Veðurfræðingar án framtíðar!

„Talið um að á morgun verði sól eða rigning, að um næstu helgi verði veðrið svona eða hinsegin,“ ritar Örn Bárður Jónson í aðsendri grein en honum finnst veðurfræðingar tala of mikið í nútíð um veður sem spáð er fyrir um.

Auglýsing

Eiga veð­ur­fræð­ingar ein­hverja fram­tíð fyrir sér? Eru þeir í til­vist­ar­kreppu? Ég svara fyrri spurn­ing­unni með jái en hinni seinni með neii. Fyr­ir­sögnin er ekki með spurn­ing­ar­merki, heldur upp­hrópun og því er hún full­yrð­ing og það er grafal­var­legur hlutur að segja slíkt. En leyfðu mér að skýra mál mitt.

Þessar vanga­veltur mínar fjalla ekki um að veð­ur­fræð­ingar eigi enga fram­tíð fyrir sér. Spá má t.d. fyrir um að tölvur taki alveg yfir það verk­efni að flytja veð­ur­fréttir og að veð­ur­fræð­ingar muni þar með ekki eiga neina fram­tíð fyrir sér. Nei, ég er ekki að tala um það eða spá fyrir um slíkt, heldur fjalla ég hér um að þeir tala sumir í Sjón­varpi eins og engin fram­tíð sé til og það þykir mér vera alvar­leg­ustu fréttir sem unnt er að flytja í fjöl­miðl­um, hreinar dóms­dags­frétt­ir. Engin fram­tíð! Hjálp!

Veð­ur­fregnir sagðar t.d. á mánu­degi fjalla eðli máls sam­kvæmt um veðrið þann sama dag, en svo kemur að veðr­inu á morgun og þá segja sumir veð­ur­fræð­ingar eitt­hvað á þessa leið: það er rign­ing á morgun á Suð­ur­landi en hins vegar er sól á Norð­ur­landi, á Vest­fjörðum er hlýtt, á mið­viku­dag­inn er betra veður en á fimmtu­dag­inn er hvasst o.s.frv. Allt er í nútíð og engin fram­tíð í aug­sýn.

Auglýsing

Ég tek það fram að þetta er ekki vís­inda­leg grein. Ég hef ekki gert könnun á öllum frétta­tímum árs­ins og mun ekki gera slíka úttekt, en ég leyfi mér að benda á að tíð­arugl­ingur er algengur í mál­inu og þar er ég auð­vitað sekur eins og margir aðrir um að spyrja t.d. stundum og segja: Hvenær er fund­ur­inn? í stað þess að segja, Hvenær verður fund­ur­inn?

Kæru veð­ur­fræð­ing­ar, sem eruð í tíð­arugli, komnir yfir mál­fars­leg tíða­hvörf og hættir að nota tíð­ir, horfið nú fram á veg­inn og sjáið fyrir ykkur fram­tíð sem getur vita­skuld verið annað hvort björt eða dimm á köfl­um. Talið um að á morgun verði sól eða rign­ing, að um næstu helgi verði veðrið svona eða hinseg­in.

Skapa­nornir í nor­rænni goða­fræði heita Urð­ur, Verð­andi og Skuld. Með Urði er vísað til for­tíð­ar, Verð­andi nútíðar en Skuld horfir til fram­tíð­ar. Urður þekkir veðrið í gær og Verð­andi veður dags­ins en Skuld spáir í fram­tíð­ina sem er ókomin en hennar er vænst í trú og von um betri tíð með blóm í haga, eða þannig. Sumir veð­ur­fræð­ingar skulda okkur fram­tíð.

Og svo vil ég gera eina athuga­semd um það þegar hvatt er í lok veð­ur­frétta. Ekki þakka okkur áhorf­endum fyrir nokkurn skap­aðan hlut t.d. með orð­un­um: „Þakka ykkur fyr­ir.“ Það er algjör óþarfi að þakka okkur fyrir þjón­ustu ykkar. Við eigum að þakka og gerum það í hug og hjarta, einkum þegar spáð er góðri tíð og veð­ur­fréttir fluttar í stuttu og hnit­mið­uðu máli en ekki lang­lok­um. Kveðjið bara t.d. með orð­un­um: „Verið þið sæl“ eða „Góðar stund­ir!“ en forð­ist eins og pest­ina að segja „Eigið gott kvöld“ sem er í anda kveðju­venju starfs­fólks við greiðslu­kassa versl­ana: „Eigðu góðan dag“ sem er bein þýð­ing á „Have a good day.“ Enn eitt dæmið um áhrif ensk­unnar á íslenskt mál. Nema kveðjan sé hugsuð með ypsiloni, „eygðu“ góðan dag. Þá fær hún alveg nýja merk­ingu með því að vísa til góðrar fram­tíðar í aug­sýn, en eyrað nemur því miður ekki hvort sá er kveður hugsar orðið með ein­földu ii eða ypsiloni.

Kæru veð­ur­fræð­ingar og aðrir lands­menn, ég kveð eins og skrifað stend­ur:

Eygið góða fram­tíð!

Grein­ina má einnig hlusta á með því að smella hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar