Yfirmaður minn – vitvélin?

Hvar verða mörkin dregin og hve langt mun sú þróun ganga að vélar taki við störfum mannfólks? Geta þær tekið við stöðum yfirmanna okkar? Helgi Þór Ingason, prófessor í Háskólanum í Reykjavík, veltir þessari spurningu fyrir sér í aðsendri grein.

Auglýsing

Gervi­greind hefur sífellt meiri áhrif á líf okk­ar, bæði það sem við fáumst við í vinnu­tíma og í frí­tíma. Þegar rætt er um 4. iðn­bylt­ing­una og áhrif hennar er því stundum haldið fram að rútínu­störf muni fær­ast yfir á vél­ar. Sum störf sem sinnt er af mönnum muni því hverfa, einkum og sér í lagi störf sem ein­kenn­ast af kerf­is­bundnum og end­ur­teknum aðgerð­um. Þessi þróun hefur verið til umræðu um ára­bil og sýnt þykir að við þurfum að búa okkur undir miklar breyt­ingar á kom­andi árum.

Lengi hefur verið rætt og ritað um þessa þró­un. Nor­ræna ráð­herra­nefndin stóð fyrir yfir­grips­mik­illi rann­sókn undir yfir­skrift­inni „Fram­tíð vinnu á Norð­ur­lönd­un­um“ og loka­skýrslan kom út 2021 [1]. Þar var sjónum beint að staf­rænu bylt­ing­unni og breyttri sam­setn­ingu íbú­anna og hvaða áhrif þetta hefði á vinnu­mark­aði Norð­ur­land­anna fimm.

Auglýsing

Einnig má nefna breska skýrslu frá 2015 [2] þar sem því haldið fram að á næstu 10 árum myndi gervi­greind ryðja sér til rúms í atvinnu­líf­inu og hrista ærlega upp í öllu sem tengd­ist stjórn­un. Sér í lagi myndu tölvur taka yfir að sam­ræma tíma­skipu­lag, útdeil­ingu aðfanga og skýrslu­gerð. Í febr­úar 2019 kom út skýrsla for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins [3] undir yfir­skrift­inni „Ís­land og fjórða iðn­bylt­ing­in“. Þar má lesa að þau störf muni hverfa þar sem upp­lýs­ingar eru aðgengi­legar og störfin byggja á síend­ur­tek­inni úrvinnslu þess­ara upp­lýs­inga. Þar muni sjálf­virknin taka við af manns­hönd­inni. MPM námið við HR hefur staðið fyrir mál­stefnum um þessa þróun og áhrif hennar á verk­efna­stjórn­un; meðal ann­ars þann 15. apríl 2021 og upp­taka frá mál­stefn­unni er aðgengi­leg á vef HR [4].

Fyrir skemmstu hlust­aði ég á hlað­varp frá BBC [1] þar sem umfjöll­un­ar­efnið var hvort tölvur og gervi­greind væru að taka við af hefð­bundnum stjórn­endum í fyr­ir­tækj­um. Þró­unin er nefni­lega alls ekki bundin við rútínu­störf við fram­leiðslu eða veit­ingu þjón­ustu, hún á ekki síður við um rútínu­störf sem tengj­ast stjórnun (ad­ministration). Þró­unin er ör og sum­part stjórna tölvur nú þegar ýmsu í lífi okkar og við látum okkur það vel líka.

Til dæmis látum við tölvur stýra okkur þegar við keyrum um með aðstoð GPS leið­sögu­kerf­is. Þegar við verslum við stórar vef­versl­anir er aðfanga­keðjan að lang­mestu leyti sjálf­virk og sam­ræmd af hug­bún­aði – allt frá því að við pöntum uns við fáum vör­una afhenta nokkrum dögum síð­ar. Í hlað­varp­inu var sagt frá fyr­ir­tæki sem tekur að sér að gera rann­sókn­ir. Hver rann­sókn er í eðli sínu verk­efni og því var lýst hvernig fyr­ir­tækið hefur sjálf­virkni­vætt alla áfanga slíks verk­efn­is. Tölvur leita að sér­fræð­ingum sem gefa sig út fyrir að taka þátt í slíku á verk­efna­grunni. Tölv­urnar ráða þá til verk­efn­is­ins, sam­ræma störf allra sér­fræð­ing­anna og halda utan um rann­sókn­ina allt þar til loka­nið­ur­stöðu er skil­að.

