Auglýsing

Komið hefur í ljós að rík­is­stofn­anir hafa farið sjö millj­arða króna fram úr skömmt­uðum fjár­heim­ildum á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2014. Það er mik­il­vægt og göf­ugt mark­mið að halda stofn­unum rík­is­bákns­ins innan þess ramma sem þeim er snið­inn. Slíkt vinnur gegn þjóð­ar­sjúk­dómnum verð­bólgu og er þess utan auð­vitað góð stjórn­sýsla. Til­gang­ur­inn er enda sá að við eyðum minna en við öflum og getum þar af leið­andi nýtt við­bót­arfé til nauð­syn­legra nið­ur­greiðslna á allt of háum skuldum eða ann­arra góðra verka.

Það er því eðli­legt að for­stöðu­menn þeirra stofn­ana sem hafa farið fram úr fjár­heim­ildum séu kall­aðir fyrir fjár­laga­nefnd og látnir útskýra fram­úr­keyrsl­una. Það er hins vegar í besta falli hjá­kát­legt, og í versta falli algjör­lega súr­r­eal­ískt, að heyra stór­yrta stjórn­ar­þing­menn tala dig­ur­barka­lega um það í sam­hengi við fram­úr­keyrsl­una að það verði að ríkja agi í rík­is­málum til að bæta lífs­kjör. Fram­úr­keyrslan standi í vegi fyrir þeim bættu lífs­kjörum og hún verði ekki liðin leng­ur. Sætti for­stöðu­menn stofn­ana sig ekki við það geti þeir fundið sér eitt­hvað annað að gera.

Snjó­mokst­ur, sjúk­lingar og barnatann­lækn­ingar



Nú hafa flestir for­stöðu­menn þeirra stofn­ana sem fóru fram úr fjár­heim­ildum þegar boðið upp á skýr­ingar á því í fjöl­miðl­um. Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Lands­spít­al­ans, sagði að álag hefði auk­ist og dreifð starf­semi spít­al­ans í, að sumu leyti, ónýtu hús­næði skapað gíf­ur­legt óhag­ræði sem væri til komið vegna þess að ekki hefði enn verið ráð­ist í bygg­ingu nýs Land­spít­ala.

Vega­gerðin útskýrði að hennar fram­úr­keyrsla hefði aðal­lega verið vegna þess að snjó­mokstur hefði verið miklu meiri en áætl­anir hefðu gert ráð fyr­ir. Stein­grímur Ari Ara­son, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga rík­is­ins, sagði að fram­úr­keyrsla hans stofn­unar hefði aðal­lega verið vegna þess að hún hefði þurft að borga meira út vegna lækn­is­­­kostn­aðar og lyfja. Sú kostn­að­ar­­aukn­ing er meðal ann­ars til­komin vegna samn­inga sem gerðir voru við sér­fræði­lækna og samn­ings sem gerður var við tann­lækna um barnatann­lækn­ing­ar. Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fór líka fram úr heim­ild­um.

Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hefur reyndar sagt að emb­ættið sé innan þeirra heim­ilda sem því hafi verið sniðnar árið 2010. Ástæða fram­úr­keyrslu nú sé sú að enn sé verið að rann­saka mál sem emb­ættið var stofnað með lögum til að rann­saka.

Séu þessar skýr­ingar rétt­ar, sem er í raun engin ástæða til að rengja, hefði Land­spít­al­inn átt að vísa veiku fólki frá frekar en að fara fram úr fjár­heim­ild­um. Vega­gerðin hefði ekki átt að moka snjó af stofnæðum eða þjóð­vegum þegar ofan­koman ógn­aði dag­legu gang­verki og öryggi sam­­fé­lags­ins. Sjúkra­trygg­ingar hefðu ein­fald­lega átt að neita að borga fyrir barnatann­lækn­ingar eða heim­sóknir fólks til sér­fræð­inga þar sem pen­ing­ur­inn var búinn. Og Sér­stakur sak­sókn­ari hefði átt að hætta að rann­saka eða sak­sækja valin mál. Ýmsir þing­menn væru örugg­lega til í að hjálpa ­emb­ætt­inu að velja hvaða mál yrðu fyrir val­inu.

Tug­millj­arða pen­inga­gjafir ekki aga­leysi?



Sömu stjórn­ar­þing­menn­irnir og telja þessa sjö millj­arða króna fram­úr­keyrslu vegna mót­töku sjúk­linga, snjó­mokst­urs, barnatann­lækn­inga, sér­fræði­lækna­þjón­ustu og rann­sókna á stærsta hlut­falls­lega efna­hags­hruni sem þjóð hefur gengið í gegnum hafa á síð­ast­liðnu rúmu ári ekki alltaf verið jafn var­kárir með rík­is­budd­una. Þeir settu það ekk­ert sér­stak­lega fyrir sig að ausa 72 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði í mestu milli­færslu frá öllum til sumra í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­að­gerð­unum sem ráð­ist var í til að borga fyrir veru Fram­sókn­ar­flokks­ins í rík­is­stjórn.

Þeir hafa heldur ekk­ert verið að öskra sig hása í frétta­tímum lands­ins yfir því að þessi fóðrun á einka­neyslu er ein ástæðna þess að vöru­skipta­jöfn­uður þjóð­ar­innar er nei­kvæður um 10 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2014, eftir að hafa verið jákvæður um 25 millj­arða króna á sama tíma fyrir ári. Þeir eru ekk­ert að pæla í því að ekki sé verið að búa til gjald­eyri í hag­kerf­inu til að geta borgað erlendar skuldir eða jafn­vel létt á höft­um. Það er víst ekki aga­leysi að sóa pen­ingum þegar þeir eru sjálfir í hluti ger­enda.

Þeir fóru ekk­ert sér­stak­lega af rétt­læt­is­hjör­unum þegar til­kynnt var í fjár­laga­frum­varp­inu að auka ætti tekjur með hærri skatt­lagn­ingu með því að láta trygg­inga­gjöld skila meiru, sem atvinnu­lífið borg­ar, hækka skatt á tekjur og hagn­að, sem almenn­ingur borg­ar, og banka­skatt á þrotabú fall­inna banka, sem kröfu­hafar þeirra borga. Þessar aðgerð­ir, ásamt bók­halds­fiffi með skil­mála á skulda­bréfi við Seðla­banka Íslands, skil­uðu nægum tekjum til að hægt væri að lækka álögur á sjáv­ar­út­veg­inn um 6,4 millj­arða króna og afnema gistin­átta­skatt á þá milljón túrista sem koma hingað til lands, með til­heyr­andi ágangi og kostn­aði fyrir inn­viði okk­ar, sem átti að skila 1,5 millj­örðum króna hið minnsta.

Aga­hræsni



Það hefur ekki ríkt agi í rík­is­fjár­málum und­an­farið ár. Þvert á móti hefur ótrú­legur fjár­austur og til­færsla á fjár­hags­­legum byrðum átt sér stað. Menn verða að vera sam­kvæmir sjálfum sér. Það þýðir ekki að gefa völdum atvinn­u­­greinum nokk­urra millj­arða króna skatta­lækkun og nokkrum efri milli­stétt­ar­heim­ilum nokkra tugi millj­arða króna í skulda­nið­ur­fell­ingu með hægri hend­inni en trufl­ast yfir óráð­síðu þegar lyk­il­stofn­anir í vel­ferð­ar­kerf­inu fara fram úr heim­ildum vegna þess að for­stöðu­menn þeirra vilja ekki synja fólki um grunn­þjón­ustu.

Ag­inn í rík­is­fjár­mál­unum má ekki vera val­kvæður með þeim hætti að á honum megi slaka, veru­lega, þegar stjórn­mála­menn eru að borga fyrir setu sína á þingi með glóru­lausum skamm­tíma­á­kvörð­unum en að á honum eigi að herða fast þegar kemur að helstu innviðum vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Slíkt kall­ast hræsni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None