Virkjum grasrótina

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu skrifar um nýjar leiðir í kjarabaráttu eldri borgara.

leii-jons-sigurssonar_14509527283_o.jpg
Auglýsing

Eldri borg­arar - Hvaða fyr­ir­bæri er það?

Við eldri erum þver­skurður af þjóð­fé­lag­inu, sum vell­auð­ug, önnur blá­fá­tæk og allt þar á milli. Töl­fræðin segir okkur að Íslend­ingar 67 ára og eldri séu um 45.000. Þar af fá um 37.000 greiðslur frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (Tr.), um 8.000 hafa annað hvort ekki óskað eftir eft­ir­laun­um, eða hafa mán­að­ar­tekjur yfir 616.184 kr. og missa því rétt­inn til eft­ir­launa. Um 10.000 eru talin lifa undir fátækt­ar­mörk­um, þar af hafa um 4.500 ein­göngu eft­ir­laun frá Tr. (há­mark kr. 266.033 fyrir skatt).

Að með­al­tali höfum við eldri það ágætt fjár­hags­lega. Er ein­hver ástæða til að við, sem erum svo heppin að hafa náð þessum aldri höfum áhyggjur af þeim sem lægstar hafa tekj­urn­ar, þ.e.a.s. ef við fyllum ekki þann hóp? Mega þau ekki bara eiga sig?

Við segjum nei. Þjóð­fé­lagið allt ber ábyrgð á því að allir eldri borg­arar geti lifað mann­sæm­andi lífi. Í hópnum með lök­ustu afkom­una er m.a. fólk sem hefur unnið lág­launa­störf, t.d. umönn­un­ar­störf. Störf sem eru nauð­syn­leg fyrir gang­verk þjóð­fé­lags­ins.

-Nauð­syn­leg fyrir ríka jafnt sem fátæka. Eitt rík­asta þjóð­fé­lag í heimi getur ekki látið fátækt við­gang­ast.

Auglýsing

Hand­ó­nýt kjara­bar­átta

● Ófáar eru grein­arnar sem fólk ritar um nauð­syn þess að bæta kjör hinna verst settu og afnema skerð­ing­ar.

● Mörg þeirra 56 félaga eldri borg­ara um land allt álykta á aðal­fundum sínum um bætt kjör.

● Lands­fundir Lands­sam­bands eldri borg­ara (LEB) sam­þykkja langa texta í sömu veru.

● Stjórn LEB situr enda­laust á fundum í ráðu­neytum og nefndum Alþing­is.

● Stjórn­mála­flokk­arnir allir sem einn hafa bætt kjör okkar á lof­orða­listum sínum fyrir kosn­ingar vel vit­andi að við höfum öll atkvæð­is­rétt og erum ódýr atkvæði -óþarfi að efna lof­orð­in.

Nán­ast ekk­ert þok­ast í rétta átt. Hvað er að?

Við eldri erum veikur þrýsti­hóp­ur:

● Sköpum lítil verð­mæti, en tókum fullan þátt í að byggja upp það þjóð­fé­lag sem við höfum í dag.

● Erfitt fyrir stjórn­völd að vita hvað við raun­veru­lega viljum því okkur skortir sam­stöðu, tölum út og suð­ur, einn vill þetta, annar hitt til að bæta kjör og sumum er slétt sama, þurfa engar kjara­bæt­ur.

● Við erum slök í að leið­rétta rang­færslur þeirra sem land­inu stjórna og ann­arra um ágæt kjör. Afkom­endur okkar trúa bull­inu!

Hvað er til ráða? Við getum breytt bar­áttu­að­ferðum

Fólk hefur viðrað ýmsar hug­mynd­ir:

● Stofna stjórn­mála­flokk eldri borg­ara.

- Við eldri erum flest vön að styðja sama flokk og treg til að breyta. Auk þess yrði flokkur með eitt aðal bar­áttu­mál aldrei sterkur á þingi, ef hann væri svo hepp­inn að ná lág­marks fylgi.

● Semja við stjórn­mála­flokk um sam­starf.

-Hvoru megin lenti sá flokk­ur, í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu? Í sam­steypu­stjórn þarf að semja um mála­miðl­anir og í stjórn­ar­and­stöðu eru flokkar áhrifa litl­ir. Og við höfum bitra reynslu af kosn­inga­lof­orðum sem aldrei stóð til að efna.

● Fara í mál við rík­ið, sbr. Gráa her­inn, sem von­andi vinnur mál­ið. En mál­sókn hlýtur alltaf að vera neyð­ar­úr­ræði. Stjórn­völd hafa í hendi sér að setja ný lög til að færa málin til fyrra horfs.

Gras­rót­ar­leiðin

Við sem þetta ritum höfum áhuga á að skoðuð verði leið sem kalla mætti gras­rót­ar­leið­ina. Í 55 félögum eldri borg­ara, sem dreifð eru um allt land eru um 27.000 félag­ar, margir í stað­bundnum félögum stjórn­mála­flokk­anna. Ef þetta fólk er virkjað til að tala máli eldri borg­ara er lík­legt að hægt sé að hafa áhrif á stjórn­mála­fólk upp í gegn um stofn­anir flokk­anna til að tala máli okkar og berj­ast fyrir bættum kjör­um.

For­ysta LEB og stefnu­mótun í kjara­málum

Við vikum að því að framan að kjara­bar­áttan væri ómark­viss. Nauð­syn­legt er að marka stefnu sem við eldri getum sam­ein­ast um og koma henni á fram­færi sem víð­ast í sam­fé­lag­inu og ekki síst til gras­rótar stjórn­mála­flokk­anna.

Þannig að:

● Kjara­nefnd og stjórn LEB und­ir­búi stefnu í kjara­málum eldri borg­ara og leggi fyrir næsta lands­fund til sam­þykkt­ar. (Við höldum að stefna sé sterkara og var­an­legra vopn í kjara­bar­áttu en álykt­an­ir. Stefnu má alltaf aðlaga að breyttum aðstæðum á lands­fund­um).

● Mik­il­vægt er að aðild­ar­fé­lög LEB séu höfð með í ráðum við stefnu­mót­un­ina, að LEB kynni þeim áform um sam­ræmda stefnu og óski eftir hug­mynd­um.

● Stefna verði gefin út í bæk­lingi með ábend­ingum um hvernig væn­legt er að kynna málið í gras­rót­ar­fé­lögum stjórn­mála­flokk­anna, í kjör­dæm­is­ráðum og á lands­fund­um. Rit­inu verði dreift til allra í félög­unum 55 með hvatn­ingu um að þeir kynni og berj­ist fyrir mál­efn­inu í sínum flokk­um.

● Einnig verði stefn­unni komið á fram­færi við stjórn­völd, fjöl­miðla og hvar sem hugs­an­legt er að geta haft áhrif.

● LEB kapp­kosti að leið­rétta rang­færslur sem birt­ast í fjöl­miðl­um.

● LEB miðli upp­lýs­ingum til aðild­ar­fé­lag­anna, sem koma þeim áfram til með­lima sinna. Félögin geta ekki öll haldið úti eigin vef­síð­um. LEB getur boðið þeim sem það vilja pláss á vef­síðu sinni til að koma efni á fram­færi. Félögin gætu annað hvort sjálf sett efni á sitt vef­svæði eða fengið aðstoð LEB til þess.

● Okkur vantar stuðn­ing í þjóð­fé­lag­inu. Hvar er hans að leita?

-Hjá afkom­endum okk­ar, sem von­andi lifa það að verða eldri borg­arar og stjórna land­inu í dag. Minnum þau á það!

-Hjá verka­lýðs­fé­lög­unum sem við höfum byggt upp.

Sam­staða er lyk­ill­inn að vel­gengni!

Höf­undar eru í stjórn FEBR­ANG, Félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar