Auglýsing

Það er algjör­lega óþarfi að örvænta þótt tekið sé að hausta. Miðað við sum­ar­ið, sem eig­in­lega kom aldrei, er að minnsta kosti ekki von á því að veðrið breyt­ist mik­ið. Það eina sem breyt­ist í raun hvað það varðar er að sírakir regn­stakkar og striga­skór víkja senn fyrir sírökum vetr­ar­jökkum og boms­um. Svo eru líka fjöl­margar ástæður til að fagna komu hausts­ins. Sjálf­krafa out of office-­tölvu­póstum fer ört fækk­andi, sem og biðr­aða­vald­andi ferða­mönnum telj­andi verð­laust íslenskt klink á köss­unum í lág­vöru­verðs­versl­un­un­um. Pirraði Íslend­ing­ur­inn snýr nú til baka óend­ur­nærður úr sögg­uðum sum­ar­bú­stöð­um, til­bú­inn að láta til sín taka í þjóð­mála­um­ræð­unni sem aldrei fyrr.

Skemmti­leg­asta frétt vik­unnar var án efa sagan af vara­bæj­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi sem fór í fýlu þegar hann fékk ekki ókeypis miða á tón­leika Justin Tim­ber­lake í Kórn­um. Hann sem var svo klár í að mæta og dilla sér ásamt maka, í nafla Íslands að hans mati, Kópa­vog­in­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_09_04/4[/em­bed]

Auglýsing

Þegar honum var til­kynnt að hann fengi ekki miða, því hann væri bara til vara í stjórn­mál­unum í Kópa­vogi, varð hann svo sár­móðg­aður að hann sak­aði alvöru bæj­ar­full­trú­ana í miðju alheims­ins um spill­ingu. Hann krefst þess nú að upp­lýst verði hvort Sena hafi fengið afslátt á leigu Kórs­ins í stað­inn fyrir mið­ana.

Er það vel. Þrátt fyrir skynd­isið­gæði vara­bæj­ar­full­trú­ans er auð­vitað full ástæða til að fá þessar upp­lýs­ingar upp á borð­ið. Þótt í sjálfu sér sé ekk­ert athuga­vert við það að bæj­ar­full­trúar og starfs­menn stjórn­sýsl­unnar óski eftir að fá að vera við­staddir slíka stór­við­burði í sínu sveit­ar­fé­lagi. Það má hins vegar ekki vera að frum­kvæði við­burða­hald­ara né í skiptum fyrir nudd.

Þor­björn Þórð­ar­son, hinn skel­eggi frétta­maður Stöðvar 2, á heiður skil­inn fyrir beina útsend­ingu frá Hamra­borg­inni í Kópa­vogi, þar sem miða­lausi vara­bæj­ar­full­trú­inn var tek­inn á bein­ið. Þessi epíska sjón­varps­út­send­ing verður lengi í minnum höfð, bæði fyrir frétt­ina sem slíka og ekki síst fyrir óum­deil­an­legt skemmt­ana­gild­ið.

Fram­sókn­ar­menn eru nefni­lega ansi oft skemmti­leg­ir. Þótt vel megi vera að það sé oft­ast fyrir slysni er haust­koman óneit­an­lega til­hlökk­un­ar­efni því þá tekur Alþingi aftur til starfa.

Að minnsta kosti klæjar Vig­dísi Hauks­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks, í fing­urna að kom­ast í ræðu­stól Alþingis í uppi­stand. Nýjasta sprell hennar átti sér stað í Síð­deg­is­út­varpi RÚV í vik­unni. Þar skamm­aði Vig­dís Tryggva Þór Her­berts­son, sem hún kall­aði starfs­mann skulda­leið­rétt­ing­ar­að­gerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fyrir að hafa aldrei fund­ist aðgerð­irnar sexí. Það var mjög fyndið og skemmti­legt.

Annar skemmti­legur þing­maður úr röðum Fram­sókn­ar­manna er að gera sig gild­andi um þessar mund­ir. Það er þing­konan Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir. Hún fór með gam­an­mál í pistli sem hún skrif­aði í Frétta­blaðið í vik­unni. Þar dásam­aði hún skulda­nið­ur­fell­ing­arnar og sagði allt á upp­leið vegna þeirra, þrátt fyrir að við­búið sé að þær auki verð­bólgu og geri lág­laun­uðum og eigna­lausum nán­ast ómögu­legt um vik að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið. Besti brand­ar­inn var samt þegar hún hreykti rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs af auknum hag­vexti. Það er vissu­lega hag­vöxtur og það er gott, en hann má helst rekja til sölu á fiski og áli, útlendra ferða­manna og auk­innar einka­neyslu, sem má ekki síst rekja til skulda­nið­ur­fell­ing­ar­innar dásam­legu.

Það eina sem rík­is­stjórnin getur stært sig af með hlið­sjón af hag­vext­inum er aukin skuld­sett einka­neysla, meðal ann­ars vegna skulda­nið­ur­fell­ing­anna, sem kemur alltaf til baka á end­anum og bítur okkur í rass­inn. Rík­is­stjórnin selur ekki ál, eða fisk, eða hefur í gildi heild­stæða ferða­manna­mála­stefnu. Suma brand­ara segir maður bara í góðra vina hópi.

Það er að minnsta kosti óþarfi að örvænta gagn­vart skamm­deg­inu með slíkt gall­erí af skemmti­kröftum við stjórn­völ­inn í land­inu. Þegar allt um þrýtur höfum við alltaf Fram­sókn til að stytta okkur stund­irn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None