Yfirgengilegt tjón - Rannsóknir ofar í forgangsröðina

Auglýsing

Ísland er nú að stíga eitt stærsta skrefið í end­ur­reisn­ar­starf­inu eftir hrun bank­anna. Seðla­bank­inn hefur sam­þykkt 379 millj­arða stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum föllnu bank­anna, og tel­ur ­stöð­ug­leika ekki ógnað með veit­ingu á und­an­þágu frá fjár­magns­höft­um.

Hörmu­legur rekstur og óábyrgur

Þessi staða nú markar tíma­mót í end­ur­reisn­ar­starf­inu frá því ­bank­arnir hrundu eins og spila­borg dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008. Það ætti að vera öllum hollt núna, að hugsa til þess hversu yfir­gengi­legt tjónið var af hörmu­legum og óábyrgum rekstri hinna föllnu banka. Það á ekki að koma neinum á ó­vart að öllum steinum sé velt við, og athugað hvort lög hafi verið brot­in. Það hefur heldur ekki komið á óvart að sjá það stað­fest end­ur­tekið í Hæsta­rétti, að stór­kost­leg og for­dæma­laus lög­brot voru framin í starf­semi þeirra, einkum og ­sér í lagi þegar kom að fjár­mögnun þeirra á eigin hluta­fé. Engin dæmi hafa komið fram á erlendum vett­vangi, um slíka gjörn­inga í við­líka umfangi.

Auglýsing

Stofn­anir taki dóma til sín

Þó spjótin bein­ist eðli­lega að efsta lagi stjórn­enda bank­anna, þá ætt­u ­eft­ir­lits­stofn­an­ir, eins og Seðla­bank­inn og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, einnig að taka suma dóma sem fallið hafa, þar sem fjár­mögnun bank­anna á eigin hlutafé er und­ir, til sín. Þessar stofn­anir sáu ekki merk­in, þrátt fyrir að þau hafi átt að vera hróp­andi aug­ljós þeim sem voru að vinna við að horfa ofan í rekstur þeirra. Að mörgu leyti er það óskilj­an­legt, þrátt fyrir allt sem fram hefur kom­ið, er bank­arnir hafi fengið að fjár­magna á bil­in­u 30 til 60 pró­sent af eigin hluta­fé, að minnsta kosti, sam­kvæmt frum­gögnum um fjár­mögnun þeirra sem birt hafa verið í skýrslu RNA. Ein­hver hefði átt að grípa í taumana, greina vand­ann.

Tjónið vegna óábyrgrar starf­semi bank­anna verður seint met­ið að öllu leyti til fjár, en þessi tíma­mót nú, þar sem er verið að slíta ­búum þeirra, án þess að hag­kerfið fari á hlið­ina á nýjan leik, ætti að gefa vís­bend­ingu um alvar­leika þess. Sam­fé­lagið er ennþá undir oki hinna fölln­u ­banka, sjö árum eftir fall þeirra, og situr uppi með skaðað orð­spor, fjár­magns­höft og færri tæki­færi fólks.

Hvernig gat þetta ger­st?

Tölu­verð umræða hefur verið um það á erlendum vett­vang­i, hvernig hin alþjóða­lega fjár­málakreppa, sem svo sann­ar­lega hafði áhrif á Ís­landi líka, gat átt sér stað með jafn áhrifa­miklum hætti og raunin varð.

Margir flóknir hlut­ir ­mynd­uðu slæmar aðstæð­ur, á því leikur eng­inn vafi, og ekki ætl­unin að ger­a þau atriði að umtals­efni hér. Sitt sýn­ist hverjum um þau, þó afleið­ing­arnar séu ó­um­deild­ar.

Það sem hlýtur að skipta miklu máli, þegar jafn margir hlutir fara útaf spor­inu og hér varð raun­in, er að horfa til þess hvernig meg­i læra af mis­tök­un­um. Þetta á ekki aðeins við um sér­hæfð atriði sem tengj­ast fjár­mála­kerf­inu ein­göngu, heldur ekki síð­ur­ önnur atriði sem styrkja sam­fé­lags­gerð­ina sem heild.

Rann­sóknir þarf að efla

Rann­sókn­ar­starf á háskóla­stigi er lík­lega sá vett­vangur sem ­mest getur hjálpað til við að efla alþjóð­leg tengsl Íslands og inn­við­ina um ­leið. Und­an­farin ár hefur ekki tekist, að gefa háskóla­starfi þann slag­kraft sem það þarf, svo að hér geti blómstrað öfl­ugt þekk­ing­ar­sam­fé­lag til fram­tíð­ar­ lit­ið. 

Vissu­lega þarf að fara ofan í kjöl­inn á því, hvort háskóla­stigið sé ó­hag­kvæmt og kröftum of mikið dreift, líkt og Rík­is­end­ur­skoðun hefur bent á. En í alþjóð­legum sam­an­burði vantar meira fjár­magn í rann­sókn­ar­starf, líkt og fólkið sem er í for­svari fyrir háskóla í land­inu hefur ítrekað bent á. Fram­far­irnar og lær­dóm­ur­inn af mis­tökum for­tíð­ar­innar byrjar þar, í smá­at­riða­vinn­unn­ni. Ekki ein­angrað á einu sviði, heldur heild­rænt á flest­u­m sviðum sam­fé­lags­ins.

Von­andi mun stjórn­völd­um, sem nú eru að leiða Ísland upp úr ­mest aðkallandi vanda­mál­unum vegna falls bank­anna, bera gæfu til þess að ­for­gangs­raða fjár­munum í þágu rann­sókna á næstu miss­er­um. Það er ekki víst að það sé til jafn mik­illa vin­sælda fall­ið, eins og að úthluta millj­arða­tug­um beint úr rík­is­sjóði til fólks, en það er góð og nauð­syn­leg fram­tíð­ar­fjár­fest­ing. Og hjálpar sam­fé­lag­inu að læra af mis­tök­um, stórum sem smá­um, og taka skref fram á við.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None