Upplýsingafulltrúi á launum hjá almenningi býr til andstæðinga

Auglýsing

Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, skrifar grein sem birt­ist á Kjarn­anum í dag með fyr­ir­sögn­inni „Leið­rétt­ingin hefur hverf­andi áhrif á verð­bólg­u“. Þar segir hann meðal ann­ars að vel heppnuð skulda­leið­rétt­ing rík­is­stjórn­ar­innar hafi „farið mjög fyrir brjóstið á póli­tískur and­stæð­ing­um“ henn­ar.

Sig­urður Már fjallar í kjöl­farið um að „hrakspár spá­manna, m.a. Kjarn­ans, um stór­aukna verð­bólgu hafa aug­ljós­lega ekki gengið eft­ir. Verð­bólgu­vænt­ingar hafa ekki hækkað vegna Leið­rétt­ing­ar­innar sem senni­lega kemur til af ánægju mark­aðs­að­ila með fram­kvæmd henn­ar“. Þessa pillu rök­styður upp­lýs­inga­full­trú­inn síðan með því að verð­bólga sé lít­il.

Sig­urður Már full­yrðir svo eft­ir­far­andi: „Þann 27. mars sl. kynnti Kjarn­inn þá stór­frétt að Leið­rétt­ingin ýtti undir verð­bólgu.  Þá hafði verð­bólgan hækkað einn mán­uð­inn og var 1,6%, eða tæpu pró­sentu­stigi lægri en verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans. Ekki taldi Kjarn­inn það hins vegar frétt­næmt mán­uði síðar þegar verð­bólgan fór niður í 1,4%. Það er ein­fald­lega frá­leitt að bera verð­bólgu­á­hrif Leið­rétt­ing­ar­innar saman við þá verð­bólguógn sem stafar af kjara­samn­ing­um. Þangað ættu tíð­inda­menn Kjarn­ans að beina sjónum sín­um.“

Auglýsing

Hærra hús­næð­is­verð=hærri verð­bólga



Þessi fram­setn­ing er veru­lega skökk. Til að byrja með treystir Sig­urður Már sér ekki til að full­yrða að skulda­leið­rétt­ingin valdi ekki verð­bólgu, heldur segir hana hafa hverf­andi áhrif. Ástæðan er vænt­an­lega sú að hann veit, líkt og allir grein­ing­ar­að­ilar utan þess sem rík­is­stjórnin réð sér­stak­lega til þess að greina verð­bólgu­á­hrif, hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að leið­rétt­ingin muni skapa verð­bólgu. En þeir eru kannski allir póli­tískir and­stæð­ing­ar.

Áhrif skulda­leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem byrjað var að greiða út á fyrstu mán­uðum þessa árs, eru rétt að byrja að koma í ljós. Það er kannski bara til­viljun að raun­fast­eigna­verð hafi hækkað um fimm pró­sent á síð­ustu mán­uð­um, á sama tíma og áhrif leið­rétt­ing­ar­innar byrja að tikka inn, en lík­legra er að um ruðn­ings­á­hrif vegna leið­rétt­ing­ar­innar sé að ræða. Enda hefur íbúða­verð hækkað meira á nokkrum mán­uðum en næstum árið á und­an.

Á Íslandi er hús­næð­islið­ur­inn hluti af neyslu­vísi­töl­unni og því leiðir hækk­andi hús­næð­is­verð til­...hærri verð­bólgu. Án hús­næð­islið­ar­ins hefði verið verð­hjöðnun á Íslandi und­an­farna mán­uði.

Sig­urður Már virð­ist halda að lág verð­bólga sé vegna ánægju með leið­rétt­ing­una. Í nýbirtu Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands segir að verð­bólga hafi verið tölu­vert undir verð­bólgu­mark­miði þorra síð­asta árs, en hafi hækkað síðan þá. „Sterkt gengi krón­unnar ásamt lágu inn­flutn­ings­verði, einkum olíu, ræður miklu um verð­bólgu­stig­ið. Horfur eru á að verð­bólga auk­ist hóf­lega næstu miss­erin en hún gæti auk­ist mun hraðar ef olíu­verð hækkar umtals­vert á ný eða ef samið verður um ríf­legar launa­hækk­anir í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­u­m.“ Seðla­bank­inn er því þeirrar skoð­unar að það sé einkum verð­lækkun á olíu sem veldur lægri verð­bólgu. En hann er kannski líka póli­tískur and­stæð­ing­ur.

Sig­urður Már klikkir síðan út að Kjarn­inn hafi flutt frétt um að Leið­rétt­ingin hefði ýtt undir verð­bólgu. Hann lætur í það skína að eitt­hvað óeðli­legt hafi ráðið þeim frétta­flutn­ingi og segir að Kjarn­inn hafi ekki séð til­efni til að segja fréttir af því næstu mán­að­ar­mót eftir þegar verð­bólgan lækk­aði lít­il­lega.

Ekki skoðun heldur nið­ur­staða grein­ing­ar­deildar



Í fyrsta lagi var sú frétt Kjarn­ans sem Sig­urður Már vísar í um grein­ingu Grein­ing­ar­deildar Íslands­banka. Hún benti á að vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu, hafi hækkað um eitt pró­sentu­stig milli febr­úar og mars­mán­aða og að jafn snörp hækkun hafi ekki átt sér stað milli mán­aða síðan í febr­úar 2013. Nið­ur­staða Grein­ing­ar­deildar Íslands­banka, ekki Kjarn­ans, var sú að þessi hækkun væri, að minnsta kosti að hluta, til­komin vegna Leið­rétt­ing­ar­innar enda hafi áhrif hennar á greiðslu­byrði og veð­rými lán­tak­enda að lang­mestu leyti komið fram á því tíma­bili.

Grein­ing­ar­deildin bætti svo um betur í apríl þegar hún sagði að hröð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna og áhrif aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar á verð­tryggðum lánum heim­ila, hin svo­nefnda Leið­rétt­ing, eru und­ir­liggj­andi ástæður þess að hækkun íbúða­verðs hefur verið hröð und­an­far­ið. Þessi hækkun hefur einnig valdið auk­inn­i verð­bólgu og þar með „dregið úr þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að.“ ­Grein­ing­ar­deild Íslands­banka er lík­lega póli­tískur and­stæð­ing­ur.

Og það er rangt að Kjarn­inn hafi ekki greint frá því að verð­bólga hafi lækkað um síð­ustu mán­að­ar­mót. Þá frétt má lesa hér.

Í rit­stjórn­ar­efni Kjarn­ans hefur aldrei verið borið saman verð­bólgu­á­hrif Leið­rétt­ing­ar­innar ann­ars vegar og hins vegar sú ógn sem starfi af kjara­samn­ing­um. Þeir tíð­inda­menn sem Sig­urður Már ræðir um eru því aðrir en Kjarn­ans.

Það stendur því eig­in­lega ekk­ert eftir af mál­flutn­ingi upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar nema rangar ásak­an­ir.

Varð­hundur hags­muna og sjón­ar­miða



Kjarn­inn hefur verið ber­orður í  skoð­ana­greinum um Leið­rétt­ing­una. Hún er að mati rit­stjórnar hans órétt­lát og til­vilj­un­ar­kennd aðgerð sem veld­ur hækkun á verð­bólgu og ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði. Þetta eyk­ur­ mis­skipt­ingu milli þeirra sem eiga mikið og þeirra sem eiga ekk­ert í íslensku sam­fé­lagi, þeim sem eiga mikið í hag. Pen­ing­arnir sem verið er að gefa úr rík­is­sjóði enda að hluta til hjá efna­fólki á meðan að þeir sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu fá ekk­ert út úr Leið­rétt­ing­unni annað en hærra verð á hús­næði (sem þeir hafa hvorki efni á að kaupa eða leigja) og aukna verð­bólgu. Þessi afstaða rit­stjórnar Kjarn­ans byggir á skyn­semi og gögnum eftir að stað­reyndir máls­ins höfðu verið skoð­að­ar. Um þessa afstöðu má til dæmis lesa hér.

Afstað­an hefur lík­ast til gert okkur að póli­tískum and­stæð­ingum rík­is­stjórn­ar­innar í huga Sig­urðar Más og því ákveður hann að beina röngum full­yrð­ingum sínum að Kjarn­an­um.

Við þetta er margt að athuga. Sig­urður Már er upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórnar Íslands. Hann er á launum hjá almenn­ingi. Þau laun virð­ist hann þiggja fyrir að vera varð­hundur sjón­ar­miða ákveð­ins hluta rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þess hluta sem á mikið póli­tískt undir því að Leið­rétt­ingin verði litin jákvæðum aug­um. Í starfi hans virð­ist því fel­ast mun frekar spuni en nokkurn tím­ann upp­lýs­inga­gjöf. Það er óskilj­an­legt að skatt­greið­endur þurfi að greiða beint fyrir slíkt starf. Betur færi á því að flokk­arnir sem telja sig njóta ábata af spunanum greiði fyrir hann af sínu rekstr­ar­fé.

Ef þú ert ekki sam­mála mér þá ertu and­stæð­ingur



Í þeirri grein sem Sig­urður Már birti á Kjarn­anum í dag sjást til­þrif sem hafa verið ein­kenn­andi fyrir hann í því starfi sem hann gegn­ir. Þar er verið að reyna að hólfa þá sem eru ósam­mála honum og hans yfir­mönnum niður sem ein­hverja sér­staka „and­stæð­inga“. Í þann hóp falla þá vænt­an­lega þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á borð við Pétur Blön­dal, Vil­hjálm Bjarna­son og vara­þing­mann­inn Odd­geir Ágúst Ottesen sem allir hafa gagn­rýnt Leið­rétt­ing­una. Fleiri skoð­anir en ein á for­dæma­lausum stjórn­valds­að­gerðum rúm­ast víst ekki í svart hvítum heimi Sig­urðar Más.

Verst er þó nið­ur­lag pistils upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem hann segir „tíð­inda­mönn­um“ Kjarn­ans hvert þeir eigi að beina sjónum sín­um. Er það hlut­verk hans að segja fjöl­miðlum hvað þeir eigi að skrifa um? Hvaða fréttir skipti máli og hverjar ekki? Nei, og það er bein­línis ósmekk­legt hjá manni í hans stöðu að leggja slíkt til.

Það blasir við að mik­ill titr­ingur er á meðal þeirra sem bundu sitt pólitiska líf við Leið­rétt­ing­una. Fram­kvæmd hennar hefur ekki skilað þeim neinu nema fylgis­tapi. En það rétt­lætir ekki þá aðgerð ­upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar að bera ósann­ind­i ­upp á nafn­greindan fjöl­miðil sem hefur skrifað skoð­ana­greinar um hversu vond aðgerð tug­millj­arða króna pen­inga­gjöf úr rík­is­sjóði til sumra var. Rit­aðir fjöl­miðlar hafa alltaf haft skoð­anir á stærstu mál­efnum líð­andi stund­ar. Og óþol Sig­urðar Más gagn­vart þeim munu ekki breyta neinu þar um. Að minnsta kosti ekki hjá rit­stjórn Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None