Straumhvörf í hagstjórn

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir skort á samstöðu, með ófriði á vinnumarkaði og miklum launahækkunum, og skort á samhæfingu peningastefnu og ríkisfjármála leiða til þess að vextir þurfi að hækka enn meira. Nú sé tími til að sættast.

Auglýsing

Skjótt skip­ast veður í lofti. Und­an­farin tvö ár hafa við­brögð við far­sótt mótað bæði pen­inga­stefnu og stefnu í rík­is­fjár­mál­um. Halla­rekstur rík­is­sjóðs studdi við inn­lenda eft­ir­spurn og hélt líf­inu í fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. Sjálf­virkum sveiflu­jöfn­urum var einnig leyft að hafa áhrif á heild­ar­eft­ir­spurn og sam­dráttur skatt­stofna kom fram í auknum halla­rekstri. Halli á rekstri rík­is­sjóðs var þannig 8,2% af VLF á síð­asta ári. Á sama tíma voru vextir lækk­aðir um 200 punkta, úr 2,75% í 0,75%, og laust fé í banka­kerf­inu aukið með lækkun bindi­skyldu og afnámi 30 daga bund­inna inn­lána  í seðla­banka ásamt öðrum aðgerð­u­m. 

Mark­mið Covid aðgerð­anna var að vernda þann hluta hag­kerf­is­ins sem ekki varð fyrir beinum áhrifum af far­sótt­inni með því að örva almenna eft­ir­spurn. Segja má að þessu mark­miði hafi verið náð þótt nú megi líta í bak­sýn­is­speg­il­inn og spyrja hvort of langt hafi verið geng­ið.  Áhrif vaxta­lækk­an­anna voru mikil og komu m.a. fram í mik­illi hækkun hús­næð­is­verðs en kostn­aður vegna eigin hús­næðis hafði í apríl hækkað um 17,2% síð­ustu 12 mán­uð­i.  Þessi hækk­un, sem ekki var fyr­ir­séð, hefur haft örvandi áhrif á fram­kvæmdir í grein­inni og í gegnum auðs­á­hrif á einka­neyslu. 

Verð­bólgu­vandi 

Þótt ekki sé úti­lokað að ný afbrigði af Covid veirunni komi upp á næstu mán­uðum er nú útlit fyrir að áhrif far­sótt­ar­innar séu að fjara út. Búist er við auknum fjölda ferða­manna á kom­andi mán­uðum og að þeir verði um 1,4 milljón á árinu. Einka­neysla og fjár­fest­ing fara vax­andi og styrj­öldin í Úkra­ínu hefur jákvæð áhrif á við­skipta­kjör í gegnum hærra fisk­verð sem stafar af við­skipta­banni á Rúss­land. Hag­vöxtur var 4,3% á síð­asta ári og búist er við að hann verði 4,6% á þessu ári. 

Hag­kerfi okkar og flestra vest­rænna ríkja glíma nú skyndi­lega við gam­al­kunn­ugt vanda­mál sem er vax­andi verð­bólga. Þótt við­brögð við verð­bólgu séu þekkt þá getur hún orðið lang­vinn ef við­brögð eru ekki rétt eins og reynslan frá átt­unda og níunda ára­tug síð­ustu aldar sann­ar. 

Auglýsing
Verðbólgan stafar að hluta af hnökrum á fram­boðs­hlið. Skyndi­leg aukn­ing eft­ir­spurnar á Vest­ur­löndum eftir ýmis konar varn­ingi hefur skapað umfram­eft­ir­spurn og það tekur tíma að auka fram­boð.  Við­brögð við far­sótt­inni í Kína um þessar mundir hafa í för með sér mikla truflun á fram­boði vöru á heims­mark­aði en þar hefur stór­borgum verið lokað til að hefta far­sótt­ina. Styrj­öldin í Úkra­ínu hefur einnig minnkað fram­boð á hveiti og ýmsum öðrum land­bún­að­ar­af­urð­um. En verð­bólgan er einnig heima­til­bú­in. Mikil eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu stafar að miklu leyti af áhrifum hag­stjórnar sem hefur haft að mark­miði að örva eft­ir­spurn. Hér á landi hefur einka­neysla auk­ist vegna þess að heim­ili hafa byrjað að ráð­stafa umfram­sparn­aði sínum frá Covid-ár­unum tveim­ur, kaup­máttur launa er mik­ill og raun­vextir nei­kvæð­ir, ekki bara virkir vextir Seðla­bank­ans heldur einnig raun­vextir á óverð­tryggðum nýjum hús­næðislánum (4,79% breyti­legir nafn­vextir hjá Arion banka, svo dæmi sé tek­ið). Við þessar aðstæður er ekki ein­ungis einka­neysla að vaxa hratt heldur einnig fjár­fest­ing fyr­ir­tækja.  

Atvinna vex hratt og atvinnu­leysi mælist nú 4,1% og er á nið­ur­leið. Störfum fjölgar ört og stór hluti fyr­ir­tækja seg­ist ætla að bæta við sig starfs­fólki á næstu mán­uð­um. Frek­ari lækkun atvinnu­leysis mun leiða til spennu á vinnu­mark­aði með til­heyr­andi þrýst­ingi á laun. Fleiri fyr­ir­tæki segja að þau vilji fjölga starfs­fólki á næstu sex mán­uðum en áður (39%). 

Verð­bólgan ein­skorð­ast ekki við hús­næð­islið­inn. Verð almennrar þjón­ustu hefur hækkað um 5,7% síð­ustu 12 mán­uði og launa­vísi­talan um 7,2% á milli ára. Verð­bólgu­vænt­ingar á skulda­bréfa­mark­aði hafa hækk­að. Sam­kvæmt könn­unum búast mark­aðs­að­ilar við því að verð­bólga verði 5% að ári liðnu og 3,5% eftir tvö ár.

Við­brögð hag­stjórnar

Við aðstæður sem þessar er mik­il­vægt að hag­stjórn bregð­ist við með aðhaldi. Á skömmum tíma verður pen­inga­stefna og rík­is­fjár­mál að skipta um gír. Útlit er fyrir að halli á rekstri rík­is­sjóðs fari minnk­andi næstu tvö árin bæði vegna vax­andi skatt­tekna og vegna þess að Covid aðgerðum er hætt. Hall­inn var 8,2% árið 2021 og spáð er að hann verði 4,7% árið 2022 og minnki enn meira árið 2023. Pen­inga­stefnan hefur þegar orðið aðhalds­sam­ari. Covid-­lækk­an­irnar voru teknar til baka í nokkrum skrefum og voru virkir vextir Seðla­bank­ans 2,75% fyrir síð­ustu vaxta­á­kvörðun sem eru sömu vextir og  voru í byrjun árs 2020 áður en far­sóttin barst til lands­ins. Nú í maí voru virkir vextir síðan hækk­aðir um 100 punkta og eru þeir því 3,75%. Engu að síður eru virkir raun­vext­ir, mis­munur nafn­vaxta og verð­bólgu, nei­kvæðir en síð­asta verð­bólgu­mæl­ing var 7,2%.

Þegar litið er fram í tíma þá er hætta á vax­andi verð­bólgu. Nei­kvæðir raun­vextir styðja enn við eft­ir­spurn og þótt rík­is­fjár­mála­stefnan sé að verða aðhalds­sam­ari þá er sú breyt­ing ekki kröft­ug. Í haust verða kjara­samn­ingar laus­ir. Sam­bland mik­illar og vax­andi verð­bólgu, nei­kvæðra raun­vaxta, vax­andi eft­ir­spurnar og spennu á vinnu­mark­aði getur hæg­lega fram­kallað miklar launa­hækk­anir og vax­andi verð­bólg­u. 

Við þessar aðstæður er mik­il­vægt að pen­inga­stefna og rík­is­fjár­mál séu sam­stillt jafn­framt því sem aðilar vinnu­mark­aðs sýni ábyrgð með því að taka þjóð­hags­legar afleið­ingar kjara­samn­inga til greina við gerð þeirra. Á næstu mán­uðum er nauð­syn­legt að virkir vextir Seðla­bank­ans hækki nægi­lega mikið til þess að raun­vextir hans verði jákvæðir að nýju. Það hversu mikið nafn­vextir munu þurfa að hækka fer þá eftir þróun verð­bólgu. Jafn­framt þarf að taka aftur þær aðgerðir sem juku við laust fé í banka­kerf­inu. Þessar aðgerðir myndu auka pen­inga­legt aðhald veru­lega frá því sem nú er.  Virkir vextir sem eru 3,75% væru nægi­lega háir ef verð­bólga væri í mark­miði, 2,5%, en hún er langt yfir mark­miði og gæti vaxið enn frekar á næstu mán­uð­um. Aukið aðhald í rík­is­rekstri myndi auð­velda hag­stjórn með því að draga úr þörf­inni á vaxta­hækk­un­um. Ekki er þó lík­legt að sú verði raun­in. 

Á vinnu­mark­aði er samið um skipt­ingu þjóð­ar­tekna á milli fjár­magns og launa. Ósætti leiðir þá til ófriðar sem yfir­leitt endar í því að laun hækka meira en fram­leiðni sem síðan veltur út í verð­lag. Auð­velt er að benda laun­þega­hreyf­ing­unni á að stilla kaup­kröfum í hóf en einnig verður að gera þær vænt­ingar til eig­enda fjár­magns að stilla eigin vænt­ingum í hóf. 

Í kennslu­bókum í hag­fræði er bent á að leiðin til friðar á vinnu­mark­aði sé að hafa nægi­legan slaka á vinnu­mark­aði til þess að aðilar verði sam­mála og er þá talað um jafn­væg­isat­vinnu­leysi. Núver­andi atvinnu­leysi, 4,1%, er sam­kvæmt mati Seðla­bank­ans nálægt jafn­vægi sínu. Lík­legt er að atvinnu­leysi lækki á næstu vikum og mán­uðum og fari þá undir jafn­væg­is­stig sitt jafn­framt því sem fram­leiðslu­spenna mynd­ist, eft­ir­spurn meiri en sú fram­leiðslu­geta sem sam­ræm­ist verð­stöð­ug­leika. Þótt aðflutn­ingur erlends vinnu­afls muni auka fram­leiðslu­getu þá mun, sam­kvæmt mati Seðla­bank­ans, engu að síður mynd­ast vax­andi verð­bólgu­þrýst­ingur við óbreytta vext­i. 

Að ganga (ekki) í takt

Auð­velt er að benda á hvernig best væri að bregð­ast við þeim aðstæðum sem nú blasa við. Aðhald rík­is­fjár­mála er þá aukið á þessu ári og því næsta meira en nú er gert ráð fyrir með hækkun skatta eða lækkun útgjalda; vextir seðla­banka hækka í júní og ágúst og þá einnig raun­vextir bank­ans og raun­vextir útlána við­skipta­banka og líf­eyr­is­sjóða; og aðilar vinnu­mark­aðs koma sér saman um hóf­legar launa­hækk­anir sem sam­ræm­ast lægri verð­bólg­u. 

En hvernig er útlitið þegar þetta er skrif­að? Sumir leið­togar laun­þega hrópa hástöfum þegar vextir hækka í 3,75% þótt raun­vextir séu nei­kvæðir og raun­virði óverð­tryggðra lána að lækka um rúm­lega 7% á ári. Jafn­framt er ekki að heyra enn sem komið er að vilji sé til sátta á vinnu­mark­aði í haust. Á fjár­magns­hlið vinnu­mark­að­ar­ins er heldur ekki að heyra sátta­tón. Eig­endur margra stórra skráðra fyr­ir­tækja greiða sér millj­arða í arð. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja starfa við skil­yrði fákeppni í krónu­hag­kerf­inu þar sem hagn­aður stafar ekki að fullu af því að stjórn­endur hafi tekið áhættu í ákvörð­unum eða komið með nýj­ungar í rekstri, svo vægt sé til orða tek­ið. Fréttir ber­ast einnig af háum launa­greiðslum stjórn­enda margra af þessum fyr­ir­tækj­um. Þótt þessar launa­greiðslur skipti litlu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi þá gefa þær tón­inn fyrir hinn almenna vinnu­mark­að. Við­skipta­bankar fækka úti­búum og draga úr kostn­aði sínum og greiða síðan út millj­arða arð.  Greiðslu­kerfið er dýrt og fer í gegnum þessa við­skipta­banka, korta­fyr­ir­tæki eru í erlendri eigu og ekki bólar á ódýrri inn­lendri greiðslu­miðl­un.

Skortur á meiri sam­stöðu og sam­hæf­ingu pen­inga­stefnu og rík­is­fjár­mála mundi lík­lega hafa í för með sér að vextir seðla­banka verði að hækka meira en ann­ars væri nauð­syn­legt á þessu ári og því næsta. Ófriður á vinnu­mark­aði og miklar launa­hækk­anir myndi kalla á enn meiri vaxta­hækk­an­ir. Nú er tími til að sættast!

Hvernig getur farið illa?

Þau okkar sem eldri erum getum auð­veld­lega gert sér í hug­ar­lund hvernig mál geta þró­ast á nei­kvæðan hátt næstu miss­eri. Byrj­enda­kennslu­bækur í hag­fræði lýsa því.  

Hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingar gætu valdið því að kraf­ist verði hærri launa í haust til þess að bæta launa­fólki upp bæði verð­bólgu þessa árs og vænt­an­lega verð­bólgu á næsta ári.  Þessar launa­hækk­anir fara síðan út í verð­lag sem kallar á enn aðrar launa­hækk­an­ir. Slík víxl­verkun launa og verð­lags getur varað í árarað­ir. Þegar svo seðla­bankar reyna ná tökum á verð­bólg­unni þá krefst slíkt atvinnu­leysis með til­heyr­andi hörm­ungum fyrir þá sem fyrir því verða. 

Verð­bólga er nú 8,5% í Banda­ríkj­unum og 7% í Bret­landi og fer vax­andi. En seðla­banka­vextir eru ein­ungis á bil­inu 0,75-1% í fyrr­nefnda rík­inu og 1% í Bret­landi. Í nágrenni okkar mælist verð­bólga nú 6,7% í Dan­mörku, 6,0% í Sví­þjóð og 5,4% í Nor­egi. Seðla­banka­vextir eru ein­ungis 0,25% í Sví­þjóð, -0,45 í Dan­mörku og 0,75% í Nor­egi. Allar líkur eru á því að vaxta­hækk­anir hafi byrjað of seint of verið of litlar í þessum löndum sem síðan kallar á hærri vexti og meiri sam­drátt á næstu árum. Mis­tökin frá átt­unda ártugnum hafa þá verið end­ur­tek­in.

Greinin birt­ist fyrst í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. Hægt er ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Höf­undur er ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans og pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. Þær skoð­anir sem koma fram í þess­ari grein eru hans og end­ur­spegla ekki skoð­anir ann­arra nefnd­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit