Útskýring – leikrit í einum þætti

Anna Dóra Antonsdóttir, rithöfundur, skrifar leikrit um meðlimi í „sérstöku Öryggisráði plágunnar sem stofnað var á dögum heimsfaraldurs“.

Auglýsing

Sviðið er fund­ar­her­bergi á ótil­greindum stað. Fund­ar­borð og átta stólar á sviði.

Per­sónur eru 8: For­sæt­is­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, sótt­varn­ar­ráð­herra, flug- og rútu­bíla­ráð­herra, sá bólu­setti (aldr­aður maður með staf), sá óbólu­setti, litli síma­mað­ur­inn og full­trúi lækna.

Allar per­sónur eru með­limir í Sér­stöku Örygg­is­ráði plág­unnar sem stofnað var á dögum heims­far­ald­urs. Deilur stóðu um hvort litli síma­mað­ur­inn ætti erindi í slíkt Ráð en nið­ur­staðan varð sú að það gæfi Ráð­inu trú­verð­ugan svip út á við.

For­sæt­is­ráð­h.: Þar sem ég er sjálf­skip­aður fund­ar­stjóri býð ég ykkur öll vel­komin og vona að umræður verði mál­efna­leg­ar. Ennþá er vá fyrir dyrum í sam­fé­lag­inu þar sem enn grein­ast smit, nú er ind­verska veiran komin til lands­ins og hópsmit úti á landi.

Sótt­varn­ar­ráð­h.: Ég er óró­leg­ur, ég verð að segja það. B.1.617 er ekk­ert lamb að leika sér við. Ég hefði lík­lega átt að vera ákveðn­ari í reglu­gerð­un­um. Kannski hefði átt að vanda betur síð­asta frum­varp.

Fjár­mála­ráð­h.: Síð­asta frum­varp, bíddu, hvaða frum­varp var það nú aft­ur? Var það kross­götu­frum­varp­ið?

Litli símam.: (Skelli­hlæj­andi) Kross­göt­ur, hvert lágu þessar götur all­ar? Var ein­hver smit­laus gata?

For­sæt­is­ráð­h.: (Lítur hvasst á litla síma­mann­inn) Ég frá­bið mér allan gal­gopa­skap, þetta verður að taka alvar­lega. Strák­arnir eru víst farnir að aug­lýsa á Times Squ­are svo eitt­hvað verður til bragðs að taka. Þeir vilja fara að fá pen­inga í kass­ann aum­ingja menn­irn­ir, ann­ars fáum við bara flug­geir­ann í fang­ið.

Hitt er spurn­ing hvort við ættum ekki að bólu­setja rík­is­stjórn­ina í þriðja sinn, svona til örygg­is.

(Litli síma­mað­ur­inn hlær ákaft og sá óbólu­setti býr sig undir að taka til máls).

Auglýsing

Flug- og rútu­b.ráð­h.: (Lágt við fjár­mála­ráð­herra sem situr við hlið hans) Ég var alltaf á móti því að hleypa litla síma­mann­inum í þetta Ráð. (Hærra) Auð­vitað vilja allir pen­inga í kass­ann og það verður bara að segja eins og er að ferm­ing­ar, brúð­kaup og jarð­ar­farir gefa lítið af sér, að minnsta kosti í sam­an­burði við bless­aða túristana. Túrist­arnir koma með pen­ing­ana sem við þurfum svo sárt á að halda.

Sá óbólu­setti: (Óþol­in­móð­ur) Mætti maður taka til máls, minn hópur er auð­vitað algjör­lega and­vígur opnun landamæra og við höfum á til­finn­ing­unni að bólu­efni sé af skorn ...

Sótt­varn­ar­ráð­h.: (Grípur fram í) Við höfum nægar brigðir af þessu danska þarna – Jan­sen og Kín­verjar hafa lofað okkur ótak­mörk­uðu magni af sínu efni, þeir eru nú alltaf í þuml­inum við okk­ur. Svo hafði Kýpur sam­band, og vildi bjóða okkur bólu­efni sem þeir fram­leiða, þeir mega nú kall­ast vina­þjóð okkar og mér finnst ekki skipta höf­uð­máli hvort Evr­ópu­sam­bandið er búið að leggja blessun sína yfir það. Við eigum bara að sprauta með því sem við fáum. Okkur kemur ekk­ert við hvað Norð­menn og Danir eru að banna eða ekki banna.

Fjár­mála­ráð­h.: (Hallar sér fram á borðið með hönd á lofti) Algjör­lega sam­mála síð­asta ræðu­manni. Danir voru búnir að stjórn­ast nógu lengi með okk­ur, við hlustum ekki á bullið í þeim leng­ur. (Þegir smá­stund) Eða þá Norð­menn, sem vildu og vilja enn stela sjálfum Snorra Sturlu­syni frá okkur og kon­unga­sög­unum og, og …

For­sæt­is­ráð­h.: Svona, svona við skulum halda okkur við efn­ið, bólu­efn­ið.

Sá bólu­setti: Já, í öllum guð­anna bænum takið hlut­unum með ró, nú er búið að bólu­setja fullt af fólki, fullt af fólki ...

Sá óbólu­setti: (Grípur fram í, orð­inn mjög æst­ur) Þú getur trútt um tal­að, kom­inn á eft­ir­laun og þarft ekk­ert fyrir líf­inu að hafa, en við, við sem berum atvinnu­lífið uppi og fram­færsl­una, við eigum bara að vera úti í kuld­anum og veikj­ast. Ég segi það satt að ...

Litli símam.: (Iðar í skinn­inu) Já láttu þá hafa það óþveg­ið, ætli sé ekki komin bull­andi spill­ing í þessi bólu­setn­ing­ar­mál, lyfja­fyr­ir­tækin græða og græða, Ind­verjar eiga í vök að verj­ast og við eyðum tím­anum í einskis nýtar umræð­ur.

For­sæt­is­ráð­h.: Þið eruð með alltof mikil framíköll, mér finnst ég sé að missa tökin á fund­in­um, ég bið ykkur að rétta upp hönd og þá fáið þið orð­ið.

Full­trúi lækna: (Réttir upp hönd) Það verða öll sjón­ar­mið að koma fram, við læknar erum fremur and­vígir opnun landamæra og ég verð bara að segja að þegar heims­far­aldur geisar ætti heldur að hlusta á lækna en for­ystu­mann ferða­mála sem útskýrir allt á einn veg sem sé: okkur vantar túrista, okkur vantar pen­inga. Við verðum líka að huga að sjúkra­hús­plássum, og mann­skap. Það þarf mann­skap til að sprauta, gleymið því ekki, hvort sem við tölum um Jan­sen, Kín­verja eða Kýp­ur. Heims­plága getur staðið lengi yfir.

Flug- og rútu­b.ráð­h.: (Mjög óþol­in­móð­ur) Já, já já, stóra­bóla gekk í margar aldir og voru það ekki prestar og hrepp­stjórar sem bólu­settu við henni, ekki man ég bet­ur, við getum látið prest­ana bólu­setja þeir kunna bæði grísku og lat­ínu og geta vel lært að fara með sprautu­nál, það geta raunar allir lært.

Og ég segi bara, ekki tala illa um útskýr­ingar ferða­málafor­yst­unn­ar. (Lágt við fjár­mála­ráð­herra) Við hefðum eig­in­lega átt að fá Útskýrand­ann sjálfan sem gest á fund­inn, hann er svo sann­fær­andi. (Enn lægri röddu) Hann er að setja pressu á okkur fyrir kosn­ing­arnar í haust. Þeir vilja auð­vitað fá okkur aftur í stjórn­ar­ráð­ið.

Fjár­mála­ráð­h.: (Svarar flug og rútu­b.ráðh í sömu tón­teg­und) Já, að okkur skyldi ekki detta það í hug. Hann hefði tekið þetta lið niður á auga­bragði, eða bara að fá Boga.

For­sæt­is­ráð­h.: ( Hefur fylgst með hjali fjár­mála­ráðh. og flug og rútu­b.ráð­h.) Ég bendi á að þetta er fundur um sótt­varnir og bendi líka á að Íslandi er ekki stjórnað af sér­hags­muna­öfl­um.

(Flestir fund­ar­menn skella uppúr og fjár­mála­ráð­herra hlær hátt).

Sótt­varn­ar­ráð­h.: (Óeðli­lega hátt) Þeir sem voru utan sótt­kvíar í gær voru til­tölu­lega nýkom­inn til lands­ins og gætu hafa sloppið í gegnum kerfið á landa­mær­unum og valdið smit­um. Þetta þarf að skoða. Hins vegar hefur smitum á landa­mær­unum fækkað að und­an­förnu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa vænt­an­lega hjálpað þar til­. Ég held að það sé engin sér­stök ástæða til að hafa áhyggj­ur. Núgild­andi aðgerðir duga gegn B.1.617. myndi ég halda. 

Litli símam.: (Enn hlæj­andi) Herra Sótt­varn­ar­ráð­herra heitir vænti ég ekki Ragnar Reykás?

For­sæt­is­ráð­h.: Ég bið fund­ar­menn að gæta allrar kurt­eisi. (Reiði­lega til litla síma­manns­ins) Og enga hót­fyndni hér.

(Há­vær hlátur litla síma­manns­ins kveður við og deyr smán saman út).

Tjaldið

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar