Svona er staðan þegar froðan er þrifin af

Auglýsing

Í nóv­em­ber var haldin flug­elda­sýn­ing í Hörpu þar sem sýnt var á nokkrum glærum hversu frá­bær hug­mynd milli­færsla á 80 millj­örðum króna úr vasa allra í vasa sumra væri. Í kjöl­farið var nán­ast sama greinin um gæði þess­arra aðgerða skrifuð í blöðin og  tveir til þrír þing­menn Fram­sóknar látnir kvitta undir í hvert sinn. Sjálf­stæð­is­menn hafa mest megnis bara skamm­ast sín fyrir að taka þátt í þessum risa­vöxnu póli­tísku hrossa­kaup­um, sem eru and­stætt öllu sem flokk­ur­inn stendur fyr­ir, en voru samt sem áður verð­mið­inn sem settur var á end­ur­komu þeirra að valda­stóli.

Vanda­málið við kynn­ing­una var að hún sýndi bara það sem rík­is­stjórnin vildi sýna. Út frá henni var ómögu­legt að sjá hverjir frá­drátt­ar­lið­irnir yrðu, hvernig pen­ing­arnir skipt­ust á milli tekju- og eign­ar­hópa, milli lands­hluta og ómögu­legt að sjá hvernig þeir skipt­ast á milli kyn­slóða.

Svarið bendir til ann­ars af tvennu. Annað hvort liggja þessar upp­lýs­ingar ekki fyr­ir, sem er með ólík­ind­um, eða rík­is­stjórnin er að draga það að upp­lýsa nákvæm­lega um hversu stór hluti af þessum pen­ingum lenti hjá fólki sem borgar auð­legð­ar­skatt, skuldar lítið eða ekk­ert eða er með marg­föld með­al­laun, sem er líka með ólíkindum.

Auglýsing

Þetta er auð­vitað afleitt þegar um er að ræða for­dæma­lausa pen­inga­gjöf og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, lagði fram prýði­lega fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í 15 liðum til að fá betri útskýr­ingar á þessu. Hann svar­aði í vik­unni með því að svara fyr­ir­spurn­inni ekki. Þess í stað boð­aði hann skýrslu um málið í vor.

Svarið bendir til ann­ars af tvennu. Annað hvort liggja þessar upp­lýs­ingar ekki fyr­ir, sem er með ólík­ind­um, eða rík­is­stjórnin er að draga það að upp­lýsa nákvæm­lega um hversu stór hluti af þessum pen­ingum lenti hjá fólki sem borgar auð­legð­ar­skatt, skuldar lítið eða ekk­ert eða er með marg­föld með­al­laun, sem er líka með ólík­ind­um.

Rif­ist að ástæðu­lausu um höft



Í þess­ari viku var ljósi varpað á áform stjórn­valda um afnám hafta. Í grófum dráttum munu þau snú­ast um að þvinga aflandskrónu­eig­endur í löng óarð­bær skulda­bréf og setja útgöngu­skatt á þá sem vilja yfir­gefa íslenskt hafta­hag­kerfi.

Þessi hug­mynd er í grunn­inn nákvæm­lega sú sama og Seðla­banki Íslands kynnti í mars 2011 og hann hefur leynt og ljóst unnið að síð­an. Þar var gert ráð fyrir útgáfu rík­is­skulda­bréfa til margra ára í erlendri mynt og útgöngu­gjaldi.

Á þeim rúmu þremur og hálfu ári sem er liðið frá því að Seðla­bank­inn sýndi á þessar til­lögur höfum við þurft að hlusta á enda­lausar póli­tískar víga­yf­ir­lýs­ingar um kylf­ur, gul­rætur og vél­byssur sem nota eigi til að brenna eig­endur krafna á þrotabú föllnu bank­anna, með gjald­þrota­leiðum eða stjórn­valds­að­gerðum á grunni ein­hvers ímynd­aðs neyð­ar­rétt­ar, til að búa til gullpott sem ætti að leysa öll okkar vanda­mál. Eina sem þyrfti væri pólitikusa sem þyrðu að segja alþjóða­sam­fé­lag­inu hvert það eigi að stinga sínum reglum og hags­mun­um. Út á þessa harð­hausa­af­stöðu unn­ust fjöl­mörg atkvæði.

Svo er nið­ur­staðan bara sú sem Seðla­bank­inn hefur alltaf verið að vinna eft­ir. Og morg­un­ljóst að allt tal um afnám hafta er ekki raun­veru­leika­tengt. Höft verða los­uð, en þau verða ekki afnumin að fullu í nán­ustu fram­tíð. Og mögu­lega aldrei.

Kunnum við ekki að reikna hag­vöxt?



Allt þetta ár höfum við hlustað á full­trúa stjórn­ar­flokk­anna mæra sjálfa sig og rík­is­stjórn­ina fyrir að hafa stuðlað að stór­kost­legum efna­hags­legum aðstæðum hér­lend­is. Stjórn­ar­and­stæðan grípur þetta á lofti og segir þetta allt síð­ustu rík­is­stjórn að þakka, hún hafi fræst gólfið undir góð­ærispar­ketið sem nú sé verið að leggja.

En svo kemur í ljós að hag­vöxt­ur­inn var bara 0,5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Það er aðeins öðru­vísi en sá 2,7 pró­sent hag­vöxtur sem for­sendur fjár­laga fyrir árið 2014 byggðu á, eða sá 2,9 pró­sent hag­vöxtur sem Seðla­bank­inn spáði, eða sá 3,1 pró­sent hag­vöxtur sem Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáði.

Á þriðja árs­fjórð­ungi var hag­vöxt­ur­inn meira að segja nei­kvæður um 0,2 pró­sent. Til sam­an­burðar má nefna að í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins, sem oft er talað um hér­lendis að séu að hverfa í efna­hags­legt hyl­dýpi, mæld­ist hag­vöxtur jákvæður um 0,3 pró­sent á sama tíma.

­Menn kepp­ast nú um að segja að þetta sé mis­skiln­ingur og spá­töl­urn­ar  ­séu rétt­ar. Hag­stofan rífur hins vegar bara kjaft og segir töl­urnar sínar réttar.

Menn kepp­ast nú um að segja að þetta sé mis­skiln­ingur og að spá­töl­urnar séu rétt­ar. Hag­stofan rífur hins vegar bara kjaft og segir töl­urnar sínar rétt­ar.

Staðan er því þannig að annað hvort höfum við lifað í ein­hverri ímynd­un­ar-­bólu und­an­farin miss­eri og látið stjórn­mála­menn fóðra okkur af hug­myndum um góð­æri sem til sé komið vegna ágætis þeirra, eða sú stofnun sem við treystum til að reikna út hag­vöxt kann það ekki. Bæði er auð­vitað mjög alvar­legt.

Stöð­ug­leika ógnað



Og svo eru læknar í verk­falli. Þeir eru búnir að vera í verk­falli í margar vikur og það sér ekki fyrir end­ann á þeirri bar­áttu. Búið er að fresta yfir 700 aðgerðum og lækna­nemar hafa komið því skýrt á fram­færi við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að þeir muni ekki sækja um kandi­dats­stöður á næsta ári.

Kjara­deilur lækna eru tækl­aðar eins og efna­hags­mál. Að ekki sé hægt að mæta kröfum þeirra vegna þess að það ógni stöð­ug­leika. En staðan eins og hún er í dag ógnar stöð­ug­leika. Hún ógnar lífs­gæðum í land­inu og til­urð boð­legs vel­ferð­ar­kerf­is.

Fjórir af hverjum tíu íslenskum læknum búa erlend­is. Hluti þess hóps er í sér­námi. Þeir halda hóp­inn og gera stundum kann­anir um hversu lík­legt það séu að þeir séu á leið­inni heim til Íslands. Sam­kvæmt mínum upp­lýs­ingum sjá lang­flestir þeirra heim­för ekki fyrir sér næstu tíu árin. Á sama tíma eru margir sér­fræði­læknar á Íslandi að kom­ast á ald­ur.

En kannski eigum við bara að lækna okkur sjálf, föst í gjald­eyr­is­höft­um, með fulla vasa af leið­rétt­inga­pen­ingum í ímynd­uðu hagvaxtarumhverfi.

Staðan í heil­brigð­is­málum er bráða­vandi en hún er líka stór­hættu­legur fram­tíð­ar­vandi. Fjöldi Íslend­inga yfir 67 ára aldri mun þre­fald­ast á næstu 45 árum. Gam­alt fólk þarf meiri heil­brigð­is­þjón­ustu. Það er stað­reynd. Og við þurfum að bæta stór­kost­lega í heil­brigð­is­kerfið til að taka á þess­ari lýð­fræði­legu kúvend­ingu sem er að fara að eiga sér stað. Við erum að breyt­ast úr ungri þjóð í gamla þjóð.

En kannski eigum við bara að lækna okkur sjálf, föst í gjald­eyr­is­höft­um, með fulla vasa af leið­rétt­inga­pen­ingum í ímynd­uðu hag­vaxt­ar­um­hverfi.

Þetta er stað­an. Og for­sæt­is­ráð­herra fór í frí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None