Stjórnvöld hafa sofið á verðinum - Samgöngur í réttu samhengi

Auglýsing

Stjórn­völd hafa ekki teiknað upp heild­ræna stefnu um inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir ferða­þjón­ustu. Á þetta hefur oft verið bent, og var þetta meðal ann­ars gert að umtals­efni í dög­un­um, í pistli um mik­il­vægi inn­viða­fjár­fest­inga fyrir sam­fé­lög. Skúli Mog­en­sen, fjár­festir og for­stjóri WoW Air, segir í við­tali í dag að lík­lega hafi stjórn­völd, með hæga­gangi sínum og stefnu­leysi þegar að ferða­þjón­ustu kem­ur, valdið 100 til 200 millj­arða tjóni fyrir íslenska hag­kerf­ið. Þetta eru stór orð, en upp­hæð­irnar eru vafa­lítið frekar van­á­ætl­aðar en hitt.

Grunn­ur­inn lagður

Oft er það svo, að inn­viða­fjár­fest­ingar í borgum og ríkj­um, t.d. þegar kemur að sam­göngu­mál­um, leysa krafta úr læð­ingi og örva vöxt. Hér á landi er staðan sú, að ferða­mönnum hefur fjölgað mikið frá ári til árs, þrátt fyrir að inn­viðir í þessum stærsta atvinnu­vegi lands­ins séu miklu veik­ari en þeir þyrftu að vera.

En hvaða inn­viðir eru það sem eru veikir á Íslandi, sem stjórn­völd þurfa að koma að?

Auglýsing

1. Sam­göngur eru lík­lega stærsti ein­staki þátt­ur­inn, og eru flug­sam­göngur þá með­tald­ar. Fyr­ir­huguð er millj­arða upp­bygg­ing á flu­vell­inum í Kefla­vík. Von­andi tekst að vanda til verka í þeim efnum og stór­bæta þjón­ust­una frá því sem nú er, því margir sem þekkja vel til, hafa bent á að flug­völl­ur­inn anni vart álagi á sumr­in, með til­heyr­andi þjón­ustu­skerð­ingu fyrir flug­vall­ar­gesti og fyr­ir­tæki.

Vega­sam­göngur þarf líka að skoða í þessu sam­hengi. Stundum er umræða um þær stór­und­ar­leg, og það er eins og stjórn­mála­menn sér­stak­lega, hafi engan áhuga á því að hugsa til mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar þegar er verið að bæta vega­sam­göng­ur. Vest­firðir eru t.d. í brýnni þörf fyrir meiri inn­viða­fjár­fest­ingu í vega­sam­göng­um, enda koma þangað nokkur hund­ruð þús­und ferða­menn á hverju ári til að skoða stór­brotna nátt­úru og upp­lifa ein­stakt mann- og dýra­líf.

Það sama má segja um Aust­firði. Þar þarf að huga að inn­viða­upp­bygg­ingu, á grund­velli sömu sjón­ar­miða, og bless­un­ar­lega er verið að gera það á Norð­ur­landi eystra. En það þarf að ganga mun lengra.

Héð­ins­fjarð­ar­göng, sem ýmsir finna allt til forráttu vegna þess að rík­is­sjóður borg­aði þau - eins og reyndar alla vegi á Íslandi - eru líka dæmi um vega­sam­göngur sem hafa skipt sköpum fyrir nýfjár­fest­ingu í ferða­þjón­ustu. Þetta hefur Róbert Guð­finns­son, sem fjár­fest hefur fyrir millj­arða í ferða­þjón­ustu á Siglu­firði, með eft­ir­tekt­ar­verðum árangri, stað­fest sjálf­ur. Göngin skiptu sköp­um, og opn­uðu dyr fyrir mögu­leika á fjár­fest­ingu. Lík­lega hafa ferða­menn nú þegar skilið eftir gjald­eyri á Siglu­firði sem er nálægt kostn­aði Héð­ins­fjarð­ar­ganga. Aldrei hefði komið til þess, ef ekki væri fyrir göng­in, sam­kvæmt þeim sem fjár­festi sjálf­ur.

Sam­göngur í víðu sam­hengi

Það sama má raunar segja um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Það er afar brýnt að draga úr bíla­borg­ar­brag og stuðla að hag­kvæm­ari sam­göng­um, meðal ann­ars út frá þeirri stað­reynd að meiri­hluti ferða­manna sem kemur til lands­ins stoppar þar. Fólki fjölgar um tug­þús­undir í Reykja­vík á sumr­in, svo dæmi sé tek­ið, og þessi atriði skipta máli.

Fjár­fest­ing í betri sam­göngum er eitt­hvað sem stjórn­völd þurfa að huga betur að, og rök­ræða um fjár­fest­ingu í þeim má ekki byggj­ast á mis­skiln­ingnum um að það sé fyrst og fremst íbúar á Íslandi sem not þær. Fjöldi sem nemur marg­földum íbúa­fjölda lands­ins sækir landið heim árlega, og því skipta sam­göng­urnar miklu máli fyrir það fólk líka.

2. Stjórn­völd verða að hugsa út í það hvernig Ísland eigi að geta tekið á móti fjölda af ferða­mönn­um, sem reiknað er að með að fjölgi um tugi pró­senta á ári á næst­unni. Nýjasta spáin gerir ráð fyrir tveimur millj­ónum ferða­manna á ári, árið 2018. Í fyrra náði fjöld­inn fyrst nærri millj­ón. Samt sjást vaxta­verkirnir víða.

Það sem dregur fólk til lands­ins, sam­kvæmt rann­sóknum sem Höf­uð­borg­ar­stofa hefur gert með könn­un­um, er fyrst og fremst íslensk nátt­úra. Ef stjórn­völd hafa áhuga á því að verð­leggja hana í bein­hörðum pen­ing­um, þá er það hægt meðal ann­ars út fyrir þess­ari stað­reynd. Velta sem tengd er ferða­þjón­ustu nemur mörg hund­ruð millj­örðum á ári.

Upp­bygg­ing þjóð­garða og aðgangs­stýr­ing

Eitt af því sem stjórn­völd hafa trassað - ekki aðeins núver­andi rík­is­stjórn og sveit­ar­fé­lög - er að hugsa um þjóð­garða lands­ins út frá þeirri stað­reynd að gestum í þeim fjölgar gríð­ar­lega hratt og hin ein­staka við­kvæma nátt­úra sem er innan þeirra, þarfn­ast aðgangs­stýr­ing­ar, örygg­is­upp­bygg­ingar og sér­fræði­þekk­ing­ar.  Lík­lega er millj­arða fjár­fest­ing í þjóð­görð­un­um, ekki síst á Þing­völl­um, nágrenni Snæ­fells­jök­uls, Skafta­felli og í Vatna­jök­uls­þjóð­garð­inum vítt og breitt, algjör­lega óhjá­kvæmi­leg. Það hefði  átt að fara út í hana fyrir löngu, enda lágu upp­lýs­ingar fyrir um vöxt­inn í ferða­þjón­ust­unni og marg­búið að benda stjórn­völdum á mik­il­vægi þess að huga að þessum mál­um. En betra er seint en aldrei.

Hættu­merki í lög­gæslu

Annað sem má nefna er lög­gæsla. Ekki er langt síðan að lög­reglu­maður á Norð­ur­landi eystra sagði mér að örfáir lög­reglu­menn væru stundum á vakt, á svæði sem þekur á fimmta hund­rað fer­kíló­metra, þar á meðal á Mývatns­svæð­inu. Þangað koma mörg hund­ruð þús­und ferða­menn á hverju sum­ri, og einnig mik­ill fjöldi yfir vetr­ar­mán­uð­ina. Það má ekki mikið útaf bregða, svo það mynd­ist óör­uggt ástand. Það er vel hugs­an­legt að þetta við­bót­ar­á­lag á lög­gæslu sem fylgt hefur ferða­þjón­ust­unni hafi aldrei verið full­kannað eða kort­lagt almenni­lega. Því þarf að kippa í lið­inn.

Von­andi verður vit­und­ar­vakn­ing hjá stjórn­mála­mönnum þegar kemur að ferða­þjón­ust­unni. Það er kom­inn tími á að þeir átti sig á því að þetta er orðið lang­sam­lega stærsti gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­vegur lands­ins. Vaxta­verkirnir sjást, og það þarf að bregð­ast við þeim.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None