Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar rekur sögu ágreinings innan Alþýðusambands Íslands síðustu fjögur ár, greinir frá sinni hlið mála og setur ágreininginn í pólitískt og sögulegt samhengi. Þetta er fyrsta grein af fjórum.

Auglýsing

„Kreppan felst einmitt í því að hið gamla deyr og hið nýja getur ekki fæðst; í þessu milli­bils­á­standi birt­ast hinir fjöl­breyti­leg­ustu sjúk­leik­ar.“

- Ant­onio Gramsci, Fang­els­is­dag­bæk­urnar (1930)

Íslensk verka­lýðs­hreyf­ing árið 2022 stendur frammi fyrir vanda: Alþýðu­sam­bandi Íslands hefur mis­tek­ist að laga sig að breyt­ingum í stærstu aðild­ar­fé­lögum sam­bands­ins. Lýð­ræð­is­legum kröfum um nýjar áherslur og for­gangs­röðun hefur ekki verið sinnt. Það hefur verið van­rækt að end­ur­skoða starfs­hætti og vinnu­brögð. Í mörgum til­vikum hefur sam­bandið bein­línis lagt stein í götu stefnu­mála sem ný öfl í hreyf­ing­unni hafa barist fyr­ir, og for­ysta sam­bands­ins hefur grafið undir leið­togum nýrra afla. Í ágúst­mán­uði 2022 spil­að­ist þessi kreppa út fyrir almenn­ings­sjónum með því að Drífa Snædal, for­seti ASÍ síðan árið 2018, sagði af sér emb­ætti. Afsögn Drífu vakti mikla athygli en ekki er þó endi­lega öllum ljóst hvað býr að baki.

Í þess­ari grein og þremur sem munu fylgja í kjöl­farið á næstu dögum lýsi ég vand­anum eins og hann blasir við mér. Það byggir á reynslu minni af starfi í hreyf­ing­unni yfir rúm­lega fjög­urra ára tíma­bil. Ég mun rekja nokkur svæsn­ustu dæmin um það hvernig Alþýðu­sam­bandið hefur á síð­ustu árum unnið gegn nýjum öflum innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, en um sum þess­ara dæma hefur ekki verið fjallað opin­ber­lega áður eða aðeins með yfir­borðs­kenndum hætti. Ég tel mik­il­vægt að halda því til haga og ræða fyrir opnum dyrum um hvað sá ágrein­ingur sner­ist um, sér­stak­lega vegna þess að valda­mikil öfl reyna nú sem óðast að moka yfir þennan ágrein­ing og end­ur­skrifa sög­una á þann veg að hann hafi aðeins snú­ist um sam­skipti og per­sónu­leika. Í fram­halds­-­greinum sem birt­ist á næstu dögum skyggn­ist ég dýpra og set kreppu Alþýðu­sam­bands­ins í sam­hengi við breyt­ingar á stétta­sam­setn­ingu í auð­valds­sam­fé­lögum Vest­urlanda síð­ustu ára­tuga og almenna hnignun vinstri­st­jórn­mála. Þá sýni ég fram á að vand­inn er ekki bund­inn við per­són­ur, eða við Alþýðu­sam­band Íslands, heldur skóla­bók­ar­dæmi um áskor­anir sem iðu­lega blasa við rót­tækum aðkomu­öflum sem ná áhrifum innan valda­stofn­ana. Að end­ingu legg ég fram til­lögur um leiðir út úr vand­an­um.

Hall­ar­bylt­ingar áranna 2017-2018

Ragnar Þór Ing­ólfs­son náði kjöri til for­manns í VR, stétt­ar­fé­lagi skrif­stofu- og versl­un­ar­fólks, árið 2017. Með því varð bylt­ing í þessu stærsta aðild­ar­fé­lagi ASÍ, sem jafn­framt er stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins. Bylt­ingin fólst í því að til áhrifa komst nýr og dug­mik­ill leið­togi sem var ekki get­inn innan úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni sjálfri, heldur sem hafði upp á eigin spýtur áunnið sér traust og skapað sér öfl­ugan fylgj­enda­hóp. Í þessu fólst mikil nýlunda fyrir íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­una. Reyndar hafði það gerst á undan kjöri Ragn­ars Þórs að „að­komu­fólk“ kæm­ist í for­manns­stól VR, en árin 2009-2013 höfðu verið svipt­inga­tíma­bil þar sem skipt var um for­mann í þrí­gang. Mun­ur­inn á Ragn­ari Þór og skamm­líf­ari for­verum hans var hins vegar sá að Ragn­ari Þór tókst að afla sér mun var­an­legra umboðs og fjölda­fylgis meðal félags­manna. Ragn­ar  Þór sýndi fljót­lega og sann­aði að hann væri kom­inn til að vera í for­manns­sæt­inu. Hann hefur nú verið kos­inn í for­manns­stól í þrí­gang, en til sam­an­burðar voru allir þrír síð­ustu for­verar hans aðeins kosnir í eitt kjör­tíma­bil (Krist­inn Örn Jóhanns­son og Stefán Einar Stef­áns­son) eða tvö (Ólafía B. Rafns­dótt­ir).

Auglýsing
Svipaðir atburðir gerð­ust í for­manns- og stjórn­ar­kjöri í Efl­ingu árið 2018 þegar ég og félagar mínir sigruðum fram­bjóð­anda sitj­andi for­ystu með 80% atkvæða. Þó má segja að þar hafi verið um enn stærri breyt­ingu að ræða en í VR, vegna þess að bók­staf­lega hafði aldrei áður verið haldin for­manns- og stjórn­ar­kosn­ing í Efl­ingu. Þá má líka horfa til sögu Verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar, sem var öfl­ug­asti for­veri Efl­ingar og lengi leið­andi í íslenskri verka­lýð­spóli­tík. Það er stað­reynd að síðan á dögum seinni heims­styrj­ald­ar­innar höfðu for­menn Dags­brúnar verið valdir innan úr sömu klíkunni, þar sem sitj­andi for­maður krýndi nær alltaf sjálf­kjör­inn eft­ir­mann. Var þetta gert með notkun upp­still­ing­ar­nefnda, og án þess að kæmi til kosn­inga. Ekki var deilt opin­ber­lega um for­ystu í félag­inu og innra starf þess var að mestu lokuð bók. Eina und­an­tekn­ingin á þessu voru til­raunir félags­manna árin 1990-91 og 1996 til að efna til mót­fram­boða, sem ekki höfðu erindi sem erf­iði. Þessi fram­boð lutu í lægra haldi fyrir sitj­andi vald­höfum í félög­unum sem stóðu sterk­ari eft­ir. Í dag er Efl­ing, sem varð til úr Dags­brún og öðrum félögum verka­fólks á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fyrir austan fjall, gríð­ar­stórt og telur meira en 25 þús­und félaga. Félagið tók á sig mynd á árunum 1998-2008 með sam­ein­ingu Dags­brún­ar, Starfs­manna­fé­lags­ins Sókn­ar, Fram­sókn­ar, Félags starfs­fólks í veit­inga­hús­um, Iðju - félags verk­smiðju­fólks og Boð­ans í Þor­láks­höfn. Þrátt fyrir þessi miklu umskipti í nýtt og risa­vaxið félagið tókst Efl­ingu alltaf að við­halda þeirri gam­al­grónu menn­ingu Dags­brún­ar, og ann­arra þeirra félaga sem gengu inn í félag­ið, að innra starf og for­ystu­skipti færu fram án þess að kæmi til kasta lýð­ræð­is­ins og utan sviðs­ljóss­ins.

Inn­múruð Efl­ing

Til að skilja mun­inn á innri póli­tík Efl­ingar og VR má heldur ekki gleyma að Efl­ing hefur frá stofnun félags­ins, og lengra aftur í sögu for­vera þess, verið mjög inn­an­búðar og inn­múrað í Alþýðu­sam­band Íslands. Yfir­leitt hafa verið ræktuð náin tengsl milli for­manna Efl­ingar og for­ystu ASÍ. Þetta er ólíkt VR og öðrum versl­un­ar­manna­fé­lögum sem hafa frá upp­hafi vega haft ákveðna sér­stöðu og fjar­lægð gagn­vart ASÍ, m.a. vegna þess að versl­un­ar­manna­fé­lögin voru iðu­lega undir stjórn Sjálf­stæð­is­manna ólíkt ASÍ sem jafnan var stýrt af Alþýðu­flokks­mönn­um, sós­í­alistum og síðar arf­tökum þeirra. Sem dæmi um þetta má nefna að skrif­stofu­höll verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í Guð­rúnar­túni 1 var aðeins byggð utan um ASÍ, Starfs­greina­sam­band­ið, Sjó­manna­sam­bandið og Efl­ingu auk Gild­is, líf­eyr­is­sjóðs sjó­manna og Efl­ing­ar­fé­laga, á meðan VR hélt starf­semi sinni í Húsi versl­un­ar­innar og félög iðn­að­ar­manna byggðu við sig ann­ars staðar um borg­ina. For­menn Efl­ing­ar, sem og for­menn eldri stétt­ar­fé­lag­anna sem gengu inn í Efl­ingu, höfðu auk þess ávallt komið innan úr sömu póli­tísku og félags­legu hópum og for­ystu­fólk ASÍ, það er að segja gömlu íslensku vinstri­flokk­unum tveim­ur: Alþýðu­band­and­a­lag­inu og Alþýðu­flokknum og síðar arf­tökum þeirra Vinstri grænum og Sam­fylk­ing­unni. Hall­ar­bylt­ing mín og B-list­ans árið 2018 hafði þannig sér­stak­lega bylt­ing­ar­kennda þýð­ingu gagn­vart Alþýðu­sam­band­inu, vegna þess hversu djúpt inn­múruð Efl­ing hafði verið í sam­bandið og eig­enda­klíku þess.

Ljóst var því að valda­taka mín og félaga minna í Efl­ingu fól í sér riðlun á gam­al­grónu valda­jafn­vægi og hluta­skipta­kerfi innan ASÍ. Slíkur titr­ing­ur, en í smærri mynd, hafði áður orðið þegar Vil­hjálmur Birg­is­son náði kjöri sem for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness árið 2003. Vil­hjálmur vann þá óvæntan sigur á sitj­andi for­ystu innan síns félags, svipað og ég og Ragnar Þór. Ég og Ragnar mynd­uðu í upp­hafi fer­ils okkar góð tengsl við Vil­hjálm, en við þrjú áttum fleira sam­eig­in­legt en að vera aðkomu­fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Við urðum til dæmis öll fyrir miklum áhrifum af íslenska efna­hags­hrun­inu 2008 og beittum okkur í átök­unum í kjöl­far þess. Einnig áttum við það öll sam­eig­in­legt að hafa aldrei verið hand­gengin neinum af gömlu vinstri­flokk­unum tveimur sem í gegnum ára­tug­ina hafa haft mest ítök í verka­lýðs­hreyf­ing­unni.

Aðkomu­fólk og und­an­vill­ingar

Það verður ekki ofsögum sagt um þýð­ingu þess að við þrjú erum öll „að­komu­mann­eskj­ur“ innan íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ingar og er vert að staldra við þá stað­reynd. Ólíkt nær öllum for­mönnum og for­ystu­fólki í íslensku verka­lýðs­hreyf­ing­unni þá vorum við ekki hand­valin af for­verum okk­ar. Við sett­umst ekki í for­manns­emb­ætti eftir að hafa und­ir­geng­ist ára­langa tamn­ingu og þjálfun í fylgi­spekt við hefðir hreyf­ing­ar­inn­ar, líkt og hefur verið hin gam­al­gróna hefð og venja þegar for­manna­skipti eiga í hlut. 

Fljót­lega eftir sigra B-list­ans í Efl­ingu og Ragn­ars í VR, og raunar strax í kosn­inga­bar­áttu minni og B-list­ans árið 2018, var farið að ræða um okkur ásamt Vil­hjálmi Birg­is­syni sem boð­berar nýrra tíma í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Við vorum rétti­lega talin standa gegn gömlum vald­höfum innan ASÍ, sem höfðu verið undir for­ystu Gylfa Arn­björns­sonar for­seta ASÍ frá 2008. Í októ­ber 2018 gerð­ist það svo að Gylfi lét af störfum sem for­seti ASÍ og nýr for­seti var svo kjör­inn á þingi Alþýðu­sam­bands­ins haustið 2018, Drífa Snæ­dal. Fljót­lega upp úr því var Drífu stillt upp í sam­fé­lags­um­ræð­unni við hlið okkar Ragn­ars og Vil­hjálms og rætt um hana sem okkar sam­herja, til dæmis í Kveiks-þætti á RÚV í nóv­em­ber sama ár þar sem ég, Ragnar Þór og Drífa sátum þrjú saman í setti og ræddum um ástandið á íslenskum vinnu­mark­aði. Þá var Vil­hjálmur kos­inn 1. vara­for­seti ASÍ á sama þingi og Drífa var kosin til for­seta, og þar með stað­settur henni við hlið í fram­varð­ar­sveit ASÍ.

Auglýsing
En hvaða mál­efna­legu áherslu­breyt­ingar eru það sem Vil­hjálm­ur, Ragnar og ég börð­umst fyrir og sem voru á skjön við ríkj­andi afstöðu? Í til­viki Ragn­ars og Vil­hjálms var það ekki síst afstaðan til fjár­mála­kerf­is­ins, verð­trygg­ing­ar, hús­næð­is­mála og líf­eyr­is­kerf­is­ins en þessi mál brunnu á stórum hluta almenn­ings á Íslandi síðan í Hrun­inu. Í til­viki mínu og félaga minna var það end­ur­vakn­ing félags­legrar bar­áttu með þátt­töku verka­fólks sjálfs, að opna verka­lýðs­hreyf­ing­una fyrir inn­flytj­end­um, höfnun á stétta­sam­vinnu og krafan um aukin jöfnuð í sam­fé­lag­inu auk þess sem að við höfum lagt mikla áherslu á grund­vall­ar­mik­il­vægi kvenna­stétta í illa borg­uðum umönn­un­ar­störf­um. Öll þrjú höfum við verið ötul að rök­styðja þessa afstöðu okkar með grein­ar­skrif­um, í við­tölum og með skrifum á sam­fé­lags­miðla.

Á yfir­borð­inu var til að byrja með ekki mikið um ágrein­ing á milli Drífu og okkar aðkomu­fólks­ins. Þó má spyrja hvernig á því stóð að Drífa Snædal, sem þá hafði gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands Íslands (SGS) um ára­bil, var stundum sett í hóp með okkur þrem­ur. Þegar Drífa tók við sem for­seti ASÍ þá færði hún skrif­stofu sína úr vest­ur­álmu fyrstu hæðar í skrif­stofu­virki verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í Guð­rúnar­túni 1, þar sem SGS er til húsa, yfir í aust­ur­álm­una þar sem ASÍ er stað­sett. Áður en Drífa hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri SGS hafði hún verið fram­kvæmda­stjóri Vinstri­hreyf­ing­ar­innar - græns fram­boðs, eins af gömlu íslensku fjór­flokk­un­um. Sú ákvörðun Drífu að segja sig úr VG þegar flokk­ur­inn hóf stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn árið 2017 virð­ist hafa dregið upp mynd í hugum margra af sjálf­stæðri upp­reisn­ar­mann­eskju.

Þegar sam­vinna nýrra leið­toga Efl­ingar og ASÍ hófst haustið 2018 ríkti jákvæðni og bjart­sýni í garð sam­starfs­ins. Ég hafði ásamt félags­fólki í Efl­ingu stutt fram­boð Drífu Snæ­dal til for­seta á Alþýðu­sam­bands­þing­inu haustið 2018 og tryggt henni kosn­inga­sig­ur. Drífa fékk 192 atkvæði gegn 100 atkvæðum mót­fram­bjóð­and­ans Sverris Alberts­son­ar, og hefði aldrei borið sigur úr býtum nema með stuðn­ingi þing­full­trúa Efl­ingar og VR sem eru lang stærstu aðild­ar­fé­lög ASÍ. Ekki var gert ráð fyrir öðru en að böndin myndu styrkj­ast. Ég reikn­aði aldrei með að sam­starf yrði stirt eða krefð­ist erf­iðra samn­inga­við­ræðna, ein­fald­lega vegna þess að ég gekk út frá því að ég og Drífa værum í grund­vall­ar­at­riðum sam­mála um stóru bar­áttu­mál­in, sér í lagi bar­átt­una gegn mis­skipt­ingu auðs og nauð­syn þess að rétta hlut lág­launa­kvenna, og sam­stiga í skiln­ingi á því að berj­ast þyrfti og færa fórnir til að ná árangri í bar­átt­unni. Jafn­framt lá í loft­inu að ferskir vindar myndu blása um vinnu­brögð og starfs­hætti sam­bands­ins, þar sem nýr for­seti myndi nota nýfengið umboð sitt til að tryggja góða sam­vinnu við aðra nýja leið­toga sem stutt höfðu hana til emb­ætt­is­ins.

Skatt­kerf­is­breyt­ingar í gísl­ingu

Strax vet­ur­inn 2018-2019 kom hins vegar í ljós að ASÍ undir stjórn Drífu Snæ­dal yrði ekki sér­stak­lega hlið­hollt verka- og lág­launa­fólki. Þá fór fram mikil umræða á vett­vangi hreyf­ing­ar­innar um nauð­syn skatt­kerf­is­breyt­inga. Tvennt knúði þá umræðu áfram. Í fyrsta lagi hafði verið dreg­inn sá lær­dómur af nafn­launa­hækk­unum í kjara­samn­ingum eft­ir­hrunsár­anna að í næstu samn­ingum þyrfti að gera aðlag­anir á skatt­kerf­inu til þess að launa­hækk­anir yrðu ekki sam­stundis rýrðar vegna þess að skatt­leys­is­mörk og per­sónu­af­sláttur stæðu í stað. Þá kom það einnig til, að ýmsar skatt­kerf­is­breyt­ingar á síð­ustu ára­tugum hafa í raun lækkað skatt­byrði hátekju­fólks í sam­an­burði við lág­tekju­fólk, sem er óþol­andi órétt­læti.

Með stuðn­ingi Drífu Snæ­dal var ég síðla hausts 2018 gerð að for­manni í svo­kall­aðri „Efna­hags- og skatta­nefnd“ sem er ein af föstum starfs­nefndum Mið­stjórnar Alþýðu­sam­bands­ins. Komu skatta­málin til umræðu í þeirri nefnd strax þá um vet­ur­inn, en af mestum þunga eftir ára­mót­in. Frá sjón­ar­hóli Efl­ingar var það aug­ljóst mark­mið nefnd­ar­innar að afgreiða frá sér til­lögu um leið­rétt­ingu á þeirri óeðli­legu til­færslu skatt­byrði sem hafði átt sér stað á und­an­gengnum árum. Með slíkri leið­rétt­ingu myndi einnig hækkun skatt­leys­is­marka koma í veg fyrir rýrnun þeirra launa­hækk­ana sem samið yrði um. Fljót­lega var starf þess­arar nefndar hins vegar tekið í nokk­urs konar gísl­ingu. Var það ann­ars vegar vegna and­stöðu full­trúa hærra laun­uðu karla­stétt­anna, sjó­manna og iðn­að­ar­manna, og hins vegar vegna and­stöðu frá ósam­vinnu­þýðum starfs­mönnum ASÍ. Svo virt­ist sem að hag­fræð­ingar ASÍ teldu að félags­lega kjörnir full­trúar með­lima í aðild­ar­fé­lög­un­um, hinir eig­in­legu nefnd­ar­menn, væru ein­göngu til skrauts og til að kvitta undir vinnu hag­fræð­ing­anna. Hag­fræð­ing­unum til varnar má segja að þetta er vissu­lega hið við­ur­kennda fyr­ir­komu­lag í stefnu­mót­un­ar­vinnu innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Slík vinnu­brögð eru einnig dæmi­gerð fyrir valda­töku fag­mennt­un­ar- og stjórn­enda­stétt­ar­innar innan hreyf­inga vinn­andi fólks, sem rætt er um síðar í þessum greina­flokki.

Í þess­ari vinnu, sem fljótt fór að lit­ast af tregðu, togi og nún­ingi við starfs­fólk ASÍ sem virt­ist líta á það sem sitt hlut­verk að kæfa niður nán­ast hvað­eina sem kæmi mér og Efl­ingu, leit­aði ég í nokkur skipti til Drífu Snæ­dal í von um stuðn­ing. Þeim óskum tók for­set­inn ætíð fálega, líkt og smám saman varð því sem næst ófrá­víkj­an­leg regla í öllum til­raunum mínum og Efl­ingar til að biðla til hennar um stuðn­ing. Leiddi þetta til þess að starf efna­hags- og skatta­nefnd­ar­innar varð að æ meiri erind­is­leysu. Mér varð það ljóst að starf nefnd­ar­innar mið­aði fyrst og fremst að því að fram­leiða nið­ur­stöðu sem yrði þókn­an­leg ann­ars vegar hálauna­hópum og hins vegar sér­fræð­ingum úr röðum starfs­fólks sem ráðnir voru í for­seta­tíð Gylfa Arn­björns­sonar fremur en verka- og lág­launa­fólki.

Svo fór á end­anum að Efl­ing vann sína eigin stefnu­mót­un­ar­vinnu í skatta­málum og skil­aði hún sér í glæsi­legri afurð sem var skýrsla Stef­áns Ólafs­sonar og Ind­riða Þor­láks­sonar „Sann­gjörn dreif­ing skatt­byrðar“ sem Efl­ing gaf út. Seinna náð­ist mark­verður árangur í skatt­kerf­is­breyt­ingum sam­hliða Lífs­kjara­samn­ing­un­um, ekki síst fyrir til­stilli Vil­hjálms Birg­is­sonar sem beitti sér af fullum þunga. Það er sorg­leg en raun­veru­leg stað­reynd að sá árangur sem náð­ist í skatt­kerf­is­breyt­ingum í Lífs­kjara­samn­ingum var á end­anum vegna vinnu og bar­áttu allra ann­arra en Alþýðu­sam­bands­ins.

Bar­áttan gegn launa­þjófn­aði kæfð

Eftir und­ir­ritun Lífs­kjara­samn­ing­ana í apríl 2019 tók ASÍ að sér það hlut­verk að eiga þrí­hliða við­ræður við SA og Félags­mála­ráðu­neytið um fram­fylgd á lof­orði rík­is­stjórn­ar­innar um við­ur­lög við kjara­samn­ings­brot­um, nánar til­tekið launa­þjófn­aði. Launa­þjófn­aður á Íslandi var og er fyrst og fremst vanda­mál Efl­ing­ar­fé­laga og það voru Efl­ing­ar­fé­lagar sem börð­ust fyrir því að fá málið á dag­skrá í kjara­við­ræð­unum í aðdrag­anda Lífs­kjara­samn­ing­anna. Það tók­st, en með fyr­ir­vara um að sam­staða næð­ist um útfærslu í ofan­greindum þrí­hliða við­ræðum sem hófust að lok­inni und­ir­ritun Lífs­kjara­samn­ing­anna. Sú vinna gekk frá byrjun hægt og illa, og var þar fyrst og fremst um að kenna ósvífni Sam­taka atvinnu­lífs­ins, en Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri SA er ekki þekktur fyrir að missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Það breytir því ekki að með­höndlun ASÍ á mál­inu var óásætt­an­leg. Drífa Snæ­dal kaus, eins og í nán­ast öllum öðrum málum er varða Efl­ingu sem sam­bandið hafði á sinni könnu, að haga vinnu­brögðum þannig að öll upp­lýs­inga­gjöf til mín var skorin við nögl. Ég þurfti ítrekað að biðja um að fá upp­lýs­ingar um gang þess­ara við­ræðna, og fékk þær þá iðu­lega í sím­skeyta­stíl.

