Óveðurský yfir álinu - Betra að kasta 70 milljónum út um gluggann?

Álbransinn í heiminum gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Álverð hefur lækkað mikið og stærstu álframleiðendur heimsins eru að draga saman seglin, til að halda rekstrinum í skefjum.

Ál
Auglýsing

Hluta­bréf í banda­ríska álfyr­ir­tæk­inu Alcoa, móð­ur­fé­lag Fjarð­ar­áls, hafa lækkað um yfir 40 pró­sent á þessu ári miðað við sama tíma­bil í fyrra. Jap­anski bankaris­inn Nomura breytti stöðu þess­ara bréfa í sínu safni úr kaupa og í halda. Jafn­framt lækk­aði Nomura mat sitt á hlut­bréf­unum úr 14 doll­urum á hlut og niður í 8 doll­ara. Í leið­inni var stöðu hluta­bréfa í Cent­ury Alu­mini­um, ­móð­ur­fé­lags Norð­ur­áls, breytt á sama hátt og verð­matið á hlutum þess félags­ ­lækkað úr 12 doll­urum niður í 4 doll­ara á hlut.

Nomura telur að heims­mark­aðs­verð á áli hald­ist á sömu slóð­u­m og það er í dag fram yfir árið 2017. Áltonnið kostar undir 1.500 doll­urum á málm­mark­að­inum (LME) í London þessa stund­ina. Það er rétt yfir jafn­vægisverð­in­u (br­ea­keven) hjá best reknu álverum heims­ins en það er talið vera um 1.450 doll­arar á tonn­ið. Um 90 pró­sent af öllum álverum í Kína, stærsta álf­ram­leið­enda heims­ins,  eru rekin með tapi í dag.

Nýlega birti Rík­is­út­varpið frétt um að sveit­ar­stjórn­ar­menn á Norð­ur­landi vildu fá 70 millj­óna króna styrk frá skatt­greið­endum til að und­ir­bú­a hugs­an­legt álver við Húnaflóa. Beiðni um þennan styrk var komið til­ fjár­laga­nefnd­ar. Það mætti eig­in­lega segja að fjár­laga­nefnd gerði betur í að henda þessu fé út um glugg­ana á annarri hæð Alþingis heldur en senda það norð­ur. Þá kæmi það alla­vega þeim til góða sem ættu leið fram­hjá alþing­is­hús­in­u á því augna­bliki sem seðl­arnir streymdu niður í Kirkju­stræt­ið.  

Auglýsing

Versn­andi staða

Að und­ir­búa álvers­bygg­ingu í dag á Íslandi verður að teljast und­ar­legt eins og staðan er á álmörk­uðum heims­ins. Staða sem ekki er lík­legt að batni a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Sem dæmi um erf­ið­leik­ana má nefna að verð á áli var hið lægsta í sex ár á mark­að­inum í London (LME) fyrir viku síð­an. Hér­ heima sjáum við að  ál­verið í Straums­vík­ er í krögg­um, og það ekki bara vegna yfir­vof­andi verk­falls að sögn for­stjór­ans, ál­verið á Grund­ar­tanga er það eina sem heldur móð­ur­fé­lag­inu Cent­ury Alu­minium á floti (vegna mjög hag­stæðs orku­verðs) og Alcoa móð­ur­fé­lag Fjarð­ar­áls ætlar að loka þremur af fjórum álverum sínum í Banda­ríkj­un­um.Und­ar­leg áform

Hugs­an­legt álver við Húnaflóa mun verða kín­versk fram­kvæmd. ­Senni­legt er, miðað við fyr­ir­liggj­andi áform um stærð þess, að það verður rek­ið ­með miklu tapi í upp­hafi nema það fái ork­una svo gott sem gef­ins. Áform Kín­verja eru svo enn und­ar­legri þegar horft er til þess að í dag eru um 90 pró­sent allra álvera í Kína rekin með tapi að því er kemur fram í úttekt ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins AZ China. Í sumum til­viklum er tapið falið með gíf­ur­leg­um ­nið­ur­greiðslum stjórn­valda á orku­verð­inu til þeirra. Samt sem áður hef­ur álfram­leiðsla Kín­verja auk­ist um 620.000 tonn í ár miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þetta er sama magn og nemur árs­fram­leiðslu þeirra þriggja álvera sem Cent­ury Alu­minium rekur í Banda­ríkj­un­um. Raunar ætlar Cent­ury að draga veru­lega úr álf­ram­leiðslu sinni í Banda­ríkj­unum á næsta ári eins og Alcoa. Talið er að að­eins átta álver verði starf­andi þar í landi eftir ára­mót­in.

Þrýsta á stjórn­völd

Í frétt á Reuters í síð­ustu viku kom fram að bæði Alcoa og Cent­ury Alu­minium beita banda­rísk stjórn­völd þrýst­ingi í dag til að fá þau til­ að draga úr inn­flutn­ingi á áli frá Kína.  ­Fyrr­greind fyr­ir­tæki benda m.a. á að Kín­verjar nýti sér önnur lönd, eins og Víetnam og Mexíkó, til að kom­ast hjá inn­flutn­ings­gjöldum í Banda­ríkj­un­um. Það er Kín­verjar sendi þangað „hálf­unn­ið“ ál sem síðan er selt til­ ­Banda­ríkj­anna sem full­unnið án þess að nokk­urt hafi gerst í raun annað en að um­skipa þessu áli í höfnum fyrr­greindra landa.

Á móti þessum áformum stendur svo breiður hópur fyr­ir­tækja ­sem vill hafa mögu­leika á því áfram að kaupa ódýrt ál frá Kína. Þetta eru ­fyr­ir­tæki á borð dósa­verk­smiðj­ur/brugg­hús, bíla­fram­leið­endur og flug­véla­fram­leið­end­ur. Það er því erfitt að sjá að álfyr­ir­tækin hafi erindi sem erf­iði í þessu máli.

Vam­p­íru­kol­krabb­inn kemst í feitt

Álverð eftir hrun náði hæstu hæðum árið 2011 þegar það stóð í tæpum 2.700 doll­urum á tonnið hjá LME. Síðan hefur það sífellt lækkað og var ­síð­ast yfir 2.000 doll­urum í fyrra­sum­ar. Ári áður, það er sum­arið 2013, hafð­i The New York Times birt greinar um hvernig fjár­fest­ing­ar­bank­inn Gold­man Sachs, ­stundum nefndur vam­p­íru­kol­krabb­inn, hafði hagn­ast gíf­ur­lega á kostn­að al­menn­ings með því að flytja stöðugt álblokkir milli vöru­húsa í sinni eigu á sömu lóð­inni.  Eftir að stjórn­völd gripu í taumana á þess­ari „hringekju“  og ­stöðv­uðu hana hefur álverðið aldrei náð yfir 2.000 doll­ara mark­ið.

Gold­man Sachs, og fleiri bankar, hófu að kaupa ­iðn­að­ar­skemmur í Detroit í gíf­ur­legum mæli þegar álverðið var sem hæst árið 2011. Þær voru not­aðar til að geyma full­unnið ál áður en það var selt til­ not­enda. Eftir að „hringekj­an“ fór í gang lengd­ist bið­tími not­enda eftir áli úr um sex vikum og upp í allt að 16 mán­uði með til­heyr­andi geymslu­kostn­aði og verð­hækk­unum sem runnu beint í vasa Gold­man Sachs. Bank­inn sagði taf­irnar ver­a ­vegna skorts á vöru­bíl­stjórum og lyft­urum að því er kom fram í New York Times. Blað­ið komst að því að „hringekj­an“ hefði kostað banda­ríska neyt­endur um 3 millj­arða doll­ara, eða nær 400 millj­arða kr. á ári, en um þetta var meðal ann­ars fjallað í leið­ara The New York Times. mál­ið.

Kín­versku kaupin á eyr­inni

Kín­verska leiðin til að reyna að halda álverð­inu í horf­inu er nokkuð öðru­vísi en „til­færsl­un­ar“ hjá Gold­man Sachs. Þar á bæ er beinn eða dul­inn rík­is­styrkur það sem heldur álverum á floti í núver­andi stöð­u á álmark­að­in­um. Í nýlegri umfjöllun á Reuters var greint frá einu dæmi af ­mörgum um hvernig kín­versk stjórn­völd styrkja álf­ram­leiðslu sína. Um er að ræða Li­ancheng álverið í Gansu hér­aði. Álverið sem fram­leiðir 550.000 tonn á ári er í eigu rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins China­lco. Þetta álver hefur tapað sam­tals 313 millj­ónum doll­ara eða hátt í 40 millj­örðum kr. frá árinu 2011 að því er fram kemur á vef­síðu Sam­bands málm­iðn­að­ar­ins í Kína. Rekst­ur­inn var svo erf­iður að að­stoð­ar­for­stjóri þess, Jiang Ying­gang sagði fyrr í ár að það þyrfti að loka því. Til lokunnar kom þó aldrei þar sem hér­aðs­stjóri Gansi taldi svo mik­il­vægt að halda álver­inu opnu að hann lækk­aði orku­kostnað þess nægi­lega til að það ­gæti náð jafn­vægisverði í fram­leiðsl­unni miðað við álverðið í dag. Þetta er af­greiðsla sem álver á Íslandi geta aðeins látið sig dreyma um að ger­ist hér­lend­is.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None