Óveðurský yfir álinu - Betra að kasta 70 milljónum út um gluggann?

Álbransinn í heiminum gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Álverð hefur lækkað mikið og stærstu álframleiðendur heimsins eru að draga saman seglin, til að halda rekstrinum í skefjum.

Ál
Auglýsing

Hluta­bréf í banda­ríska álfyr­ir­tæk­inu Alcoa, móð­ur­fé­lag Fjarð­ar­áls, hafa lækkað um yfir 40 pró­sent á þessu ári miðað við sama tíma­bil í fyrra. Jap­anski bankaris­inn Nomura breytti stöðu þess­ara bréfa í sínu safni úr kaupa og í halda. Jafn­framt lækk­aði Nomura mat sitt á hlut­bréf­unum úr 14 doll­urum á hlut og niður í 8 doll­ara. Í leið­inni var stöðu hluta­bréfa í Cent­ury Alu­mini­um, ­móð­ur­fé­lags Norð­ur­áls, breytt á sama hátt og verð­matið á hlutum þess félags­ ­lækkað úr 12 doll­urum niður í 4 doll­ara á hlut.

Nomura telur að heims­mark­aðs­verð á áli hald­ist á sömu slóð­u­m og það er í dag fram yfir árið 2017. Áltonnið kostar undir 1.500 doll­urum á málm­mark­að­inum (LME) í London þessa stund­ina. Það er rétt yfir jafn­vægisverð­in­u (br­ea­keven) hjá best reknu álverum heims­ins en það er talið vera um 1.450 doll­arar á tonn­ið. Um 90 pró­sent af öllum álverum í Kína, stærsta álf­ram­leið­enda heims­ins,  eru rekin með tapi í dag.

Nýlega birti Rík­is­út­varpið frétt um að sveit­ar­stjórn­ar­menn á Norð­ur­landi vildu fá 70 millj­óna króna styrk frá skatt­greið­endum til að und­ir­bú­a hugs­an­legt álver við Húnaflóa. Beiðni um þennan styrk var komið til­ fjár­laga­nefnd­ar. Það mætti eig­in­lega segja að fjár­laga­nefnd gerði betur í að henda þessu fé út um glugg­ana á annarri hæð Alþingis heldur en senda það norð­ur. Þá kæmi það alla­vega þeim til góða sem ættu leið fram­hjá alþing­is­hús­in­u á því augna­bliki sem seðl­arnir streymdu niður í Kirkju­stræt­ið.  

Auglýsing

Versn­andi staða

Að und­ir­búa álvers­bygg­ingu í dag á Íslandi verður að teljast und­ar­legt eins og staðan er á álmörk­uðum heims­ins. Staða sem ekki er lík­legt að batni a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Sem dæmi um erf­ið­leik­ana má nefna að verð á áli var hið lægsta í sex ár á mark­að­inum í London (LME) fyrir viku síð­an. Hér­ heima sjáum við að  ál­verið í Straums­vík­ er í krögg­um, og það ekki bara vegna yfir­vof­andi verk­falls að sögn for­stjór­ans, ál­verið á Grund­ar­tanga er það eina sem heldur móð­ur­fé­lag­inu Cent­ury Alu­minium á floti (vegna mjög hag­stæðs orku­verðs) og Alcoa móð­ur­fé­lag Fjarð­ar­áls ætlar að loka þremur af fjórum álverum sínum í Banda­ríkj­un­um.Und­ar­leg áform

Hugs­an­legt álver við Húnaflóa mun verða kín­versk fram­kvæmd. ­Senni­legt er, miðað við fyr­ir­liggj­andi áform um stærð þess, að það verður rek­ið ­með miklu tapi í upp­hafi nema það fái ork­una svo gott sem gef­ins. Áform Kín­verja eru svo enn und­ar­legri þegar horft er til þess að í dag eru um 90 pró­sent allra álvera í Kína rekin með tapi að því er kemur fram í úttekt ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins AZ China. Í sumum til­viklum er tapið falið með gíf­ur­leg­um ­nið­ur­greiðslum stjórn­valda á orku­verð­inu til þeirra. Samt sem áður hef­ur álfram­leiðsla Kín­verja auk­ist um 620.000 tonn í ár miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þetta er sama magn og nemur árs­fram­leiðslu þeirra þriggja álvera sem Cent­ury Alu­minium rekur í Banda­ríkj­un­um. Raunar ætlar Cent­ury að draga veru­lega úr álf­ram­leiðslu sinni í Banda­ríkj­unum á næsta ári eins og Alcoa. Talið er að að­eins átta álver verði starf­andi þar í landi eftir ára­mót­in.

Þrýsta á stjórn­völd

Í frétt á Reuters í síð­ustu viku kom fram að bæði Alcoa og Cent­ury Alu­minium beita banda­rísk stjórn­völd þrýst­ingi í dag til að fá þau til­ að draga úr inn­flutn­ingi á áli frá Kína.  ­Fyrr­greind fyr­ir­tæki benda m.a. á að Kín­verjar nýti sér önnur lönd, eins og Víetnam og Mexíkó, til að kom­ast hjá inn­flutn­ings­gjöldum í Banda­ríkj­un­um. Það er Kín­verjar sendi þangað „hálf­unn­ið“ ál sem síðan er selt til­ ­Banda­ríkj­anna sem full­unnið án þess að nokk­urt hafi gerst í raun annað en að um­skipa þessu áli í höfnum fyrr­greindra landa.

Á móti þessum áformum stendur svo breiður hópur fyr­ir­tækja ­sem vill hafa mögu­leika á því áfram að kaupa ódýrt ál frá Kína. Þetta eru ­fyr­ir­tæki á borð dósa­verk­smiðj­ur/brugg­hús, bíla­fram­leið­endur og flug­véla­fram­leið­end­ur. Það er því erfitt að sjá að álfyr­ir­tækin hafi erindi sem erf­iði í þessu máli.

Vam­p­íru­kol­krabb­inn kemst í feitt

Álverð eftir hrun náði hæstu hæðum árið 2011 þegar það stóð í tæpum 2.700 doll­urum á tonnið hjá LME. Síðan hefur það sífellt lækkað og var ­síð­ast yfir 2.000 doll­urum í fyrra­sum­ar. Ári áður, það er sum­arið 2013, hafð­i The New York Times birt greinar um hvernig fjár­fest­ing­ar­bank­inn Gold­man Sachs, ­stundum nefndur vam­p­íru­kol­krabb­inn, hafði hagn­ast gíf­ur­lega á kostn­að al­menn­ings með því að flytja stöðugt álblokkir milli vöru­húsa í sinni eigu á sömu lóð­inni.  Eftir að stjórn­völd gripu í taumana á þess­ari „hringekju“  og ­stöðv­uðu hana hefur álverðið aldrei náð yfir 2.000 doll­ara mark­ið.

Gold­man Sachs, og fleiri bankar, hófu að kaupa ­iðn­að­ar­skemmur í Detroit í gíf­ur­legum mæli þegar álverðið var sem hæst árið 2011. Þær voru not­aðar til að geyma full­unnið ál áður en það var selt til­ not­enda. Eftir að „hringekj­an“ fór í gang lengd­ist bið­tími not­enda eftir áli úr um sex vikum og upp í allt að 16 mán­uði með til­heyr­andi geymslu­kostn­aði og verð­hækk­unum sem runnu beint í vasa Gold­man Sachs. Bank­inn sagði taf­irnar ver­a ­vegna skorts á vöru­bíl­stjórum og lyft­urum að því er kom fram í New York Times. Blað­ið komst að því að „hringekj­an“ hefði kostað banda­ríska neyt­endur um 3 millj­arða doll­ara, eða nær 400 millj­arða kr. á ári, en um þetta var meðal ann­ars fjallað í leið­ara The New York Times. mál­ið.

Kín­versku kaupin á eyr­inni

Kín­verska leiðin til að reyna að halda álverð­inu í horf­inu er nokkuð öðru­vísi en „til­færsl­un­ar“ hjá Gold­man Sachs. Þar á bæ er beinn eða dul­inn rík­is­styrkur það sem heldur álverum á floti í núver­andi stöð­u á álmark­að­in­um. Í nýlegri umfjöllun á Reuters var greint frá einu dæmi af ­mörgum um hvernig kín­versk stjórn­völd styrkja álf­ram­leiðslu sína. Um er að ræða Li­ancheng álverið í Gansu hér­aði. Álverið sem fram­leiðir 550.000 tonn á ári er í eigu rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins China­lco. Þetta álver hefur tapað sam­tals 313 millj­ónum doll­ara eða hátt í 40 millj­örðum kr. frá árinu 2011 að því er fram kemur á vef­síðu Sam­bands málm­iðn­að­ar­ins í Kína. Rekst­ur­inn var svo erf­iður að að­stoð­ar­for­stjóri þess, Jiang Ying­gang sagði fyrr í ár að það þyrfti að loka því. Til lokunnar kom þó aldrei þar sem hér­aðs­stjóri Gansi taldi svo mik­il­vægt að halda álver­inu opnu að hann lækk­aði orku­kostnað þess nægi­lega til að það ­gæti náð jafn­vægisverði í fram­leiðsl­unni miðað við álverðið í dag. Þetta er af­greiðsla sem álver á Íslandi geta aðeins látið sig dreyma um að ger­ist hér­lend­is.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None