Frá sjón­ar­hóli sér­fræð­ings í verk­efna­stjórnun er þessi sviðs­mynd býsna fram­úr­stefnu­leg og þau verk­efni sem stjórnað er með þessum hætti eru ekki hefð­bundin verk­efni, sem ein­kenn­ast oftar en ekki af tíma­pressu, mik­illi óvissu og snerti­flötum marg­vís­legra hags­muna­að­ila sem hafa ólíka hags­muni.

En hvar eru mörkin dregin og hve langt mun þessi þróun ganga á kom­andi árum? Við­mæl­endur í þessu hlað­varpi BBC drógu mörkin við við­kvæm og flókin sam­skipti stjórn­anda og und­ir­manns, þar sem öllu skiptir að geta metið ólík sjón­ar­mið, skynjað til­finn­ing­ar, lesið milli lín­anna og ályktað og brugð­ist við út frá því sem er sagt, en ekki síður því sem er ósagt og þarf að skynja.

Gervi­greindin á líka langt í land með að koma að notum í sjálfu stjórn­ar­her­berg­inu því tölvur ráða illa við að spá í fram­tíð­ina, velta vöngum yfir ólíkum sviðs­mynd­um, móta stefnu og leggja niður skyn­sam­leg­ustu leið­irnar til að raun­gera þá stefnu með því að skil­greina og fram­kvæma verk­efni.

Auglýsing

Þetta kemur heim og saman við rann­sóknir vís­inda­manna við HR á áhrifum gervi­greindar á verk­efna­stjórn­un[1]. Þar hefur verið ályktað að við­kvæm sam­skipti verði áfram á höndum manna þó sum svið klass­ískrar verk­efna­stjórn­unar muni örugg­lega fær­ast meira og meira yfir til tölva, til að mynda áhættu­grein­ing­ar, fjár­hags­legir útreikn­ingar og útreikn­ingar sem lúta að verk­tíma.

Við erum for­vitin um fram­tíð­ina í HR og nú um stundir erum við áhuga­söm um það hvernig nýta má gervi­greind til að ná betri árangri í verk­efna­stjórn­un. Við erum meðal ann­ars að skoða – ásamt rann­sókn­ar­hópum við nokkra evr­ópska háskóla – hvernig nota megi spjall­menni (chat­bots) í þjálfun og kennslu í verk­efna­stjórnun [2] og um nokk­urra ára skeið höfum við prófað okkur áfram með notkun hermi­lík­ana í þeim sama til­gangi.

En svo vikið sé að titli þessa pistils þá ger­ist það varla í náinni fram­tíð að næsti yfir­maður okkar verði vél með gervi­greind, eða ein­hvers konar vit­vél!

Höf­undur er pró­fessor við verk­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Heim­ild­ir:

[1] https://www.nor­den.org­/en/pu­blication/fut­ure-work-nor­dic-countries

[2] Kol­bjørns­rud, V., Amico, R., & Thom­as, R. J. (2016). The promise of artificial intelli­g­ence. Accenture: Dublin, Ireland.

[3]www.­google.com/­ur­l?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2a­hUKEwiKq7zSz9P7A­hXwQ0EA­HUNN­Bu4QF­noECBMQAQ&url=https%3A%2F%2Fwww.­stjorn­arra­did.is%2Fli­br­ar­y%2F04-Ra­du­neyt­in%2F­For­sA­et­is­ra­du­neytid%2F­Framtid­ar­nefnd%2F­Fjor­da-idn­bylt­ing­in-­skyr­sla.pdf&usg=A­OvVaw3D­B7W4GLn­M3ooBG-f­vA6CF

[4] www.ru.is/mp­m/um-okk­ur/frett­ir-pistl­ar-og-vid­burdir/­streymi-af-_framtid-vinn­u-og-verk­efna­stjorn­un_

[5] www.bbc.co.uk/programmes/w3ct­39tw

[6] Frid­geirs­son, T. V., Inga­son, H. T., Jon­as­son, H. I., & Jons­dott­ir, H. (2021). An aut­horita­tive study on the near fut­ure effect of artificial intelli­g­ence on project mana­gement knowledge are­as. Susta­ina­bility, 13(4), 2345.

[7] https://www.oulu.fi/en/project­s/per­sona­lized-project­-mana­gement-­learn­ing-chat­bots

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar