Takið samviskufrelsi ykkar og troðið því

Auglýsing

Sam­visku­frelsi virð­ist vera hug­tak sem á ein­ungis við um presta sem vilja ekki gifta sam­kyn­hneigt fólk. Þegar því er flett upp í fjöl­miðla­vakt Credit­info kemur fram að á árunum 2005 og út ágúst­mánuð síð­ast­lið­inn hafði það komið 36 sinnum fyrir í íslenskum fjöl­miðl­um. Í öllum þeim fréttum og greinum er hug­takið notað um rétt presta til að mis­muna sam­kyn­hneigð­um.

Á síð­ustu vikum hefur hug­takið svo aftur ratað inn í frétt­ir. Frá 12. sept­em­ber, þegar Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, lagði fram fyr­ir­spurn um sam­visku­frelsi presta á Alþingi, hefur það komið fyrir í 31 frétt eða grein, nán­ast jafn mörgum og síð­ustu tæpu tíu árin á und­an. Aftur er umræðan sú sama: um rétt kirkj­unnar þegna til að neita að gefa saman sam­kyn­hneigða ef það sam­rým­ist ekki sam­visku þeirra.

Það er ekki til neitt sam­visku­frelsi í lögum

Sam­visku­frelsi er ekki skil­greint í stjórn­ar­skrá lýð­velds­ins. Þótt stjórn­ar­skráin segi að allir séu frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ingar þá veitir það skoð­ana­frelsi ekki rétt til að snið­ganga lög. Í kafl­anum um Þjóð­kirkju á Íslandi er ekk­ert minnst á það að prestar hafi rík­ari rétt til að mis­muna en aðrir þegn­ar, bjóði sam­viska þeirra þeim það. Í næsta kafla á eftir er hins vegar fjallað um mann­rétt­indi. Í 65. grein stjórn­ar­skrá­ar­innar seg­ir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyt­i“.

Auglýsing

Á Íslandi gilda ein hjú­skap­ar­lög. Í fyrstu grein lag­anna kemur fram að þau gildi um hjú­skap tveggja ein­stak­linga, óháð kyni. Nokkrir aðilar hafa leyfi til að stofna til lög­legs hjú­skap­ar. Þeir eru prestar og for­stöðu­menn skráðra trú­fé­laga sem hafa sér­staka vígslu­heim­ild sam­kvæmt lögum og borg­ara­legir vígslu­menn (sýslu­menn og lög­lærðir full­trúar þeirra).

Það er því bæði and­stætt stjórn­ar­skrá og í and­stöðu við hjú­skap­ar­lög að beita fyrir sig hug­taki sem á sér enga laga­lega stoð til að neita að gefa sam­kyn­hneigða sam­an. Raunar er ekki til nein lög­form­leg skýr­ing á því hvað felist í hug­tak­inu sam­visku­frelsi. Túlkun þess virð­ist ein­ungis á færi þeirra sem eru í sam­bandi við æðri mátt­ar­völd og er því ansi víð.

Prestar eru opin­berir starfs­menn

Og prestum ber að fara eftir lög­um. Um þá gilda ver­ald­legar reglur líkt og aðra sem búa í reglu­væddum sam­fé­lög­um. Þeir geta ekki borið fyrir sig að vera full­trúar æðri mátt­ar­valda eða órætt kristið sið­gæði og þannig fengið að snið­ganga þau lög sem passa ekki við kreddur þeirra. Kreddur sem byggja á túlkun á Biblíu sem nán­ast er hægt að túlka á hvern þann mann­hatandi hátt sem til er ef ríkur vilji er til. Ekk­ert í stjórn­ar­skrá eða lögum gerir bók­stafs­trú­ar­túlkun á Bibl­í­unni hærra undir höfði en þeim reglum sem aðrir þegnar þurfa að lifa eft­ir.

Þess utan eru prestar opin­berir starfs­menn. Þeir fá laun frá rík­inu sem eru fjár­mögnuð með skatt­fé. Á meðan að svo er þá eru prestar í þjón­ustu­hlut­verki gagn­vart þjóð­inni. Allri þjóð­inni, líka sam­kyn­hneigð­um.

Sýslu­menn, sem sinna sama hlut­verki og prestar þegar kemur að fram­fylgd hjú­skap­ar­laga, hafa ekki sam­visku­frelsi til að meina þeim að gefa saman fólk vegna þess að þeir hafa nei­kvæða skoðun á lífstíl þess. Kenn­arar mega ekki sleppa því að kenna öðrum börnum en hvítum ef sam­viska þeirra segir þeim að halda skuli íslenska kyn­stofn­inum hrein­um. Læknar mega ekki hafna því að sinna konum sem vinna úti þótt þeir séu þeirrar skoð­unar að staða þeirra sé heima við elda­vél­ina. Það þætti fjar­stæðu­kennt ef svo væri.

Stjórn­ar­skrá og lög tryggja jafn­rétti og jafn­ræði. Og opin­berum starfs­mönnum ber að fram­fylgja þeirri grund­vall­ar­rétt­læt­is­hug­mynd.

Stofnun sem gengur á vegum æðri mátt­ar­valda

En Þjóð­kirkjan telur sig ekki vera venju­lega stofn­un. Hún gengur á vegum æðri mátta­valda þótt hún sé fjár­mögnuð að fullu með ver­ald­legum skatt­pen­ingum mann­fólks óháð því hvort það sé fylgj­andi til­vist hennar eða ekki. Heild­ar­fram­lög til kirkju­mála eiga að vera 5.848 millj­ónir króna á næsta ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi. Þau hækka um 400 millj­ónir króna á milli ára. Það sam­svarar því að hver ein­asti Íslend­ingur greiði tæp­lega 18 þús­und krónur á ári til kirkju­mála á ári.

Þótt innan kirkj­unnar séu margir skyn­samir og rétt­sýnir prestar og leik­menn sem iðka sína trú með kær­leiks­boð­skap Krists að leið­ar­ljósi, í stað þeirra for­dóma gagn­vart völdum hópi sem hægt er að rök­styðja með túlk­unum á bibl­íu­texta, þá virð­ist þessi hópur ekki vera ráð­andi innan Þjóð­kirkj­unn­ar. Þessir prestar sjá að for­dómar og mið­alda­sýn þeirra sem stýra ríkis­kirkj­unni gera ekk­ert annað en að stækka það bil sem er milli þjóðar og kirkju. En kirkju­for­yst­unni virð­ist vera alveg sama.

Þegar umræða um breyt­ingar á lögum um stað­festa sam­vist stóð sem hæst síðla árs 2007 (breyt­ingar á þeim lögum tóku gildi árið 2008 með þeim hætti að prestar gátu stað­fest sam­vist sam­kvæmt lög­um) lagði þáver­andi bisk­up, Karl Sig­ur­björns­son, fram til­lögu á Kirkju­þingi þar sem lögð var áhersla á að staðið yrði áfram við hefð­bundin skiln­ing Þjóð­kirkj­unnar á hjóna­band­inu og því var ekki gert ráð fyrir að sam­kyn­hneigðir ein­stak­lingar gætu gengið í hjóna­band.

Eft­ir­maður hans á bisk­ups­stóli, Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, hefur lýst því yfir opin­ber­lega að hún vilji að prestar hafi rétt til að neita að gifta sam­kyn­hneigða. Það gerði hún í við­tali við DV skömmu eftir að hún var kjörin árið 2012. Hún hefur ekki tjáð sig um málið í þeirri umræðu­lotu sem nú stendur yfir en það hefur Krist­ján Valur Ing­ólfs­son, vígslu­biskup í Skál­holti og starf­andi biskup gert. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 í vik­unni að stjórn­ar­skráin veitti prestum frelsi til skoð­ana og sann­fær­ingar sem þeir gætu nýtt sér til að hafna því að gifta sam­kyn­hneigða.

Það er því nokkuð ljóst hvar bisk­upar síð­ustu ára standa í þess­ari umræðu.

