Píratar leggja til orkuskatt á stóriðju

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt könnunum er að móta sér stefnu gagnvart skattgreiðslum stóriðjufyrirtækja. Tillögurnar ganga út á að láta þau borga „eðlilega“ tekjuskatta.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Píratar vilja end­ur­skoða fjár­fest­inga­samn­inga við stór­iðju­fyr­ir­tæki og láta þau borga „eðli­lega“ tekju­skatta í rík­is­sjóð. Semj­ist ekki um end­ur­skoðun samn­ing­anna innan sex mán­aða frá því að við­ræður hefj­ist vilja Píratar leggja sér­stakan orku­skatt á þau sem skila á rík­is­sjóði sömu eða hærri upp­hæðum og stór­iðjan myndi greiða ef hún væri ekki und­an­þegin almenn­um ­reglum um tekju­skatt. Píratar vilja auk þess festa í lög tak­mörk á vaxta­greiðslum sem fyr­ir­tæki geta dregið frá skatt­stofni sín­um.

Þetta kemur fram í til­lögu að stefnu Pírata varð­and­i stór­iðju og þunna eig­in­fjár­mögnun sem lögð verður fyrir félags­fund flokks­ins í kvöld. Gert er ráð fyrir að ljúka fund­inum með ákvörðun um hvort setja eigi málið í raf­rænt atkvæða­geiðslu­kerfi Pírata til umræðu og á­kvörð­un­ar.

Píratar hafa mælst langstærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins um sjö mán­aða skeið. Fylgi flokks­ins sam­kvæmt síð­ustu könnun Gallup var um 33 pró­sent og ljóst að yrði það nið­ur­staða kosn­inga væri ómögu­legt að mynda t­veggja flokka rík­is­stjórn án aðkomu Pírata. Raunar yrði afar erfitt að mynda nokkra rík­is­stjórn án aðkomu þeirra miðað við fylg­is­stöðu flokka, og átaka­lín­ur í stjórn­mál­um, í dag.

Auglýsing

Kostar rík­is­sjóð 3 til 5 millj­arða á ári

Þunn eig­in­fjár­mögnun snýst um það þegar fyr­ir­tæki er fjár­magnað að mestu, eða öllu leyti, með láns­fé. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins er ­lítið eða ekk­ert. Lánin sem fyr­ir­tæki sem þessi fá eru oft frá tengd­um ­fyr­ir­tækj­um, þ.e. innan sömu sam­stæðu. Fyr­ir­komu­lagið er þekkt og víða not­að. Til­gangur þess er að koma í veg fyrir að það mynd­ist tekju­skatt­stofn þar sem allur hagn­aður fer í vaxta­kostnað af lán­um.

Þunn eig­in­fjár­mögnun er víð­ast hvar bönnuð í iðn­vædd­um ­ríkj­um. Í grein­ar­gerð sem fylgir ályktun Pírata er rifjað upp að Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi lagt til við íslensk stjórn­völd efyir hrunið að ­tekið yrði fyrir hana „en af ein­hverjum ástæðum sáu stjórn­völd ekki ástæðu til­ að fara að þeirri ráð­legg­ingu, og hefur rík­is­sjóður orðið af miklum tekj­u­m ­vegna þessa eða milli 3 og 5 millj­arða á ári“.

Fá sex mán­uði til að ­semja, ann­ars leggst á orku­skattur

Í ályktun Pírata er lagt til að lög­fest skuli tak­mörk á þær ­vaxta­greiðslur sem fyr­ir­tæki geti dregið frá skatt­stofni við 30 pró­sent af hagn­aði fyrir fjár­magnsliði, skata, afskriftir fasta­fjár­muna og um nið­ur­færsl­ur. „Þannig verði 70 pró­sent af EBITDA ávallt skatt­stofn, óháð vaxta­greiðsl­u­m ­fyr­ir­tæk­is­ins“.

