„Viktaðu rétt strákur“

Þórólfur Matthíasson spyr Ernu Bjarnadóttur hvað hún telji „raunverulegt“ umfang beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi vera.

Auglýsing

Fyrir nokkru bað rit­stjóri Vís­inda­vefs­ins und­ir­rit­aðan um að svara spurn­ingu um umfang beinna og óbeinna rík­is­styrkja til land­bún­að­ar. Svarið birt­ist á Vís­inda­vefnum 9.11.2021. Í svar­inu styðst ég við aðferða­fræði sem Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) hefur þró­að. Sam­kvæmt þeim mæli­kvarða er stuðn­ingur við land­búnað hvergi hærri á byggðu bóli sé stuðn­ing­ur­inn met­inn sem hlut­fall af heild­ar­tekjum land­bún­að­ar­ins, sjá hér. Ekki nóg með það, OECD metur það svo að yfir 70% af stuðn­ingnum sé af þeirri teg­und sem lakastur er frá efna­hags­legu sjón­ar­miði („most-distort­ing to prod­uct­ion and tra­de“). Það er hægt að horfa á stuðn­ing­inn sem hlut­fall af Vergri Lands­fram­leiðslu, en það breytir stöð­unni lít­ið, Ísland á pari við Noreg og með helm­ingi til tvö­falt meiri stuðn­ing en í Evr­ópu­sam­band­inu (sem er eilífð­ar­við­mið­un­ar­stærð land­bún­að­ar­for­yst­unn­ar).

Stuttu eftir að svar mitt birt­ist á Vís­inda­vefnum upp­hófust bréfa­skriftir Ernu Bjarna­dóttur (EB) sem er verk­efna­stjóri hjá MS en var áður hag­fræð­ingur Bænda­sam­tak­anna. EB lík­aði illa að mæli­kvarði OECD skyldi not­aður og lagði reyndar til að full­trúar Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins yrðu fengnir til að svara spurn­ingum um umfang rík­is­stuðn­ings við land­bún­að!

Eftir að rit­stjóri Vís­inda­vefs­ins hafði farið yfir athuga­semdir EB varð nið­ur­staðan sú að hagga í engu við aðal­texta svars míns, en bæta við nokkrum til­vís­unum svo efa­semd­ar­fólk mætti hætta að efast. Í milli­tíð­inni hafði Kjarn­inn birt ágæta grein sem byggði í höf­uð­atriðum á svari mínu. Þegar EB varð ekki að þeirri ósk sinni að rit­stýra Vís­inda­vefnum beindi hún sjónum sínum að Kjarn­anum. Þar end­ur­tekur hún þær full­yrð­ingar um gagns­leysi mæli­kvarða OECD sem hún hafði áður haldið að rit­stjóra Vís­inda­vefs­ins. Þær full­yrð­ingar urðu hvorki sann­ari né sannar við end­ur­tekn­ing­una. For­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar HÍ gerði einnig grein fyrir því á Kjarn­anum að full­trúar Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis hefðu haldið sömu sjón­ar­miðum um meinta mis­notkun á tölum OECD í tengslum við verk sem Hag­fræði­stofnun vann fyrir ráðu­neytið fyrir nokkrum árum. Þá leit­aði Hag­fræði­stofnun til OECD sem sagði skiln­ing Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis rangan eins og for­stöðu­mað­ur­inn rekur í grein­inni.

Auglýsing

Í grein í Vísi 15.11 end­ur­tekur EB enn á ný full­yrð­ingar að ekki megi nota mæli­kvarða OECD til að meta beinan og óbeinan stuðn­ing rík­is­valds­ins við íslenskan land­bún­að. Þrátt fyrir að fyrir liggi yfir­lýs­ing frá yfir­mönnum hjá OECD um að mæli­kvarð­inn sé einmitt þró­aður til að meta umfang þessa stuðn­ings! Þessi þrá­kelkni minnir vissu­lega á hin fleygu orð kaup­manns­ins í Flatey sem bað Skúla Magn­ús­son að vikta rétt, þegar kaup­maður vildi að lestur Skúla af vöru­vog­inni væri við­skipta­vin­inum í óhag. Land­bún­að­ar­for­ystan og stöku starfs­menn Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins auk stöku ein­stak­linga í hópi stjórn­mála­manna virð­ist hafa sann­fært sjálf sig um að stuðn­ingur íslenska rík­is­ins við land­búnað sé smá­aurar og hafi engin áhrif á getu rík­is­sjóðs til að sinna bráðum verk­efnum á borð við stuðn­ing við sjúka og aldr­aða. Öll frá­sögn sem lýtur að því að skera gat á þann blekk­ing­ar­vef land­bún­að­ar­for­ys­tunnar er álitin svartigaldur og skal útrek­inn með öllum til­tækum með­ul­um, end­ur­tek­inni síbylju þar á með­al.

En í öllu þessu síbylju­fári hefur EB ekki upp­ljóstrað hvað hún telur „raun­veru­legt“ umfang beinna og óbeinna styrkja til land­bún­aðar á Íslandi vera. Ég leyfi mér að fara fram á það að hún svari þeirri spurn­ingu og dragi ekk­ert und­an.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar