Virkjum grasrótina

Stjórn Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu skrifar um nýjar leiðir í kjarabaráttu eldri borgara.

leii-jons-sigurssonar_14509527283_o.jpg
Auglýsing

Eldri borg­arar - Hvaða fyr­ir­bæri er það?

Við eldri erum þver­skurður af þjóð­fé­lag­inu, sum vell­auð­ug, önnur blá­fá­tæk og allt þar á milli. Töl­fræðin segir okkur að Íslend­ingar 67 ára og eldri séu um 45.000. Þar af fá um 37.000 greiðslur frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins (Tr.), um 8.000 hafa annað hvort ekki óskað eftir eft­ir­laun­um, eða hafa mán­að­ar­tekjur yfir 616.184 kr. og missa því rétt­inn til eft­ir­launa. Um 10.000 eru talin lifa undir fátækt­ar­mörk­um, þar af hafa um 4.500 ein­göngu eft­ir­laun frá Tr. (há­mark kr. 266.033 fyrir skatt).

Að með­al­tali höfum við eldri það ágætt fjár­hags­lega. Er ein­hver ástæða til að við, sem erum svo heppin að hafa náð þessum aldri höfum áhyggjur af þeim sem lægstar hafa tekj­urn­ar, þ.e.a.s. ef við fyllum ekki þann hóp? Mega þau ekki bara eiga sig?

Við segjum nei. Þjóð­fé­lagið allt ber ábyrgð á því að allir eldri borg­arar geti lifað mann­sæm­andi lífi. Í hópnum með lök­ustu afkom­una er m.a. fólk sem hefur unnið lág­launa­störf, t.d. umönn­un­ar­störf. Störf sem eru nauð­syn­leg fyrir gang­verk þjóð­fé­lags­ins.

-Nauð­syn­leg fyrir ríka jafnt sem fátæka. Eitt rík­asta þjóð­fé­lag í heimi getur ekki látið fátækt við­gang­ast.

Auglýsing

Hand­ó­nýt kjara­bar­átta

● Ófáar eru grein­arnar sem fólk ritar um nauð­syn þess að bæta kjör hinna verst settu og afnema skerð­ing­ar.

● Mörg þeirra 56 félaga eldri borg­ara um land allt álykta á aðal­fundum sínum um bætt kjör.

● Lands­fundir Lands­sam­bands eldri borg­ara (LEB) sam­þykkja langa texta í sömu veru.

● Stjórn LEB situr enda­laust á fundum í ráðu­neytum og nefndum Alþing­is.

● Stjórn­mála­flokk­arnir allir sem einn hafa bætt kjör okkar á lof­orða­listum sínum fyrir kosn­ingar vel vit­andi að við höfum öll atkvæð­is­rétt og erum ódýr atkvæði -óþarfi að efna lof­orð­in.

Nán­ast ekk­ert þok­ast í rétta átt. Hvað er að?

Við eldri erum veikur þrýsti­hóp­ur:

● Sköpum lítil verð­mæti, en tókum fullan þátt í að byggja upp það þjóð­fé­lag sem við höfum í dag.

● Erfitt fyrir stjórn­völd að vita hvað við raun­veru­lega viljum því okkur skortir sam­stöðu, tölum út og suð­ur, einn vill þetta, annar hitt til að bæta kjör og sumum er slétt sama, þurfa engar kjara­bæt­ur.

● Við erum slök í að leið­rétta rang­færslur þeirra sem land­inu stjórna og ann­arra um ágæt kjör. Afkom­endur okkar trúa bull­inu!

Hvað er til ráða? Við getum breytt bar­áttu­að­ferðum

Fólk hefur viðrað ýmsar hug­mynd­ir:

● Stofna stjórn­mála­flokk eldri borg­ara.

- Við eldri erum flest vön að styðja sama flokk og treg til að breyta. Auk þess yrði flokkur með eitt aðal bar­áttu­mál aldrei sterkur á þingi, ef hann væri svo hepp­inn að ná lág­marks fylgi.

