SORPA ekki sýnt fram á að tæknilausn Aikan Solar sé eina lausnin

Auður Hallgrímsdóttir
13980532081_308361e075_z.jpg
Auglýsing

Fram­kvæmd­ar­stjóri SORPU segir í svar­grein sem birt­ist í Kjarn­anum þann 13. mars sl. að mikið sé um rangar full­yrð­ingar og rang­færslur í grein sem grein­höf­undur rit­aði og birt­ist í Kjarn­anum þann 28. febr­úar síð­ast­lið­inn, „Sveita­fé­lögin keppa við einka­fram­tak­ið“.  Þar snýr fram­kvæmd­ar­stjór­inn ýmsu á hvolf og kýs vilj­andi að snúa út úr.  Í grein minni er því ekki haldið fram að SORPA hafi ákveðið að draga úr flokkun heldur bent á að ef tækni­lausn Aikan um gas- og jarð­gerð­ar­stöð verður að veru­leika þurfi ekki að flokka heim­il­issorp. Sam­kvæmt grein í Frétta­blað­inu þann 20. októ­ber 2014  kemur fram að Sorpa hafi ákveðið strax árið 2007 að kaupa tækni­lausn danska fyr­ir­tæk­is­ins Aikan Solar fyrir stöð­ina. Rökin eru að hún sé eina lausnin sem upp­fylli mark­mið byggða­sam­lags­ins um með­höndlun líf­ræns heim­il­issorps, en tæknin gerir flokkun óþarfa. Áætlað er að stöðin muni kosta 2,7 millj­arða króna upp­sett.

Sam­kvæmt sam­an­tekt í skýrslu Lands­á­ætl­unar um með­höndlun úrgangs 2004 – 2016 seg­ir: „Þrátt fyrir að nýt­ing úrgangs­efna hafi rúm­lega tvö­fald­ast síð­ast­liðin 10 ár hefur ekki tek­ist að draga úr magni úrgangs sem fer til end­an­legrar förg­un­ar.“ Fram­kvæmd­ar­stjór­inn segir að gögn SORPU styðji ekki við þessa nið­ur­stöðu. Það sem vantar hins vegar í gögn SORPU er úrgangur sem einka­fyr­ir­tæki losa  aða­l­ega hjá fyr­ir­tækjum en líka frá heim­ilum sem kjósa að flokka meira heima en SORPA bíður upp á.  Í svæð­is­á­ætlun sveita­fé­lag­anna þarf kannski að útfæra betur mæli­kvarða og aðgerð­ir. Þar sem ekki er nákvæm mæl­ing á magni úrgangs frá hverju sveita­fé­lagi er ekki hægt að meta hvað hvert sveita­fé­lag leggur af mörkum svo mark­mið svæð­is­á­ætl­unar náist.

Ákvörðun ekki tekin af eig­endumFor­stjóri Sorpu segir að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar hafi verið tekin af  eig­endum m.a. eftir að bæj­ar­stjórar og borg­ar­stjóri hafi farið til Norð­ur­land­anna til að kynna sér mis­mun­andi lausn­ir. Einnig að fyrir liggi und­ir­ritað sam­komu­lag eig­enda Sorpu um bygg­ingu stöðv­ar­inn­ar. Í við­tali á RÚV þann 28. nóv­em­ber 2014 segir fram­kvæmd­ar­stjór­inn: „Það er búið að ákveða hvaða leið á að fara. Það var gert með sam­komu­lagi eig­enda í októ­ber í fyrra (2013) og það liggur alveg fyrir og í stjórn SORPU sitja full­trúar allra sveita­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þannig að það er ekk­ert annað en bara opin ákvarð­ana­taka í þessu“.  Sam­kvæmt tölvu­pósti þann 27. febr­úar 2015 frá bæj­ar­lög­manni Garða­bæjar þá liggur ekki fyrir á þessu stigi sam­þykki bæj­ar­stjórnar Garða­bæjar um fjár­mögnun eða fram­kvæmdir við gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

Þannig að ef fyrir liggur und­ir­ritað sam­komu­lag af bæj­ar­stjóra eða sam­þykki stjórnar þá er ekki búið að sam­þykkja það í bæj­ar­stjórn Garða­bæj­ar. Einnig segir í MA rit­gerð Esterar Önnu Ármanns­dóttur við HR frá júní 2013 „Við stað­fest­ingu svæð­is­á­ætl­un­ar­innar bók­uðu nokkur sveita­fé­lög að í henni felist engin skuld­bind­ing fyrir sveit­ar­fé­lögin um fram­kvæmdir eða fram­kvæmd­ar­tíma“.  Í stjórn­sýslu­út­tekt á byggða­sam­lög­unum er jafn­framt gagn­rýnt óskýrt umboð stjórnar til ákvarð­ana­töku og aðkomu eig­enda að stærri ákvarð­ana­tök­um.

Auglýsing

Sorpa í stöð­ugu mála­vaf­striSam­kvæmt frétt í Morg­un­blað­inu frá 20. febr­úar 2015 kemur fram að Sorpa hefur þurft á und­an­förnum árum að verja tal­verðum tíma og fjár­munum í mála­rekstur vegna meintra brota í sam­keppn­is- og útboðs­mál­um. Í frétt­inni segir að frá árinu 2001 hafi Sorpa átta sinnum verið til með­ferðar hjá kæru­nefnd útboðs­mála. Eitt þess­ara átta mála er nú á leið fyrir Hæsta­rétt eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið og Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafi úrskurðar um sekt Sorpu. En Sorpa var sektuð um 45 millj­ónir vegna kæru frá Gáma­fé­lag­inu.

Í frétt­inni segir að frá árinu 2001 hafi Sorpa átta sinnum verið til með­ferðar hjá kæru­nefnd útboðs­mála. Eitt þess­ara átta mála er nú á leið fyrir Hæsta­rétt eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið og Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafi úrskurðar um sekt Sorpu. En Sorpa var sektuð um 45 millj­ónir vegna kæru frá Gámafélaginu.

 

Seinni hluta árs 2014 kærði Íslenska gám­fé­lagið SORPU til kæru­nefndar útboðs­mála þar sem haldið var fram að samn­ings­gerð SORPU við Aiken stang­að­ist á við lög um opin­ber inn­kaup. Í októ­ber 2014 stöðv­aði kæru­nefndin samn­inga­við­ræð­urnar vegna þess að SORPA var ekki talin hafa sýnt fram á að gas- og jarð­gerð­ar­stöðin væri eina lausnin sem upp­fyllti kröf­ur.  Það er ekki eig­endum byggða­sam­lags­ins, rúm­lega 200.000 íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, í hag að nota  skattfé í mála­rekstur og sekta­greiðslur fyr­ir  úrsér­gengið félags­form sem reynt er að verja af  óljósri ástæðu sam­an­ber nýlega sam­þykktri eig­enda­stefnu SORPU.

Stjórn­sýslu­út­tekt og eig­enda­stefna SorpuÍ stjórn­sýslu­út­tekt á byggða­sam­lög­unum sem gerð var árið 2011 var það harð­lega gagn­rýnt að sam­þykktir SORPU veittu stjórn víð­tæka heim­ild til að stofna dótt­ur­fé­lög. Í nýlega sam­þykktri eig­enda­stefnu Sorpu frá júli 2013 er tekið á þess­ari óeðli­legu heim­ild og kveðið fast að „SORPU er ekki heim­ilt að stofna dótt­ur­fyr­ir­tæki né ger­ast hlut­hafi í starf­andi fyr­ir­tæki“.  Metan hf. er starf­andi fyr­ir­tæki í 49,7% eigu SORPU, fram­kvæmd­ar­stjóri Met­ans er einnig fram­kvæmd­ar­stjóri SORPU.

Í stjórn­sýslu­út­tekt­inni er félags­formið um rekstur SORPU í  byggða­sam­lagi gagn­rýnt þar sem Sorpa er á sam­keppn­is­mark­aði og geti sem slík því ekki verið und­an­þegin tekju­skatti og fjár­fest með fullri ábyrgð eig­enda. Ekk­ert er tekið á þessu í nýrri eig­enda­stefnu SORPU en þar segir um rekstr­ar­formið „Með þessu rekstr­ar­formi eru fyr­ir­tæk­inu tryggðir kostir fyr­ir­tækja­forms­ins um leið og það nýtur óskiptrar ábyrgðar eig­enda á skuld­bind­inum þess“.  Hvað segja sam­keppn­is­lögin um þessa stefnu eig­end­anna - er þetta lög­legt?

Í stjórn­sýslu­út­tekt­inni er gagn­rýnt að ekki sé eig­enda­vett­vangur þar sem minni­hlut­inn á mögu­leika á að koma sínum sjón­ar­miðum að. Eig­enda­stefna SORPU fer algjölega á svig við þá gagn­rýni því þar segir um sveita­stjórnir og hand­hafa eig­enda­valds­ins: „Hand­hafar eig­enda­valds SORPU eru fram­kvæmd­ar­stjórar eig­enda­sveita­fé­lag­anna“.  Það eru þá bæj­ar­stjórar og borg­ar­stjóri sem fara með eig­enda­valdið og ræða fjár­mögnun og stefnu­mótun byggða­sam­lags­ins á eig­enda­fundi. Eig­enda­fundur skip­aður ein­göngu meiri­hluta er ekki það sama og eig­enda­vett­vangur skip­aður meiri- og minni­hluta. Á eig­enda­vett­vangi á að fara fram hin póli­tíska umræða  full­trúa minni- og meiri­hluta um stefnu­mót­un. Ef það væri gert þá  væru meiri líkur á að eig­enda­stefnan nyti almennrar sáttar í sam­fé­lag­inu.

Í eig­enda­stefnu SORPU gr. 5.3 Umboð stjórnar segir m.a.: „Stjórn skal í því skyni tryggja skil­virka ferla um innra eft­ir­lit og innri end­ur­skoð­un.“  Í gr. 6.4 segir „Eig­endur skil­greina með hvaða hætti innri end­ur­skoðun fyrir SORPU er sinnt og skal innri end­ur­skoð­andi hafa aðgang að öllum upp­lýs­ingum í sam­ræmi við alþjóð­legar starfs­reglur sem um innri end­ur­skoðun gilda.“ Þegar greina­höf­undur sem  vara­bæj­ar­full­trúi óskaði eftir skýrslu innri end­ur­skoð­unar í des­em­ber 2014 svar­aði fram­kvæmd­ar­stjóri SORPU því til að hann kann­að­ist ekki við neina skýrslu um innri end­ur­skoð­un.

Mark­miðið á að vera að minnka úrgangEitt af mark­miðum íslenskra stjórn­valda er að fyrir 1. jan­úar 2015 verði komið á sér­stakri söfnun fyrir hvert heim­ili og í nánd við lög­býli og sum­ar­bú­staða­hverfi. Fjöldi íláta verði ekki ákveð­inn með lög­um, en stefnt að því að  hægt verði að losa sem flesta úrgangs­flokka með þessu móti. Leit­ast verði við að sam­ræma lita­kerfi og flokk­un­ar­merk­ing­ar, m.a. í sam­starfi við FENÚR, og ákvæði þar um hugs­an­lega sett í reglu­gerð. Sam­hliða verði dregið úr áherslu á söfn­un­ar­stöðvar (gr.4.3 aukin end­ur­vinn­sala og hrá­efna­vinnsla, Lands­á­ætl­un).

Sveit­ar­fé­lög á lands­byggð­inni hafa  and­stætt  SORPU sett upp öflug flokk­un­ar­kerfri á heim­il­issorpi, verið með kennslu fyrir íbú­ana um flokkun sem gert hafa íbú­ana með­vit­aðri um vist­vænan lífstíl og meiri lík­ur  á að líf­ræni úrgang­ur­inn flokk­ist rétt þ.e.  lendi í flokki 3 eða 2 sem er ósmit­aður líf­rænn úrgangur sem nota má í moltu­gerð. Líf­rænan úrgang í flokki 1 má alls ekki nota í moltu, hann þarf alltaf að brenna eða urða,  vegna hættu á riðusmiti. Kjöt frá heima­slátrun er vara­sam­ast og mikið atriði að gera almenn­ing með­vit­aðan um mik­il­vægi réttrar flokk­unar á líf­rænu heim­il­issorpi.

Miðað við mark­mið Lands­á­ætl­unar eða svæð­is­á­ætlun sveita­fé­lag­anna fæ ég ekki séð að tækni­lausn sem Aikan leggur til með gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU þar sem minni áhersla er lögð á flokkun þjóni öllum mark­mið­um  sem eru loka­orð fram­kvæmd­ar­stjóra SORPU í áður­nefndri grein. Helsta mark­mið í úrgangs­málum ætti að vera að minnka úrgang því þá sjálf­krafa minnkar þörf á end­ur­vinnslu og urð­un.  En hvað veit ég svo sem - ég er bara almennur borg­ari sem hefur áhuga á minni sóun og meiri hag­kvæmni. Ég vil benda áhuga­sömum almennum borg­urum á meist­ara­prófs­rit­gerð Esterar Önnu Ármanns­dóttur sem nefn­ist „Hafa svæð­is­á­ætl­anir sveita­fé­laga stuðlað að minni urðun og auk­inni end­ur­nýt­ing­u?“

Höf­undur er atvinnu­rek­andi og stjórn­ar­maður Málms, félags málm- og skipa­smiða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None