Auglýsing

Það er algjör­lega óþarfi að örvænta þótt tekið sé að hausta. Miðað við sum­ar­ið, sem eig­in­lega kom aldrei, er að minnsta kosti ekki von á því að veðrið breyt­ist mik­ið. Það eina sem breyt­ist í raun hvað það varðar er að sírakir regn­stakkar og striga­skór víkja senn fyrir sírökum vetr­ar­jökkum og boms­um. Svo eru líka fjöl­margar ástæður til að fagna komu hausts­ins. Sjálf­krafa out of office-­tölvu­póstum fer ört fækk­andi, sem og biðr­aða­vald­andi ferða­mönnum telj­andi verð­laust íslenskt klink á köss­unum í lág­vöru­verðs­versl­un­un­um. Pirraði Íslend­ing­ur­inn snýr nú til baka óend­ur­nærður úr sögg­uðum sum­ar­bú­stöð­um, til­bú­inn að láta til sín taka í þjóð­mála­um­ræð­unni sem aldrei fyrr.

Skemmti­leg­asta frétt vik­unnar var án efa sagan af vara­bæj­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi sem fór í fýlu þegar hann fékk ekki ókeypis miða á tón­leika Justin Tim­ber­lake í Kórn­um. Hann sem var svo klár í að mæta og dilla sér ásamt maka, í nafla Íslands að hans mati, Kópa­vog­in­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_09_04/4[/em­bed]

Auglýsing

Þegar honum var til­kynnt að hann fengi ekki miða, því hann væri bara til vara í stjórn­mál­unum í Kópa­vogi, varð hann svo sár­móðg­aður að hann sak­aði alvöru bæj­ar­full­trú­ana í miðju alheims­ins um spill­ingu. Hann krefst þess nú að upp­lýst verði hvort Sena hafi fengið afslátt á leigu Kórs­ins í stað­inn fyrir mið­ana.

Er það vel. Þrátt fyrir skynd­isið­gæði vara­bæj­ar­full­trú­ans er auð­vitað full ástæða til að fá þessar upp­lýs­ingar upp á borð­ið. Þótt í sjálfu sér sé ekk­ert athuga­vert við það að bæj­ar­full­trúar og starfs­menn stjórn­sýsl­unnar óski eftir að fá að vera við­staddir slíka stór­við­burði í sínu sveit­ar­fé­lagi. Það má hins vegar ekki vera að frum­kvæði við­burða­hald­ara né í skiptum fyrir nudd.

Þor­björn Þórð­ar­son, hinn skel­eggi frétta­maður Stöðvar 2, á heiður skil­inn fyrir beina útsend­ingu frá Hamra­borg­inni í Kópa­vogi, þar sem miða­lausi vara­bæj­ar­full­trú­inn var tek­inn á bein­ið. Þessi epíska sjón­varps­út­send­ing verður lengi í minnum höfð, bæði fyrir frétt­ina sem slíka og ekki síst fyrir óum­deil­an­legt skemmt­ana­gild­ið.

Fram­sókn­ar­menn eru nefni­lega ansi oft skemmti­leg­ir. Þótt vel megi vera að það sé oft­ast fyrir slysni er haust­koman óneit­an­lega til­hlökk­un­ar­efni því þá tekur Alþingi aftur til starfa.

Að minnsta kosti klæjar Vig­dísi Hauks­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks, í fing­urna að kom­ast í ræðu­stól Alþingis í uppi­stand. Nýjasta sprell hennar átti sér stað í Síð­deg­is­út­varpi RÚV í vik­unni. Þar skamm­aði Vig­dís Tryggva Þór Her­berts­son, sem hún kall­aði starfs­mann skulda­leið­rétt­ing­ar­að­gerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fyrir að hafa aldrei fund­ist aðgerð­irnar sexí. Það var mjög fyndið og skemmti­legt.

Annar skemmti­legur þing­maður úr röðum Fram­sókn­ar­manna er að gera sig gild­andi um þessar mund­ir. Það er þing­konan Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Hún fór með gam­an­mál í pistli sem hún skrif­aði í Frétta­blaðið í vik­unni. Þar dásam­aði hún skulda­nið­ur­fell­ing­arnar og sagði allt á upp­leið vegna þeirra, þrátt fyrir að við­búið sé að þær auki verð­bólgu og geri lág­laun­uðum og eigna­lausum nán­ast ómögu­legt um vik að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið. Besti brand­ar­inn var samt þegar hún hreykti rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs af auknum hag­vexti. Það er vissu­lega hag­vöxtur og það er gott, en hann má helst rekja til sölu á fiski og áli, útlendra ferða­manna og auk­innar einka­neyslu, sem má ekki síst rekja til skulda­nið­ur­fell­ing­ar­innar dásam­legu.

Það eina sem rík­is­stjórnin getur stært sig af með hlið­sjón af hag­vext­inum er aukin skuld­sett einka­neysla, meðal ann­ars vegna skulda­nið­ur­fell­ing­anna, sem kemur alltaf til baka á end­anum og bítur okkur í rass­inn. Rík­is­stjórnin selur ekki ál, eða fisk, eða hefur í gildi heild­stæða ferða­manna­mála­stefnu. Suma brand­ara segir maður bara í góðra vina hópi.

Það er að minnsta kosti óþarfi að örvænta gagn­vart skamm­deg­inu með slíkt gall­erí af skemmti­kröftum við stjórn­völ­inn í land­inu. Þegar allt um þrýtur höfum við alltaf Fram­sókn til að stytta okkur stund­irn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None