Árásir í París og eftirleikurinn
Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í Evrópu eftir að hryðjuverkamenn drápu 129 manns í París á föstudag. Stórum samkomum hefur verið aflýst og lögreglan hefur leitað ábyrgðamannana.
Eftir hryðjuverkaárásirnar í París á föstudaginn, þar sem alls 139 manns létust, hefur Evrópa lagt áherslu á samstöðu með Frökkum. Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lýst yfir margra mánaða neyðarástandi í landinu, lýst yfir stríði á hendur hryðjuverkamönnunum og vitorðsmönnum þeirra og lagt til stjórnarskrárbreytingar í Frakklandi. Árásirnar eru þær skæðustu í Frakklandi síðan í Seinni heimstyrjöldinni.
Hér að neðan má sjá valdar ljósmyndir af atburðunum síðustu daga.