Um erfðabreytt bygg og gervikjöt

Formaður Slow Food-samtakanna á Norðurlöndum fjallar um umsókn Orf Líftækni til að fá leyfi til að rækta erfðabreytt byggyrki í landi Landgræðslunnar. „Það er margt í þessari umsókn og leyfisferlinu öllu sem vekur athygli.“

Auglýsing

Líf­tækni­fyr­ir­tæki Orf Líf­tækni ehf hefur sótt hjá Umhverf­is­stofnun um leyfi til að rækta í til­rauna­skyni erfða­breytt byggyrki í landi Land­græðsl­unnar í Gunn­ars­holti þar sem 2000 fm verða fyrst um sinn „leigð á gang­verði“ til þess. Það er nauð­syn­legt að taka strax fram að hér virð­ist ekki eiga við ræktun til að fram­leiða stofn­frumu­vaka sem verða mark­aðs­sett­ir, heldur ein­ungis ræktað í til­rauna­skyni (á þó 2000 fm til að byrja með) til að bera saman mis­mun­andi byggyrki, sam­kvæmt því sem kemur fram í umsókn­ar­gögnum og á kynn­ing­ar­fundi Umhverf­is­stofn­unar þ. 26. mars. Leyfi fyrir úti­ræktun til mark­aðs­setn­ingar heyra undir ESB til­skip­unum þar sem ákvörðun er tekin í Brus­sel, og hingað til hafa ein­ungis verið veitt slík leyfi fyrir ræktun utandyra á erfða­breyttum maísyrkjum í örfáum til­fell­um. Árið 2020 hafa alls verið veitt 5 leyfi til slepp­inga í til­rauna­skyni í 27 löndum ESB, öll á vegum rann­sókna­stofn­ana eða háskóla, ekk­ert leyfi hefur verið veitt einka­fyr­ir­tækis líkt og Orf Líf­tækni.

Það er margt í þess­ari umsókn og í leyf­is­ferl­inu öllu sem vekur athygli.

Auglýsing

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands og Ráð­gjafa­nefnd um erfða­breyttar líf­verur eru lög­bundnir umsagn­ar­að­ilar þegar umsókn um slepp­ingar erfða­breyttra líf­vera er lögð inn og var það til­felli hér, umsagn­irnar snér­ust báðar ein­ungis um tækni­leg atriði og hversu öruggt það sé að sleppa þessu erfða­breyttu byggi í landi Land­græðsl­unnar undir góðu eft­ir­liti, þó ekki sé hægt að full­yrða að þessar slepp­ingar séu með öllu áhættu­lausar – slíkt er aldrei hægt að full­yrða. Ekki var spurt um nauð­syn þess að hafa þessa til­raun utandyra í stað þess að rækta í hátækni gróð­ur­húsi sem Orf líf­tækni á í námunda við Grinda­vík. Væri það ekki eðli­legt að ganga fyrst úr skugga um það áður en leyfi sé veitt eða að mælt sé með að veita leyf­inu? Er að þró­ast í sam­fé­lag­inu hér sem ann­ars staðar „vís­inda­blindn­i“, nýyrði sem lýsir ágæt­lega hvernig er horft ein­göngu í smá­sjá án þess að gefa stóru mynd­inni gaum? Það á að sann­færa okkur um að engin hætta sé á ferð­inni, engin áhætta, því það er ekki hættu­legt að borða DNA og að jarð­veg­ur­inn mun ekki meng­ast. Það gildir kannski í 100 fm reit, en hver getur ábyrgt að það verði til­felli í 5 hekt­ara landi eins og stendur til, sam­kvæmt umsókn Orfs Líf­tækni hjá ESB, að verði notað eftir 4 ár? Hingað til hefur var­úð­ar­reglan verið reglan, hefur eitt­hvað breyst sem fór fram hjá okk­ur?

Það kom skýrt fram á kynn­ing­ar­fund­inum þegar Björn Örv­ar, vís­inda­stjóri Orf Líf­tækni, var spurður hver vís­inda­leg rök fyrir úti­ræktun vs ræktun í gróð­ur­húsi væru. Engin vís­inda­leg rök knýja á um að fram­kvæma þessar til­raunir utandyra, það er mögu­lega bara ódýr­ara full­yrðir hann. Það kom líka fram að það þurfi að bera saman hvernig erfða­breyttu plönt­urnar hög­uðu sér í Kanada og á Íslandi þar sem veð­ur­skil­yrði væru ekki þau sömu. Gengur verk­efnið út á það að gera til­raunir úti í nátt­úr­unni á Íslandi og fram­leiða svo einnig úti í nátt­úr­unni í Kana­da? eða seinna á Íslandi?

Verk­efni ORF Líf­tækni er styrkt (ca 400 milj. ÍSK) af Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum áætlun sem heitir Horizon 2020 sem var til 7 ára, 2014 til 2020, metn­að­ar­fyllsta áætlun ESB til að fjár­magna rann­sóknir og nýsköpun í löndum ESB og var til þess 80 millj­arða Evru sjóður stofn­að­ur. Mark­mið áætl­un­ar­innar er að gefa löndum ESB tæki­færi til að vera í fremstu röð í heim­inum þegar kemur að vís­inda­legum rann­sóknum og nýsköp­un, í þágu sam­fé­lags­ins alls. Flest verk­efni eru sam­starf tveggja fyr­ir­tækja eða fleiri frá ESB (eða frá löndum í EES sem sam­starfs­að­il­ar) en í þessu til­felli er ORF Líf­tækni eina fyr­ir­tækið sem stendur fyrir verk­efn­inu eins og Björn Örvar upp­lýsti á kynn­ing­ar­fund­in­um. Einnig nefndi hann mögu­leik­ana á að fram­leiða í Kanada. Í opin­berum kynn­ingum á net­inu, seg­ir: „With innovations in our technology we will prod­uce affor­da­ble, endotox­in-free growth fact­ors designed specifically for CCM: the MESOkine® line (pa­tent to be filed in June 2020). This will be done by scal­ing culti­vation from our 2000m2 state-of-t­he-­art geotherm­ally powered green­house in Iceland to in-fi­eld culti­vation sites“ eða „í gegnum nýsköpun sem okkar tækni býður uppá, munum við geta fram­leitt á við­ráð­an­legu verði, endotoxín-frí dýra­frum­vaka, sér­stak­lega hann­aða fyrir CCM (Cell Cult­ured Meat): MESOkine lína (skráð vöru­merki í júní 2020). Það verður gert með því að stækka ræktun út frá okkar 2000 m2 gróð­ur­húsi hitað upp með jarð­varma á Íslandi, út í nátt­úr­unn­i.“

Hvað á að lesa úr þessu: Er þessi umsókn um til­rauna­ræktun fyrsti vísir­inn af alls­herjar ræktun á mörgum hekt­urum í Gunn­ars­holti? Það er ekki alveg sjálf­sagt mál að ESB gefi ORF Líf­tækni leyfi til að rækta utandyra erfða­breytt bygg með stofn­fumu­vaka („Human growth fact­or­s“) – það hefur hingað til verið algjört bann fyrir þessa ræktun til mark­aðs­setn­ingar utandyra, eins og Björn Örvar við­ur­kenndi fús­lega sjálfur á kynn­ing­ar­fund­in­um. Mun ræktun og fram­leiðsla fara fram þá í landi sem ORF Líf­tækni á eða leigir við aðsetur sitt í Kanada þar sem reglu­verkið er ekki eins strangt og í ESB? Ættu þessar til­raunir að eiga sér stað inni í gróð­ur­hús­inu eins og upp­lýs­ingar á vef ESB segja, eða utandyra eins og raun ber vitni í umsókn­inni? Til­raun eða fram­leiðsla? Á Íslandi eða í Kana­da, fjár­magnað af ESB? Til hvers ann­ars að bera saman við­brögð byggyrkj­anna á Íslandi og í Kana­da?

Það eru háleitar hug­myndir hjá ORF Líf­tækni um mark­aðs­hlut­deild fyrir þetta gervi­kjöt (sem verður ekki einu sinni vegan), sem á að bjarga heim­inum með því að útrýma neyslu kjöts af dýrum (hvað segja bændur við þessu?) en það er í sjálfu sér ekk­ert að því að gera þessar til­raunir og sjá hvernig neyt­endur munu taka þessum hug­mynd­um. En er það ekki óþarfi að nota land­bún­að­ar­land til þess? Er ekki örugg­ast fyrir alla aðila að hafa þessar til­raunir – hvað þá þessa fram­leiðslu – inn­an­dyra, og að nátt­úran njóti vafans?

Leyf­is­veit­ingin er í höndum Umhverf­is­stofn­unar og er til­laga um leyfi til­bú­in. Það er kannski kom­inn tími til að minna á hlut­verk Umhverf­is­stofn­unar eins og stendur á heima­síðu þeirra:

„Um­hverf­is­stofnun hefur hag kom­andi kyn­slóða og nátt­úr­unnar að leið­ar­ljósi í stefnu­mótun og störfum stofn­un­ar­inn­ar.

Gildi Umhverf­is­stofn­unar eru fram­sýni, sam­starf og árang­ur.

Umhverf­is­stofnun er leið­andi afl í umhverf­is­málum og nátt­úru­vernd í sam­fé­lag­inu. Hlut­verk stofn­un­ar­innar er að fylgj­ast grannt með þróun mála og gæta vel­ferðar almenn­ings.“

Við krefj­umst þess að leyfi til Orfs Líf­tækni um að sleppa erfða­breyttu byggi með stofn­frumu­vaka í nátt­úru Íslands verði ekki veitt á þeim for­sendum sem lýst er í umsókn­inni, sem sagt á 2 000 fm og upp í 5 ha landi sem verður engan veg­inn kallað „til­raun­areit­ur“, en aftur á móti þeim leyft að sleppa sínum erfða­breyttu byggyrkjum í hátækni­gróð­ur­húsi þeirra í Grinda­vík þar sem öll vinnan og allt eft­ir­litið geta verið til fyr­ir­mynd­ar.

Höf­undur er for­maður Slow Food á Norð­ur­löndum og fyrr­ver­andi for­maður Slow Food á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar