5 hlutir sem vert er að vita um COP21-ráðstefnuna í París

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldinn í París eftir mánuð. Sumir kalla þetta mikilvægasta fund mannkynsins.

Peningar og völd eru það sem kemur einna helst í veg fyrir auðveldar málamiðlanir á COP21 í París. En hvers vegna þurfum við að semja um hluti á annað borð?
Peningar og völd eru það sem kemur einna helst í veg fyrir auðveldar málamiðlanir á COP21 í París. En hvers vegna þurfum við að semja um hluti á annað borð?
Auglýsing

Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP21, lýkur þann 11. des­em­ber eða eftir réttan mánuð og þá verð­ur, ef fund­ur­inn stenst vænt­ing­ar, búið að útbúa laga­lega bind­andi sam­komu­lag um útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um allan heim. En hvað er COP21 eig­in­lega og hvers vegna er talað um ráð­stefn­una sem þá mik­il­væg­ustu í mann­kyns­sög­unni? Á lofts­lagsvef CNN má finna fimm atriði sem vert er að vita um COP21.

Hvað er COP21?

Ramma­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (e. United Nations Framwork Con­vention on Climate Change - UNFCCC) var und­ir­rit­aður á Umhverf­is­ráð­stefn­unni í Rio árið 1992. Ráð­stefna á vegum UNFCCC hefur verið haldin árlega síðan 1995 þegar sú fyrsta var haldin í Berlín. Þær eru kall­aðar COP sem stendur fyrir „Con­fer­ence of Parties“. Í ár fer fram 21. ráð­stefnan í Par­ís.

Ástæða þess að ráð­stefnan er haldin árlega er til þess að stöðugt sé fylgst með og lagt mat á aðgerðir og stöðu ríkja í lofts­lags­mál­um. Reglu­lega fjalla ráð­stefn­urnar um nýja samn­inga og mark­miða­setn­ingar í lofts­lags­mál­um. Eft­ir­minni­leg­ustu ráð­stefn­urnar á vegum UNFCCC eru tví­mæla­laust COP3 í Kyoto þar sem Kyoto­bók­unin var und­ir­rit­uð, COP11 í Motréal þar sem líf­tími Kyoto­bók­unin var fram­lengd og COP15 í Kaup­manna­höfn þar sem þess var freistað að búa til sam­komu­lag allra ríkja um minnkun útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Sam­hliða COP21 í París mun fara fram CMP 11; ell­efti fundur þeirra ríkja sem und­ir­rit­uðu Kyoto­bók­un­ina 1997. Ísland er aðili að báðum ráð­stefn­um.

Hvert er mark­miðið með ráð­stefn­unni í ár?

Mark­mið COP21 í París dag­ana 30. nóv­em­ber til 11. des­em­ber er nokkuð skýrt. Það er að búa til laga­lega bind­andi sam­komu­lag allra þjóða heims­ins til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, eða því sem vís­inda­menn hafa kallað þrösk­uld þess sem mann­kynið og jörðin geta höndl­að.

Þegar vísað er til minna en tveggja gráðu hlýn­unar er talað um hlýnun lofts­lags (bæði sjáv­ar- og loft­hita) miðað við með­al­hita fyrir iðn­bylt­ing­una á nítj­ándu öld. Það er aug­ljóst að það er ekki auð­velt að ná þessu mark­miði enda benda mæl­ingar til þess að hlýnun um heila gráðu á Celcius hafi þegar verið náð. Skýrsla IPCC (Intergovern­mental Panel on Climate Change) síðan 2014 sýnir fram á að síðan 1880 hefur lofts­lag jarðar hlýnað um 0.85°C.Í skýrsl­unni eru einnig leiddar líkur að því að miðað við það magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem þegar hefur verið losað þá getur verið að hita­stig jarðar sé nú læst í um tveggja gráðu hlýn­un. Það er aðeins ef heim­inum tekst að minnka los­un­ina gríð­ar­lega á næstu árum.

Hverjir mæta?

Á ráð­stefn­unni í París er talið að meira en 40.000 full­trúar 195 landa í öllum heim­inum muni koma sam­an. Þetta er stærsti fundur sem frönsk stjórn­völd hafa nokkru sinni skipu­lagt. Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, mun taka á móti nokkrum af leið­togum áhrifa­mestu ríkja heims. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, mun láta sjá sig sem og Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, auk Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands. Saman bera þessu lönd ábyrgð á um það bil helm­ingi allrar los­unar heims­ins.

Margir leið­toga þess­ara 195 ríkja munu vera við­staddir frá upp­hafi fund­ar­ins í Par­ís, ólíkt því sem gerð­ist í Kaup­manna­höfn þegar helstu leið­togar létu aðeins sjá sig síð­ustu daga fund­ar­ins. Er talið að það hafi átt þátt í að COP15 fund­ur­inn varð svo slæm­ur; samn­inga­við­ræð­urnar fengu ekk­ert vægi fyrr en of seint.

Francois Hollande, frakklandsforseti.

Frá Íslandi munu Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, og Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, fara. Full­trúar allra þing­flokka á Alþingi verða einnig við­stadd­ir, auk sendi­nefndar Íslands frá Umhverf­is­ráðu­neyt­inu undir for­ystu Huga Ólafs­son­ar. Auk þeirra munu emb­ætt­is­menn og full­trúar íslenskra fyr­ir­tækja sækja ráð­stefn­una.

Sam­kvæmt heim­ildum CNN er óvíst að Frans páfi geri sér ferð til Par­ísar en hann hefur talað opin­skátt fyrir því að ríki heims setji sér raun­veru­leg mark­mið í lofts­lags­málum til þess að tryggja vel­ferð mann­kyns um ókomna fram­tíð.

Hvers vegna verður fund­ur­inn að slá í gegn?

Mark­miðið með ráð­stefn­unni er skýrt og þess vegna er mik­il­vægt að ríki heims­ins kom­ist að sam­hljóða bind­andi nið­ur­stöðu sem kemur til með að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. Allt sem mun líkj­ast nið­ur­stöðu ráð­stefn­unnar í Kaup­manna­höfn, þar sem eng­inn samn­ingur var und­ir­rit­að­ur, verður dæmt sem mis­tök.

Tak­mark­anir Kyoto­bók­un­ar­innar munu renna út árið 2020, svo nú fer tím­inn að renna út eigi að halda sam­komu­lag­inu óslitnu.

Lofts­lags­málin eru hins vegar ekki aðeins umhverf­is­mál heldur einnig efna­hags­mál. Lang flest ríkin hafa þegar skilað stefnu­mót­un­ar­mark­miðum sínum sem vænt­an­legt sam­komu­lag mun byggja á. En það er fjár­mála­hlið á lofts­lags­mál­unum líka, þar sem málin munu hugs­an­lega stranda. 

Á und­ir­bún­ings­fundum fyrir COP21 hefur það verið áætlað að iðn­vædd ríki heims­ins þurfi að útvega um það bil 100 millj­örðum banda­ríkja­dölum á ári frá og með 2020. Pen­ing­arnir eru ætl­aðir van­þró­uðum ríkjum til þess að berj­ast gegn auk­inni mengun og hjálpa við sjálf­bæra efna­hags­þróun land­anna. Það hefur nefni­lega verið sýnt fram á að hag­vöxtur og aukin útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru tengd fyr­ir­bæri. Hvaðan þessir pen­ingar eiga að koma er hugs­an­legt steytisker við­ræðn­anna. Hversu mikið á að koma frá ríkjum heims og hversu mikið verður lagt í skaut einka­fyr­ir­tækja? Hvaða hlut­verki á mark­að­ur­inn að gegna í þessu?

Auglýsing

Hvers vegna skiptir þetta mig máli?

Ef þú átt ekki miða með Mars One og hygg­ist stofna nýlendu á Mars þá þarftu að öllum lík­indum að búa á jörð­inni í nokkra ára­tugi í við­bót. Á meðan munt þú finna fyrir lofts­lags­breyt­ingum og ættir að hafa áhuga á útkomu ráð­stefn­unnar í Par­ís.

Sýnt hefur verið fram á að afleið­ingar hlýn­unar lofts­lags verða ákaf­ari veður á borð við miklar hita­bylgj­ur, þurrka og flóð. Um leið bráðna jöklar og haf­ís­breiður með þeim afleið­ingum að yfir­borð sjávar hækk­ar. Margar af helstu versl­un­ar­stöðvum heims­ins munu sökkva í sæ og margar millj­ónir manna neyð­ast til að yfir­gefa heim­ili sín og flytja ann­að.

Um leið og veð­ur­far breyt­ist munu vatns­lindir þorna upp eða breyt­ast og mat­væla­ör­yggi skerð­ast eða breyt­ast. Afleið­ing­arnar munu helst bitna á þró­un­ar- og fátæk­ari löndum þar sem stjórn­völd eiga ekki efni á þeim ráð­stöf­unum sem þarf að grípa til.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None