Sjálfheldan í Úkraínu. Hatrið sigrar?

Tvö vandamál blasa við ef samið verður við Pútín um endalok stríðsins, skrifar Hilmar Þór Hilmarsson prófessor. Það fyrra snýst um landsvæði sem hafa verið innlimuð í Rússland. „Seinna vandamálið snýst um stöðu Úkraínu sem ríkis og tengsl við Vesturlönd.“

Auglýsing

Mörgum kom á óvart að Rúss­land skildi gera inn­rás í Úkra­ínu 24. febr­úar 2022. Reynsla Sov­ét­ríkj­anna í Afganistan hefði átt að vera stjórn­völdum víti til varn­að­ar. Eftir að stríðið hófst hefur slök frammi­staða rúss­neska hers­ins komið mest á óvart. Það er engin leið að vita um raun­veru­legan hern­að­ar­styrk lands nema að stríð brjót­ist út. Þá fyrst reynir á. Ekki er t.d. vitað hvernig Kína myndi standa sig í stríði vegna Taí­v­an. Kína hefur ekki háð stríð síðan 1979 og þá gegn Víetnam. Mikil hern­aðar upp­bygg­ing hefur átt sér stað í Kína síð­an.

En hvað gekk Vladímír Pútin til? Talið er að um 190.000 rúss­neskir her­menn hafi verið til taks við landa­mæri Úkra­ínu áður en stríðið hófst. Það var aug­ljóst frá upp­hafi að 190.000 her­menn myndu ekki duga til að her­taka land á stærð við Úkra­ínu, hvað þá að halda henni. Úkra­ína nær yfir rúm­lega 600.000 fer­kíló­metra og íbúar voru taldir vera um 41 millj­ónir þegar stríðið hófst. Sem sagt minna en einn her­maður á hverja 3 fer­kíló­metra lands og og minna en einn her­maður á hverja 215 íbúa í Úkra­ínu. Það gengur ekki upp. Auð­vitað vissu Rússar þetta.

Þegar Þjóð­verjar gerðu inn­rás í Pól­land 1939 beittu þeir 1,5 millj­ónum her­manna. Land­fræði­lega er Pól­land um það bil helm­ingi minna en Úkra­ína og Hitler tók aðeins hluta Pól­lands því Þjóð­verjar og Sov­ét­ríkin skiptu land­inu á milli sín. Hugs­an­legt er að Pútin hafi ætlað að ná Kíev höf­uð­borg Úkra­ínu og vonað að þá myndi Úkra­ína falla og Úkra­ínu­menn leggja niður vopn, en það gerð­ist ekki. Hugs­an­legt er einnig að hann hafi ætlað að ná hluta austur Úkra­ínu og suð­ur­hlut­anum sem er mik­il­vægur fyrir aðgang að Svarta­haf­inu.

Auglýsing

Í nýlegri heim­sókn for­seta Frakk­lands, Emmanuel Macron, til Banda­ríkj­anna lýsti Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna því yfir að hann væri reiðu­bú­inn að til samn­inga við Vladímír Pútin for­seta Rúss­lands ef hann vildi enda stríðið í Úkra­ínu. Auk þess hafa for­seti Frakk­lands og Kansl­ari Þýska­lands, Olaf Scholz, verið í síma­sam­bandi við Pútín um mögu­leik­ana á að semja um stríðs­lok. Þetta ger­ist á sama tíma og margir vest­rænir fjöl­miðlar tala um að Úkra­ínu­menn séu að vinna stríð­ið. En það er alveg óljóst hvernig slíkt sam­komu­lag gæti litið út.

Rússar hafa náð undir sig landi og inn­limað form­lega inní Rúss­land. Ólík­legt er eð Pútin vilji gefa það land eftir til ríkis sem til lengri tíma litið vill ger­ast aðild­ar­ríki í NATO og ESB. Gervi­hnatt­ar­myndir t.d. frá borg­inni Mariu­pol sýna að Rússar eru í tölu­verðum fram­kvæmdum þar og ekk­ert far­ar­snið á þeim. Ólík­legt er líka að Banda­ríkin og NATO sætti sig við að Rússar haldi eftir hernumdu landi í Úkra­ínu. Slíkt mætti túlka sem ósigur og gæfi slæmt for­dæmi. Með stuðn­ingi við Úkra­ínu­menn eru Banda­ríkin líka að sýna Kín­verjum hvað gæti ger­ast reyni þeir að taka Taí­v­an.

Kjarn­orku­vopnum beitt í Jap­an, en ekki í Víetnam. Hvað með Úkra­ínu?

Spurn­ingin um hugs­an­lega notkun kjarn­orku­vopna Rússa í Úkra­ínu kemur öðru hverju upp. Ljóst er að því verri sem staða Rússa verð­ur, því meiri líkur eru á að þeir grípi til kjarn­orku­vopna. Vest­ur­lönd hafa sem vænta mátti brugð­ist hart við inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Talað er um að sigra Rússa, lama hag­kerfið þeirra og jafn­vel brjóta Rússa upp í smærri ein­ing­ar. Mörgum finnst þetta við hæfi eftir inn­rás í sjálf­stætt ríki, en auð­vitað líta rúss­nesk stjórn­völd á þetta sem ógn og bregð­ast við í sam­ræmi við það.

Hvað gera Vest­ur­lönd ef Rúss­land beitir kjarn­orku­vopn­um? Fyrrum for­stjóri leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna (CIA) og fjög­urra stjörnu hers­höfð­ingi, David Petr­a­eus, hefur varað við því að Banda­ríkja­her myndi eyða rúss­neska hernum í Úkra­ínu, beiti Rússar kjarn­orku­vopnum á úkra­ínskri grundu. Það yrði vænt­an­lega gert með hefð­bundnum vopn­um, ekki kjarn­orku­vopn­um. Macron For­seti Frakk­lands hefur sagt að Frakk­land myndi ekki beita kjarn­orku­vopnum gegn Rúss­landi jafn­vel þó Pútin beiti þeim í Úkra­ínu.

Stór­veldi beita mis­mun­andi aðferðum eftir aðstæðum og útfrá eigin hags­mun­um. Árið 1945 sprengdu Banda­ríkin tvær kjarn­orku­sprengjur í Japan til að knýja fram upp­gjöf jap­anska hers­ins og þar með stríðs­lok. Árið 1975 beittu Banda­ríkin aftur á móti ekki kjarn­orku­vopnum til að knýja fram sigur í Víetnam. Japan var talið skipta Banda­ríkin miklu máli og er í dag þriðja stærsta hag­kerfi heims og eitt helsta banda­lags­ríki Banda­ríkj­anna. NATO er nýlega farið að bjóða Japan á NATO fundi sem er örugg­lega að til­stuðlan Banda­ríkj­anna en Japan er auk þess í G7 hópnum undir for­ystu Banda­ríkj­anna.

Víetnam var hins­vegar þró­un­ar­land og í raun skipti Banda­ríkin engum sköpum hvort stríðið í Víetnam end­aði með tapi eða sigri. Dómínókenn­ingin svo­kall­aða, sem var notuð til að rétt­læta þátt­töku Banda­ríkj­anna í Víetnam­stríð­inu, gekk út á það að ef eitt land tæki upp komm­ún­isma væri aukin hætta á því að nágranna­lönd þess fylgdu í kjöl­far­ið. Kenn­ingin reynd­ist röng. Þó hag­vöxtur hafi verið mik­ill í Víetnam und­an­farna ára­tugi sýna Banda­ríkin Víetnam tak­mark­aðan áhuga í sam­an­burði við Jap­an. Þó eru lík­legt að Víetnam verði til lengri tíma í banda­lagi með Banda­ríkj­unum vegna ótt­ans við vax­andi styrk­leika Kína.

Vegna legu Úkra­ínu skiptir landið miklu máli fyrir Rúss­land, meðal ann­ars vegna aðgangs að Svarta­haf­inu. Einn helsti veik­leiki Rúss­lands sem sá stór­veldis er tak­mark­aður aðgangur að sjó. Það sést líka á núver­andi stríði að Rússar leggja mikla áherslu á að ná sem mestu af landi Úkra­ínu sem snýr að Svarta­haf­inu. Úkra­ína skiptir aftur á móti mun minna máli fyrir Banda­ríkin sem hafa á síð­ustu ára­tugum sýnt Úkra­ínu tak­mark­aðan áhuga nema í sam­keppni sinni við Rúss­land. Hern­að­ar­lega væri því Rúss­land til lengri tíma senni­lega til­búið að beita meiri hörku í stríð­inu í Úkra­ínu en Banda­rík­in. Notkun kjarn­orku­vopna t.d. í vestur Úkra­ínu er ekki hægt að úti­loka.