Í upp­hafi árs 2020 bar svo við að Drífa Snæ­dal boð­aði mig og Viðar Þor­steins­son þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Efl­ingar á sinn fund til að færa okkur fregnir af því að hún hefði – án sam­ráðs við Efl­ingu – boðið Sam­tökum atvinnu­lífs­ins að í skiptum fyrir efndir á lof­orðum tengt launa­þjófn­að­ar­mál­inu yrði rykið dustað af gömlum til­lögum úr tíð Gylfa Arn­björns­sonar um „gæða­vott­un“ á starfs­manna­leig­um. Sam­kvæmt þessum til­lögum átti að stofna sér­staka vef­síðu með nöfnum starfs­manna­leiga sem farið hefðu í gegnum vott­un­ina, og áttu nöfn og lógó SA og ASÍ að standa hlið við hlið á síð­unni. Til­lög­urnar fólu í sér ótrú­lega eft­ir­láts­samar kröfur og veikt eft­ir­lit. Þær hefðu, svo dæmi sé nefnt, leitt til þess að starfs­manna­leigur sem eru þekktar fyrir að hafa holað verka­fólki niður í ólög­legu iðn­að­ar­hús­næði og snuðað það um laun hefðu fengið hvít­þvott og gæða­vottun frá sjálfu Alþýðusam­bandi Íslands. Þess má geta að áður hefur verið reynt að stofna til gæða­vott­ana af þessu tagi í sam­vinnu við atvinnu­rek­end­ur, til dæmis gæða­vott­un­ina „Vak­inn“ í ferða­þjón­ust­unni, en reynslan af því verk­efni var mjög slæm og var því hætt, eins og sagt er frá í skýrslu eftir Írisi Hrund Hall­dórs­dóttur og Magn­fríði Júl­í­us­dóttur (sjá bls. 51 o. áfr.). Því er það með ólík­indum að for­seti ASÍ hafi talið það ráð­legt að end­ur­taka þann leik. Það sem kom mér á óvart við þetta var ekki aðeins hversu dauða­dæmd hug­myndin var, heldur hitt að for­set­inn skyldi einnig hafa talið það við­eig­andi að ámálga stofnun sér­stakrar vott­un­ar­síðu um vinnu­staði Efl­ing­ar­fé­laga við SA án sam­ráðs við Efl­ingu. Þessi vinnu­brögð áttu svo eftir að verða ein­kenn­andi fyrir áfram­hald­andi vinnu Alþýðu­sam­bands­ins við starfs­kjara­lögin svoköll­uðu sem hélt áfram næstu tvö ár.

Vinna Alþýðu­sam­bands­ins við útfærslu á við­ur­lögum gegn launa­þjófn­aði fór þannig væg­ast sagt lítt gæfu­lega af stað, sam­an­ber til­lög­una um gæða­vottun starfs­manna­leiga. Að lokum fór þó svo í febr­úar 2021 að drög að laga­breyt­ingum litu dags­ins ljós. Þar hafði sann­kall­aður óskapn­aður fæðst. Fram­kvæmda­stjóri og lög­maður Efl­ingar lásu drögin nákvæm­lega og settu saman ítar­lega grein­ar­gerð um þau. Sú grein­ar­gerð rakti með skýrum hætti hvaða þýð­ingu umrædd laga­setn­ing myndi hafa fyrir þolendur launa­þjófn­að­ar. Nið­ur­staðan var skýr: Lögin hefðu engu breytt. Um var að ræða sýnd­ar­mennsku, sem myndi hafa þau einu áhrif að rýra enn frekar traust þolenda launa­þjófn­aðar á úrræðum kerf­is­ins. Frum­varps­drögin voru ger­enda­væn í nær öllum atriðum og settu aukna ábyrgð á herðar þolenda. Eins og Efl­ing hefur iðu­lega gert þegar um er að ræða mik­il­væg hags­muna­mál félags­fólks var það upp­lýst um stöðu málsins. Var því grein­ar­gerð Efl­ingar send á fjöl­miðla og birt á vef félags­ins. Olli þetta mik­illi gremju innan ASÍ, Drífa Snæ­dal ásak­aði mig um trún­að­ar­brest og var Halla Gunn­ars­dóttir nýráð­inn fram­kvæmda­stjóri ASÍ send út af örk­inni til að krefj­ast þess af Við­ari Þor­steins­syni að hann tæki grein­ar­gerð félags­ins um frum­varps­drögin niður af vef félags­ins. Efl­ing hlýddi að sjálf­sögðu ekki þess­ari íhlutun ASÍ í starf félags­ins.

Auglýsing
Þetta skip­brot varð þó ekki til þess að binda enda á við­ræður um upp­færð starfs­kjara­lög heldur hélt vinna ASÍ með SA á vett­vangi félags­mála­ráðu­neyt­is­ins áfram. Á end­anum fædd­ist í annað sinn afurð, og var hún kynnt fyrir mið­stjórn ASÍ í apríl 2021. Þar hafði tek­ist að koma inn ákvæðum sem inni­héldu orðið „fé­víti“ og var það kynnt af hálfu Drífu fyrir mið­stjórn ASÍ sem mik­ill sig­ur. Þó voru frum­varps­drögin sama marki og brennd og þau fyrri: í þeim fólst engin rétt­ar­bót fyrir þolendur launa­þjófn­að­ar. Það sem verra er, seinni frum­varps­drögin hefðu, ef eitt­hvað er, gert stöðu fórn­ar­lamba launa­þjófn­aðar verri en áður, til dæmis vegna nýrra leiða sem opnað var á í frum­varp­inu til að fresta afgreiðslu mála. Líkt og í fyrra til­viki lét Efl­ing vinna grein­ar­gerð um mál­ið, þar sem rakið var á mál­efna­legan hátt hvaða ágallar væru á frum­varp­inu, hvað þeir myndu þýða í fram­kvæmd og hvers vegna nið­ur­staðan væri óvið­un­andi. Var athuga­semdum Efl­ingar ítrekað svarað af hálfu Alþýðu­sam­bands­ins með torskilj­an­legum útúr­snún­ingum og vífilengj­um, sem á end­anum bentu til þess að hvorki for­seti ASÍ né helstu ráð­gjafar hennar virt­ust skilja inn­tak frum­varps­ins sem þau höfðu þó sjálf samið um. Bæði Efl­ing og VR settu hvort í sínu lagi fram afger­andi höfnun á frum­varps­drög­unum og var Drífa beðin þess lengstra orða að í það minnsta láta ráð­herra taka út þá grein í frum­varp­inu sem fól í sér hið óheilla­væn­lega og rang­nefnda févít­is-á­kvæði, til þess að aftra þeirri fárán­legu stöðu að rétt­indi fórn­ar­lamba launa­þjófn­aðar yrðu fyrir atbeina Alþýðu­sam­bands Íslands verri en þau þegar eru.

Svo fór að frum­varpið var ekki lagt fram, og hefur ekki verið enn, en ekk­ert hefur komið fram sem bendir til að Drífa og ASÍ hafi end­ur­skoðað afstöðu sína eða dregið nokkurn lær­dóm af mál­inu. Þess í stað hefur Drífa Snæ­dal kosið að útmála alla mál­efna­lega and­stöðu við ákvarð­anir sam­bands­ins undir hennar for­ystu, sama hversu vel rök­studd sú and­staða hefur ver­ið, sem ein­hvers konar atlögu að per­sónu sinni. Ásak­anir Drífu um slíkar atlög­ur, sagðar koma frá mér, náðu nýjum hæðum í yfir­lýs­ingu hennar vegna afsagnar sinnar í síð­ustu viku. Ekk­ert hefur komið fram, hvorki gögn né vitn­is­burð­ir, sem styðja það. Með skrifum mínum hér vil ég sýna íslenskum almenn­ingi og félags­fólki hvaða átök hafa átt sér stað milli mín og Alþýðu­sam­bands­ins, og hvernig ég hef beitt mér í þeim. Ég hef nú rakið dæmið af störfum efna­hags- og skatta­nefnd­ar­innar og af bar­átt­unni fyrir févít­is­á­kvæði gegn launa­þjófn­aði.

Í næstu grein mun ég rekja dæmin af Græn­bók, Icelanda­ir-­yf­ir­lýs­ing­unni og hug­myndum um fryst­ingu launa­hækk­ana í Kór­óna­veiru­krepp­unni.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar