Það sem þarf að gera til að þola eigin spegilmynd

Auglýsing

Flótta­manna­vand­inn sem Evr­ópa stendur frammi fyrir er ógvæn­leg­ur. Hund­ruð þús­unda flykkj­ast frá Mið­aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku til álf­unnar í leit að betra lífi. Slíkur straumur hefur ekki átt sér stað frá því í seinni heim­styrj­öld og ljóst að sam­stillt, víð­ferm og óvenju­leg við­brögð þarf til að mæta þeirri ömurð sem blasir við flótta­fólk­inu. Víkja þarf hefð­bundnum leiðum og reglum til hlið­ar. Um er að ræða neyð­ar­á­stand, á sama hátt og þegar nátt­úru­ham­farir ganga yfir.

Um 50 millj­ónir manns hafa flúið heim­ili sín. Lítið brot þess hóps leggur á sig ótrú­lega erf­iða, og oft á tíðum lífs­hættu­lega, för til Evr­ópu til að sækja um hæli þar. Slíkt er ekki hægt í sendi­ráðum Evr­ópu­ríkj­anna í nágranna­löndum þeirra, heldur þarf fólkið að ferð­ast ólög­lega og á for­sendum svarta mark­að­ar­ins þús­undir kíló­metra til að ná loks á strendur Evr­ópu á flekum eða míg­lekum gúmmí­bát­um. Þ.e. ef það drukknar ekki á leið­inni, líkt og þús­undir hafa þegar gert.

Flótta­menn­irnir eru að flýja ástand í heima­löndum sínum sem er þess eðlis að til­veru þeirra hefur verið snúið á hvolf. Engin fram­tíð­ar­sýn er til staðar fyrir flótta­menn­ina eða börn þeirra í löndum þar sem allir inn­viðir hafa hrun­ið, stríð er við­var­andi ástand og oft á tíðum eru báðir val­kost­irnir sem berj­ast um yfir­ráðin jafn slæm­ir. Líkt og oft áður í sög­unni er full­orðið fólk til í að skilja öll sín tæki­færi og rætur eftir til að veita börn­unum sínum betra tæki­færi á sóma­sam­legri fram­tíð í fram­andi lönd­um.

Auglýsing

Getum við tekið við fimm þús­und?



Við­brögð íslensks almenn­ings við neyð flótta­fólks hafa verið mögn­uð. Þús­undir bjóð­ast til að taka að sér fólk, borga fyrir það flutn­ing, lána því hús­næði eða sjá því fyrir þeim nauð­synjum sem til þarf. Nálægt þús­und manns hafa boðið sig fram til sjálf­boða­liða­starfa. Þverpóli­tísk sam­staða hefur mynd­ast í borg­ar­stjórn Reykja­víkur um til­lögu þar sem borgin lýsir sig reiðu­búna til að taka við fleiri flótta­mönnum en áður var áætl­að. Fleiri stór sveit­ar­fé­lög hafa einnig gert það.

Mikið hefur verið rætt um töl­una fimm þús­und í sam­hengi við hversu mörgum flótta­mönnum Íslend­ingar ættu að taka við. Ef þeirri tölu yrði skipt niður á 35 stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins, í réttu hlut­falli við núver­andi íbúa­fjölda þeirra, myndi skipt­ingin verða eft­ir­far­andi:

sveitafélög

Skila­boð rík­is­stjórn­ar­innar hafa hins vegar verið afar óskýr. Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, svar­aði því ekki í fréttum RÚV á fimmtu­dag hvort Ísland væri til­búið að taka á móti fleirum en 50 flótta­mönnum heldur sagði að Íslend­ingar hefðu lagt áherslu á að taka á móti ein­stak­lingum í sér­stak­lega erf­iðri stöðu, til dæmis hinsegin fólki og ein­stæðum mæðr­um.

Á sunnu­dag hvatti hún síðan almenn­ing til að hjálpa flótta­mönnum sem hingað koma og sagði að hún per­sónu­lega vildi taka við  fleir­um. Ákvörðun um það hefði hins vegar ekki verið tek­in.

Í dag var svo mynduð ráð­herra­nefnd um mál­efni flótta­fólks og inn­flytj­enda. Í frétta­til­kynn­ingu vegna mynd­unar hennar kemur ekk­ert fram um hvort til skoð­unar sé að fjölga kvótaflótta­mönnum sem tekið verður á móti. Rík­is­stjórnin á því alveg eftir að sýna á spilin í þessum efn­um.

Andúðin tekin á nýtt stig



Morg­un­blaðið hefur hins vegar heldur betur sýnt á spilin und­an­farna daga. Þar birt­ist skýr and­staða þeirra sem skrifa rit­stjórn­ar­efni blaðs­ins við það að Íslend­ingar taki á móti fleiri flótta­mönnum í rit­stjórn­ar­grein­um. Sumir les­endur blaðs­ins eru líka mjög sam­mála skoð­unum rit­stjóra þess og hafa skrifað aðsendar greinar þar sem tekið er undir and­stöð­una.

Í leið­ara blaðs­ins í gær, sem að öllum lík­indum er skrif­aður af Davíð Odds­syni, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og rit­stjóra blaðs­ins, sagð­i:„Hér á landi fer engin umræða fram um ástæður flótta­manna­sprengj­unn­ar. Ein­göngu kjána­leg yfir­boð og sam­keppni um það hver sé snjallastur við að finna greið­ustu leið­ina til að sökkva Íslend­ingum á kaf í afleið­ingar upp­lausn­ar­inn­ar. Slík til­þrif hafa sést áður.“

Í dag voru Stak­steinar blaðs­ins, sem oftar en ekki eru not­aðir í rætnar árásir á raun­veru­lega og ímynd­aða and­stæð­inga for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi, er, líkt og oft áður, vitnað í skrif Páls Vil­hjálms­son­ar. Í þetta skiptið var Páll að tjá sig um flótta­menn. Þar sagði m.a., sam­kvæmt end­ur­birt­ingu Stak­steina: „Látum vera þótt póli­tískir lukku­ridd­arar á vinstri væng stjórn­mála komi með til­lögur um að Ísland taki við fimm þús­und flótta­mönn­um. Örvænt­ing vinstri­flokka lætur ekki að sér hæða. En við sem kusum Fram­sókn­ar­flokk og Sjálf­stæð­is­flokk og tölum máli rík­is­stjórn­ar­innar eigum betra skilið en að stjórn­ar­liðar hoppi á popúlista­vagn vinstri­manna“.