Engin lausn í sjón­máli. Úkra­ína smátt og smátt lögð í rúst

Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um hvernig stríðið í Úkra­ínu endar en lík­legt er að það drag­ist á lang­inn. Eyði­legg­ing á innviðum í Úkra­ínu er gríð­ar­leg og stórir hlutar lands­ins eru í þannig ástandi að erfitt er fyrir fólk að haf­ast þar við. Raf­magns­leysi, vatns­leysi, gasleiðslur til hús­hit­unar ónýt­ar, tak­markað inter­net og síma­sam­band. Fram til 1991 var Úkra­ína hluti af Sov­ét­ríkj­unum og senni­legt er að kort séu til í Moskvu sem sýna stað­setn­ingu á helstu orku­innviðum Úkra­ínu. Þetta auð­veldar Rússum að gera mark­vissar árásir sem valda miklu tjóni.

Svo er spurn­ing hversu lengi Vest­ur­lönd vilja eða treysta sér til að halda áfram stuðn­ingi við Úkra­ínu í jafn miklum mæli og verið hef­ur. Lengst af litu Vest­ur­lönd á samn­inga við Pútin sem upp­gjöf og stjórn­völdum í Kíev sagt að vinna stríð­ið. Eftir meira en 9 mán­aða stríð er for­seti Banda­ríkj­anna far­inn að tala um mögu­lega samn­inga þó engir samn­ings­fletir séu sýni­leg­ir.

Tvö aug­ljós vanda­mál blasa við ef samið verð­ur. Fyrra vanda­málið snýst um land­svæði sem hafa verið her­numin í Úkra­ínu og inn­limuð inní Rúss­land. Seinna vanda­málið snýst um stöðu Úkra­ínu sem ríkis ef samið verður og um leið tengsl við Vest­ur­lönd.

Fjölskylda sameinuð á ný er lestarsamgöngur hófust á ný milli Kherson og Kíev. Mynd: EPA

Varð­andi fyrra málið blasir við að Rússar munu ekki vilja láta af hendi allt það svæði sem þeir hafa inn­lim­að. Úkra­ínu­menn munu heldur ekki sætta sig við að gefa eftir hluta af sínu landi og fyrir því er tæp­ast póli­tískur stuðn­ingur inn­an­lands. Banda­ríkin og banda­menn þeirra vilja heldur ekki gefa eft­ir, myndu líta á eft­ir­gjöf sem ósig­ur. Rúss­nesk stjórn­völd telja sig verða að vinna stríðið og Banda­rísk stjórn­völd telja sig þurfa að vinna stríð­ið. Vanda­málið er að bæði löndin geta ekki unnið stríðið og ein­hver þarf að gefa eft­ir. Úkra­ína stendur eins og ber­skjaldað peð á milli og á engra kosta völ en að berj­ast til enda. Hættan er að Úkra­ína þurfi að sæta afar­kostum í lokin ofaná gríð­ar­legt eigna­tjón sem orðið hefur sem tekur ára­tugi að byggja upp aft­ur, fyrir utan mann­tjón­ið.

Seinna málið varðar stöðu Úkra­ínu í Evr­ópu og í heim­inum að stríði loknu. Verði Úkra­ína hlut­laust ríki þarf ein­hver að tryggja öryggi lands­ins. Eini aðil­inn sem getur það er NATO undir for­ystu Banda­ríkj­anna, en það geta Rússar ekki sætt sig við. Jafn­vel þó stjórn­völd í Úkra­ínu myndu lýsa því yfir að landið færi ekki í ESB eða NATO á næst­unni gæti orðið stefnu­breyt­ing t.d. við stjórn­ar­skipti og þetta minnkar lík­urnar á að Rússar skili til baka landi sem þeir hafa ein­hliða inn­limað inní Rúss­land.

Nið­ur­staðan er því miður sú að Rússar ákveða að eyði­leggja þann hluta lands­ins sem þeir geta ekki inn­limað og gera eftir því sem hægt er ólíft í Úkra­ínu. Þetta ferli hefur verið í gangi und­an­farið og NATO hefur ekki getað komið í veg fyrir þessa eyði­legg­ingu. Loft­varnir Úkra­ínu hafa ekki dugað til að verja mik­il­væg­ustu inn­viði lands­ins.

Auglýsing

Svo er hætta á að stríðið breið­ist út. Að NATO undir for­ystu Banda­ríkj­anna drag­ist inn í stríð­ið. Þá væri komin styrj­öld milli tveggja stór­velda og kjarn­orku­velda, í raun heims­styrj­öld. Rúss­land er 3,5 sinnum fjöl­menn­ara en Úkra­ína. Árið 2021 voru 145 millj­ónir íbúa í Rúss­landi en 41 milljón íbúa í Úkra­ínu. Hvað mun NATO t.d gera ef stjórn­völd í Úkra­ínu til­kynna einn dag að nú dugi vopna­send­ingar ekki lengur heldur þurfi NATO her­menn til að verja land­ið? Mun NATO þá bara horfa á Rúss­land leggja Úkra­ínu undir sig?

Einnig er mögu­legt að á ein­hverju stigi ákveði Rússar að nota kjarn­orku­vopn í þeirri von að Banda­ríkin og NATO í heild fylgi yfir­lýstri stefnu Frakk­lands að svara ekki með kjarn­orku­vopn­um. Kjarn­orku­spreng­ing myndi neyða aðila til að semja strax til að koma í veg fyrir alls­herjar kjarn­orku­stríð. Ólík­legt verður að Telj­ast að Vest­ur­lönd myndu grípa til kjarn­orku­vopna vegna Úkra­ínu.

For­ystu­leysi stór­veld­anna. Hat­rið sigr­ar?

Það hefði verið til mik­ils að vinna fyrir alla aðila að koma í veg fyrir stríðið sem hófst 24. febr­úar 2022. Samn­ingar eins og staðan er nú verða alltaf erf­ið­ir. Óljóst er hvernig frið­ar­sam­komu­lag gæti litið út þegar Rússar hafa ein­hliða inn­limað svæði í Úkra­ínu sem þeir vilja ekki skila til baka.

Þegar Kúpu­deilan stóð yfir sömdu John F. Kenn­edy and Nikita Khrus­hchev. Sov­ét­ríkin fjar­lægðu eld­flaugar sínar frá Kúpu og Banda­ríkin fjar­lægðu eld­flaugar sínar frá Tyrk­landi. Margir halda að Sov­ét­ríkin hafi fjar­lægt sínar eld­flaugar ein­hliða án nokk­urra aðgerða Banda­ríkj­anna í stað­inn. Þetta stafar af því að samn­ing­ur­inn um að fjar­lægja Banda­rískar eld­flaugar frá Tyrk­landi var leynd­ar­mál í 25 ár.

Ungmenni á leikvelli í svarta myrkri vegna rafmagnsleysis í Kíev. Mynd: EPA

Kenn­edy og Khrus­hchev skildu hætt­una á stríði á tímum kjarn­orku­vopna. Í frægri ræðu við Amer­ican Uni­versity í Was­hington 1963 sagði John F. Kenn­edy meðal ann­ars: „Above all, while def­end­ing our own vital inter­ests, nuclear powers must avert those con­fronta­tions which bring an adversary to a choice of either a humil­i­at­ing retr­eat or a nuclear war. To adopt that kind of course in the nuclear age would be evidence only of the ban­kruptcy of our policy--or of a collect­ive deat­h-wish for the world.”

Skyn­semi og stjórn­viska Kenn­edy átti sinn þátt í að koma í veg fyrir að vax­andi spennu og hugs­an­lega heim­styrj­öld og kjarn­orku­stríð árið 1962. En í dag höfum við ekki slíkan leið­toga. Spennan vex. Erf­ið­ara verður að semja því meira sem eigna­tjón og mann­fall verður í Úkra­ínu.

Vanda­mál Úkra­ínu verða ekki leyst með hatri og Vest­ur­lönd verða að sætta sig við að Rúss­land verður áfram þar sem það er, líka eftir að stríð­inu lýk­ur. Þess vegna er ein­hvers­konar sam­komu­lag nauð­syn fram­tíð­ar­innar vegna þó ljóst sé að langur tími muni líða þar til sam­skipti Vest­ur­landa við Rúss­land verða eðli­leg á ný.

Höf­undur er pró­­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri og starf­aði hjá Alþjóða­­bank­­anum um 12 ára skeið í Banda­ríkj­un­um, Evr­­ópu og Asíu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar