Tillögur til aukins fæðuöryggis með kornrækt

Hrannar Smári Hilmarsson og Egill Gautason leggja til að stjórnvöld setji á laggirnar kynbótamiðstöð fyrir Ísland, með skýr markmið um kynbætur með fjárstuðning frá ríkinu.

Egill Gautason og Hrannar Smári Hilmarsson.
Egill Gautason og Hrannar Smári Hilmarsson.
Auglýsing

Áður höfum við fjallað um stöðu plöntu­kyn­bóta á Íslandi og þeim miklu tæki­færum sem fel­ast í efl­ingu þeirra. Hér setjum við fram til­lögur til þess að efla fæðu­ör­yggi með opin­berri fjár­fest­ingu í korn­rækt. Efl­ing korn­ræktar hér á landi myndi bylta land­bún­að­in­um, skapa nýjar atvinnu­greinar og renna stoðum undir byggð í dreif­býli.

Inn­lend korn­rækt

Korn var ræktað á fyrstu öldum íslands­byggðar en lagð­ist nær algjör­lega af frá fimmt­ándu öld fram á þá tutt­ug­ustu. Korn­rækt hefur aldrei verið lyk­il­þáttur í fæðu­öflun þjóð­ar­innar en hefur vaxið fiskur um hrygg á síð­ustu ára­tug­um. Mik­il­væg­asta korn­teg­undin hér á landi er bygg en einnig eru rækt­aðir hafrar og hveiti hér landi í litlum mæli.

Auglýsing

Fæðu­ör­yggi hefur verið í umræð­unni eftir að skýrsla Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands (Lb­hÍ) um fæðu­ör­yggi á Íslandi kom út þann 11. febr­úar síð­ast­lið­inn. Ein af nið­ur­stöðum skýrsl­unnar var að Íslend­ingar eru háðir inn­flutn­ingi á ýmsum vörum til land­bún­að­ar­fram­leiðslu en einnig land­bún­að­ar­af­urðum erlendis frá, þar á meðal korn­vöru. Stór hluti af fóð­ur­korni er inn­fluttur og næstum allt korn til mann­eld­is. Ekki er víst að hægt sé að reiða sig á stöðugt fram­boð korns erlendis frá til fram­búðar þar sem lofts­lags­breyt­ingar ógna fæðu­fram­boði á heims­vísu. Grettistaki hefur verið lyft í efl­ingu fæðu­ör­yggis und­an­farna ára­tugi í lönd­unum í kringum okk­ur.

F­innar eru svo gott sem sjálfum sér nógir í hveiti, rúgi og höfrum og eru raunar stór­út­flytj­endur á hafra­mjöli. Norð­menn settu sér mark­mið um að fram­leiða eigin korn­vörur og eru nú orðnir sjálfum sér nógir um hafra og rækta stóran hluta af því fóð­ur­hveiti sem notað er í Nor­egi. Þessi mark­mið náð­ust með sam­eig­in­legu átaki til að efla korn­rækt með kyn­bótum og efl­ingu mark­að­ar­ins. Við ættum að líta til árang­urs þess­ara frænd­þjóða okk­ar.

Til að efla fæðu­ör­yggi á Íslandi með korn­rækt þarf kyn­bætur á helstu korn­teg­undum fyrir íslenskar aðstæður og að skapa markað fyrir afurð­irn­ar. Að okkar mati er ekki nóg að gera annað hvort, og hvort tveggja krefst opin­berar fjár­fest­ing­ar.

Korn­sam­lag

Við leggjum til að hið opin­bera styðji við stofnun korn­sam­lags hér á landi að nor­rænni fyr­ir­mynd. Á Norð­ur­löndum eru sam­vinnu­fé­lög í eigu bænda, til dæmis Felleskjøpet í Nor­egi og DLG í Dan­mörku, sem kaupa korn af bændum og selja til kaup­enda. Ekk­ert slíkt félag er starf­andi á Íslandi. Við leggjum til að íslenskt korn­sam­lag verði sam­vinnu­fé­lag, en það gæti líka verið sjálfs­eign­ar­stofnun eða hluta­fé­lag í eigu Bænda­sam­taka Íslands og rík­is­ins. Hlut­verk korn­sam­lags­ins væri að kaupa, þurrka, geyma og selja korn til sér­hæfðra fyr­ir­tækja í fóð­ur­gerð og mat­væla­fram­leiðslu sem byggja sína fram­leiðslu núna mest á erlendu hrá­efni. Slíkt korn­sam­lag er for­senda fyrir stöð­ugum korn­mark­aði. Eins og staðan er þurfa íslenskir korn­bændur að afla sér þekk­ingar og allra aðfanga til rækt­un­ar, verk­un­ar, geymslu og mark­aðs­setn­ingar á sínu korni. Við slíkar aðstæður verður ekki byggður upp öfl­ugur iðn­aður með inn­lenda kornvöru, ekki frekar en ef kúa­bændur þyrftu að fram­leiða, vinna, pakka og selja sína mjólk sjálfir frá hverjum bæ, eða ef sjó­menn seldu fisk­inn “beint úr bátn­um”. Slík starf­semi verður alltaf hlið­ar­grein frá kjarna­starf­semi grein­ar­inn­ar.

Korn­sam­lag gæfi út verð­skrá, eins og aðrar afurða­stöðv­ar, og hag­aði kaup­verði eftir gæð­um. Korn­sam­lagið hefði svo til sölu korn til mat­væla­iðn­að­ar­ins eða fóð­ur­fram­leið­enda eftir gæða­kröfum iðn­að­ar­ins.

Bændur og ráðamenn ættu að huga að stofnun kornsamlags og ná samkomulagi um fyrirkomulagið meðal bænda og annara hagaðila.  Mynd: Pixabay

Þegar fram reiðir gæti korn­sam­lagið fram­leitt sáð­vöru af íslenskum korn­teg­undum og selt inn­lendum dreif­ing­ar­að­ilum í sam­keppni við erlenda fram­leið­end­ur. Tekjur af sáð­vöru­fram­leiðsl­unni gætu nýst í kyn­bóta­starf eða annað þró­un­ar­starf í grein­inni. Íslenskt korn­sam­lag starf­rækti miklar korn­geymsl­ur, sem stuðla að fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar. Inn­lend sáð­vöru­fram­leiðsla eflir einnig fæðu­ör­yggi og sjálf­stæði þjóð­ar­innar þar sem bændur væru þá ekki háðir erlendum fyr­ir­tækjum um sáð­vöru. Mark­miðið með þeim fjár­fest­ingum hins opin­bera sem við leggjum til er ekki aðeins að auka fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar og efla íslenskan land­bún­að, heldur einnig að skapa sjálf­bært félag sem þarf ekki á opin­berum fjár­fram­lögum að halda og heldur áfram að skapa hag­sæld fyrir sam­fé­lagið til fram­tíð­ar.

Við leggjum ekki til að ríkið skipti sér mikið af starf­semi félags­ins en við teljum nauð­syn­legt að hið opin­bera styðji við stofnun þess, marki því hlut­verk, og setji mögu­lega sér­stök lög um starf­sem­ina. Félagið yrði styrkt á upp­hafs­árum sínum með fjár­fram­lögum eða end­ur­greiðslum úr rík­is­sjóði með það mark­mið að búa til umhverfi fyrir korn­rækt sem er sam­bæri­legt því sem bændur á Norð­ur­löndum búa við. Við teljum að korn­ræktin væri best sett í sam­bæri­legu umhverfi og er í lönd­unum í kringum okk­ur, en þörf er á að ríkið taki frum­kvæði til þess að koma mark­aðnum í það horf.

Kyn­bóta­mið­stöð

Okkar til­laga er að stjórn­völd setji á lagg­irnar kyn­bóta­mið­stöð fyrir Ísland, með skýr mark­mið um kyn­bætur með fjár­stuðn­ing frá rík­inu. Slík mið­stöð gæti verið hýst innan LbhÍ og nyti góðs af þeirri þekk­ingu, aðbún­aði og rann­sóknum sem þar er inn­an­borðs. Fyr­ir­mynd að svona stofnun er í Sví­þjóð, þar sem sér­stök plöntu­kyn­bóta­stofnun er rekin innan sænska land­bún­að­ar­há­skól­ans (SLU), með fjár­fram­lagi frá sænska rík­inu.

Árs­skýrslur kyn­bóta­mið­stöðv­ar­innar yrðu opin­berar þar sem gerð yrði grein fyrir ávinn­ingi hvers árs. Að tíu árum liðnum væri eðli­leg arð­sem­is­krafa að verk­efnið hefði skilað einu yrki fyrir hverja korn­teg­und sem íslenskum bændum stæði til boða að rækta. Eftir því sem kyn­bótum í korn­teg­und­unum reiðir fram munu gæði og öryggi upp­sker­unnar aukast, verð til bænda hækka, kostn­aður við fram­leiðsl­una minnka og eft­ir­spurn aukast.

Auglýsing

Kyn­bæt­urnar gætu miðað að því að auka magn, gæði og stöð­ug­leika upp­skeru við íslenskar aðstæð­ur. Til að byrja með gæti fjár­magnið numið 20 millj­ónum á ári fyrir hverja teg­und og kyn­bóta­starf haf­ist í helstu korn­teg­und­um, til dæmis byggi, höfrum og hveiti. Þar að auki mætti bæta við olíu­repju til þess að tryggja öryggi í lífol­íu­fram­leiðslu, ásamt kyn­bótum í fjöl­ærum fóð­ur­gras­teg­undum eins og rýgresi og vall­ar­foxgrasi.

Þó að kyn­bóta­verk­efni þurfi að aðlag­ast hverri teg­und fyrir sig er tals­verður mögu­leiki á sam­legð­ar­á­hrifum milli verk­efna og því eðli­legt að þau séu hýst hjá sama aðila. Þekk­ingin og vinnan er afar sér­hæfð og því færi vel að einn opin­ber aðili héldi utan um gögn og útreikn­inga fyrir kyn­bóta­starf í land­inu. Sam­starf við Skóg­rækt­ina um kyn­bætur nytjatrjá­teg­unda væri því skyn­sam­legt. Að auki gæti komið til greina að kyn­bæta skraut­jurtir, ynd­is­gróður og land­græðslu­jurtir fyrir íslenskar aðstæð­ur. Þá gæti kyn­bóta­mið­stöð einnig haft sam­starf við sam­tök bænda um kyn­bætur hús­dýra. Lyk­il­at­riði er að auka menntun á sviði kyn­bóta, og hafa öfl­ugt sam­starf við erlenda háskóla og rann­sókn­ar­stofn­anir ásamt öfl­ugu inn­lendu sam­starfi.

Áskorun til stjórn­valda

Við höfum orðið varir við að ýmsir stjórn­mála­menn, sem og tals­menn bænda, hafa talað fyrir efl­ingu korn­ræktar á und­an­förnum árum. Þró­unin hefur þó verið sú að um það bil helm­ings sam­dráttur hefur orðið í grein­inni á síð­asta ára­tug. Í skýrslum hefur verið bent á skort­inn á fjár­munum til kyn­bóta­starfs, og vöntun á korn­mark­aði, en lítið hefur verið gert til að bæta úr þeim mál­um. Þá eru nið­ur­greiðslur til íslenskrar korn­ræktar enn umtals­vert lægri að upp­hæð en sam­bæri­legir styrkir í Evr­ópu­sam­band­inu.

Bændur og ráða­menn ættu að huga að stofnun korn­sam­lags og ná sam­komu­lagi um fyr­ir­komu­lagið meðal bænda og ann­ara hag­að­ila. Félagið myndi síðan að aflok­inni fýsi­leika­grein­ingu stofn­setja þurrk­un­ar-og geymslu­stöðvar sem ein­falt væri að stækka með auk­inni fram­leiðslu.

Að okkar mati verður að koma til þeirra fjár­fest­inga sem við leggjum til hér ef ráða­menn vilja efla íslenska korn­rækt. Báðar fjár­fest­ing­arnar eru jafn nauð­syn­legar og óað­skilj­an­legur hluti af lausn­inni. Vita­skuld má deila um útfærslur á fram­kvæmd­inni, en án fjár­fest­ingar til efl­ingar korn­mark­að­ar, og fjár­fest­ingar í kyn­bót­um, er nær öruggt að korn­ræktin verði jað­ar­grein, einkum stunduð af áhuga eða dregin áfram af ástríðu bænda. En bændur geta ekki lengur dregið plóg­inn einir í þessu máli. Þörf er á að hið opin­bera marki stefnu í korn­rækt­ar- og fæðu­ör­ygg­is­mál­um, og ráð­ist í þær fjár­fest­ingar sem eru nauð­syn­legar svo korn­ræktin megi dafna.

Höf­und­ar: Hrannar Smári Hilm­ars­son, til­rauna­stjóri í jarð­rækt við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands og Egill Gauta­son, dokt­or­snemi í kyn­bóta­fræðum við Árósa­há­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar