Lífeyrissjóðirnir ætla að kaupa Arion banka og setja hann á markað

Lífeyrissjóðirnir ætla ekki að vinna með Virðingu né Arctica Finance að kaupum á Arion banka. Vilja forðast tortryggni og ávirðingar um að færa völdum einkafjárfestum völd og auð.

Arion banki
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins ætla sér að kaupa Arion banka og við­ræður gætu haf­ist strax í næstu viku. Þeir ætla ekki að taka þátt í þeim kaup­enda­hóp­um ­sem fjár­mála­fyr­ir­tækin Virð­ing og Arct­ica Fin­ance hafa verið að reyna að setj­a ­saman und­an­farnar vik­ur, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing á stærstu sjóði lands­ins um að gera það.

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna ­rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóður mun­u ­leiða kaup­in. Öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins verður boðið að vera með og gang­i ­kaupin eftir ætla líf­eyr­is­sjóð­irnir að skrá Arion banka á markað strax á næsta ári.  

Þessi atburð­ar­rás hefur verið að teikn­ast upp í lið­inn­i viku. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins segja að sjóð­irnir séu ekki síður að horfa til þess hvernig kaup þeirra á banka muni líta út í aug­um al­menn­ings eins og þeirrar ávöxt­unar sem slík kaup geti leitt af sér. Sjóð­irn­ir vilja að það sé eng­inn vafi um að þeir ætli sér ekki að færa hópi einka­fjár­festa völd og auð með þátt­töku þeirra í kaupum á einni stærstu og ­kerf­is­lega mik­il­væg­ustu eign íslensks hag­kerf­is.

Auglýsing

Ekki hægt að kaupa ­banka án líf­eyr­is­sjóða

Fyrir liggur að Arion banki verður ekki keyptur af inn­lend­um að­ilum nema með aðkomu líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Umfang kaupanna, sem verð­ur­ lík­lega um 100 millj­arðar króna, er það mikið að aðrir fjár­festar á íslenska ­mark­aðnum hafa ekki bol­magn til að ráð­ast í þau án þeirra aðkomu. Þess vegna hafa þau tvö fjár­mála­fyr­ir­tæki sem hafa reynt að koma saman kaup­enda­hópi að ­Arion banka, Arct­ica Fin­ance og Virð­ing, róið að því öllum árum að fá stærst­u líf­eyr­is­sjóði lands­ins til liðs við sig.Hannes Frímann Hrólfsson er forstjóri Virðingar.

Eðli aðkomu fyr­ir­tækj­anna tveggja að hinum fyr­ir­hug­uð­u ­kaupum er ólíkt. Virð­ing ætl­aði sér að vera í ráð­gjaf­ar­hlut­verki og fá þókn­an­ir ­fyrir aðkomu sína. Á meðal einka­fjár­festa sem tengj­ast þeim hópi sem Virð­ing var að setja saman eru Hregg­viður Jóns­son, stjórn­ar­for­maður og aðal­eig­andi Verita­s, og Sig­ur­björn Þor­kels­son, sem ­starf­aði lengi sem yfir­maður hjá Lehman Brothers, var einn eig­andi Haga og ­stofn­aði fyrr á þessu ári verð­bréfa­miðl­un­ina Fossa mark­aði með nokkrum fyrrum lyk­il­starfs­mönnum úr Straumi. Sig­ur­björn hefur verið nokkuð áber­andi í fjár­fest­ingum á Íslandi á und­an­förnum árum, og þá í slag­togi við fjár­fest­anna Árna Hauks­son og Hall­björn Karls­son. Þeir keypt­u ­meðal ann­ars saman hlut í Sím­anum í umdeildum við­skiptum fyrr á þessu ári.

Þá hefur nafn Bjarna Ármans­son­ar, fyrrum banka­stjóra Glitn­is, verið nefnt í þessu sam­hengi. Kjarn­inn hefur hins vegar feng­ið ­stað­fest að hann komi hvergi nærri hópnum né öðrum sem ætla sér að reyna að ­eign­ast íslenskan banka.

Gamla Kaup­þing vs. gamli Lands­bank­inn

Arct­ica Fin­ance ætl­aði sér hins vegar sjálft að taka þátt í kaup­unum með ýmsum einka­fjár­festum sem eru í við­skiptum við fyr­ir­tækið og líf­eyr­is­sjóði lands­ins.

Aðkoma fyr­ir­tækj­anna að hugs­an­legum kaupum hefur verið tor­tryggð ­vegna ýmissa þátta. Það hefur meðal ann­ars verið bent á að Virð­ingu sé stýrt af ­fólki sem áður var í lyk­il­stöðum innan Kaup­þings. Hannes Frí­mann Hrólfs­son, ­for­stjóri Virð­ing­ar, var áður aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta hjá ­Kaup­þingi. Hann var einnig um tíma aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri fjár­stýr­ingar og mark­aðsvið­skipta hjá Arion banka eftir hrun.

Ármann Þor­valds­son, fyrrum banka­stjóri Kaup­þing S­in­ger&Fried­lander í London og þá einn helsti stjórn­andi Kaup­þings­sam­stæð­unn­ar, er í dag fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­þró­unar hjá Virð­ingu. Frosti Reyr Rún­ars­son, áður for­stöðu­maður verð­bréfa­miðl­unar hjá Kaup­þingi, er nú fram­kvæmda­stjóri ­mark­aðsvið­skipta Virð­ing­ar. Og þá er Ásgeir Jóns­son, fyrrum for­stöðu­mað­ur­ ­grein­inga­deildar Kaup­þings, efna­hags­ráð­gjafi Virð­ing­ar.

Arct­ica Fin­ance er síðan stýrt af Bjarna Þórði Bjarna­syn­i, að­stoð­ar­fram­kvæmd­ar­stjóra og Stef­áni Þór Bjarna­syni, fram­kvæmda­stjóra ­fyr­ir­tæk­is­ins. Bjarni Þórður á 50,2 pró­sent hlut og Stefán Þór 33,5 pró­sent hlut í Arct­ica. Bjarni var for­stöðu­maður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Lands­bank­ans áður­ en sá banki hrundi haustið 2008 og Stefán Þór var yfir fyr­ir­tækja­ráð­gjöf ­bank­ans á Íslandi. Fleiri starfs­menn Arct­ica störf­uðu með þeim þar. Bjarni Þórður situr m.a. í stjórn Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. Bjarni Þórður Bjarnason er aðstoðarframkvæmdastjóri Arctica Finance og stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins.

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir vilja forð­ast tor­tryggni

Stjórnir og stjórn­endur stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins á­kváðu hins vegar undir lok síð­ustu viku að fara ekki í sam­starf með Virð­ing­u eða Arct­ica. Þess í stað ætla þeir að bjóða sjálfir beint í 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings í Arion banka, án milli­liða á borð við ofan­greind ­fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru nokkrar hliðar á þeirri ákvörð­un.

Í fyrsta lagi leist for­svars­mönnum líf­eyr­is­sjóð­anna illa á að þurfa að velja á milli Virð­ingar og Arct­ica Fin­ance. Hvor hóp­ur­inn sem yrð­i ­fyrir val­inu þá yrði ákvörðun líf­eyr­is­sjóð­anna alltaf tor­tyggð og ástæður þess að annar hóp­ur­inn hafi verið valin fram yfir hinn dregin í efa. For­tíð­ar­tengsl ­stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna tveggja við tvo af föllnu bönk­un­um, sem kostuð­u líf­eyr­is­sjóð­ina mikið tap þegar þeir féllu, voru einnig nefnd sem ástæða sem, ­með réttu eða röngu, myndi gera sam­starf við Virð­ingu eða Arct­ica Fin­ance við ­kaup á banka tor­tryggi­leg.

Í öðru lagi gætir óþols innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins ­gagn­vart því að milli­liðir séu að hagn­ast stór­kost­lega á baki sjóð­anna í fjár­fest­ing­um. Það sé í raun engin þörf á því. Líf­eyr­is­sjóð­irnir geti ráð­ist ­sjálfir, og án aðkomu milli­lið­anna, í fjár­fest­ingar sem þessar og án þess að greiða háar þókn­anir fyrir veitta þjón­ustu.

Í þriðja lagi er for­svars­mönnum líf­eyr­is­sjóð­anna mjög um­hugað um hvernig kaup á banka munu líta út í augum almenn­ings. Þeir eru, ­sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans, upp­teknir af því almanna­tengsla­hlið máls­ins. Þessar áhyggjur eru sér­stak­lega fyr­ir­ferða­miklar hjá full­trú­um verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í stjórnum líf­eyr­is­sjóða. „Sjóð­irnir vilja ekki sýnast ­taka ein­hverja einka­fjár­festaklíku fram yfir aðra,“ sagði einn við­mæl­and­i Kjarn­ans innan úr líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu.

Auk þess skiptir máli í þessu sam­hengi að líf­eyr­is­sjóð­ir ætla sér ekki að vera virkir eig­endur í fyr­ir­tækjum sem þeir eiga. Í ljósi þess að líf­eyr­is­sjóð­irnir hefðu alltaf þurft að kaupa þorra þess hlutar i Arion sem er til sölu myndu völd þeirra einka­fjár­festa sem yrðu með í kaup­unum því ýkjast mjög umfram þann hlut sem þeir myndu kaupa. Þannig gæti lít­ill hóp­ur einka­fjár­festa verið með tögl og haldir í stjórnun banka í kraft­i minni­hluta­eignar sinn­ar, vegna óvirkni líf­eyr­is­sjóð­anna.

Brenndir af umtali og um­fjöllun um Síma­söl­una

Það fer heldur ekki á milli mála að aðdrag­andi skrán­ing­u Sím­ans á markað hefur farið mjög illa í margar lyk­il­leik­menn í líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Það er einkum tvennt sem ber þar að nefna.

Snemma á þessu ári var hand­salað sam­komu­lag um að ­stjórn­endur Sím­ans og alþjóð­legir fjár­festar myndu fá að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum af Arion banka á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þessi ráð­stöfun naut ­stuðn­ings innan líf­eyr­is­sjóð­anna, sem eru sam­an­langt stærstu eig­endur Sím­ans í dag. Það þótti skyn­sam­legt að binda stjórn­endur Sím­ans, meðal ann­ars Orra Hauks­son for­stjóra hans, við fyr­ir­tækið til lengri tíma og fá inn alþjóð­lega fjár­festa. Einn þeirra sem greint var frá að myndi taka þátt í við­skipt­unum var ­Sig­ur­björn Þor­kels­son. Sökum reynslu hans á alþjóða­fjár­mála­mark­aði var ekki ­mikil and­staða við þátt­töku hans í kaup­un­um.Sú tortryggni og gagnrýni sem sett var fram á skráningarferli Símans hefur haft mikil áhrif innan lífeyrissjóðanna.

Þegar það kom hins vegar í ljós, nokkrum dögum áður en al­mennu hluta­fjár­út­boði í Sím­an­um, þar sem fag­fjár­festar á borð við líf­eyr­is­sjóð­ina voru að greiða tug­pró­senta hærra verð fyrir hluti í Sím­anum en of­an­greindur hópur greiddi, að Árni Hauks­son og Hall­björn Karls­son, við­skipta­fé­lag­ar ­Sig­ur­björns, hefðu tekið þátt í við­skipt­un­um, varð mikil reiði inn­an­ líf­eyr­is­sjóð­anna. Sér­stak­lega þar sem félag Sig­ur­björns, Árna og Hall­björns keypti stærstan hluta þeirra bréfa sem seld voru á lægra verði í aðdrag­anda ­skrán­ing­ar. Skiln­ings­leysi gætir á meðal líf­eyr­is­sjóð­anna gagn­vart þeirri á­kvörðun Arion banka, selj­anda bréfanna, að selja umsvifa­miklum inn­lendum einka­fjár­fest­u­m bréf á lægra verði en fag­fjár­festum á borð við líf­eyr­is­sjóð­ina.

Þá er sú ákvörðun Arion banka að selja völdum hópi við­skipta­vina fimm pró­sent hlut í Sím­anum á 2,8 krónur á hlut nokkrum dög­um ­fyrir útboð þar sem með­al­gengi reynd­ist 3,33 krónur á hlut, harð­lega gagn­rýnd innan líf­eyr­is­sjóða líkt og víðar í sam­fé­lag­inu. Arion banki hefur við­ur­kennt að ekki hafi verið vel að söl­unni stað­ið. Þeir sem keyptu bréfin halda þeim hins vegar og geta selt þau eftir einn og hálfan mán­uð. Gengi Sím­ans hef­ur hækkað 26 pró­sent frá því að vild­ar­við­skipta­vin­irnir fengu að kaupa. Virð­i hlut­ar­ins hefur hækkað um 360 millj­ónir króna frá því að hann var keypt­ur.

Þurfa að vinna sam­an­ til að dæmið gangi upp

Líf­eyr­is­sjóð­unum er því mjög umhugað um eins lít­il tor­tryggni og mögu­legt muni umlykja kaupin á Arion banka. Og svo hagn­ast þeir auð­vitað meira á við­skipt­unum ef milli­lð­unum og þókn­unum þeirra er sleppt.

Ljóst er þó að flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins þurfa að vinna saman ef að kaup­unum á Arion á að verða. Stærstu sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, LSR og Gildi, munu taka stóra hluti í bank­an­um, allt að tíu pró­sent hvor. Aðeins minni sjóðir munu geta tekið í kringum fimm ­pró­sent hlut hver og svo koll af kolli. Þannig ætla sjóð­irnir sér að kaupa þann 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings sem er til sölu og vera eig­end­ur ­bank­ans á móti íslenska rík­inu, sem á 13 pró­sent.

Stefnt er að því að fara í við­ræður og ganga frá kaup­un­um ­með fyr­ir­vara á næstu vik­um. Í kjöl­far­ið, gangi það ferli snuðru­laust fyr­ir­ ­sig, verður að fram­kvæmda ítar­lega áreið­an­leika­könnun á Arion banka áður en hægt verður form­lega að ganga frá kaup­un­um. Það gæti því gerst á fyrri hluta næsta árs. Og gangi kaupin eftir er það skýr stefna líf­eyr­is­sjóð­anna að skrá ­Arion banka síðan á mark­að. Sú skrán­ing, sem yrði sú allra stærsta sem átt hefur sér stað á Íslandi eftir hrun, myndi gefa öllum Íslend­ingum jaft tæki­færi til að kaupa hluti í bank­an­um.  Og hún­ ­gæti orðið að veru­leika strax á næsta ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None