllnu bank­anna. Og það getur sann­ar­lega brugðið til beggja vona.

Verður Sig­mundur Davíð á end­anum sig­ur­veg­ari, eða verður hann ill­menni þegar sagan verður skrif­uð?

Það ætti að koma í ljós í allra nán­ustu fram­tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None