Látum vera þótt póli­tískir lukku­ridd­arar á vinstri væng stjórn­mála komi með til­lögur um að Ísland taki við fimm þús­und flótta­mönn­um. Örvænt­ing vinstri­flokka lætur ekki að sér hæða.

Í Vel­vak­anda, sem á að vera nafn­laus dálkur sem les­endur geta sent efni inn til, en er oft skrif­aður inn­an­hús án þess að það sé til­greint, er birt bréf frá manni sem titlar sig sem „skatt­greið­anda“. Í bréfi hans stendur m.a.: „Verður almennur skatt­greið­andi kátur með að lenda enn aftar í bið­röðum eftir aðstoð? Getur það hugs­an­lega valdið gremju í garð flótta­fólks­ins sem flutt er inn í æðinu? Viljum við fá öfga­hópa sem gera aðsúg að þessum gestum okk­ar? Við höfum ekki verið að standa okkur vel í flótta­manna­málum og sorg­legt er dæmið af sjúka flótta­mann­inum sem sleppt var á almenn­ing áður en heilsu­far hans var kannað og hann náði að setja líf fjölda ungra stúlkna í hættu. Íslend­ingar hafa aldrei haft nýlendur né farið með hern­aði á hendur þessa fólks (póli­tík Bjark­ar). Við eigum að vanda okkur og taka ekki við öllum því með getur flækst stór­hættu­legt fólk og við þurfum að skoða bak­grunn þess áður en við tökum við því, tökum frekar færri og gerum vel við þá. Látum þjóð­ina njóta vafans“.

Tryggur les­andi Morg­un­blaðs­ins, Stef­anía Jón­as­dóttir frá Sauð­ar­króki, skrifar oft aðsendar greinar í blað­ið. Í einni slíkri sem birt­ist í dag segir hún m.a.: „Ég mót­mæli harð­lega mót­töku hæl­is­leit­enda frá ríkjum þar sem ekki geisar stríð og ég vara ykkur við því að fjölga Albönum í land­inu. En endi­lega haldið áfram að leika ykk­ur, hlaupa mara­þon og flykkj­ast á drykkju­há­tíðir út um allt land. Ykkar er að fá á bauk­inn þegar allt fer í óefni og þið ráðið ekki við neitt á glæpa­eyj­unni Ísland­i.[...]  En það er ykkar kom­andi kyn­slóð að vinna, ekki bara fyrir ykkar lífi heldur líka til þess að halda uppi hæl­is­leit­end­um, þar sem þið lítið á það sem sið­ferð­is­lega skyldu ykkar að bjarga heim­in­um, en það geri ég ekki. Ég fædd­ist ekki til þess að standa undir heimsku mann­anna. En ég vara ykkur við, vitið þið hvað það er að missa landið sitt, sem þið munið á end­anum gera? Því sterk­ari öflin munu ráða yfir grát­klökkum kján­um.“

Það ósmekk­leg­asta af öllu sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag er síðan skop­mynd­in. Það var rit­stjórn­ar­leg ákvörðun að birta hana. Um hana er óþarfi að hafa mörg orð. Það nægir að horfa á hana.

moggamynd

Sá sem ber mesta ábyrgð



Það sem setur þessa afstöðu rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins í sér­kenni­legt sam­hengi er að fólkið sem er á flótta er margt hvert að flýja ástand sem er afleið­ing inn­rás­ar­innar í Írak sem for­sæt­is­ráð­herr­ann Davíð Ods­son studdi. Upp­gangur ISIS, ástandið í Afganistan og Pakistan og vit­an­lega upp­lausnin sem enn ríkir í Írak eru allt beinar afleið­ingar henn­ar. ISIS er síðan stór ástæða þess að Sýr­lend­ingar eru að flýja heim­ili sín.

Tveir menn ákváðu að Ísland myndi styðja þá inn­rás og veita henni lög­mæti á alþjóða­vísu. Við þá ákvörð­un­ar­töku var farið fram hjá utan­rík­is­mála­nefnd Alþing­is. Davíð er því sá Íslend­ingur sem ber mesta ábyrgð á því ástandi sem nú hrekur flótta­fólk í gúmmí­bátum yfir Mið­jarð­ar­hafið í leit að betra lífi.

Fyrir mér er mjög ein­falt að rétt­læta það að við, eitt rík­asta sam­fé­lag heims, ýtum okkar fyrsta heims vanda­málum til hliðar stund­ar­korn og bregð­umst við neyð­inni sem við okkur blasir með öllum þeim leiðum sem við finnum til þess. Við, hinn vest­ræni heim­ur, berum stóran hluta ábyrgðar á því ástandi sem hefur svipt þetta fólk til­veru þess og okkur sem mann­eskjum ber sið­ferði­leg skylda til að hlaupa undir bagga þegar lífi þús­unda manna er ógn­að.

Við getum ekki staðið hjá á hlið­ar­lín­unni. Sagan dæmir þá sem gera ekk­ert til að hjálpa ekki síður en þá sem bera ábyrgð á ömur­leik­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None