Einnig er lagt til að leitað verði end­ur­skoð­un­ar fjár­fest­inga­samn­inga við þau fyr­ir­tæki sem „með slíkum samn­ingum hafa und­an­þegið sig eðli­legum tekju­skatts­greiðsl­u­m“. Í end­ur­skoð­uðum samn­ingum verð­i eðli­legar skatt­tekjur tryggðar og einnig séð til þess að upp­safnað tap fyrri ára verði ekki notað til að koma í veg fyrir eðli­legar tekju­skatts­greiðsl­ur ­fyr­ir­tækj­anna fram­veg­is.

Þá leggja Píratar til að ef samn­ingar tak­ist ekki um end­ur­skoðun fjár­fest­inga­samn­inga innan sex mán­aða frá upp­hafi við­ræðna verð­i lagður á sér­stakur orku­skattur sem skili þjóð­fé­lag­inu sömu eða hærri upp­hæð­u­m og ef fyr­ir­tækin væru ekki und­an­þegin almennum reglum um tekju­skatt.  

Sú aðferð­ar­fræði minnir nokkuð á þá sem sitj­andi rík­is­stjórn­ Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks beitti í áætlun sinni um losun hafta. Þar var kröfu­höfum föllnu bank­anna boðið að semja um stöð­ug­leika­fram­lag inn­an­ til­tek­ins tímara­mma. Ef samn­ingar tækjust ekki, og slit búa þeirra í kjöl­far­ið ­kláruð, myndi leggj­ast á stöð­ug­leika­skatt­ur.

Beint gegn tveim­ur álfyr­ir­tækjum

Hér­lendis hefur þunn eig­in­fjár­mögnun fyrst og fremst verið í sviðs­ljós­inu vegna lágra tekju­skatts­greiðslna tveggja stór­iðju­fyr­ir­tækja, Alcoa og Norð­ur­áls, sem reka álver hér­lend­is.

Í fjár­fest­inga­samn­ingum sem fyr­ir­tækin tvö gerðu við íslensk ­stjórn­völd á sínum tíma voru engar tak­mark­anir á vaxta­greiðslum til útlanda. Alcoa á Íslandi, móð­ur­fé­lags álvers­ins á Reyð­ar­firði, hefur á grunni þessa fjár­fest­inga­samn­ings greitt 57 millj­arða króna í vexti til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg frá upp­hafi starf­semi sinnar og út árið 2014, vegna láns sem veitt var fyrir fram­kvæmdum við bygg­ingu álvers­ins. Í fyrra runnu 3,5 millj­arð­ar­ króna frá Alcoa á Íslandi til Alcoa í Lúx­em­borg, en bæði félögin eru í eig­u ­móð­ur­fé­lags­ins Alcoa í Banda­ríkj­un­um.

Þar sem engin tak­mörk eru á því hversu háir vext­irnir eru á fram­kvæmd­ar­lán­inu sem veitt var vegna bygg­ingu álvers­ins getur Alcoa ákveð­ið hversu háir þeir eru. Sam­kvæmt nýlegri frétt á vef RÚV skulda íslensk Alcoa-­fé­lög lúx­em­borgska Alcoa-­fé­lag­inu vel á þriðja hund­rað millj­arða króna.

Álver Alcoa á Reyðarfirði.Þrátt fyrir að Alcoa á Íslandi hafi greitt næstum 60 millj­arða króna í vexti á und­an­förnum átta árum hefur skulda­staða íslenska Alcoa nán­ast ekk­ert breyst á tíma­bil­inu og eigin fé þess er nei­kvætt. Sem­sag­t, það er rekstr­ar­hagn­aður af rekstri álvers­ins en hann fer allur í að greiða vexti til ann­ars Alcoa-­fé­lags í öðru landi. Þar af leið­andi sýnir Alcoa á Ís­landi fram á tap­rekstur í bókum sínum og þarf ekki að greiða tekju­skatt.

Vaxta­greiðsl­urnar eru samt sem áður til­færsla á fé úr ein­um vasa í ann­an. Alcoa í Banda­ríkj­unum á öll félögin og sam­stæð­unnar fjár­magn­að­i fram­kvæmd­irn­ar. Í árs­reikn­ingi sam­stæð­unnar árið 2012, var starf­sem­inni á Ís­landi til að mynda hampað fyrir arð­semi, þrátt fyrir að sýna alltaf ­bók­hald­legt tap og vera með nei­kvætt eigið fé.

Í umfjöllun Kast­ljóss um málið segir að þar hafi staðið að „ál­bræðslan Fjarð­arál á Íslandi er ein af arð­bær­ari bræðslum í Norð­ur­-­Evr­ópu í málm­blendi­eigna­safni Alcoa[...]Ó­dýr orka og tækni­fram­farir hafa leitt til þess að bræðslur okkar í Nor­egi og á Íslandi eru þær arð­bær­ustu í aðal­starf­semi okk­ar á heims­vís­u.“

Rík­is­stjórnin er með­ frum­varp hjá sér

Píratar eru ekki að finna upp hjólið með því að leggja til­ að lögum verði breytt til að taka á þess­ari stöðu.

Í októ­ber 2013 lögðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og þing­menn­irnir Svan­dís Svav­ars­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um tekju­skattí þeim til­gangi að lög­festa reglur um þunna eig­in­fjár­mögn­un og að auki eru lagðar til nokkrar nauð­syn­legar breyt­ingar á tekju­skattslög­un­um svo taka megi regl­urnar upp í lög­in“. Á meðal þeirra breyt­inga sem lagðar voru til í frum­varp­inu er sama breyt­ing og lögð er til í til­lögu Pírata, um að vaxta­greiðslur sem fyr­ir­tæki geti dregið frá skatt­stofni við 30 ­pró­sent af hagn­aði fyrir fjár­magnsliði, skata, afskriftir fasta­fjár­muna og um nið­ur­færsl­ur. Í frum­varpi þeirra var hins vegar engin til­laga um orku­skatt.

Vert er að taka fram að öll þrjú höfðu setið í rík­is­stjórn fram á vor­daga 2013. Sú rík­is­stjórn­ beitti sér ekki fyrir breyt­ingu á lögum um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir­ að þunn eig­in­fjár­mögn­un.

Málið fékk efn­is­lega með­ferð í þing­inu og hefur farið í gegnum tvær umræð­ur. Föstu­dag­inn 16. maí 2014, fyrir einu og hálfu ári síð­an, kusu þing­menn um að vísa mál­in­u til rík­is­stjórn­ar­innar til frek­ari með­ferð­ar, að lok­inni annarri umræðu. 53 ­þing­menn sam­þykktu þá ráð­stöf­un. Eng­inn var á móti.

Síðan hef­ur ­lítið heyrst af fram­vindu máls­ins. Katrín Jak­obs­dóttir beindi fyr­ir­spurn til­ ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um málið fyrir viku ­síð­an. Þar spurði Katrín hvort unnið væri að breyt­ingum á lögum um tekju­skatt varð­andi þunna eig­in­fjár­mögnun á grund­velli frum­varps­ins sem vísað var til­ ­rík­is­stjórn­ar­innar og ef svo er, hvenær ráð­herr­ann ætl­aði að kynna til­lögur á grund­velli vinn­unn­ar.

Í svari Bjarna kom fram að ráðu­neytið fylgd­ist grannt með sér­stöku verk­efni sem unnið er á vegum OECD undir enska heit­inu Base Eros­ion and Profit Shift­ing sem á íslensku ­gæti lagst út sem Rýrnun og til­færsla skatt­stofna. „Sú vinna miðar meðal ann­ar­s að því að leita leiða til að hamla gegn mis­notkun skatta­reglna til und­an­skota frá skatti, þar með talið óhóf­legum eða jafn­vel óeðli­legum frá­drætt­i ­vaxta­kostn­að­ar­,[...] þess er þó vart að vænta að frum­varp um mögu­lega tak­mörk­un ­vaxta­frá­dráttar eða þunna eig­in­fjár­mögnun liggi fyrir á þessu þingi nema þá til­ kynn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None