Það þarf að breyta lögum

Það er gott að æðstu ráða­menn kirkj­unnar opin­beri þessar skoð­anir sínar ítrekað og komi því þar með á fram­færi að þeir telja sig ekki bundna af lög­um. Þá er komið kjörið tæki­færi til að draga úr áhrifa­mætti þeirra og auka aðskilnað ríkis og kirkju.

Ólöf Norð­dal inn­an­rík­is­ráð­herra, og æðsti yfir­maður þeirra presta sem þiggja laun frá íslenska rík­inu, telur að minnsta kosti að þeir, sem opin­berir starfs­menn sem fram­kvæmi hjóna­vígslum sem hafi lög­form­legar afleið­ing­ar, geti ekki hafnað því að gefa pör saman á grund­velli kyn­hneigðar þeirra. Brynjar Níels­son, vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, hefur lagt til að taka hjóna­vígslur sem lög­gjörn­ing „al­farið úr höndum for­stöðu­manna trú­fé­laga svo þeir geti blessað hjónin eða hjóna­efnin eftir því sem sam­viskan býður þeim.“

Þetta er svipuð sjón­ar­mið og Þjóð­kirkjan hefur sjálf viðrað í umræðum um rétt sam­kyn­hneigðra til jafn­ræð­is. Þegar umræða um breyt­ingar á lögum um stað­festa sam­vist og ein hjú­skap­ar­lög stóð yfir síðla árs 2007 sagði Karl Sig­ur­björns­son, þáver­andi bisk­up, við RÚV að ef hjú­skap­ar­lög­unum yrði breytt þannig að orðið hjóna­band eigi ekki lengur ein­ungis við sam­band konu og karls ætti að svipta presta rétt­inum til hjóna­vígslu. „Þá tel ég að grund­völl­ur­inn fyrir því að prestar, og for­stöðu­menn trú­fé­laga séu vígslu­menn, ég held að, þá tel ég að hann sé fall­inn“. Hjú­skap­ar­lögum var breytt með þessum hætti árið 2010 þannig að hjóna­band er nú skil­greint, sam­kvæmt lög­um, milli tveggja ein­stak­linga í stað karls og konu.

Það þarf því aug­ljós­lega að fara skarpt í það að taka lög­form­lega hjóna­vígslu alfarið úr höndum trú­felaga. Sam­hliða er hægt að draga úr fjár­streymi úr opin­berum sjóðum til þeirra.

Höfnum sam­visku­frels­inu

Og best væri auð­vitað að aðskilja ríki og kirkju að fullu þannig að svart­stakk­arnir sem hafa þessa skoðun geta haft hana í friði fyrir skatt­pen­ing­unum okkar og hinir prest­arn­ir, sem eru vel mein­andi og ekki skyni skroppn­ir, geti sinnt trú­ar­legri þjón­ustu fyrir þá sem slíka kjósa án þess að vera klyfj­aðir af kreddu­far­angri mið­alda­legra kenn­inga þeirra sem öllu ráða í Þjóð­kirkj­unni.

Allar kann­anir sýna að meiri­hluti lands­manna er hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju. Auk þess fækkar þeim sem eru skráðir í Þjóð­kirkj­una jafnt og þétt. Árið 1992 voru 92,2 pró­sent lands­manna skráðir í Þjóð­kirkj­una. Um ald­ar­mótin var það hlut­fall komið niður í 89 pró­sent og í dag er það 73,8 pró­sent. Þeim íslensku rík­is­borg­urum sem kusu að standa utan Þjóð­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­ustu ald­ar­mót. Í byrjun þessa árs voru þeir 86.357 tals­ins. Þeim hefur því fjölgað um rúm­lega 55 þús­und á 15 árum.

En fyrst og fremst þurfum við að verða sam­mála um að sam­visku­frelsi, í þeim skiln­ingi sem sumir prestar eru að nota hug­tak­ið, er ekk­ert annað en fínt og sak­leys­is­legt orð sem notað er til að fela for­dóma, for­pok­un, aft­ur­hald, andúð, hræðslu, frekju og ill­girni lít­ils hóps manna sem vill fá að skil­greina sam­fé­lagið sem við búum í út frá sínu heima­til­búna sið­gæði.

Það skulum við ekki leyfa þeim að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None