● Semja við stjórn­mála­flokk um sam­starf.

-Hvoru megin lenti sá flokk­ur, í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu? Í sam­steypu­stjórn þarf að semja um mála­miðl­anir og í stjórn­ar­and­stöðu eru flokkar áhrifa litl­ir. Og við höfum bitra reynslu af kosn­inga­lof­orðum sem aldrei stóð til að efna.

● Fara í mál við rík­ið, sbr. Gráa her­inn, sem von­andi vinnur mál­ið. En mál­sókn hlýtur alltaf að vera neyð­ar­úr­ræði. Stjórn­völd hafa í hendi sér að setja ný lög til að færa málin til fyrra horfs.

Gras­rót­ar­leiðin

Við sem þetta ritum höfum áhuga á að skoðuð verði leið sem kalla mætti gras­rót­ar­leið­ina. Í 55 félögum eldri borg­ara, sem dreifð eru um allt land eru um 27.000 félag­ar, margir í stað­bundnum félögum stjórn­mála­flokk­anna. Ef þetta fólk er virkjað til að tala máli eldri borg­ara er lík­legt að hægt sé að hafa áhrif á stjórn­mála­fólk upp í gegn um stofn­anir flokk­anna til að tala máli okkar og berj­ast fyrir bættum kjör­um.

For­ysta LEB og stefnu­mótun í kjara­málum

Við vikum að því að framan að kjara­bar­áttan væri ómark­viss. Nauð­syn­legt er að marka stefnu sem við eldri getum sam­ein­ast um og koma henni á fram­færi sem víð­ast í sam­fé­lag­inu og ekki síst til gras­rótar stjórn­mála­flokk­anna.

Þannig að:

● Kjara­nefnd og stjórn LEB und­ir­búi stefnu í kjara­málum eldri borg­ara og leggi fyrir næsta lands­fund til sam­þykkt­ar. (Við höldum að stefna sé sterkara og var­an­legra vopn í kjara­bar­áttu en álykt­an­ir. Stefnu má alltaf aðlaga að breyttum aðstæðum á lands­fund­um).

● Mik­il­vægt er að aðild­ar­fé­lög LEB séu höfð með í ráðum við stefnu­mót­un­ina, að LEB kynni þeim áform um sam­ræmda stefnu og óski eftir hug­mynd­um.

● Stefna verði gefin út í bæk­lingi með ábend­ingum um hvernig væn­legt er að kynna málið í gras­rót­ar­fé­lögum stjórn­mála­flokk­anna, í kjör­dæm­is­ráðum og á lands­fund­um. Rit­inu verði dreift til allra í félög­unum 55 með hvatn­ingu um að þeir kynni og berj­ist fyrir mál­efn­inu í sínum flokk­um.

● Einnig verði stefn­unni komið á fram­færi við stjórn­völd, fjöl­miðla og hvar sem hugs­an­legt er að geta haft áhrif.

● LEB kapp­kosti að leið­rétta rang­færslur sem birt­ast í fjöl­miðl­um.

● LEB miðli upp­lýs­ingum til aðild­ar­fé­lag­anna, sem koma þeim áfram til með­lima sinna. Félögin geta ekki öll haldið úti eigin vef­síð­um. LEB getur boðið þeim sem það vilja pláss á vef­síðu sinni til að koma efni á fram­færi. Félögin gætu annað hvort sjálf sett efni á sitt vef­svæði eða fengið aðstoð LEB til þess.

● Okkur vantar stuðn­ing í þjóð­fé­lag­inu. Hvar er hans að leita?

-Hjá afkom­endum okk­ar, sem von­andi lifa það að verða eldri borg­arar og stjórna land­inu í dag. Minnum þau á það!

-Hjá verka­lýðs­fé­lög­unum sem við höfum byggt upp.

Sam­staða er lyk­ill­inn að vel­gengni!

Höf­undar eru í stjórn FEBR­ANG, Félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar